Ísafold - 16.12.1893, Síða 4
312
I H. TH. Á. THOMSEN8 verzlun
fást allar tegundir af Kornvöru, þar að auki skepnufóður, svo sem: Majsmjöl, Hveitiklíð, Hafrar og Bygg.
Kartöflur,
Kokos-hnetur, Para-bnetur, Yald-hnetur, Hassel-hnetur, Konfekt-brjóstsykur, Konfekt-rúsínur, Krak-möndlur,
Döðlur og »kandiseraðir« Ávextir.
Jólakerti, Spil og Tarok-spil.
Miklar birgðir af Nýlenduvörum, Kryddvörum, Niðursoðnu Kjöti og Fiski, Aldinum, Syltetöi og Ávaxtalegi.
Miklar birgðir af Vínum og öðru Áfengi; þar á meðal hið alþekkta
Encore Whisky.
Af hinu mikla Vindla-safni skal einkum geta margra tegunda í smá-kössum með 25 vindlum í, hentugum til jólagjafa.
Nýkomið mikið úrval af frönsku og dönsku »Parfume« með margbreyttu verði.
Oturskinnhúfur og Kastor-hattar
auk mikilla birgða af vetrarhfum, linum og hörðum höttum.
Reform Axlabönd,
viðurkennd um allan heim, sem hin beztu og þægilegustu.
Regnhlífar, Skinn-múffur og Skinnkragar og mikið af. nýkominni Álnavöru.
Stór jóla-bazar
verður hafður í sjerstöku herhergi, og verður þar að fá marga smáa, fásjeða og nytsama muni og þó ódýra hentuga í jólagjafir;
þar á meðal mjög mikið af leikfangi, og mekaniskum myndum, alveg sjerstökum í sinni röð.
Notið tækifærið!
í verzlun Eyjólfs Þorkelssonar
fást
Mey’s Monopol Stoffvvásche,
beztu tegundir.
Manchettur fyrir 15 aura parið og
flibbar — 10 — hver
Afsláttur gefinn, sjeu tylftir keyptar í einu.
Jörð til sölu.
Jörðin Ánabrekka í Borgarhreppi í
Mýrasýslu, nýlega virt á 8500 kr., er strax
til sölu fyrir 7—8000 kr. Jörðin er veðsett
landsbankanum fyrir 3500 kr. Henni til-
heirir laxveiði í Langá, sem jörðin á land
að frá ósinum og svo iangt sem lax geng-
ur, og hefur veiðin í mörg undanfarin ár
verið leigð Englendingum fyrir 450 kr. á
ári og eru öll útlit fyrir að sami leigumál
náist framvegis. Túnið gefur af sjer 180-
220 hesta, engið 3 400 hesta, og stendur
mjög til bóta. Útbeit ágæt og peningshús
í bezta lagi. aðflutningar hægir og yfir höf-
uð er jörðin bezta bújörð og einkar-vel
löguð til sauðfjárræktar.
Menn snúi sjer sem allra fyrst til máia-
flutningsmanns Eggerts Briem í Reykjavík,
sem gefur aliar frekari upplýsingar.
Nýkomið með Lauru nógar birgðir af
vínum og vindlum, svo sem Oran extra,
Vermouth, Eeidzieck, La Bonita og margt
fleira.
Steingrímur Johnsen.
Skip til sölu.
For- og Agter Skonnert »Anna«, sem
gengið hefur til fiskiveiða frá Djúpavog
í sumar, er til sölu með vægu verði. Skip-
ið er 6 smálestir að stærð, 14 ára gamalt,
byggt úr ei k,vel sterkt og vandað. Lyst-
hafendur snúi sjer til undirskrifaðs, helzt
fyrir árslok.
Djúpavogi 25. sept. 1893.
St. Guðmundsson.
Húsið nr. 7. í Grrjótagötu
fæst til kaups eða leigu, semja má víð
Magnús Ólafsson.
Til nýárs selur undirritaður nýjan skó-
fatnað og aðgerðir
með niðursettu verði.
Komið því í tíma til þess að panta yð-
ur skó. — Vandað verk og efni.
Rvík le/i2 ’93.
Björn Leví Guðmundsson.
(Skólav.stíg 6).
Hinar beztu kartöflur í heiminum vaxa
á Skotlandi.
Beztu skozkar kartöflur, 8 kr. tn.
fást í
ensltu verzluninni.
Þar fást einnig
Epli — Appelsínur — Vínber.
Meloner — Citroner — Laukur.
Ginger AJe og Lemonade fyrir Good-
templara. Skozkt Whisky, Ale og Porter
fyrir hófsmennina. Bezta og ódýrasta
Hveiti fyrir fólkið.
Prjónayjelar,
með beztu og nýjustu gerð, seljast með
verksmiðjuverði hjá
Simon Olsen,
Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn.
Eptir vjclum þessum er mikil eptirspurn,
af því, hve traustar og nákvæmar þær
eru, og að þær prjóna alls konar prjónles
jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar
þessar má panta hjá
P. Nielsen á Eyrarbakka,
sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og
veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær.
Hjer á íslandi eru einkar hentugar
vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr.
do. — 142 — — — 230 —
do. — 164 — — — 244 —
do. — 166 — — — 280 —
Verðlistar sendast þeim, er þess æskja.
Notið tækifærið!
að kaupa ost í verzlun Jóns Þórðarsonar,
3 tegundir mjög ódýrar eptir gæðum.
Beztu jólagjaflr eru þessar bœkur í
skrautbandi, er fást á afgr.stofu ísafoldar:
Kvæði Hannesar Hafsteins . 3 kr. 75 a.
Ljóðmœli Einars Hjörleifssonar 1 — 25 —
Passíusálmar . . . . . . 1 — 50 —
Skautafjelagið. Kl. 4 e. m. á morgun
verður, ef veður leyflr, hornamusik og flug-
eldum skotið á skautafjelagssvæðinu á Tjörn-
inni. Fjelagsmenn mæti með nýju merkin.
Stjórnin.
Rjúpur! Rjúpur!
Þær fást í
verzlun E. Felixsonar.
þeim, nær og fj’ær, sem með
nærveru sinni eða á annan liátt heiðr-
uðu jarðarför mannsins míns sáluga,
Sigurðar sýslumanns Jónssonar, 1. þ. m.,
eða sein með öðru móti hafa sýntmjer
hluttebningu í sorg minni, votta jeg
hjer með mitt innilegasta þakklæti.
Stykkishólmi 5. des. 1893.
Guðlaug Jensdóttir.
Veðurathuganir ( Rvík, eptir Dr.J.Jónassen
des. Hiti (A Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt
A nótt. | um hd. fm. | em. fm. em.
Ld. 9. —17 -13 736.6 736.6 0 b 0 b
Sd. 10. —11 - 7 73G.6 736.6 0 b 0 b
Md. 11. —13 -11 736.6 736.6 0 b 0 b
í>d. 12. —13 -11 736.6 737.6 0 b 0 b
Mvd.13. — 6 - 5 741.7 741.7 N h d 0 d
Fd. 14. —10 - 5 741.7 731.5 0 b a h d
Fsd. 15 0 + 1 734.1 734.1 a h b 0 d
Ld. 16. — 1 741.7 0 d
Logn og bjart veður h. 9. og 10., hægur á
norðan h. 2t; logn og bjartasta veður h. 12.
norðankaldi, jdimmur með snjóýringJ h. 13
birti til eptir hádegið; logn og bjart veður h
14. hægur á austan síðari part dags og þá
orðið í'rostlaust; fagurt veður h. 15. hægur á
austan.
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
PrentsmiOja Isafoldar.