Ísafold - 03.03.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.03.1894, Blaðsíða 1
Kenaur út ýmist emu sinni •eoa trisTar í TÍku. Vero árg. (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 6 kr. eoa l'/s doll.; borgist fyrirmiojaniúlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skriíleg)bundi]o vifr iramót. ógild noma komin sje til útgefanda fyrir 1 .októ- berm. AfgreioslustoÍH blaot- iag er i Ausluretrœti f XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 3. marz 1884. 12. blað. Hugvekja til almennings. Þaö er kunnugra en frá þurfl að segja, 'hve tíðar landlegur eru á vertíðum aust- anfjalls, einkum í veiðistöðunum milli Ölfusár og ÞjórsAr. í landlegum þessum ganga margir sjómenn um með hendur í vösum, liggja aðgjörðalausir uppi í rúmi, sitja við spil eða labba milli búða sjer til ¦dægrastyttingar. Fer á þessa leið mikill tími til ónýtis hjá mörgum manni, tími, sem mætti verða til mikillar nytsemdar fyrir fjölda marga með litlum tilkostnaði, «f skynsamlega væri að farið. Af ið.ju- leysi þessu leiðir margt illt, þar a meðal það, að óraðnir ungiingar leiðast stundum •lít í slark og ýmsa óreglu. Til þess að reyna að raða einhverja bót • á þessu, var á sýslufundi Árnesinga í fyrra vor stungið upp ð, að veita sjómönnnm ó- keypis tilsögn í nytsamlegum og nauðsyn- legum fræðigreinum á landlegudögunum. rSýslunefndiri samþykkti þetta og kaus oss undirskrifaða til þess að gjöra nauðsyn- !legar ráðstafanir í máli þessu og semja vreglur fyrir kennslunni. Vjer höfum því samið eptirfarandi Reglur fyrir kennslu í landlegum á vetrarvertið- inni á Eyrarbakka og Stokkseyri. 1. gr. Á vertíðu.n skal sjómönnum á Eyrarbakka og Stokkseyri gefinn kostur á að fá ókeypis tilsögn í Islenzkri rjettritun, reikningi, landafrœði og dönsku. 2. gr. Kennslan fer fram í barnaskóla- húsunum á ofangreindum stöðum siðari hluta dags hvers, sem landlegur eru, og skal varið 1 — einni — stundu á dag til hverrar námsgreinar. 3. gr. í vertíðarbyrjun skulu þeir, er taka vilja þátt i kennslu þessari, rita sig á skrá, er liggur til sýnis hjá væntanleg- um kennurum, og skulu þeir þá um leið tiltaka, í hverjum námsgreinum þeir vil.ja njóta tilsagnar. Þó skal þeim, er síðar skrásetja sig til kennslunnar, veitt viðtaka, svo framarlega sem rúm leyfir. 4. gr. Skyldur er hver s;'i, er skrásetur •sig til kennslunnar, að taka þátt í þeim námegreinum, sem hann sjálfur hefir til tekið, til vertíðarloka. 5. gr. Hvern þann dag, sem færri en 12 taka þátt í kennslu einhverrar af náms- greinunum, fer engin kennsla fram í þeirri námsgrein. 6. gr. Próf skal haldið í vcrtíðarlok ár hvert, og skulu prófdómendur valdir af sýslunefnd Árnessýslu. Um leið og vjer nú birtum almenningi reglur þesssar, þá viljum vjer til leiðbein- ingar benda mönnum á, að meðundirskrif- aðir, sóknarprestur Ólafur Helgason og kennari Br. Jónsson.gefa öllum þeim, sem kennslu vilja njóta, allar nauðsynlegar upp- .ýsingar. Kennslan verður ókeypis fyrir nemend- urna, því hún verður borguð af sýslusjóði; þurfa því nemendur engu til að kosta nema bókum þeim, sem þeir þurfa að nota við namið. En vjer viljum ekki skil.ja svo við þetta mál, að vjer ekki alvarlega skorum á sjó menn, að nota kennslu þessa vel og ræki- lega á landlegudögum. Margur maður getur með þessu aflað sjer kostnaðarlaust skemmtilegrar og nytsamlegrar fræðslu. Má að því leyti þA segja, að ungir og námfúsir menn eigi tvenns konar erindi í verið. Er það ólikum mun affarabetra fyrir unga og upprennandi menn, að nota tímann a þann hatt, sjer til gagns og bless- unar, en að eyða honum, eins og stund- um hefirof miög tíðkazt, til einkis eða ver en til einkis. Væri það i sannleika mikill ósómi, ef ungir menn syndu engan eða lítinn áhuga og vilja til að nota þá kennslu, sem sýslufjelagið vill bjóða fram og kosta. Er oss ánægja að geta þess, sýslunefndinni til maklegs heiðurs. að í þessu efni er enginn munur gerður á utan og innan- sýslumönnum. Vjer skorum á húsbændur, að áminna syni síha og aðra, sem þeim eru við hönd, um að nota kennsluna á komandi vertíð. Vjer skorum á alla formenn. að áminna og hvetja hðseta sína til að taka þátt í kennslunni. Bæði oss og öðrum væri það