Ísafold - 02.12.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.12.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu sinni eÖa trisvar í viku. Verð árg (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. eí)a l1/* doll.; borgist- fyrir mibjan júlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vib Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgreiöslustofa blaös- ins er i Austuntrœti 8. XX. árg Reykjavík, laugardagmn 2. des. 1893. 76. blað. Hreppapólitík. Eptir Játvarð. »Á jeg að gæta bróður minsU Sveitarþyngslin hjer A landi eru það þjóðarböl og sú landplága, sem allir þekkja -og fyrir engum þarf að lýsa. Fje það, sem gengur til hins svokallaða »fátækra- framfæris*, er svo mikið, að nægja mundi til að framkvæma þau stórvirki, sem nú eru talin og teljast mega, meðan allt er við sama, allsendis ómöguleg. Árið 1889 heflr verið varið einungis til fátækraframfæris á öllu íslandi 191,640 krónum; árið áður var það samt meira, því þá var fátækraframfærið á öllu land- inu 209,426 krónur. Ætla mætti, að öllum þætti þessi gjöld um of, og að landsmenn vildu sem bræður rjetta hver öðrum hönd til þess hver með öðrum að hepta þessa landplágu. Já, ætl- andi væri það. En — »reynslan sýnir, að mennirnir eru ekki svo góðir, sem þeir ættu að vera«. Hún sýnir meðal annars það, að sveitar- þyngslin, »plágan mikla«, eru sumstaðar •og að nokkru leyti runnin þaðan, er sízt skyldi ætla, sem sje frá sveitarstjórnum landins, öfugum hugsunarhætti þeirra, mis- beittri stöðu þeirra, þröngsýni og nærsýni þeírra, heimskulegri og skaðlegri »hreppa- pólitík* þeirra, runnin frá þeim lastverða hugsunarhætti, að miða allt við sjálfan sig, en hirða ekki hót um náungann, frá þeirri hugsun, að horfa rólegur á náung- ans vegg brenna, ef hægt er að verja sína -eigin kofa. í raun rjettri er það allsekki hrósvert,þeg- ar dugnaður sumra hreppsnefnda kemur mest og bezt fram í því, að ýfast og ybb- ■ ast við aðra hreppa, troða niður af þeim skóinn og hafa þá að fjeþúfu í öllum við- skiptum, að svo miklu leyti, sem hægt er. Þetta er gjört og framkvæmt með mörgu móti, en þó einkum með tvennum hætti: með því að reka upp á nágrannahreppana, •opt með harðneskju og miskunnarleysi, allt það fólk, sem einhver hætta mætti virðast standa af einhvern tíma frammi í ó- komna tfmanum, enda þótt fólk þetta sje með öllu óviðkomandi hreppnum, sem upp á er rekið; og enn fremur með því, að moka sveitarfje í öreiga, sem eiga sveit •annarsstaðar, og senda síðan »uppskrúfaða« reikninga með þeim um leið og þeír ■eru sendir heim, eða eptir að þeir ern dauðir. Þess má telja fleiri en eitt dæmi, að mörg efnalítil manneskja, sem vel gæti haft ofan af fyrir sjer, ef hún fengi að vera í friði, er hrakin og elt með ónotum þangað til henni þykir fótur sinn fegurst- ■ur að flýja þær stöðvar, sem hún hefir dvalið á og haft sæmilega ofan af fyrir sjer á. Það er alls ekki fallegt, sem sum- ar hreppsnefndir leyfa sjer í þessu skyni, og mannúðin, sem nútíðin hrósar sjer af, skartar og skín illa á þeim þeim sumum. Er það fallegt, að þráflytja vanfæran kvennmann milli tveggja hrcppa yfir eitt stærstaferjuvatn landsins þangaðtilviðsjálft liggur, að hún ali barnið á öðrum árbakk- anum? Er það fallegt, að elta og hrekja vanfæra, munaðarlausa stúlku, sem engum er endurgjaldslaust til þyngsla, bæ úr bæ, heimili af heimili, þangað til hún hröklast eins og hundelt sauðkind í ókunnan hrepp, þar sem hún fær að ala barnið í góðra manna húsum? Er það lofsvert af hrepps- nefnd, að ráðast á vanfæra bústýru, þegar húsbóndinn er ekki heima, og ætla með ofurvaldi og yfirgangi að tæta hana af heimili sínu og í aðra sveit, sem alls ekki á við lienni að taka, þó að hún hefði þurft hjálpar við, sem ekki var? Dæmi í þessa átt má sjálfsagt tilfæra miklu fleiri en hjer er gert, þó að jeg ímyndi mjer eða voni, að slíkt mann- úðar- og miskunnarleysi sje samt fátíð undantekning. Sem dæmi upp á sparnað sumra