Ísafold - 17.02.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.02.1894, Blaðsíða 2
34 voru samin; enda álít jeg, að þeim hali veriö laumað inn á hlutaheigendur án þeirra óskar, og á móti þeirra vilja. Ef semja ætti farmannalög fyrir islenzk Jiskiskip, íinnst mjer þau ættu að vera hetur undir húin en þessi lög voru. Þau ættu að vera undirbúin af tslenzkum skipstjórum og útgerðarmönnum; þá gætu þau orðið til bóta og tryggingar fyrir alla hiutaðeigendur. En að semja fiskimannalög eptir útlendum far- mannalögum og fá þau svo íslenzkum sveita- hændum og prestum til að fjalla um, það get- ur varla góðri lukku stýrt. Það er óeðliiegt að heyra eins stjórnsaman skipstjóra eins og hr. M. F. Bjarnason var, tala um aðra eins óstjórn og þrjózku á islenzk- um þilskipum eins og hann gjörir. Þvi jeg er sannf'ærður um, að enn eptir þessa 3 ára reynslu farmannalaganna er tæplega hægt að finna eins góða stjórn á fiskiskipi eins og var hjá honum sem skipstjóra áður en lögin kom- ust í gildi. Það getur reyndar verið sprottfð af því, að lögunum er ekki hlýtt, en mjer finnst þau ekki gef'a skipstjórunum mjög mik- ið tilef'ni til að hiýða þeim. Því 41. gr. segir svo: »allar sektir eptir 3tí. gr. svo og eptir 43. gr. og 72. gr. hjer á eptir skulu eptir ákvæð- um landshöfðingja falla til einhverrar stofn- unar« o. s. frv. Ef nú háseti verður hrotleg- ur fyrir að koma ekki til skips í ákveðna tíð, sem gjörir skipinu töfj eða kemur ekki til vinnu sinnar, eða íyrir eitthvað, sem gjörir útgerðarmanni skaða, þá finnst mjer skipstjóri ekki vera tilknúður að sekta manninn, þegar útgjörðarmaður hefir ekkert fyrir þann. skaða sem hásetinn gjörði honum, heldur getur það orðið til að gera skipinu optar töf, svo f'ram- arlega sem skipstjórinn skoðar sig sem þjón útgjörðarmanns, fremur en hásetanna eða far- mannalaganna. I farmannalögunum hafa hásetar mjög mörg- um skyldum að gegna, og það svo, að þeir þurfa mörg ár til að læra að hlýða þeim, enda eru þeirra reglur nokkuð strangar. T. a. m. ef maður flytur nokkuð til muna af fatnaði sínum f land í óleyfi, missir hann vikukaup. Elytji maður í óleyfi áfengan drykk út á skip, missir hann einnig vikukaup. Fjögra daga kaupmissi varðar það, að vekja illindi eða annan ófrið á skipi úti eða við vinnu í skips- ins þjónustu, og tveggja daga kaupmissi varð- ar að hafa eldspýtur undir þiliari í óleyfi o. s. frv. Þó nú þessar og fleiri reglur megi gjarn- an vera sumar hverjar, þá er jeg hræddur um, að þær verði nokkuð almennt fyrir horð bornar, því það er hart fyrir háseta að þurfa að fá sjerstakt leyfi til að mega láta þvo fatnað sinn, þegar þeir koma að heimili sínu og eiga ekki víst að fá það; einnig getur verið óhjákvæmilegt fyrir háseta að hafa eldspýtur undir þiljum og opt mjög nauðsynlegt, enda ekki hætt við, að þeir kveiki viljandi i skipi því, sem fleytir þeim út á rúmsjó. Ef ein- hver f'ormaður ætlaði sjer að ráða háseta til sín til næsta árs með þeim skilyrðum, að hann ætlaði sjer stranglega að fara eptir farmanna- lögunum, þá fengi hann ekki einn einasta duglegan mann. Þar á móti eru skyldur skipstjóra gagnvart útgerðarmönnum alls engar. Jeg sje ekki bet- ur en skipstjórinn megi fara með fjármuni þá, sem honum er trúað fyrir, algjörlega eins og honum sýnist, án þess að bera hinaminnstu ábyrgð á því. Það er sýnilegt, að íarmannalögin halla að mörgu leyti rjetti útgerðarmannsins. Hann má ieggja skipið með allri útreiðslu í hendur skipstjórans og svo má hann ekki skipta sjer af nokkrum sköpuðum hlut framar. Þó að hann sjái skipsáhöldin f óhirðu og trassaskap, þá má hann ekkert að því finna. Hann má ekki svo mikið sem taka skipshátinn, ef hann er í landi, og róa honum út í skipið, þó hann eigi þangað brýnt erindi. Þó að hásetar brjóti lögin honum