gleðilegur vottur nm vaxandi mcuntunarlöngun og framfarahug hja alþýðu, að kennsla þessi yrði vel sótt og rækilega hagnýtt. Er það bæði ósk vor og von, að svo verði. p. t. Stóra-Hrauni 16. nóv. 1893. Br. Jónsson, Ólafur Ólafsson, kennari. prestur að Arnarbæli. Olafur Helgason, prestur á Eyrarbakka. Gufubáturinn »Elin«. Ferðaáætlun fyrir hann þetta ár er nú nýprentuð, eins og hún var samþykkt á fundi hjer í bæn- um 26. f. mán., þar sem voru saman komnir allir hinir sömu sem í fyrra — full- trúar frá sýslunum og Eeykjavik, nema fyrir Ki'ósar- og Gullbringusýslu sýslumað- urinn sjálfur. Með því að samningar voru fullgerðir í fyrra til 2 ára, 1893 og 1894, höfðu fulltrúarnir að eins ráðgjafaratkvæði á þossum fundi, sem kom þó i sama stað niður, með því að útgerðarmaður, konsúll G. Finnbogason, tók fyllilega og fúslega til greina þær örfau breytingartillögur, er þeir komu með, svo sem sýslumaðurinn í Hafnarfirði um að báturinn kæmi þar við báðar leiðir, cn heldur færri ferðir (7). Útgerðarmaður heflr fjölgað hinum fastá- kveðnu ferðum bátsins um svæðið milli Borgarness og Garðsskaga um 4—8 fram yfir samning, eða heflr þær nú 16 og 20 i stað 12. Ferðirnar byrja 10. apríl og hætta 7. októ- ber. Þrjar ferðir á báturinn þar að auki að fara út fyrir Faxaflóa og Keykjanes, sem sje austur í Vík í Mýrdal, o'g koma við á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Vest- mannaeyjum. — Að öðru leyti skal lesend- unum vísað í áœtlunina sjdlfa, er sendist með þessu blaði í allar sveitir mitti Lóns- heiðar og Gilsfjarðar sunnanfjalls, en Reykvíkingum ætlað að fá hana beint hjá útgerðarmanni (við Fischers verzlun). Skýli á bátnum hjet útgerðarmaður að búa út svo vel sem rúm leyf'ði og aðrar ástæður. Gorkúlur »Þjóðólfs«. Enn hefir ritstj. plantað eina á bitlings- baug sínum. Hann japlar á þessari tuggu, að gæzlulögin sjeu eptir mig einan, og viður- kennir þar með ómótmælanlegu, að íyrsta greinin, oFljóthugsuð lagasmiðs sje skrifub til að sparka mjer. Það var byrjað svona mannlega; en hann veit svo ekki hvað hann er að gera. Þetta er allt saman tómt hrós, og geugur næst sætu-þykkninu, sem landrit- arinn fær. Hann gerir mig að því mikilmenni, að jeg haíi drifið þessi lög í gegn og ginnt allt þingið. (En hrósið, sem þingið fær hjá honum !). Lítil orðabreyting var gerð í efri deild, en frv. samþykkt í einu hljóði sem lög i neðri deild. En Sighvati vill hann ekki unna þess heiðurs, sem hann á íyrir dugnað sinn og viturleik í þessu máli. Og þetta bullar hann beint ot'an í Þingtíðindin, sem liggja opin fvrir hverjum manni á landinu! Hvaða ráðningu skyJdi slíkur piltur fá A þinginu, þegar hann færi að rökstyðja mál með svona sómasamlegum ástæðum ? Það er nú víst, að lög þessi mælast vel fyrir um land allt, og það veit hann, enda særir það hann mest. En það er fleira, sem honum svíður: 1. það, að ekki voru stofnuð tvö ný embætti, sitt við hvora brú, til þess að ala tvo menn og hyski þeirra á blóði þeirra, sem yfir brýrnar fara; 2. að hann er nú f'ar- inn að sjá fram á, að ekki sje víst, að hann geti smellt á vatnaskattinum; 8. það, að mjer muni hafa tekizt heldur vel að lýsa kostum hans og ókostuin, að því sem honum er ó- sjálfrátt. En sjálfum hefir honum tekizt bezt af öllu, jafnmikill klaufi og hann er að rita, að lýsa kostum sínum að því er honum gæti verið sjálf'rátt. Enn er hann að rugla um dagpeninga mína, tóman útúrsnúning. Próf. síra Þ. Boðvarsson talaði um það við mig, að við hef'ðum reikn- ingana samhljóða; en hvort hann hefir fært það út að nokkru sem ferðakostnað, gerir ekki neitt til. Hver þingmaður hefir fullan laga- rjett til að reikna alla þá daga, sem hann verður að vera f'ra heimili sínu, hvort sem hann býr nær eða f'i'ær, og f'erðakostnað að auk, ef hann ekki er busettur í Reykjavík. Það sem hann segir um vegalengdina til min eða að Görðum or eins og annað ósannindi, en getur engin abrif haf't á dagpeninga eða ferða- kostnað. Það þarf ekki að brýna vopn á þá, sem fara með sjált'a sig eins og ritstj. «Þjóðólt's«. Hann brýnir sjálfur vopnin á sig i þessari síðustu ómyndargrein. »Heimskur er ekki í hyggjurann hann, sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.