hrepps- nefnda, þegar aðrar sveitir eiga í hlut, má einungis geta þess, að hreppsnefnd í ónefndum hreppi veitti heimili, þar sem voru 2 manneskjur fullorðnar og 3 börn, mat upp á 50 kr. einungis um vertíðina; var þó góðflski og allur afli húsbóndans jetinn upp á sama tíma. Til þess enn fremur að sýna, hvernig er að skipta við einstaka hreppa, þá ætla jeg að setja hjer reikningskorn mönnum til fróðleiks. En ástæðurnar að honum eru þessar. N. böndi á N. tekur vinnu- mann, sem við skulum nefna. Jón — þeir eru svo margir, sem heita Jón —. Jón á ekkert til nema leppana., sem hann stend- ur í. Hann leggst á vistarárinu, liggur nokkuð lengi og deyr síðan. Nú vissi húsbóndinn, að Jón var kominn á sveitina sömu stundina, sem hann hætti að vinna, nema hvað lögin kuúðu hann sem hús- bónda til að fæða hann áfram vistarárið. Sveitin hans Jóns fær líka eptir dauða hans svona lagaðan reikning frá hrepps- nefnd þess hrepps, er hann dó í: 1. Borgað N. á N. fyrir meðöl og aðhjúkrun.................13 kr. 15 a. 2. Meðöl og læknishjálp . . . 37 — 82 - 3. Fafcurmaður (þannig!) í 11 nætur 22 — » - 1. Fafcumerm (þannig!) í lengri tíma, hálfar nætur.................12_____ » . 5. Sendiferðireptir lækniogmeðölumlO— » - 6. Líkkista og líkklæði . . . . 16 — 85 - 7. Útborgað til prests og kirkju . 6 — 48 - 8. Likmannakaup ..............18___ » - Samtals 136 kr. 30 a. Svo mikið er víst, að hann Jón sál. hefði ekki verið þeim, sem við þenna reikning eru riðnir, þarfari, þö hann hefði lifað og unnið baki brotnu miklu Iengur en meðan hann lá ! Það voru líka síðustu forvöð, að hafa gagn af garminum honum Jóni. Og N.-hreppur var ekki of góður að borga »brúsann« húsbóndanum, prest.inum og kirkjunni. Eeikningnum fylgdu náttúrlega engin fvlgiskjöl ; það er ekki siður í þeim hrepp, að láta þau fylgja reikningum til annara sveita. Það var lika búið að ganga svo vel frá honum Jóni, að ekki var liætt við, að hann bæri það út, hve mikið hann át af meðölum, eða hve lengi var vakað yflr honum! Sumir hafa furðað sig á, að ekki er í reikningnum nein sjerstök borg- un fyrir að rjetta honum Jóni sál. áhald sem menn þurfa að nota, sem halda við rúmið; en aðrir hafa aptur lialdið, að uafcMrmaðurinn muni hafa gert það ókeyp- is; um það verður nú hver að ráða sinni skoðun, því ekkert hefst upp úr Jóni! Þegar menn lesa þennan reikning, verða þeir að hafa þrennt hugfast: í fyrsta lagi, að húsbóndi gefur reikning fyrir legu og greptrun hjúsins síns. I öðru lagi, að það var 45 mínútna gang- ur til læknis og eptir meðölum. í þriðja lagi. að Jón sál. á.tti ekki til nema fyrir líkkistunni sinni, en allt hitt verður að borgast af sveitarsjóði. Og að þeim upplýsingum gefnum ætla jeg skynsömum og sanngjörnum mönnum að leggja. á reikninginn sanngja.rnan dóm. Siiðan vil jeg spyrja alla hreppsnefndar- oddvita og aðra skynsama menn, sem kunnugir eru sveitamálum : Er nokkur skynsamleg von til, að sveitarþyngslin minnki hjer á landi, meðan hver hreppur reynir að hafa annan að fjeþúfu? Oghvar mundi það lenda, ef legu- og greptrunar- kostnaður allra sveitarómaga væri reikn. aður og tckinn á þenna framansýnda hátt? Það fer heldur skörin upp í bekkinn, þeg- ar það fer að verða gróðavegur fyrir hús- bændurna, að hjúin leggist veik, deyi og sjeu jörðuð. Mjer er ekki með öllu ókunnugt um, hvernig er að skipta við ýmsa hreppa; það er æði-misjafnt. Sumar sveitarstjórnir eru sanngjarnar og rjettsýnar í viðskipt- um við aðra hreppa; en það er, hreint að segja, skömm að því, hvernig aptur ein- staka hreppur hagar sjer gagnvart öðrum. Það er ekki annað sýnilegt, en að sumum hreppsnefndum flnnist þær komnar á hval- fjöru, þegar þær eru að semja og sjóða saman reikninga til annara hreppa, og þvi sje ekki um annað að hugsa en að rista lengjurnar nógu langar, breiðar og þykkar. Sumum reikningum er svo fyrir komið, auðsjáanlega af ásettu ráði opt og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.