Ísafold - 16.12.1893, Síða 1
K©n»ur út ýmist emu sinni
’eða trisvar í viku. Yerö árg
(75—80 arka) 4 kr., erlendis
5 kr. et)a l1/* doll.í borgist
fyrirmibjan júlimán. (erlend-
is fyrir fram).
1SAF0LD.
%
Uppsögn(skrifleg)bundin vi&
áramót, ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir 1.okt6"
berm. Afgreibslustofa blabi-
ins er i Austuratrœti 8.
XX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 16. des. 1893.
78. blað.
Afgr.stola landsbankans
verður, eius og að undanfðrnu,
lokuð dagana 22. des. til 4. ,jan-
úar næstkomandi, að báðum
þeim dögum ineðtöldum.
Landsbankinn, Reykjavík 15. desbr. 1893.
Tr. Grunnarsson.
Hvernig íslendingar nota frelsi
sitt og sjálfsforræði.
Eptir Vagn.
IV. Samþykktavald.
Áður en vjer lAtum mAli voru lokið um
'Tbjeraðastjórn landsins, vil juíu vjer með fám
*orðum minnast á vald það, sem sumum
hjeruðum heflr verið veitt og er veitt til
þess að gera bindandi samþykktir um ein-
stök mál, sem sjerstaklega snerta það eða
það hjerað.
Það er mjög frjálslegt fyrirkomulag, að
leyfa einstökum hjeruðum að gera slíkar
samþykktir; með því móti gefst almenn-
ingi fyllsti kostur á að fjalia um mál sín;
kunnugustu og skynsömustu menn hjeraðs-
ins ættu þá að geta komið við hæflleikum
sínum; áhugi almennings á sinni eigin heill
ætti þá að geta komið i ijós; þar kemst
engin harðstjórn að, inniend eða útlend;
hjeraðshúar eru í einu orði einráðir og
sjálfráðir um að taka þær ályktanir, sem
þeir vita og finna, að þeim er fyrir beztu
■og sem eru skynsamlegastar og heillarík-
astar fyrir alda og óborna. Og það er ekki
til sjálfstjórn, ef hún er ekki lieimiluð hjer-
uðunum með samþykktavaldinu, það sem
það nær; menn geta ekki verið sjálfráðari
um neinn hlut en að mega haga honum
eptir vild sinni, einungis að ekki sjeu brot-
in gildandi landslög. Það má því ef til
vill segja, að samþykktavaldið sje hin
hentugasta og næmasta vog til að vega á
þroska manna og hæfileika til sjálfstjórnar.
Sjálfsforræði og sjálfstjórn er, að mega
ráða sínurn eigin sjálfstjórnarmálum til lykta
sjálfur, án þess að óviðkomandi og ókunn-
ir menn geti blandað sjer inn í það; lands-
lýðurinn getur þó aldrei orðið sjálfráðari
- en sjálfráður.
Þegar nú heilum og fjölmennum bjeruð-
um er veitt þetta vald, þá er þeim um leið
geflð færi á að sýna það og sanna með
ómótmælanlegum rökum, að almenningur
viti sjálfur, hvað til hans friðar heyrir í
því eða því efni, og um leið, að hann
hafi vit, viija og áræði til að ráða málum
sínum tii lykta á heillavænlegasta hátt.
Það eru því tvær ástæður til þess að fara
vel með þetta vald: meðferð þess á að verða
hjeraðsbúum til sóma og til sannra gagns-
muna-
En nú kemur sú spurning: Hvernig nota
menn þetta vald? Hefir meðferð þess orð-
ið hjeraðabúum til sóma? hefir hún orðið
til þess að staðfesta þá skoðun, að vjer
sjeum færir um að fjalla um vor eígin
mál, eða hefir hún sýnt, að yjer sjeum
miður þroskaðir en skyldi?
Hvað sem um þetta má segja, þá er það
eitt víst, að meðferð þess hefir sýnt og
sannað, að þverúð og þrályndi eru of rík-
ar þjóðareinkunnir, að oss er hætt við að
virða að iitlu skynsamleg i-ök og ástæður,
en halda dauðahaldi í skoðanir þær, sem
vjer einu sinni höfum bitið oss fasta i.
Þessi iyndiseinkunn þjóðarinnar hefir orðið
að fótakefli og hneykslunarhellu ekki síður
í meðferð hjeraðamála en landsmála bæði
fyr og seinna; því það er svo sem ekki
ný bóla hjer á landi, að nauðsynjamál
fara í meiri eða minni handaskolum, fá
meiri eða minni óheppileg úrslit, afþví að
hvorugur málsparturinn, ef um tvo er að
ræða, vill eða kann að vægja.
Hvernig hafa þá hjeraðabúar farið með
samþykktarvaldið, þar sem þeim hefir ver-
ið lagt það í lófa?
Sumstaðar vel, því er ekki að neita, og
er það vel. En sumstaðar hefir meðferð
þess verið mjög á annan veg en æskilegt
væri, farið meira eða minna í handaskoium,
orðið heilum hjeruðum og einstökum mönn-
um til niðrunar. Þetta leynir sjer ekki,
ef rennt er auga yfir meðferð og gang
sumra samþykktarmála frá upphafi til enda.
