Ísafold - 12.07.1893, Side 2
178
Hann kallar enn: »Seg, í'aðir, fljótt,
Hvort fara má jeg braut!«
En dynskot svara og annað ei
Og áfram loginn þaut.
Og bálið andar á hann heitt
Hinn unga kappason,
Hann horfði á logann hvasst og rótt,
Er horfin lífs er von.
»Má jeg ei fara, faðir minn !<i
Með fyllri róm hann kvað.
TJm segl og reiða loginn ljek —
Senn líður stundin að.
Og fáninn brann og hyrinn hár
Við himinn sjálfan bar,
Því skipið allt svo efst sem lægst
I einu báli var.
Þá brast við hátt — ó, hvað fjell þá
I hlut hins unga manns?
Spyr vindinn, sem um voginn fór,
Hann veit um forlög hans.
Af því, sem fórst með fleyi því
Vjer framast minnumst eins,
Og það var trúa hjartað hans,
Hins hugumprúða sveins.
Bjarni Jónsson.
Alþingi.
iv.
Byggingarlögin i Rvik. Þingm. bæj-
arins ber upp frv. um þá breytingu á
byggingarlögunum, eptir undirlagi bæjar-
stjórnarinnar, að steinhús megi hafa milli-
bilslaus, sje þar gluggalaust og dyra, og að
timburhús megi reisa áföst hvert við ann-
að 60 álnir í sifellu, sje eldvarnargafl í milli.
Torfbæi má eigi reisa hjeðan af nema í út-
hverfum bæjarins og með samþykki bygg-
ingarnefndar. Loks er byggingarnefnd og
amtmanni ætlað nokkurt vald til þess að
afstýra ljótum frágangi á húsum og girð-
ingum.
Varnarþing í skuldamálum m. fl.
Þeir Klemens Jónsson og Guðl. Guðmunds-
son sýslumenn bera upp frv. um, að kaup-
menn op aðrir viðskiptaatvinnumenn inegi
sækja skuldunauta sína í þeirri þinghá, er
skuldin er stofnuð i, sje fyrirtökudagur í
sumarkauptíð eða haustkauptíð (15. júní
til 31. júli, eða 15. sept. til 31 okt.) og sje
stefna birt á löglieimili skuldunauts með
3, 6 eða 9 vikna fresti, eptir því, hve
ijarri það er fyrirtökustaðnum. Mótmæli
gegn reikningum skulu ógild, ef lengra er
liðið en 6 mánuðir f'rá því er skuldunaut-
ur fjekk reikninginn.
íslenzkur stjórnardeildarforstjöri.
Níu þingmenn í neðri deild vilja láta þing-
ið skora á ráðgjafa Islands, að hann sjái
um, að forstjóri hinnar íslenzku stjórnar-
deildar í Kaupmannahöfn sje jafnan ís-
lendingur, »jafnframt því sem þingið verð-
ur að lýsa því yflr, að það telur það illa
farið, að ráðgjafinn heflr ekki tekið tillit
til óska þingsins, þegar þetta embætti var
skipað síðast«.
Úrskurðarvald sáttanefnda. Þor-
leifur Jónsson ber upp frv. urn, að sátta-
nefndir megi skera úr ýmsum minni hátt-
ar skuldamálum, allt að 200 króna, svo að
jafngilt sje eins og sætt. Úrskurðum sátta-
nefnda má áfrýja til undirrjettar o. s. frv.
Nefnd: Kristján Jónsson, Þorleifur Jónsson
og Einar Ásmundsson.
Eptirlaun. Frv. frá þeim Sigurði Jens-
syni og Sigurði Stefánssyni fer fram á, að
eptirlaun embættismanna skuli vera x/5 af
launaupphæðinni og 20 kr. að auki fyrir
hvert ár, er maðurinn heflr þjónað með
eptirlaunarjetti. Nefnd: Jón A. Hjaltalín,
Sigurður Jensson og Sigurður Stefánsson.
Alþingiskosningar. Jón A. Hjaltalín
ber upp sama frv. um breytingu á kosn-
ingarlögunum og á síðasta alþingi: kjör-
stjórn og kjörfund í hverjum hreppi o. s.
frv.
Borgaralegt hjónaband. Þeir Jón
Jónsson frá Múia og Skúli Thoroddsen vilja
láta borgaralega hjónavigslu, framkvæmda
af veraldlegum valdsmanni, vera jafnheim
iia þjóðkirkjumönnum sem utanþjóðkirkju-
mönnum.
Fjárráð giptra kvenna. Frv. um
það efni hafa sömu þingmenn borið upp,
líks efnis og á siðasta þingi. Nefnd: Jón
Jónsson (frá Múla), Sk. Thoroddsen, Þor-
lákur Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson
og Guðlaugur Guðmundsson.
Kjörgengi kvenna. Sk. Thoroddsen
vill veita konum, sem eiga með sig sjálf-
ar, kjörgengi í hreppsnefnd, sýslunefnd,
bæjarstjórn og á safnaðarfundum, með
sömu skilmálum sem karimönnum eru
settir.
Kirkjulög. Eptir undirlagi synodus
hefir Þórarinn Böðvarsson borið upp lfrv.
»um kirkjur«, samið af nefnd, er til þess
var kjörin á synodus í fyrra, en í henni
voru, auk flutningsmanns, stiptsyflrvöldin,
síra Eir. Briem og síra Þorkell Bjarnason.
