Ísafold - 04.11.1893, Síða 2

Ísafold - 04.11.1893, Síða 2
28G enn meiri eptir að þær hafa fengið iausn’ þar sem hin dönsku lög fyrirskipa beinlín- is, að yfirsetukonurnar haldi öllum sínum iaunum óskertum í eptirlaun, og hafi þær þjónað í 20—25 ár, fá þær meira í eptir, iaun en þær höfðu í hein laun; en hjer er það komið undir geðþekkni sýslunefndar- hvort eptirlaunin verða nokkur eða engin; og lialdist sú skoðun við, sem nú virðist allvíða rikjandi hjer á landi viðvíkjandi eptiriaunum, má teija víst, að þau verði sumstaðar mjög af skornum skammti, og heppni, ef sumar yfirsetukonurnar mega eigi fa.ra á sveitina, er þær eru búnar að slita sjer út í almennings þarfir, nema 'þær eigi lífserfingja eða vandamenn, sem hafi efni og vilja á að veita þeim athvarf í eilinni, og þannig taka að sjer þá byrði, sem al- menningur ætti að bera. Ritað í október 1893. Þ. Brauð veitt. Landshöfðingi hefir 28. f. mán. veitt Eyvindarhólaprestakall presta- skólakandídat Gísla Kjartanssyni, sam- kvæmt yfirlýsingu safnaðarins. Aðrir sóttu eigi. Hann á að vígjast á morgun. Brauðakassinn tómur. Það er mikil nýlunda, að »brauðakassinn« á prestaskóla- húsinu, þar sem laus brauð eru auglýst, hefir verið tómur núna nokkrar vikur. Mun það eigi hafa við borið í hálfa öld eða fram undir það. En eigi mjög mörg ár síðan, að þar stóðu að jafnaði milli 10—20 brauð. Eru þau umskipti sjálfsagt mest að þakka jöfnuði þeim, er gerður hefir verið á brauðunum með prestakalla- lögunum frá 1880. Það eru þó 2 brauð prestslaus sem stend- ur, annað er hinn skipaði prestur kemur eigi að fyr en í fardögum í vor (Breiða- bólsstaður i Vesturhópi), og hitt að eins ó- veitt (Helgafell). Kátlegur mislestur er það, sem höf- undi pistils eins í ágústnúmeri »Sameining- arinnar« hefir orðið á við greinina í ísa- fold í vor »Um fækkun helgidaga«, þar sem hann gefur í skyn, að Isafold hafi þar með slegizt á band með þeim blöðum (ís- lenzkum), er sýni sig í því, að vilja grafa grundvöllinn undan kristninni; — hann nefn- ir auðvitað sjerstakiega til þess Fj.-konuna, með hennar alræmda iymsku-undirróður í þá stefnu. Það sjer þó hver heilskygn maður, sem þá grein les, að þar fer hvert orð í þá stefnu að hiynna að kristilegri trúrækni. Efni greinarinnar er í einu orði það: höfum lítið eitt færri helgidaga, en höldum þá betur, að dæmi hinna trúrækn- ustu þjóða í heimi, Englendinga og einkum Skota. Enda gerðu margir vorir beztu og trúræknustu menn ágætan róm að þeirri grein. Palladóms-appendix. Samkvæmt sinni alkunnu rjettvísi, sannleiksást og óhlutdrægni(!) í pailadómunum um þing- menn sparar eigi »Fj.-konu«-mad\irmn guli- hamrana um vin sinn og samverkamann, búmanninn frá Reykjakoti, er Borgfirðing- ar seildust eptir út fyrir kjördæmi sitt í fyrra og dubbuðu til þingmanns. En með því að farið hefir talsvert orð af öðrum palladómi snertandi þennan sama þingmann eða rjettara sagt ávarpi til hans frá einum fjelaga hans á þingi í sumar, rjett fyrir þinglokin, nefnil. 1. þingmanni Árnesinga, Þorláki Guðmundssyni, þá birtist ávarp þetta hjer, orðrjett úr þingtíðindunum, sem nokkurs konar »appendix» við tjeðan »Fj.