Ísafold - 14.02.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.02.1894, Blaðsíða 3
31 blaðahraðskeyti á Bretlandi hiim miklaog írlandi að eins 21 milj. orðum, en 1891 fullum 600 miljón orðum, eða nærri því 2 milj. orðum á dag. Þegar Gladstone hjelt eina af sinum miklu þingmálafundar- ræðum í hitt eð fyrra, í Newcastle, þutu 390,778 orð það sama kvöld eptir rafseg- ulþráðum landsins ; það var ræðan hans, er kom út næsta morgun orðrjett í fjölda hinna meiri háttar blaða landsins. Þegar stjörnarbyltingin varð í Buenos Ayres í Suður-Ameríku fyrir fám missirum, ljet Times einn hinna færustu fregnritara sinna lýsa því, sem þar gerðist, jafnóðum með frjettaþræði, þann óraveg, sem er þaðan til Lundúna, og eyddi til þess 27,000 kr., á 2 dögum. Merkismannalát erlendis. Þah heflr verið raikið kvillasamt í vetur í nágrannalöndum vorum, einkum af »inflúenza«- landfarsótt, og margt andazt þar merkra manna rosbinna, annara en frá var sagt í hinum al- mennu, útlendu frjettum. John Tyndall, einn meðal *hinna frægustu náttúruspekinga á þessari öld, írskur að upp- runa, andaðist 4 desbr. á búgarði sínum skammt frá Lundúnum, 73 ára að aldri. Frá- fall hans orsakaðist hörmulega slysalega: hann var lasinn af ainnflúenza og gaf kona hans honum inn eitur í misgripum, — fór meðala- glasavillt. Hann var hinn mesti ritsnillingur og frábærlega mælskur. I Kristjaníu andaðist 17. desbr. Dr. Johan Fritzner prófastur, í hárri elli, á 2. ári um áttrætt, hinn nafntogaði höfundur hinnar f'orn- íslenzku eða norrænu orðabókar. Fyrri út- gáfa orðabókar hans var prentuð fyrir nál. 30 árum. Hana hatði hann samið í tómstund- um sínurn frá prestsverkum; — hann var prest- ur nær 40 ár, í ýmsum sveitabrauðum, fyrst 1 Vargsey norður i Finnmörk. Hálfsjötugur fekk hann lausn f'rá prestsskap, fluttist til Kristjaníu (1877) og tók til að undirbúa aðra útgáfu af orðabók sinni, miklu stærri og full- komnari en hina fyrri. Hin nýja útgáfa fór að koma út 1883 og eru nú komin af henni 23 hepti (aptur í S.). Unger háskólakennari tók að sjer að ljúka við útgáfuna, fyrir beiðni Fritzners, er hann vissi sig eiga skammt ept- ir ólifað. Þykir orðabók sú. sfðari útgáfan, vera mikið afteksverk og merkilegt. Viku eptir nýár dó hinn nafnkenndi norski bændaöldungur Sören Jaabœlc, nær áttræður, rjettu ári eldri en Bismarck (f. 1. apríl 1814). Hann var stórþingismaður í 47 ár samfleytt (1844—1891). Hann var hinn mesti kjarkmað- ur, harðvitugur og þrautseigur, skörungur bæði á þingi og utan þings, mjög einarður almúgapostuli gegn höfðingjaríki og einbætt- ismanna. Áður hefir verið drepið lauslega á fráfall A. H. F. Klubiens hæstarjettarmálfærslumanns í Khötn, sem mátti heita þjóðkunnur hjer, með því hann hafði um langan aldur flutt flest íslenzk mál fyrir hæstarjetti og þótt gera það snilldarlega að jafnaði. Hann verð bráð- kvaddur í hæstarjetti 5. desbr., þó ekki í miöri ræðu, heldur hafði hann að lokinni ræðu í einu máli gengið inn í málfærslumannaher- hergið þar, við hiiðina á dómsalnum, og beið þess, að byrjað væri á öðru máli, er hann átti að flytja. Hann kom ekki, er að því kom. og sendi þá dómst'orsetinn einn dómritarann að kaila á hann. Hitti hann Klubien liggjandi á grúfu í einu horninu á herberginu, bláan og þrútinn, og sást brátt, að hann var liðinn. Haf'ði fengið »hjartaslag«. Hann var (ekki full-sextugur (f. 26/i 1834) og þótti verið hafa mikill ágætismaður, skarpleiksmaður mikill og hinn fjölhæfasti. Hann var kvæntur dótt- ur Suensons aðmíráls, þess er barðist við Helgoland (1864). Anker Heegaard etazráð, járnverkmiðjueig- andi í Khötn, andaðist 19. desbr., hátt á átt- ræðisaldri (f. 29/71815). Hann kannast margur við hjer á landi, af talsverðum viðskiptum við hann,’ með otnkaup o. fl. Hann átti járnsteyp- ur allmiklar á tveim stöðum, í Frederiksværk og á Blaagaard, og var auðmaður allmikill. Lengi var hann bæjarfulltrúi í Khöf'n og iðnaðar- fjelagsformaður. Forstöðumaður var hann fyr- ir sýningunni i Khöfn 1872. Hann þótti verið bafa mikill sæmdarmaður. Hann var mægður Isiending. cand phil. Birni Stephensen (syni Oddg. heit. Stephensen stjórnardeildarstjóra), sem er kvæntur dóttur hans, og tók við aðal forstöðu verksmiðjanna fyrir nokkrum árum. Járnbirgðir heimsins. Arið 1877 feng- ust úr námum á Englandi 13,200 milj. pd. af járni, i Bandaríkjum 4000 miljónir, á Þýzka- landi 3,200 milj., á Frakklandi 2,900 milj., í Belgíu 980 milj. Fimmtán árum seinna, 1892, var framleiðslan orðin í Bandaríkjum 18,320 milj. pd., á Þýzkalandi 9,600 milj., á Frakklandi 4000 milj., í Belgíu 1,540 milj. Óll franjleiðsl- an var fyrir 16 árum 27,200 milj. pd., en 1892 orðin nærri því 62,000 milj. pd. Fljótust yflr Atlanzliaf hafa þessi skip verið, öll nú hin síðustu missiri,— miili New- York og Queenstown á Irlandi: Umbria..........5 sóiarhr. 