Ísafold - 02.12.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.12.1893, Blaðsíða 2
802 tíðum, stundum yitanlega af aulaskap og heimsku, að engum manni er unnt að finna nokkurn botn í þeim. Til þess að kasta sandi í augu þeim, sem við reikningum eiga að taka, þá hafa sumar hreppsnefndir fyrir fasta reglu, að láta aldrei nein fylgi- skjöl fyigja neinum reikningum; getum vjer, efá þarfað halda, nafngreint hreppa sem virðast gjöra sjer það að gróðavegi, að rista á þenna hátt breiðar iengjur af baki bræðra sinna. Reikningar frá þeim eru til sýnis; þeir eru órækur vottur, því að »stendur ritinn stafur«.— Æskilegt væri, að hreppsnefndir hefði liugfast ekki siður en aðrir menn, að »allt hvað þjer viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þjer og þeim gjöra«. Búnaðarstyrkur. Landshöíðingi heíir í haust úthýtt landssjóðsbúnaðarstyrk þessum búnaðar- og jarðahótafjelögum: A. í Svðuratntinu (29). Andakiis 206 kr. 40 a.; Austur-Landeyja 237.10; Biskupstungna 141.90; Dyrhólahrepps 90.20; Gaulverjabæjarhrepps 169.00; Gnúpverjahrepps 60.B0; Hálsahrepps 107.60; Holtahrepps 81.10; Hraungerðishrepps 163.80; Hrunamannahrepps 105 50; Hvalfjarðar- strandar 218.20; Hvammshrepps 141.60; Hvol- hrepps 107.90; Innri-Akraneshrepps 155.00; Land- mannahrepps 66.50; Leirár- og Melahrepps 87.50; Merkurbæja 146 50; Mosfellinga og Kjalnesinga 231.60; Reykdæla 216.10; Reykjavíkur 882.80; Sandvíkurhrepps 151.10; Seltjarnarnesshrepps 145.90; Skeiðahrepps 171.10; Skilmannahrepps 77.80; Skorradals 75.70; Stokkseyrarhrepps 310.40; IJt-Landeyinga 168.70; Villingaholts- hrepps 180.90; ölfushrepps 582.40. B. í Vesturamtinu (21). Barðastrandarhrepps 60.50; Borgarhrepps 139.20; Bæjarhrepps 68.40; Fellsstrandarhrepps 62.60; Flateyjarhrepps45.90; Geiradalshrepps 67.20; Helgafellssveitar 89.00: Hrófbergshrepps 89.70; Hvammshrepps 79.30; Kirkjubólshrepps 68,70; Laxárdalshrepps 63.50; Miðdalahrepps 199.40; Miklaholtshrepps 60.70; Múlahrepps 114.00; Reykhólahrepps 75.40; Reykj arfj arðarhrepps 84.80; Skógarstrandar- hrepps 120.70; Suðurfjarðahrepps 74.50; Súða- víkurhrepps 69.60; Tálknafjarðarhrepps 54.40; Þverárhlíðar- og Norðurárdalshrepps 98.80. C. Norðuramtið (31). Akrahrepps 75.10; Arn- arneshrepps 169.00; Ashrepps 61.70; Bolstaðar- hlíðarhrepps 162.00; Engihlíðarhrepps 85.10; Fnjóskdæla 70.80; Glæsibæjarhrepps 54.40; Grýtubakkahrepps 46.50; Hot'shrepps 73.60; Hólahrepps 66.20; Hrafnagilshrepps 60.20; Kirkjuhvammshrepps 87.20; Ljósavatnshrepps 97.30; Lýtingsstaðahrepps91.80; Reykdælal01.50; Sauðárhrepps 47.70; Saurbæjarhrepps 59 30; Seiluhrepps 55.60; Skútustaðahrepps 77.50; Staðarhrepps 65.00; Svalharðsstrandar 70.80; Svarfdælinga 135.30; Sveinsstaðahrepps 51 401 Svínavatnshrepps 213.10; Torfalækjarhrepps 107.90; Ytri-Torfastaðahrepps 106.70; Yxndæi- inga 88.80; Viðvikurhrepps 88.40; Vindhælis- hrepps 51.70; Þverárhrepps 136.80; Öngulstaða- hrepps 94.20. Barðastrandarsýslu vestanv. 30. októhr.: Haustveðráttan heíir yíir höfuð verið góð, optar góðviðri, vætusamtmeð köfium í sept.., en þerrir á milli, og náðist því allt hey inn óskemmt. Norðanveður með kulda var um rjettirnar, og snjóaði þá á fjöll. Fyrst í þ. m. kom og allhart norðanveður með snjóhrakn- ingi. Og nú um vet.urnæturnar heíir orðið alsnjóa í byggð, en litill kuldi; hiti dálítill um daga. Órólegt til sjávarins meiri hluta haustsins og gæftir því stopular. Heyskapur mun yfir höfuð hafa orðið í betra lagi eptir mannafia eptir það hið mikla blíð' viðrissumar,# sem nú er nýliðið, enda