- konu« palladóm: »Þá minntist hann (B.B.) á þorskhöfðakaup kjósenda minna. Það er víst.að þeir kaupamikið af þeim, en þeir erulíka þeir hirðumenn, að þeir halda saman beinunum, og jeg hef' fullt umboð frá þeim, að þeir vilji gefa þingmanni Borg- firðinga þau sem búfræðingi, ef að hann bara nennir að sækja þau, en með því skilyrði eru þau gefin, að hann brenni þau eða mali og sái svo duptinu yfir akrana, sem hann hefir rutt og ræktað á Hvanneyri, Rauðará og óðali sinu, sem hann nú býr á. Jeg hefi heyrt þá sögn, sem mun hafa við mikil rök að styðjast, að kjósendur hans, Borgíirðingar, hafi verið mjög í þorskhöfðahraki sumarið 1892 og sjer- staklega um haustið, og hafi því ráðið það af' með sundrung og samheldis-iet/sf, að f'ara út úr kjördæminu og ka.upa þar rýrðar-þorskhöf'- uð fyrir ærna peninga. Þetta hafa verið eðli- legar afleiðingar af' aflaleysinu 1891 og 92. En þar sem nú hefir verið á Akranesi jafnt sem annarsstaðar við Faxaflóa ómunalega mikill þorskafli þetta ár, þá leiðir þar af, að engin líkindi eru til, að Borgfirðingar þurfi að f'ara eða fari út fyrir hjeraðstakmörkin til að fá sjer þorskhöf'uð á næsta vori eða sumri, enda ættu þeir að láta sín víti sjer að varn- aði verða«. Til skýringar við upphaf þessa ræðustúfs skal þess getið,að þingmaður Borgfirðinga hafði í ræðu á undan verið að sletta því um Árnesinga, að þeir keyptu mikið af þorskhausum. Það er víst um það, að þessi orð Þor- láks Guðmundssonar fjellu í góða jörð; því meiri rómur eða glaðværri var eigi gerður að nokkurs manns máli á þingi í sumar en þessum litia ræðustúf hans, þorskhausa- rœðunni 'svonefndri. í Skúlamáltnu ísfirzka hefir það gerzt í haust snemma, að annar rjettarvotturinn hans, Þorsteinn Stefánsson,hefir játað á sig fyrir rann- sóknarrjetti rangan framburð fyrir rjetti, Skúla í vil. Hann og þeir fjelagar báðir, rjettarvott- arnir, höfðu sem sje í júní í fyrra komið með og staðfest fyrir rjetti framburðarskjal með hendi Skúla sjálf's, er fór þvert ofan í það, er þeir höíðu borið fyrir rjetti daginn áður. Hefir nú Þorsteinn borið eða játað, að f'ramburður þeirra f'jelaga t skjali þessu sje alveg rangur, og hafi þeir látið það eptir Skúla, að skrifa undir það, af fávísi, mjög tregir þó. Ólaf, hinn vottinn, bagaði »minnis- leysi«, er hann var spurður um þetta. Ábyrgðarmaður »Þjóðviljans« hefir enn látið »Þjóðólf» flytja fregnir um mála- ferli milli sín og ritstjóra ísafoldar, þess ef'nis, að til að vega á móti þeim 4 meið- yrðamálum, er hann hefir látið höf'ða í haust gegn tjeðum ábyrgðarmanni, held- ur en að skemmta skríl með því að gjalda saurkast hans (»Þjóðv.mannsins«) 1 líkri mynt —, ætli þessi virðulegi »Þjóðvilja«- ábm. að höfða meiðyrðamál í gegn rit- stjóra ísafoldar. En ekki hefir orðið vart við neina »vatnsins hræring« í þá átt, og er þó býsna langt síðan, 5—6 vikur, að margnefndum ábm. »Þjóðv.« var boðuð lögsókn af hendi ritstjóra ísafoldar. Það er og hvorttveggja, að »Þjóðv.