22 stundir 7 mín^ New York......... 6 20 39 — Majestic.........5---------18--------8 — Teutonic.........5------ 16--------31 — Campania.........5--------15---------9 — Paris............5---------14-------24 — Lucania..........5---------13-------25 — Af mannshári frá Indlandi komu í haust til Parísar 8 járnbrautarvagnar fullir í einu. Það kostar 86 aura pundið. Hár af Norður- úlfumönnum kostar 100 sinnum meira. Vöxtur Berlinar. Arið 1840 var tala húsa í þeirri borg 7650, en 23,114 árið 1893. Þar eru reist ný hús fyrir 120 milj. kr. á ári, auk þess sem goldið er fyrir hússtæðin. Auðugustu þjóðir í heimi eru Englend- ingar, Frakkar og Bandamenn í Norðuram- eriku. Sje þjóðarauð Englendinga skipt niður eptir höfðatölu, koma 4500 kr. á mann, á Frakk- landi 4100 kr. á mann og i Bandaríkjum 3800 kr. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878, sbr. op. br. 4. jan. 1861, er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi Guðbrandar Þorsteinssonar frá Yörum í Rosmhvala- nesshreppi, sem andaðist hinn 11. okt. f. á., að tilkynna skuldir sínar og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 5. febr. 1894_ Franz Siemsen. 12 ungfrú Neumann lá enn hreifingarlaus, þá tók hann hana í fang sjer og bar hana heim til hennar. A leiðinni fór hann að kenna verulegrar meðaumkvunar. Síðan hjelt hann heim til sín, og kom honum ekki dúr á auga alla nóttina. Daginn eptir kom ungfrú Neumann ekki út fyrir dyr allan daginn. Það hlaut annaðhvort að vera af því, að hún kæmi sjer ekki að því, eða þá að hún hugði á hefndir. Svo reyndist, að hún hugði á hefndir. Sama kvöld skoraði ritstjóri »Laugardags-vikublaðsins« Hans á hólm til að berjast með hnefunum, og fekk Hans blátt auga þegar í upphafi orustunnar. En þá reiddist Hans svo, að hann færðist í jötunmóð og hamaðist svo á ritstjóran- um, að hann lá óvígur eptir nokkra stund og hrópaði: »Nóg, nóg!« Einhvern veginn vitnaðist það og varð hljóðbært um allan bæinn, er ungfrú Neumann hafði' að höndum borið kveldið góða, og vissi enginn, hver þess var valdur, nema ekki var það Hans. Eptir orrustuna við ritstjórann hvarf öll meðaumkvun til keppinautar síns aptur úr hjarta Hans, og var þar ekki annað eptir en hatrið sama og áður. í Það lagðist í Hans, að hann mundi aptur verða fyrir —— ...... — .. einhverju óvæntu áfalli I úr íjandsamlegri átt, og þurfti 9 fvrir framan búðardyrnar sínar braginn: »Hollendingur, Hollendingur, IIol — Hollendingur«. »Hvað get jeg gert hepni?« hugsaði Hans. »Jeg hef til eitrað korn handa rottum. En ef jeg ljeti hænsnin in hennar jeta það? Nei, þá verð jeg að láta úti. Jú, nú veit jeg hvað jeg á að gera«. Og ungfrú Neumann var sízt að skilja í, hvað það átti að þýða, er Hans rogaðist um kvöldið með stóra vöndla af óræktuðum rósum og stráði þeim eptir stjett- inni í langa rák að kjallaraglugganum hjá sjer. »IIvað mundi hann ætla sjer með þessu?« hugsaði ungfrú Neumann. »Auðvitað eitthvað mjer til bölvunar*. Nú fór að rökkva. Hans hrútraði upp rósunum í ■tvær raðir og varð mjór stígur á milli að kjallaraglugg- anum. Síðan kom hann með eitthvað vandlega vafið innan í dúk, sneri bakinu að ungfrú Neumann, tók utan af þessum fólgna grip, sem hann var með, lagði hann fyrir framan k]allaragluggann og huldi hann rósum og blöðum; tók síðan til að rita eitthvað á vegginn. Ungfrú Neumann ætlaði alveg að kafna í forvitni. »Hann er auðvitað að skrifa eitthvað um mig«, hugs- aði hún; »en bíðum við! Þegar aliir eru háttaðir, fer jeg þangað, þó að jeg vissi það yrði minn bani«. 'Að loknu verki fór Hans inn til sin og slökkti hjá sjer von bráðar. Ungfrú Neumann fleygði óðara yfir sig

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.