Ísafold - 18.11.1893, Qupperneq 4
296
Með því viðskiptabók við sparisjóðsdeild
Landsbankans Nr. 1847 (H. 306) er sögð
glötuð, stefnist hjer með samkvæmt 10. gr.
laga um stofnun landsbanka 18. sept. 1885
handhafa tjeðrar viðskiptabókar með 6
mánaða fyrirvara til þess að segja til sín.
Landsbankinn 6. nóv. 1898.
Tryggvi Gunnaisson.
Skip til sölu.
For- og Agter Skonnert »Anna«, sem
gengið hefur til flskiveiða frá Djúpavogi
í sumar, er til sölu með vægu verði. Skip-
ið er 60 smálestir að stærð, 14 ára gamalt,
byggt úr eik, vel sterkt og vandaö. Lyst-
hafendur snúi sjer til undirskrifaðs, helzt
fyrir árslok.
Djúpavogi 25. sept. 1893.
St. Guðnmndsson.
Þilskip til sölu.
Þilskipið »Ellen« fæst til kaups með mjög
góðu verði.
Skipið er vel lagað til fiskiveiða og vel
útbúið að seglum o. s. frv.
Það er til sýnis í Hafnarfirði.
Um kaupin semur verzlun TF. Fischer’s
Eeykjavík.
Við, sem erum myndugir erfingjar föður
okkar Árna sál. Helgasonar í Hrúðurnesi, skor-
um hjer rneð á alla þá, er telja til skuldar í
dánarbúi hans, samkvæmt fyrirmælum laga 12.
apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861, að
koma fram með skuldakröfur sínar á hendur
tjeðu búi, og sanna þær fyirr okkur innan 6
mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýs-
ingar.
Hrúðurnesi og Gerðum 6. nóv. 1898.
Ilelgi Arnason. Arni Arnason.
í haust voru injer dregin tvö hvít geld-
ingslömb, með marki mannsins míns sáluga,
Sigurðar Teitssonar, sem er biti fr. hægra,
sneitt fr. vinstra. Rjettur eigandi vitji and-
virðis lambanna til mín, að frádregnum kostn-
aði, og semji við mig um markið, fyrir 1. maí
næstkomandi.
Naustakoti á Eyrarbakka 15. nóv. 1893.
Ólöf Jónsdóttir.
Kristján þorgrímsson kaupir heilflösk-
ur glæjar fyrir 12 a. í peningum \
Samkvæmt regium um »Gjöf Jóns Sigurðs
sonar«, staðfestum af konungi 27. apr. 1882
(Stjórnartíðindi 1882 B 88 bls.) og erindis-
brjett samþykktu á alþingi 1885 (Stjórnar-
tiðindi 1885|B, 144 bls.) skal hjer með skor-
að á alla þá, er vilja vinna verðlaun af
tjeðum sjóði fyrir vel samin vísindaleg rit
viðvíkjandi sögu landsins og bókmentum,
lögum þess stjórn eða framförum, að senda
slík rit fyrir lok febrúarmánaðar 1895 til
undirskrifaðrar nefndar, sem kosin var á
síðasta alþingi, til að gjöra að álitum, hvort
höf'undar ritanna sjeu verðlaunaverðir fyrir
þau eptir tilgangi gjafarinnar.
Ritgjöröir þær, sem sendar verða í því
skyni að vinna verðlaun, eiga að vera
nafnlausar, en auðkenndar með einhverri
einkunn. Nafn höfuqdarins á að fylgja í
lokuðu brjefi með sömu einkunn, sam rit-
gjörðin hefur.
Reykjavík 26. okt. 1893.
Eirikur Briem. Kristján Jónsson.
Steingrímur 1 horsteinsson.
P r j 6 n a v j e 1 a r,
með beztu og nýjustu gerð, seljast með
verksmiðjuverði hjá
Simon Olsen,
Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn.
Eptir vjelum þessum er mikil eptirspurn,
af því, hve traustar og nákvæmar þær
eru, og að þær prjóna alls konar prjónles,
jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar
þessar má panta hjá
P. Nlelsen á Eyrarbakka,
sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og
veitir ókeypis tilsögn til að brúka 4þær.
Hjer á íslandi eru einkar hentugar
yjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr.
do. — 142 — — 230 —
do. — 164 — — — 244 —
do. — 166 — — 280 —
Verðlistar sendast þeim, er þess æskja.
Seljadalur í Reynivallalandi fæst til ábýl-
is í vor með góðum kjörum.
»Skrif'stofa almennings« Kirkjustræti
10 opin kl. 4—5 hvern virkan dag.
Hvar fæst bezta og ódýrasta Ijerept,
flonel, millumskyrtuefni, fataefni, yfir-
fakkaefni, prjónagarn og zephyrgarn?
I ensku verzluninni.
Ilvar fæst bezta og ódýrasta hveiti, klofn-
ar baunir, hrísgrjón, bankabygg, tegras,
epli og^niðursoðnir ávextir?
I ensku verzluninni.
Kirkjublaðið III, 12: Bæn i stríði lífsins
(l.l'óð), Br. J. — Hugvekja til kristinna foreldra,
8. St. — Að prjedika blaðalaust, Br. J. —
Elísabet Fry (lífssaga hennarj, útg. m. m.
Kbl. III, 13: Himnastiginn (ljóð), V. B. — Um
viðskipti rikis og kirkju, V. B. — Kirkjurækni
og altarisganga, útg. — Brot af andlegum al-
þýðnkveðskap (eptir 5 höfunda). — Kirkju-
klukkurnar, útg. — m. m.