« hefir vit- anlega ekkert málshöfðunarefni á hendur ísafold, með því að húu hefir árum sam- an engan gaum gefið þvi glæsilega(!) mál- gagni, enda mun eigi þurfa um að villast, að þessi lögsóknar-ráðagerð af lians hendi,. er »Þjóðólfur« er látinn boða lýðnum, sje ein af hinum alkunnu vindhöggum ábyrgð- armannsins, í því skyni, að strá sandi í augu alþýðu og láta hana dást að, hvað* hann »spjari sig«. Leppuð meiðyrði. Eptir að isfirzka málgagnið alræmda, er sig kallar ýmist »Þjóðviljann« eða »Þjóðviljann unga«, hafði, árum saman legið á því lúalagi, er slík blöð tíðka, að leggja í einelti mestu sæmd- armenn landsins, þá er eigi vilja f'alla f'ram og tilbiðja goð þau, er þau þ.jóna, og þar á meðal kappkostað að smána í orðum nú- verandi bankastjóra Tryggva Gunnarsson, ljet hann loks lögsækja blaðið eða rjettara sagt mann þnnn, er það hefir verið »lepp- að« með lengst af, — nefndur á því sem< prentari þess. Meiri hlutinn af meiðyrð- unum var fyrndur, en fyrir hitt var prentar- inn dæmdur í sumar í hjeraði (20. júlí) í 50 kr. sekt eða 15 daga einfalt fangelsi, auk málskostnaðar, og meiðyrðin dæmd’ dauð og marklaus. En skömmu áður en dómur væri uppkveðinn, höfðu heiðurs- kempurnar, sem prentarann höfðu notað- fyrir »lepp«, skotið honum undan til—Am- eríku! Það sem Chicagosýningin kostar. Eptir því sem menn vissu síðast til, hefir kostnaðurinn við Chicagosýninguna numið' alls 85 milj. króna. Þar af voru 7y2 milj. lagðar til úr alríkissjóði, í Washington, og 18 milj. kr. veitti bæjarstjórnin í Chicago- að láni. Þá höf'ðust nær 20 milj. saman með hlutabrjefum og 17 milj. kr. lán var tekið gegn veði í sjálfri sýningunni, — sýningarhúsunum. Þá skuldaði sýningim 7Y2 milj. kr. höfuðsmiðum sýningarhall- anna, og átti sú skuld að greiðast. af tekj- um sýningarinnar. Loks eru 15 milj. kr. áfallandi kostaaður meðan á sýningunní stóð, daglegur tilkostnaður ýmislegur. Af' þessu mikla fje töldu menn sjer víst að allt fengist endurgoldið með rentum, nema 2/g. af bæjarsjóðsláninu frá Chicago, 18 milj.,. og 2/s af hlutabrjefaupphæðinni, eða sam- tals rúmar 25 milj. kr. En hvorlti bæjar- stjórnin i Chicago nje hluthafendur bera sig neitt aumlega út af því, með því að þeim var kappsmál bæði að fá sýninguna haldna einmitt í Chícago og ekki annars- staðar, með því að aðrar stórborgir vestra kepptust eptir að hafa hana liver hjá sjer, og í annan stað, að sýningin yrði sem veglegust og mikilf'englegust, enda hefír- það tekizt, og þykir hlutaðeigendum því; vel til vinnandi, að verða fyrir þessari' stórkostlegu »blóðtöku«. Af hinum miklasýningai-kostnaðiermælt að 60—70 milj. hafi farið til að koma upp . hinum geysi-stórn og glæsilegu sýningar- höllum, er eigi áttu að standa nema 1' missiri, en að þriðjungurinn af því fje hafi aptur farið eingöngu til þess að prýða. stórhýsi þessi. Þykir það votta greini- lega, að Ameríkumenn sjeu minni maura- púkar en þeim hefir opt verið brugðið* um. Þó er hætt við, að metnaður eigi fullt eins mikinn þátt í þessari miklu rausneins og einskær ættjarðarást og fegurðartilfinning..

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.