munu skepnur heldur hafa fjölgað þessi síð- ustu ár. Utheys-slægjur voru þó víða alls eigi góðar, en nýtingin mátti heita einstök, og munu menn því ylir höf’uð vera heldur vel búnir að heyjum undir veturinn, enda voru hjá mörgum nokkrar fyrningar eptir hinn milda vetur í fyrra, hjá sumum jafnvel að góðum mun. Fram eptir haustinu var afli góður, en síð- an á leið heíir hann mikið minnkað, enda ó- gæftir bannað að leita hans jafnaðarlega. Ó- munalega mikinn íisk mun almenningur hafa fengið þetta ár, og heiir það án efa talsverð efnaleg áhrif. Kjötverð heldur hærra en i fyrra, 18 eða 20 a. bezt fyrir pd., 12 a. minnst. Mör 35 a., en meira keypt manna í milli, enda lítið sem ekk- ert látið af honum í kaupstað. 30 a. fyrir pd. í gærum. Fje hefir reynzt í lakasta lagi, eink- um að mör. Umferðarkennarar teknir til sinna starfa, 3 hjer í sveit. Barnapróf voru haldin í sum- um prestaköllum næstliðið vor, ogverðurþeim án efa haldið áfram eptirieiðis. Sumstaðar veldur strjálhyggð því, að eigi er vel hægt að koma þeim við, enda er þeirra síður þörf, þar sem jafnaðarlega er spurt í messu og ræki- lega húsvitjað, sem að vorri ætlun er eigi hent- ugt að niður leggist, enda þótt raddir heyrist sumstaðarað í aðra átt, jafnvel frá merkum og skylduræknum mönnum. Eintómar kafíi-hús- vitjanir, sem svo hafa verið kallaðar, eru hjer eigi tíðkaðar. Húsvitjanir eru í eríiðum presta- köllum meðal hinna örðugri starfa presta, en hafa án efa mikla þýðingu, þegar þær fram fara svo, sem lög og skylda bjóða. Heilsufar er aiit af slæmt, sifeildir kvillar að smátína upp fólk, taugaveiki, hálshólga o. fl. Strandasýslu 10. nóvbr.: Hðarfar hefir verið mjög stirt í haust til skamms tíma: sífelldir umhleypingar, frost og snjókoma; jörð optast freðin, svo ekkert heíir orðið unnið að torfverkum nje jarðabótum. Síðustu vikuna hafa þó verið góðviðri og þíður, snjór að kalla allur leystur, í fyrsta sinni síðan um rjettir. Víða er ekki enn farið að kenna lömb- um át. nema hrútum. Sjógœftir hafa verið mjög slæmar, enda svo sem enginn afli þá sjaldan tarið heíir verið á sjó; það varð ekkert úr þessari veitu, sem fyrst í haust var á Steingrímsfirði, en á Hrútafjörð hefir alls enginn fiskur komið í haust. Hey náðust alstaðar inn nokkru eptir leit- irnar með allgóðri nýtingu, og mun heyskap- ur aimennt hafa orðið i meðallagi. Fje reyndist heldur vel i haust, en verðið á því var æði-lágt hjá kaupmanninum. Nú taka kaupmenn allt fje hjer eptir vikt; það hafa þeir iært af verzlunarfjelaginu; voru þeir þó lengi vel mjög mikið á móti þeirri aðferð og töldu hana mjög heimskulega, en nú vilja þeir enga kind taka öðru vísi. Fyrir pundið í geldum kindum (öðrum en hrútum) gaf Riis 10 aura, ef þær voru 100 pd., en þar fyrir ofan tór verðið hækkandi um hjer um bil 1 eyri á 10 pundum upp að 125 pd. en ekki úr því; fýrir neðan 100 pd. fór verðið aptur lækkandi að því skapi, svo hann gaf að eins 8 aura fyrir pundið í 80 pd. kindum, eða kr. 6,40 fyrir kindina. I 100 pd. þurigum árn var pundið á eyri, þar fyrir ofan og neðan eptir þyngd. Sagt er að þetta verð, sem upp- kveðið var í haust, muni eittbvað hækka í reikníngunnm. Kjöt var á 15 a. pundið í 40 pd. skrokkum, 17. yfir 50 pd.; ull á 40 aura. Það er því bersýnilegt, að það hefir verið æðimikil skaði, að láta t. d. ær á fæti, því með því hefir tengizt borgað að eins kjötið og ullin, en allt hitt er gjörsamlega tapað eigandanum; en það er nauðugur einn kostur fyrir þá,. sem búa langt í burtu trá kaupstaðnum, að selja