Frumvarpið er í 20 greinum, og á að koma
ístað allra eldri lagafyrirmæla um kirkju-
gjöld o. fl. Afnema skal kirkjutíund, ljós-
toll, kirkjugjald af húsum, lausamanns-
gjald til kirkju og sætisflsk, en i stað þeirra
gjalda komi 1 krónu skattur á hvern mann
fermdan, er lögheimili heflr í sókninni á
gjaiddaga (31. okt.). Hver húsráðandi
greiðir gjaldið fyrir sig, skyldulið sitt og
heimilisfólk. Legkaup 4 kr.; fyrir börn
yngri en 2 ára þó að eins 2 kr. Tekjuaf-
gangur kirkná ávaxtast i hinum almenna
kirkjusjóði og þangað afhendi þeir, er nú
hafa sjóði kirkna undir hendi, þá á 10 ára
fresti (Vio á ári). Stjórn Landsbankans
stjórnar kirkjusjóðnum og ávaxtar hann.
Eigi er heimilt að færa kirkju til útgjalda
meiri kostnað við uppbyggingu og aðgerð
en biskup álítur hana færa um að bera.
Nefnd í því máli: Þórarinn Böðvarsson
(form.), H. Kr. Friðriksson, Sig. Gunnars-
son, Bj. Bjarnarson, Jón Jakobsson.
Skipulag þjóðkirkjunnar. Frá sömu
synodusnefnd heíir sami flutningsmaður
borið upp frv. um »skipulag og stjórn and-
legra mála hinnar íslenzku þjóðkirkju«.
Til ráðaneytis biskupi við stjórn hinna
andlegu kirkjumáia á að vera kirkjuráð:
amtmaðurinn syðra (er nefnist stiptamt-
maður) og 3 andlegrar stjettar menn, sem
kirkjuþingið kýs til 6 ára. Á kirkjuþing-
inu eiga sæti allir andlegrar stjettar menn
landsins, þeir er í embætti eru, og einn
leikmaður úr hverju prófastsdæmi, kosinn
á hjeraðsfundi. Kirkjuþing skal halda i
Reykjavík ár hvert. Þar skal ræða og
samþykkja allar breytingar á skipun hinna
andlegu máiefna kirkjunnar, áður en bisk-
up veitir þeim samþykkiTsitt. Biskupskal
kosinn af samkomu, þar sem sæti eiga all-
ir prófastar landsins og einn prestur og
einnsafnaðarfulitrúi úrhverju prófastsdæmi.
Embættisbrot kennimanna skal dæma í pró-
fastsrjetti (sýslum., próf., 3 prestar) og sy-
nodalrjetti (stiptsyflrvöld og 3 prestar).
Sama nefnd í þessu máli og kirkjulaga--
málinu.
Verzlunarmál. Nefnd til að íhuga
verzlunarmál landsins stakk Þorlákur Guð-
mundsson upp á. Það var samþykkt eptir
nokkrar umræður og í nefndina kosnir:
Þorlákur Guðmundsson, Skúli Thoroddsen,
Jón Jönsson (frá Múla), Bogi Melsteð og
Jens Pálsson.
Búnaðarmál. Ennfremur heflr neðrh
deild fallizt á að skipa nefnd til þess að
íhuga búnaðarmálefni landsins, einkum með-
tilliti til fjárframlaga úr landssjóði tii slíkra
mála (búnaðarskóla, búnaðarfjelaga o. fl.)
og valið í nefndina Bj. Bjarnarson, Ólaf '
Briem, Björn Sigfússon, Þorlák Guðmunds-
sop og Einar Jónsson.
Afnám Maríu-og Pjeturslamba fór
Jón Jónsson, þm. Norðmýlinga, fram á,
en deiidin (neðri d.) felldi það frv. þegar-
við 1. uinr.
Líkskoðun. Nefndin í því stjórnarfrv.
(sjá síðasta bl.), uppvakning frá síðast.a
þingi, var því meðmælt, en deildin felldi'
það samt í fyrra dag eptir nokkrar um-
ræður. með 13 atkv. gegn 10.
Stjórnarskráin. Við 1. umr., í fyrra
dag, mælti flutningsm. (Sighv. Árnas.) örfá
orð fyrir frumvarpinu. Aðrir steinþögðu,,
en vísuðu því til 2. umræðu með öllum
atkvæðum nema einu (H. Kr. Fr.). Á
morgun mun önnur umræða eiga að verða^
uChicago-sendiför af viti”.
Herra ritstjóri! Þegar jeg í gær las i'
blaði yðar grein með þeirri fyrirsögn, þá
datt mjer i hug, að ef maður væri sendur
til Vesturheims með landssjóðsstyrk, þá
væri ekki óþarft, þó að það kostaði nokk-
uð meira, að sá maður liti eptir búskap.
og líðan landa vorra þar vestra á nokkr-
um stöðum, ef liann gæti alvarJega hrakið
hið mikla skrum, sem «Landneminn» og
«Hagskýrslurnar» frægu hans Baldvins
flytja um líðan þeirra; því þó að «Landnem-
inn» sje ekkert kærkominn gestur hjer á
landi, þá heflr hann þó fengið marga al-
þýðumcnn til að trúa að mikiu leyti því,
sem hann segir, enda sýnir það sig bezt á
því, að nú í ár skuli vera til muna fólks-
flutningar hjeðan til Vesturheims, og það-
er sjáanlegt, að þegar fólk flytur sig hjeð-
an, í jafngóðu árferði og nú er, þá mundi
fleiri flytja sig hjeðan, ef illa ijeti í ári,
En útflutninginn í ár álít jeg langmest
skrumritunum að kenna, ásamt góðri áeggj-
un agentanna, því eptir ritunum að dæma
má ætia, að þeir klípi ekki utan af lofinu
þegar þeir bera það fram munnlega.