Ísafold - 18.11.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.11.1893, Blaðsíða 3
295 Þjöð álfska. Það er alþekkt lúalag ó- þokkablaða, aö vera allt af að grobba at kaupendafjölda og spara þú ekki að krita liðugt í meira lagi, en dylg.ja jafnframt um sí- fellda fækkunhjá öðrum;hvorttveggja i þeirri imyndun um trúgirni ogtaumlipurð almenn- ings, að hann muni þú einnig látaþáraun á verða, þótt óorðið sje; hver muni hugsa sem svo, að sjálfsagt sje að kaupa það blað, er aðrir kaupi mest, og gangi menn þannig i gildruna. Líku háttalagi hefii »Þjóðólfur« farið að reyna að bregða fyr- ir sig í gær, þar sem hann er að burðast við að hefna sin fyrir ráðning þá, er hann fekk hjá ísafold síðast; en líklega er það þó heldursprottið af alkunnri grænku hans eða naglaskap, er sumir kalla þjóð-álfsku eða þorsk-dlfaskap. ísafold hefir nú og hefir i mörg ár und- anfarin haft iangtum fleiri kaupendur en nokkurt blað annað hjer á landi, og mörg- um hundruðum fleiri en Þjóðólfur, þó að útgefandinn (ísafoldar) hafi ekki verið að hafa orð á því. Fyrir þá, sem ekki hirða nm að veiða kaupendur með neinum gyll- ingum, er lítil ástæða til að vera að guma af slíku, og það því síður, sem mikill kaup- endafjöldi er engan veginn einhlítur nje óbrigðull vottur um ágæti blaða eða nyt- semi; hitt getur allt eins átt sjer stað og er algengt víða, að beztu blöð hafi fáa kaupendur að tiltölu. Það er kátlegt um »Þjóðólf«, að í hvert skipti sem hann álpast af stað með ein- hveria »durgslega áreitni« við ísafold(og fær maklega hirtingu í staðinn, þá | þarf hann allt af að lirópa hátt og hvellt, að hann sje hvergi hræddur. Þeir sem óhrædd- ir eru í rauninni og hugaðir, hafa annars ekki þann sið, að vera að guma mikið af því i orði. Það er tíðara um hina, sem standa skjálfandi á skónálabeinunum, ná- bleikir, stamandi og tvistígandi, og hauga þá ef til vill úr sjer stjórnlausum fúkyrð- um í einhverju dauðans-ofboði og skelfingar- óráði. Búið nú af Alþinftistíð.: 110 arkir af umr. nebri deildar og rúmar 50 arkir af hin- um ræðupartinum. Vottorð. í meira en 4 ár hefi jeg þjáðzt af brjóst- veiki og óreglulegri meltingu, svo að jeg hefi varla þolað neitt að borða. Fn fyrir tæpu ári fórjeg að reyna »Kína-lífs-elixír» þann, er hr. Yaldimar Petersen í Friðriks- höfn býr til, er jeg sá að flestar tilraunir þangaö til voru árangurslausar, og er mjer ánægja að votta það, að nefndum kvillum hefir töluvert ljett. Jeg þoli nú að borða hvaða mat sem er og verður eigi illt af. Fyrst tók jeg Elixírihn þrisvar á dag, en síðan ekki nema einu sinni. Með því að jeg veit með vissu, að framannefndur sam- setningur hefir hjálpað mjer, vil jeg ráð- leggja hann liverjum þeim, er hefir sama sjúkdóm. Þrándarholti 4. mai 1898. Oddur Loptsson. Kína-lífs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-líís-elixír, eru kaupendur beðnir að lita vel eptir því, að standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kín- verji með glas í hendi, og flrmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. Kristján Þorgrímsson kaupir vel skotn- ar rjúpur fyrir hæsta verð. _____________ S k iptafun dur í dánarbúi Sigríðar Jónsdóttur frá Bjólu verður haldinn á bæjarþingstofunni föstu- daginn 15. des. næstkom. kl. 12 á hádegi og verður þá væntanlega skiptum bús- ins lokið. Bæjarfógetinn í Reykjavík 17. nov. 1893. Halldór Danielsson. Vorullartog gott er keypt í hegning- arhúsinu á 25 aura pundið. TJndirskrifuð tekur að sjer ah prjona alls konar prjón í prjónavjel, sem prjónar allan nærfatnah í tvennu lagi fyrir þessa horgun: Karlmannsskyrtu ósamanþ'-ædda . . kr. 0.75 Kvennskyrtu ósamanþrædda ... — 0 65 Karlmanns nærbuxur óþræddar . . — 0.75 Kvenn-nærbuxur óþr.................— 0 65 Kvennklukkur óþr...................— 1.00 Duggarapeisur óþr..................