fjeð á fæti, því þaö er ókleyft að flytja. kjöt langar leiðir, og það ekki sízt í annari eins ótíð eins og verið hefir i haust. Kaupm. Riis heiir gengið með harðasta móti eptir skuldum í haust, og lítur út fyrir að hann vilji fara að afnema skuldaverzlun- ina, og munu allir góðir menn óska honum sigurs í því máli. Það kemur sjer að vísu ekki vel f'yrir al- menning, þegar gengið er mjög eptir gömlum skuldum í öðru eins ári og nú, þegar allar innlendar vörur eru í mestu niðurlægingu; en það er þó miklu fyrirgefanlegra at mönnum eins og Riis, sem ávallt hafa farið mjög hægt í að lána og verið tregir til þess, heldur en af þeim, sem í betri árum haf'a otað lánum að mönnum, eins og dæmi er til að sumiv aðrir kaupmenn hafi gjört. Fje var látið með færra móti í pöntunar- fjelagið hjeðan í haust, því menn voru hrædd- ir, að eins mundi fara og í fyrra, eða ver, með söluna á því í Skotlandi. Almennt munu menn haf'a hjer í hyggju að halda áfram pöntunarfjelagsskapnum, ef ekki fer því hörmu- legar með fjársölnna ytra í haust; oss, sem um nokkur undanfarin ár höt'um pantað nauð- synjar vorar að meiru og minna leyti í »Verzl- unarf'jelagi Daiamanna«, finnst að vjer gætum ekki lifað með það, að byggja að öllu leyti upp á kaupmenn. Aptur lítur út fyrir, að trúin á yíirburði fjelagsverzlunarinnar sje mjög farin að dofna hjer suður undan (í Dala- og Barðastrandar- sýslum), þar sem vagga verzlunarfjelagsins stóð, því þar hafa menn byrjað á því í ár, «a<5- panta hjá kaup m önnarn«, og nú i haust heíir útsendari kaupmannsins í Skarðsstöð smalað- saman heilmiklum fjárloforðam til slíks pönt- unarfjelagsskapar að hausti; þykir mörgum það f'urðuvel gjört af þessum nýmóðins pönt- unarfjelagstnönnum, að geta lofað því nú,. áður en þeir kenna lömbum sínum átið, að þau skuli vega yfir 100 pd. að hausti, — rýr- ara tekur ekki kaupmaðurinn —, og það því f'remur, sem verzlunarfjelagið heíir mátt kenna á því, að þeir margir hverjir hafa aö undaníörnu haft færri kindur en skyldi, sem vegið hafa 90 pd. þegar á markaðinn hefir komið. Það er einkennilegt við þessa kaup- manna-pöntun, að þar á allt vöruverð að mið- ast við vöruveröið í verzlunarfjeiaginu; það er ekki gott að vita, hvernig þeir »prísar« verða, ef fjelagið hætti að vera til, sem eflaust, hlyti að verða, ef allir væru svo »hyggnir«, að panta hjá kaupmönnum. Skugatifði 30. okt.: Veðráttan í haust stirð mjög opt. Mjög lítið hægt að vinna að jarða- bótum lyrir frosti, og byljir við og við, svo- alhvítt hefir orðið. Þessa síðustu daga mán- aðarins hefir verið hríð og fannkoma í meira lagi eptir því sem hjer gjörist, svo að nú er mjög mikill snjór, og mun mörgum lítast ó- vænlegra á veturinn, því að heybirgðirnar eptir sumarið eru ekkimeira en í meðallagi almennt og víða ekki það, því að allt votlendi var laklega sprottið, en harðvelli hetur, og þar við hættist, að hey hraktist siðari hluta suffl- ars, vegna mikilla rigninga og langra óþurka. Þó heíir allt hey náðzt. Heilbrigði almenn. Enginn natnkenndur dáið. I búnaðskólanum á Hólum eru 23 náms- sveinar. Kennarar: skólastjórinn Hermann Jónasson og búfræðingur Þórarinn Jónsson. Fiskiafli f'remur rýr f haust hjer við fjörð- inn og nú um tíma ekki róið sökum illviðra. í Hólasókn er bindindisfjelag, stofnað á Hólum næstl. sumardag fyrsta. I því eru sumir af' námssveinum og skólastjóri sjálfur. Væri nokkuð úr vegi að skylda alla náms- sveina á búnaðarskólum og öðrum skólum að vera í bindindi?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.