Ísafold - 18.11.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.11.1893, Blaðsíða 2
294 Morgunverður var kas-úldið kaffi, eða því líkust var lyktin af því, og grámyglað, hundgainalt gerbrauð/stundum smurt, svo það sást með aðgætni, stundum ekki. Miðdags- matur baunasúpa á 1 diski handa hverjum,— þær baunir voru þykkri en vatn en varla eins þykkar og áir,—flesk og niðursoðið kjöt; en það var svo lítið, sem öllum var ætlað, að 1 maður hefði farið langt með að jeta það— stundum fdr matsveinninn með það eptir borð- inu og skammtaði það og gaf þá hverjum 2 munnbita, —- brauð eins og á morgnana, og stundum verra. ^Kvöldmatur var sykurlaust og bragðslæmt tevatn og brauð/eins og áður er sagt frá. Við dvöldum þarna til þess 24. Síðari dagana áttum við skárra, fyrir milligöngu hr. B. Klemenssonar, sem allt af varð að standa í erjum og skömmum. svo að við fengj- um þennan góða(!) mat. Herbergin, sem við vorum í á nóttunni. voru í alla staði sóðaleg; ekki sást i neina tusku í rúmunum fyrir ó- hreinindum, ekki borð eða bekkur, enginn nagli eða snagi að hengja föt á; menn urðu að fleygja fötunum otan i gólfið eða láta þau í þessi þokkalegu flet. Svona var það i öllum þeim herbergjum, sem jeg vissi til. Það voru auglýsingar á veggjunum þess efnis, að mönnum væri stranglega fýrirboðið að spýta á gólfið, en þó var enginn spýtu- bakki til; ekki voru nein áhöld til að þvo sjer neinstaðar, svo menn urðu annaðhvortað vera óþvegnir eða fara ofan í bakdyragaug- inn og þvo sjer þar allir úr einu götóttu blikk- fati eða standa við vatnskranann, sem var þar í veggnum. Aðaldyrum hússins var lokað og mönnum bannað að ganga um þær, en út um bakdyrnar máttum við f'ara, og í þeim gangi voru 2 salerni, óþokkaleg og illa hirt, svo loptið í ganginum og helzt öllu húsinu var illþolandi. Úti fyrir var sami óþverri og inni; 1 stuttu máli sú ljótasta gata, sem við sáum í borg- inni. Þá 5 daga, sem við vorum í þessu bæli, sást hr. Sv. Br. ekki nema meö höppum og glöppum og stundum aldrei heila daga. Jeg vil ráðleggja þeim, sem fara með Dom- inionlínunni, að hafa með sjer mat til hálfs- mánaðar minnst, því matur á innflytjendahús- inu er ekki mönnum bjóðandi. Hinn 24. júní fórum við af stað kl. 7 hjer um bil og urð- um þá að ganga nærri 2 stundir; bæði var þaö langt og svo var tekinn á sig góður krók- ur í tilbót. Það leit helzt út fyrir, að hr. Sv. Br. væri ekki vel heirna í þessum útflutninga- störfum. Svo urðum við að standa til há- degis, og kl. 2 vorum við komin á skipsfjöl Allur farangur var settur ofan í lest, bæði það sem við þurftum að hafa og ekki hafa, og með miklu þrasi og fyrir milligöngu síra Matth. Jochumssonar ogB. Kiemenssonar feng- um við að draga það sem við þurftum að hafa hjá okkur upp í kaðli neðan úr annari lest. Viðurgjörningur á skipinu, hvað fæði snerti, var góður, enda var það ekki Dominionlínu- skip. Það var Beaverlínuskip. sem hjet »Lake Huron«. Það skip var hálfilla útbúið, rúmin þröng og vond. Þar sem kvennfólk og börn voru, var slegið í kring um rúmin, og þessir klefar voru nálægt 5 ál. á lengd, 4 tæpar á breidd, rúmar 3 á hæð, og i þessum klefum voru 10 rúm, svo það getur hver sjeð, sem vill, hvort þetta muni vera haganleg eða góð herbérgi. Maður verður að renna sjer á end- ann upp i rúmið, og þaðan getur maður ekki hreift sig, nema tara úr því, ekki selt upp nema í það, og ekki risið upp í því. Þar var heldur ekki nagli eða snagi til að hengja föt á, svo tnaður varð að láta allt sitt