— 1.00 Barnakjóla óþr.........kr. 0.75 til — 1.00 Trefla af öllum stærhum . — 0.50----0.75 Barnanærföt ósamansaumuð............0.30 Bandii) þarf ah vera vel sljett, bláþráða- laust og um fram allt vel þvegið; ekki þarf bandih ab vera þrítvinnað fremur en vill. Prjónið verður því að eins tekib, ab borgað verði i peningum fyrir það út í hönd. Ef prjónið er saumað saman, kostar það frá 20 til 40 aur., eptir stærð fatanna. Hala 12. nóvbr. 1893. Þórunn Þórðardóttir. Legsteina og blýantsmyndir (Sortkridtsbilleder) geta menn, sem senda mjer pantanir nú fyrir miðjan vetur, feng- ið talsvert ódýrari en ella. Myndir t. d., sem ieg hef selt fyrir 30 kr. áður, sel jeg að eins 20 kr. Vinna öll vönduð. Jul. Schau Laugaveg 12, Reykjavík. Bann. Vjer ábúendur á jörðunum Fer- stiklu. Saurbæ, Kalastöðum, Vestramiðfelli, Hurðarbaki, Svarfhóli. Hliðarfæti, Eyri, Kambs- hól og Glammastöbum i Hvalfjarðarstrandar- hreppi bönnum hjer með öllum að skjóta. eptir- leiöis rjúpur í landareign vorri að oss forn- spurðum, eba veiða þær þar á annan hátt. Verði bann þetta brotið, leitum vjer rjettar vors ab lögum. Ritað að Saurbæ 25. sept. 1893. Gestur Erlingsson, Jón henidikisson, JÓ7i Þorsteinsson, Olafur Þorsteinsson, Magnús Þorsteinsson, Jón Erlendsson, Helgi Helgason, Olafur Olafsson, Þorsteinn Þorsteinsson. Þórður Erlendsson. Fjárnoark sira Einars Thorlacíus á Skarbi á Landi er: stýit og biti iraman hægra, sneið- rifað aptan vinstra. Brauðkarfa meb loki beíur verib skilin eptir á apótekinu og má vitja hennar á skrif- stofu bæjarlógeta. 168 og líkneskja, hin hugumprúða, fagra mær, meðan jeg sneið af henni hendina og bjó um sárið. Jeg spurði hana að því búnu, hvort jeg ætti eigi að koma daginn eptir og líta eptir sárinu. »Nei« svaraði hún hlæjandi. »Þjer sjáið mig Lklega aldrei framar. Fyrir því þakka jeg yður nú innilega fj'rir þann ómetanlega greiða, er þjer hafið gert mjer«. Hún rjetti mjer vinstri hendina og kyssti jeg á hana með mikilli lotningu. Síðan gekk hún á brott. Jeg var fiuttur aptur sömu leið til Parisar um nótt- ina. Jeg leitaðist síðan við á ýmsa lund að komast á snoðir um, hvernig þessi atburður var undir kominn; en var jafnnær eptir. Nokkrum árum síðar átti jeg litla dvöl i Pjetursborg. Þar var jeg einn dag sjónarvottur að slysi, er hlauzt af því, hve glannalega hart er ekið í höfuðstað Rússaveldis. Það lá allt í þvögu fram undan mjer: vagnmaðurinn drukkinn, hestarnir flatir, vagninn á hliðinni og maður í yfirliði — eigandi vagnsins. Með aðstoð einhverra, er við voru staddir, lypti jeg manninum rænulausa upp, og spurði, hvort nokkur bæri kennsl á hann. »Það er hann X. greifi«, svaraði gamall maður, »og þarna er húsið hennar konu hans. Hann er kvæntur 165 »Eru hingað kominn«, greiphinn fram í, en gaf mjer ekki tíma til að láta í ljósi, hve kynlegt mjer þætti það, heldur dró til hliðar þykkt fortjald innan til í herberg- inu, fyrir nokkurs konar skoti inn í vegginn, er þar var. Þar láu tækin mín öll á borði. »Þjer verðið að virða á hægri veg fyrir mjer, berra doktor«, mælti hann, »að jeg hafi tekið mjer þetta bessa- leyfi; en jeg hugsaði, að hver kynni bezt við sin tækin. Og þá skulum við fara og finna sjúklinginn«. Hann lauk upp hurð til hliðar og íór með mig inn til ungrar stúlku, er þar var fyrir. Það er hin fríðasta kona, er jeg hefi sjeð á æfi minni. Hún var kornung, en þó vel vaxin orðin. Höfuðið var ljómandi fagurlega skapað og hrundu hrafnsvartir lokkar á herðar niður. Andlitsdrættirnir voru afbragðs-hreinir og fagrir, og augun mikil og fjörleg. »Heyrið þjer nú, herra doktor«, mælti hinn ókunni maður; »þessi kvennmaður vill, að þjer takið aí sjer höndina«. Hann tók um leið í aðra höndina á henni, mjallhvíta, mjúka og smáa. »Höndina á henni?« spurði jeg forviða. »En það er ekkert að henni! með leyfi?« Jeg fór að skoða höndina í krók og kring, en sá ekkert að henni, ekki minnstu vitund. Jeg hafði orð um það, en hinn ungi maður svar- aði mjer þurrlega og drembilega:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.