Ný kristileg smárit, nr. 4—5, með 15 smá-
sögum, fylgdu nóvbr. bl.
Kbl. 15 arkir, auk 5 nr. af smáritunum,
kostar 1 kr. 50 a., í Ameríku 60 cts, og fæsfc
hjá flestum prestum og bóksölum og útg. Þórh.
Bjarnarsyni í Reykjavík.
Fyrri árgangar fást hjá sömu.
Veðurathuganir íRvik,eptir Dr.J.Jónassen
nóv. Hiti (A Celsius) LoptJ).mæl. (milliroet.) Y eðnrátt
á nótfc. ura hd. ím. em. fra om
Ld. 11 + 5 + 7 774.7 769.6 S h d S hv d
Sd. 12. + 3 + 5 767.1 762.0 Sv h b Sv h d
Md. 13. + 3 + 3 762.0 762.0 Sv h d 0 d
Þd. 14. — 4 0 762.0 751.8 A h d A hv d
Mvd. 15 — 3 — 1 741.7 751.8 Svhvd Nvhvd
Fd. 16. — 9 — 9 762.0 767.1 N hv b N h d
Fsd. 17. — 9 — 9 772.2 769.6 0 b 0 d
Ld. 18. — 5 769.6 0 d
Hinn 11. nokkuð hvass á sunnan, gekk svo
til útsuðurs og rigndi aðfaranótt h. 12. hvass
þann dag með skúrum; hægur á útsunnan h.
13. Hægur á austan en dimmur að morgni
h. 14,, iór svo að snjóa eptir hadegi eptir há-
degi, gekk svo til landsuðurs með mikilli rign-
ingu um kvöldið, síðan aptur til útsuðurs með
krapaslettingi fyrir miðnætti og fór að f'rysta;
hvass með svörtum jeljum fyrri part dags h.
15. gekk svo til útnorðurs og norðurs síðast
urn kveldið; hvass en bjartur á norðan h. 16;
rjett logn h. 17. og genginn ofan, ýrði snjór
úr lopti eptir miðjan dag. I morgun (18.) logn,
dimrnur, frostlaus. Kl. 2—3 og í morgun
var hjer vart við jarðslcjálpta, að eins tveir
fremur vægir kippir.
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phii.
Prentsimtja ísafoldar.
166
»Má vel vera; en það kemur í sama stað niður,fog
jeg bið yður að taka til verka að skera af henni hönd-
ina«.
Jeg þvertók fyrir það, sem nærri má geta, en hinn
ókunni raaður greip fram i fyrir mjer og svaraði jafn-
drembilega og áður:
»Það verður nú að gerast samt, herra doktor; og til
þess að þjer sannfærist um, að hjer er eigi minn vilja
um að tefla, þá ætla jeg nu að láta yður vera einan hjá
meynni. Hún mun þá segja yður sinn vilja».
Hann fór. Jeg tók hina ungu mey þegar tali og
tjáði mig allan af vilja gerðan henni til góðs og þægðar,
en bað hana í hamingjubænum að láta eigi slík ósköp
yflr sig ganga.
Hún hlýddi spök á mál mitt og mælti síðan:
»Jeg þakka yður fyrir, herra doktor. En þjer getið
engan meiri greiða gert mjer en að vinna þetta verk,
er þjer hafið verið beðinn um. Jeg veit, hvað þier eruð
góður læknir« bætti hún við og hló; »og jeg er sannfærð
um, að þjer munið eigi baka mjer neinn óþarfa sárs-
auka.-----En ef þjer færizt undan, verður einhver annar
læknir að gera það og hann ef til vill ónýtur klaufi«.
JEn þjer verðið þá að minnsta kostiy að segja mjer,
hvað það er, sem rekur yður til þessa ódæma hermdarráðs,
aðvilja láta svipta yður höndinnijt mæltijeg frá mjer num-
167
inn og var í standandi vandræðum um, hvað jeg ætti
að gera.
»Það get jeg ekki sagt vður«, anzaði hún og fór nokk-
uð hjá sjer; »en það sver jeg við allt það, er heilagt
kalla jeg, að þetta verður að gerast nú í nót.t; ef þjer
gerið það eigi, verður annar að gera það«.
Hvað átti jeg að gera? Jeg hlaut að láta undan.
Hún lauk upp hurðinn, kallaði á förunaut sinn, settist i
hægindastól, lagði hendina hægfi á borðið og horfði rólega
á, er jeg tók fram tæki mín og bjóst til að sníða hana
af. Hinn ungi maður stóð hljóður að baki henni; en í
því bili er jeg ætlaði að byrja, þaut hann fram og þreif
í höndina á henni og kvssti hana alla utan í mikilli ákefð.
Hún ýtti honum frá sjer blíðlega, leit ekki einu sinni á
mig, en bað mig í öruggum róm, að taka tii starfa. Jeg
reyndi enn af nýju að telja henni hughvarf og bað hana
að hverfa frá þessu skelfilega áformi, en hún gerði eigi
nema hristi höfuðið, leit til min bænaraugum og mælti:
»Jeg bið yður fyrir alla muni að neita mjer ekki um
þetta framar«.
Það titraði í mjer hjartað. Jeg varð að taka á öllu
því sem jeg hatði til, að missa eigi alveg kjarkinn. Jeg
hef aldrei átt bágra með áð taka af lim en í þetta sinn.
Loks var því lokið. Ekki heyrðist til hennar stunur nje
hósti á meðan; henni sá jafnvel eigi bregða; jhún sat eins