til skaða, þá fær hann ekkert f'yrir það. Einnig er títí. gr. ekki mjög að- gengileg fyrir útgjörðarmannínn. Þar segir svo: »Nú er maður sjúkur, er skipið kemur heim og er eigi sjálfur valdur að, og á hann þá að fá lækning og aðhjúkrun i allt að 4 vikur á kostnað útgerðarmanns. Ef nú ein- hver sótt er á skipinu, þegar það kemur heim, þá er alls ekki þægilegt fyrir útgerðarmann- inn, að þurfa að taka alla eða meiri hluta skipshafnarinnar og flytja hana á sjúkruhús, ef það er til, og kosta hana þar að öllu leyti i allt að 4 vikum. Farmannalögin hafa heldur ekki haf’t hetr- andi áhrif á skipstjórana hvað snertir trú- mennsku þeirra við útgerðarmanninn í því að draga fisk, því að á þeim 3 árum, sem þau hafa verið í gildi, hafa þeir hægt svo á sjer með það, að árið sem leið drógu 8 skipstjór- ar G. Zoega ekki eins mikið yfir allan útgerð- artímann eins og einn hezti fiskimaðurinn af hásetum hans. Og ef' nú hinn heiðr. greinar- höf. M. F. B. álítur það, sem jeg nú hefi talið ásamt mörgu öðru sem telja má, engann skaða eða kostnað týrir útgerðarmann, þá er hans skarpa reikningsvit mjög einkennilegt. I 71. gr. segir svo: »Landshöfðingi semur reglugjörð um viðurværi skipshaf'nar«. Landshötðingi segir fyrir um, hver læknis- lyf' skuli vera á skipi og hve mikið at' þeim. Það eru mikil líkindi til, að landshöfðingi sje vel að sjer í læknisf'ræði, eins og öðru, og að hann sje vel f'ær um að vita, hver og hve mikil læknislyf þurfa handa hverri skipshöfn, og hve vel má trúa skipstjórunum f’yrir með- ulum. En hvað snertir viðurværi skipshafnar, þá álít jeg — þó jeg beri mikla virðingu fyr- ir landshötðingjanum, sem nú er, fyrir hans framúrskarandi skarpleika og menntun —, að hann sje til f'árra hluta miður kjörinn en að skammta i pottinn hjá sjómönnum. Hr. M. F. B. leitast mjög mikið við að gera skiljanlegt, hversu mikil nauðsyn hafi verið á farmannalögunum, og telur margt upp, sem getur sýnzt honum til málsbótar, og það helzt óhlýðni hásetanna og þrjózku. Þó nú þessi lög hafi átt að lagfæra þetta, þá erjeg hrædd- ur um hið gagnstæða, og það mest vegna þess, hvað þau heimta mikið af hásetunum. Það er almennt viðurkennt, að þar sem mest er harðstjórnin, þar er og mest óstjórnin opt og tíðum, og þar sem með þessum lögum háset- ar eru skyldir til að biðja um leyfi til flestra hluta eins og hörn, og þungar sektir liggja við, ef út af er brugðið, þá verði þeim það ógeðfelt, og þegar farið verður að heimta, að þeir hlýði þeim, þá fari þeir að leitast við, að fara í kring um þau. Það er í meðfæddu eðli hvers manns, að vera frjáls, og hin sanna hlýðni er, að undir- gefnir hlýði yfirmönnum af virðingu og elsku, en ekki af' ótta fyrir hegningu. Og þótt jeg viti vel, að Islendingum sje ábótavant með reglusemi og hlýðni og að vera tilbúnir á rjett- um tíma, þá kemur óhlýðni sú, sem á sjer stað hjer á landi, meir af' því, að það eru svo fáir, sem kunna að stjórna fólki, heldur en af því, að það sje svo illt að fá fólkið til hlýðni, og alls ekki er það af því, að ekki sje nægilegt til af' lögum. Og þegar nú skipstjórar vorinf sem flestir hafa aldrei lært að hlýða, eiga að fara að kenna frá sjer hlýðni, og eiga að vera dóm- arar í málum hásetanna, þá er varla að húast við að vel fari. Enda kemur margt það fyrir á fiskiskipunum, sem skipstjórar vita ekkert um, hvort er skylda hásetanna eða ekki; það er ekki tiltekið í lögunum, af því þau virðast ekki eiga við fiskiskip; annað mál er, hefði skipstjórum verið gjört að skyldu, að vera einhvern tiltekinn tíma í förum landa á milli á útlendu skipi, áður en þeir fengju skip til yfirráða; það álít jeg að hefði fremur verið til að auka stjórnsemi á þilskipum, heldur en larmannalögin. Jeg skal segja hr. M. F. B. eina smásögu- er jeg hefi heyrt, sem