Yanalega hefir máli því, sem samþykkt
átti og þurfti að gera um, verið hreift
fyrst í blöðunum; einhver hefir orðið til að
skýra máliö, lýsa öllum kringumstæðum
og brýna fyrir almenningi þörfina á að
taka í taumana. Jafnharðan hefir þá ann-
ar risið upp og reynt að rifa það niður,
sem hinn byggði, reynt að drepa málið í
fæðingunni. Rimman hefir svo smálengzt
og harðnað, þangað tii bæði almenningur
og litstjórarnir hafa verið orðnir svo leið-
irá rifrildinu, að blöðunum hefir verið lok-
að um stund fyrir fleiri deilugreinum um
það efni.
Já, já! Nú er þá málið komið á dag-
skrá, allmikill áhugi vaknaður hjá hjeraðs-
búum að fá einhvern botn í það. En —
það er nú »hægra ort en gjört«, því all-
miklar viðsjár eru orðnar með mönnum.
Flokkarnir eru kannske eins margir og
hrepparnir í sýslunni, og í hverjum hreppi
er-ailt á sundrungu og í giundroða. Þáá
nú að fara að halda fund, almennan alls-
herjarfund til að ræða málið og ráða því
til lykta.
Eptir glamrinu að dæma, sem bergmál-
að hefir um alla sýsluna, skyldi maður
ætla, að heldur sæist »mannareið um lijer-
að« fundardagsmorguninn! Jú, jú! Yiti
menn! Ur sumum hreppum koma 2 og 3,
en úr sumum enginn; en í hreppnum, sem
fundurinn er haldinn í, er smalað saman
öllum þeim, sem hægt er að hafa höndur
í hárinu á, til þess að hafa afl atkvæða,
hvað sem fyrir kemur.
Hvað er svo gert á fundinum? Lítið
eða ekkert annað en að hnakkrífast hálf-
an eða heilan daginn; og síðan er hætt við
allt að kvöldi hálfkarrað og óbotnað.
Hver situr við sína meiningu, þvi að menn
eru ekki komnir til að láta sannfærast,
heldur til að berja sitt mál áfram með
linúum og hnefum, ef unnt er. Svona er
haldinn hver fundurinn á fætur öðrum; en
allt af sama niðurstaðan: enginn botn.
Meðan þessu fer fram í hjeraðinu, þá
er rifrildið byrjað aptur í biöðunum, og
er uú »hálfu verra heldur enn áður«, eins
og Skjaldvör, er hún kom apturgengin.
Þegar hjer er komið sögunni, sjá og
finna beztu menn hjeraðsins, að »svoleiðis
má eigi til ganga« ; er því gjörð hin ýtr-
asta tilraun og um leið aflraun og fundur
haldinn enn að nýju. Þar koma þeir nú
bæði frá austri og vestri. Farísear og
skriptlærðir, tollheimtumenn og bersynd-
ugir taka þar höndum saman og leggja
heilann í bleyti til að sjóða saman sam-
þykkt, sem ekki hafi »blett nje hrukku«.
Eptir æði-langan meðgöngutíma og harð-
ar fæðingarhríðir hieypur nú samþykktin
af stokkunum og er síðan send amtmanni til
staðfestingar. Amtmaðurinn setur náttúr-
lega upp gleraugun, er hann fær þetta
»dókúment«, sem hann eins og aðrir hefir
heyrt mikið af sagt og frjett að væri í
fæðingu. En er hann fer að rífa sundur
ritningarnar sínar, þá kemur upp úr kafinu,
að samþykktin getur ekki fengið staðfest-
ingu, því hún kemur eptir allt saman i
bága við gildandi lög. Það hafði sem sje
farið á samþykktarfundinum líkt og segir
í Eddu, að fluga hafði sezt á nefið á þeim
fundarmanninum, sem átti að blása meðan
samþykktin var soðin saman; og hún hafði
kvalið hann svo, að hann mátti til að
grípa um nefið, en þá kom suðugalli á
smíðisgripinn.
Meðan samþykktin er hjá amtmanni, er
logn í hjeraðinu. En áður en við er litið
er hann bráð-rokinn; því samþykktin er
komin heim aptur, eins og barnið forðum
»óskírð og illa verkuð«.
Þá byrjar sama sagan upp aptur ; Flokka-
drættirnir, rifrildið og gauragangurinn.
Eptir svo og svo langan tíma er sam-
þykktin endurfædd og fær nú staðfest-
ingu.
Þá »kemur nú til kasta Teits og Siggu«;þvi
nú á að fara að breyta eptir henni og
hlýða henni. Þeir, sem eru óánægðir með
hana, neita hreint og beint að hlýða henni,
og brjóta hana eptir geðþótta. Þá er nú
skipuð »legio« af umsjónarmönnum, til-
sjónarmönnum og gæzlumönnum, eða hvað
þeir eru kallaðir; þeir verða að vaka og