vera í þessum rúmgóðu fletum. Þar sem karlmenn voru, voru ekki neinir klef'ar, heldur allt milli- þiljurúmið(í einu?),og þessum rúmumslegið nið- nr með sömureglum. Svo voru2 opsittá hvor- um enda, og var grenjandi stormur og súgur í gegn um þetta rúm, enda urðu flestallir veikir á skipinu. Það sagði skipslæknirinn að væri af ofáti; en það var líka karl, sem vissi hvað hann sagði! Það er til dæmis, að ein stúlka datt á götu í Liverpool og fekk kúlu á vang- ann. Það var leitað til læknisins, og sagði hann, að það væri tannpína og þyrfti að draga úr henni tannirnar. Ekkert varð þó af því. Þetta er læknishjálpin, sem hr. Sv. Brynjólf's- son lætur svo mikiö yfir í auglýsingum og f'rásögnum. Hinn 5. júlí komum við til Que- bec. Þaðan af gekk alls slysa- og hraknings- laust, og komum 9. júli til Winnipeg, eptir að okkur hafði reynzt flestallt ósannindi, sem lofað var og sagt um hina góðu meðferð á vesturförum »á hinum sterku og hraðskreiðu og haganlega útbúnu fólksflutningaskipum og í hinum þægilegu ensku vögnum og meö hinu nægilega og góöa fæði« á innfiytjendahúsinu í Liverpool. Jeg þykist vita, að hr. Sv. Brynjólfsson segi þetta lygi. En jeg segi fyrir mig, aðjeg veit ekki hverju jeg ætti að geta skrökvað innfiytjendahúsi þessu til minnkunar. Því það mun hafa það flest til að bera, er gest- gjafahúsi getur verið til minnkunar, og það þarf meira en meðal-áræði til að fara optar en einu sinni með Islendinga í þvílíka staði; því þessa sömu útreið fengu vesturfarar í fyrra i Liverpool. Winnipeg 14. ágúst 1893. Björn Hjörleifsson. Brúin yfir Frakklandssund. Nú er enn af nýju tekið til af miklu kappi að bollaleggja brúargerð yflr sundið milli Frakklands og Englands. Það er hátt upp í þingmannaleið eða nál. 41/?, míl. danskar á breidd, þar sem brúin á að liggja, milli Folkestone á Englandi og Griz-Nez-höfða á Frakklandi, og eru þar straumar miklir og brim, og mjög hátt fjöruborð. Það þarf 118 stöpla ’ undir brúna, og fer svo mikið fyrir þeim, að nema mundi meira en þriðjung mílu vegar, ef þeir stæðu saman, en hleðslan áætluð 4 miljónir teningsmetra. Mest ríður á, að botninn sje traustur. Hann er víðast í sundinu krítarklettar, er geta borið 24 pd. þunga á hverjum ferh. sentímeter, og þykir það gott. Klettar eru 2 í miðju sundinu neðansjávar, er nefnast Varne og Colbert, 25 fet fyrir neð- an stórstraumsfjöruborð; á þeim eiga lægstu stöplarnir að standa. En Frakklandsmeg- in er all-djúp dæld og víð í mararbotninn. Þar þarf lengsti stöpullinn að ganga um 180 fet niður fyrir lægsta fjöruborð, en upp yfir það þurfa þeir allir að ná annað eins eða einmitt 180 fet, til þess að hásigldustu skip komizt undir brúna. Hefir talizt svo til, að þessi lengsti stöpull, 360 fet alls, mundi vega allur 240 railj. pund. Mestur verður vandinn að grafa undan stöplunum svo að öruggt sje. Það eru engin ráð til þess önnur en að gera stöplana fyrst á þurru landi að miklu leyti eða ytra borð þeirra, af járni, og sökkva þeim síðan niður, en hafa þá hola innan, tæma sjóinn, er innan í verður, burt með dælu, og láta verkamenn síðan síga þar niður til þess að moka upp jarðveginum á mararbotni, þangað til kemur niður á nógu fastan grundvöll, er hlaða megi á innan í járn- hólkinn. Eúm 1500 fet er ætlazt til að verði hafið milli sumra stöplanna. Nær 700 milj. króna er ætlað á að brúin muni kosta. Árnessýslu 10. nóvbr.: Frjettalitið er hjeð- an úr byggðarlagi. Heyafli nægur hvervetna eptir hið ágæta sumar. Vörubirgðir nægar af