dæmi upp á stjórnsemi ísl. skipstjóra. I f'yrsta skipti sem skipshafnir voru lögskráðar, var skipstjóri nokkur, sem var illa við lögin, með hásetum, sem hlökkuðu: til þeirra, skráðir á skip. Þegar búið er að' ljetta og farið er að sigla út í hægum kalda, þá er skipstjórinn orðinn drukkinn og siglir á annað skip, og segir um leið við hásetana: »Takið þið nú á móti, því nú eruð þið- munstraðir« ! Ef þessi saga er sönn, þá geta þau tilfelli komið fyrir, að f'armannalögin leggi skipstjór- um of mikinn vanda á hendur. Að skipstjórar sjeu ánægðir með farmanna, lögin eins og höf'. segir, er að miklu leyti satt, sjeu þeir ekki líka útgerðarmenn; en sjeu þeir það, þá eru víst ekki margir þeirra mjög ánægðir með lögin. Því það er hvort um sig, að hr. M. F. B. getur ekki um útgerðarmenn, sem sjeu ánægðir með þau, enda er það satt. En að hásetar sjeu ánægðir með þau, kemur af því, að lögunum hefur ekki verið beitt við þá; því þessiþrjú dæmi, sem höf'undurtelur að- menn hafi verið sektaðir og vera munu hin einu dæmi, sem til eru á skipum þeim, sem ganga frá Iteykjavík, þau eru einmitt sönnun fyrir því, að lögunum sje ekkihlýtt; því væri þeim nákvæmlega hlýtt, mundi hafa mátt bæta við þessi þrjú dæmi einu eða helzt tveimur núllum. Einn skipstjóri — sem herra M. F. B. hefur mikið álit á fyrir stjórnsemi, eins og má — hei'ur sagt við mig fyrir skömmu, að ef' það- ætti að sekta háseta hve nær sem þeir ynnu til þess eptir lögunum, þá veitti ekki af að halda ijett 10 sinnum á dag á sk'ipi hverju, að minnsta kosti fyrstu dagana. Líka sagði einn af skipstjórum G. Zoega & Co. við mig, að sínir verstu dagar væru það, að þurf'a að- liggja 4 B-eykjavíkurhöfn, vegna fyrirhafnar- innar 1 að halda í hemilinn á hásetunum. Einnig hef'ur aukakostnaður sá, sem lögin. hata í för með sjer, eingöngu lent á útgjörðar- mönnunum hingað til, sem kemur til af því, að síðustu árin hafa verið aflasæl á opna háta hjer um slóðir, en þilskipum heldur tjölgað^ og þess vegua verið heldur hörgull á hásetum á þilskip. En nú het'ur útgjörðaimönnum komið saman um að lækka premíuna, af því að útgjörðin hefur ekki horgað sig, og hefði hásetum verið sagt það sanna, að premian hefði verið lækkuð vegna farmannalaganna, þá mundu þeir ekki lofa þau mikið. Niðurlag 53. gr. i farmannalögunum er ekki mjög þægilegt fyrir þá háseta, sem hafa kaup. sitt af afla upphæð. Þar segir svo: »Eigi heimilar það neinum að f'ara úr skiprúmi, að skipið skiptir um skipstjóra«. Ef nú ein- hverjir heppnustu skipstjórar G. Zoega & Co., svo sem Jón Þórðarson eða Sigurður Símon- arson, sýktust, og yrðu að f'ara af skipi snemma 4 útgerðartímanum, þá skildi jeg ekki öfunda G. Zoega & Co. af því, að þurfa að láta lítil- sigldan ungling sem skipstjóra í stað þessara manna og til háseta þeirra, sem varla er við að húast; því atvinna hásetanna væri ef til vill ónýtt með þessum skiptum; þetta ákvæði á — eins og fleira i þessum lögum — vel við farmannalög, en ekki við fiskimannalög. Hvað snertir herra G. Zoega & Co, er höf. minnist svo opt á, og sem er frumkvöðull þilskipaútvegsi-ns í Reykjavík, sem mjög mikið gott hefur af' leitt og sem hef'ur stundað hann með lofsverðum dugnaði, og ekkert sparað til hans að neinu leyti—honum er samt ekkert vel við farmannalögin, því það var hann, sem sagði við mig í fyrra sumar, að þau mundu, baka sjer 3—400 króna tap árlega fyrir hvert skip, beinlínis og óbeinlínis, og jeg veit að hr. M. F. B. hlýtur að taka mikið tillit til þess, sem hanli segir um þetta málefni. Einnig veit jeg af manni, sem hefur ætlað að kaupa þilskip í ár, en er nú hættur við- það, einungis vegna kostnaðar-auka þess, sem farmannalögin valda. Ef nú svo er, semjegætla, að hinum heiðr-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.