allri kornvöru i Eyrarbakkaverzlunum (þær eru nú reyndar ekki nema 2). Aptur á móti var þar alveg ofnkolalaust litlu eptir rjettir £ haust, og er þaö mjög bagalegt fyrir alla bjer,. ekki sizt tyrir Eyrarbakkabúa sjálfa, sem hafa. íremur ljelegt mótak; kom sjer þetta því ver að fáir vissu um þaö fyr en í ótima, því á seinustu skipum voru kolin vön að koma; nú komu í þeirra stað eitthvað í kring um 100 tunnur af spritti. Minna heftú líklega mátt gagn gjöra svona undir vetur. Af Alþingistíðindunum eru komin hingað- 9 hepti af umræðunum í neðri deild og 4 hepti úr efri deild og sameinuðu þingi. Þingmenn- irnir okkar tá ekki lof hjá aimenningi hjer íyrir afrek sín í selaeyðingarmálinu. Það er þó áhugamál fjölda góðra bænda hjer, og er illt til þess að vita, ab þab skuli fara í mola. þing eptir þing. Þá munu og ekki sumir Ár- nesingar syngja þeim lof og dýrð fyrir fram- komuna 1 bruartollsmalinu. Vel má vera þó, ab Þorlákur komist ab, ef hann býður sig fram vib næst-u kosningar. En hvað Boga snertir, þá er fremur hætt við, ab hiaupið sje- nokkub ofan af hinu mikla gumi, sem fleipr- að var með um hann kring um kjörfund í fyrra, og mun hæpið fýrir hann ab reiða sig- á, að Árnesingar gíni vib annari eins loforða- rollu á næsta kjörfundi eins og siðast. Austur-Skaptafellss. (Lóni) 31. október.: Sumarið, sem nú er nýliðið, þykir veriö hafa. eitt hib bezta oghagstæðasta, «em menn muna, því að bæði var grasvöxtur allgóður og nýt- ing hin bezta, enda veðrátta bin blíðasta og óvanalega þurkasöm, eptir því sem hjer gjör- ist. Vegna tíöarinnar ætti mönnum að geta. liðið vel, en hjer er það verzlunin, sem krepp- ir að. Eins og getið hefir verið um í blöðun- um. kom ekkert skip til Papós-verzlunar haust- ið 1892, og leiddi af því mikinn og almennan, bjargarskort á síðastliðnum vetri (sem hjer um sveitir var harðari miklu en um suður- og vestur- land). Nú i haust var skip væntaniegt, en koma þess hefir dregizt til þessa; þykjast menn vita, ab það hafi veriö hjer nálægt landi íyrir rúmri viku; þá sást skip úti fyrir, en- síðan komu hvöss útsynningsveöur, og mun það þá hafa rekiö í haf. Eru maigir orðnir- vondaufir um að það komi nokkurn tíma, og hefir almenningur orðið að leita til Djúpavogs, eptir að búið var að bíba sjer til stórmikils. baga. Lítur helzt út fyrir sömu bjargarvand- ræði og í fyrra, og sýnir þetta bezt, hvort ekki er þörf á, að hjer sje eitthvað reynt að bæta úr samgönguleysinu. Hjer hefði orðið mesta hungursneyð seinni bluta vetrarins sem leið, ef ekki hefbi komið nokkur afli af sjó, og saltkjöt fengizt í Papósverzlun. og þótt. skip kæmi tvívegis í vor eba fyrra hlut sum- ars, þá fengu menn ekki nærri nóg til heim- ila sinna. Slcepnuhöld urðu góð síðastliðið vor, því, að bati kom í hentuga tíð og varð ekki enda- sleppur, og nú í haust hefir fje verið með vænsta móti, en lítið þykjast menn fá fyrir það í kaupstaönum (16, 14, 12 og 10 a. pd), og nú fást hvergi peningar, hvorki fyrir sauö- fje nje annað, svo til mestu vandræða horfir fyrir bændur að standa í skilum með gjöld sín. Heilbrigði hefir mátt heita bærileg manna á meðal á þessu sumri; þó hefir ýmisleg ves- öld stungiö sjer niður hjer og hvar, einkan- lega kvefveiki allþung í vor sem leið, og fylgdi, sumstaðar lungnabólga; andaðist úr henni (29.. maí) einn bóndi hjer í sveit: Signiundur Sig- mundsson (eldri) í Bæ (f. 9. nóv. 1846), atorku- maður rnesti, vandaður og vinsæll. -

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.