Ísafold - 03.03.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.03.1894, Blaðsíða 2
46 kann að þegja«. Hefði ritstjórinn kurmað þetta við okkur þingmenn í sumar og svo nú, þá væri hann ekki í bitlingsmálinu kominn í þær ógöngur, sem hann nú að maklegleikum er. Það hefði verið ráð fyrir hann, að hræra ekki bitlingsgrautnum saman við flugnasúp- una sina. Hann lýsir því nú yíir, að hann þori ekki til við 2. þingmann Árnesinga. Maður hefir heyrt grobbara segja þetta: »Jeg get nú lagt hann, en jeg gef ekki um það«. Það er auð- vitað, að honum er um að gera að hylja þetta búmhúg sem lengst hann getur og láta lesar- ann græða sem minnst, sjá ekki, hvernig hjer er með landsins fje farið. Jeg skora á alla, sem vilja kynna sjer þetta pakkamál, að lesa ræðu Boga; hún ber það með sjer, að hún er óhlutdræg og rökfærslan ljós. Það er ekki von að hann hlífi þingmönnum við ósönnum áburði. Hann bar það á okkur 3 þingmenn í sumar, að við í þessu máli stæðum i sam- bandi við »hulda stærð í ísafold«. Mjer er óljóst, hver þessi »X« var, sem þá var að rita á móti honum, og lýsi hann því ósanninda- mann að því, hvað mig snertir. Hann hefir nýlega orðið að flytja sjer og blaði sínu til viiðingar leiðrjettingu frá amt- marminum yfir Suður- og Vesturamtinu um, að dylgja, sem hann hafði sent landshöfðingj- anum, væri ekki á rökum byggð. og stóð þetta í sambandi við það, að bæiarfógetinn i Reykja- vík fann sig til knúðan að fá mál hofðað gegn honum. En landssjóður fær að borga. Skjóðu-sagan hans, sem er svo klaufalega smiðuð, eins og vænta mátti. sýnist í fljótu bragði stefna á einhvern af okkur 3, sira Þ. Böðvarsson, Grím Thomsen eða mig; en ekki er það svo. Sá eini þingmaður, sem jeg veit til að hali flutt með sjer kost til þings, var Einar sál. í Nesi, svo þetta er honum sent, og var óheppilegt að læða því hjer inn í. Hann munar ekki um að færa bólstað hans hingab suður. Það væri ekki ósannara en sumt annað. Annars hefði honum verið nær, að segja söguna — sem hann víst kann — af skólapiltin- um, sem labbaði með pestarkæfu-dallinn á bakinu, þegar hann fór til skóla, datt á hann á bakið á Bakarastígnum og braut hann, settist svo við strandið og át allt upp og botn- inn með; þvi honum kenndi hann um slysið. En maburinn haíði líka verið heimskur og hefnigjarn. Jeg efa ekki, að hann gæti látið fylgja sögunni ættartölu hans, gegn um Mörð Valgarðsson allt til Kains. Jeg er nú búinn að hafa upp úr honum ærið margt í þessum viðskiptum okkar af fá- gætri fræði, áður að mestu óþekktri hjer á landi: 1. þessa einkennilegu guðfræði, sem nú er orðin kunn af blaðagreinum okkar; 2. uppeldisfræði, þ. e., að hann ætlar að ala upp nýja kynslób á vatnsgraut, þvi þá má ætla, ab ekki verbi þeir margir, sem þori að líta upp á Golíat, þar sem hann er ab slá um sig á hæðum heimskunnar; 3. að minnisvarðar sjeu áreiðanlegustu forðabúrin til að safna í á góðu árunum því, sem sem menn ætla ab lifa á. þegar hallærisárin koma; 4. að pakk- arnir sjeu bezta upphækkunin á atvinnuveg- um landsins. Þab eru atvinnuvjelarnar, sem vatnsgrautar-kynslóðin á að þeyta landinu upp með. Það má eitthvað byrja með 50.000 kr. höfuðstól. Það má líka sökkva því í pakka-forina, eins og þegar»sökkt var í Svína- hraun silfri landsins kassa«. Jeg get nú búizt við, að ritstj. »Þjóbólfs« haíi ótakmarkaða sómaskyldu við sjálfan sig, að planta gorkúlur á haug sínum, og nytsemd- arskyldu við þjóðina, ab selja henni þessa á- vexti til að sæta með grautinn. En jeg hefi þá sómaskyldu við sjálfan mig, að fyrirlíta slíka ávexti framvegis. Þ. Guðmundsson. f Einar Ásmundsson í Nesi. Hniginn er hinn hyggni, Hinn hamingjudrjúgi Öndvegishöldur Islenzkra bænda. Hniginn er mætur Maður til foldar Þjóðfulltrúinn A þingi og heima. Ritaði' hann um framfarir Fósturjarðar, Leiðarstjörnur hans voru: Hyggindi og reynsla. Hann vissi, hvað hann sagði, Því sjálfur var hann Framfara- m a ður »1 frömu lífi«. Allar þóttu ræður hans Röksamlegar, Hóflega og spaklega Hagaði hann orðum; Vita vildi hann allt, Er hann vissi, til hlitar, Því voru jafnan orð hans Svo atkvæðamikil. Sjálfmenntaður bóndi Er sinnar þjóðar prýði, Sem hyggíndi og reynslu I hag lætur koma. Verk hans eru plöntur, Sem vaxa með árum, Og öldum og óbornum Ávöxt góðan bera. Þakklatlega minnist Eg þinnar bróðurhandar, Sem bjargaði mjer ein, Þegar brugðust aðrir. Sú gjöf sá ei til gjalda, En gjöfina vil jeg launa Og reynast ráðasnauðum Sem þú reyndist mjer. (Einn af vinum hans). Eptirmæli. Eiríkur Eiríksson, dannebrogsmaður á Reykjum á Skeiðum, er andaðist 9. nóv. 1893, var fæddur þar á Reykjum 9. jan. 1807. Eor- eldrar hans voru: Eiríkur hreppstjóri og dannebrogsmaður Vigfússon og siðari kona hans Guðrún (eldri) Kolbeinsdóttir, prests í Miðdal Þorsteinssonar. Hún dó árið 1838. en maður hennar ári síðar. Þau hjón voru mik- il merkishjón á sinni tíð. Bæði voru þau skáldmælt, og er til eptir þau, helzt í munn- mælum, töluvert afljóðmælum, einkum lausa- visum. Eiríkur Eiríksson ólst upp hjá foreldrum sínum og dvaldi hjá þeim, þangað til hann kvongaðist 1830. Kona hans var Sigríður Sturlaugsdóttir frá Hlemmiskeiði, valkvenndi mikið. Þau byrjuðu búskap í Skrautási, hjá- leígu frá Hruna; hún er nú eigi byggð. Þar bjuggu þau eitt ár, en fluttust síðan að Reykj um, þá er foreldrar hans ljetu af búskap. Bjuggu þau þar allan búskap sinn. Þau áttu 5 börn, er úr æsku komust. Konu sína missti Eiríkur 1873. Eptir það dvaldi hann til dauða- dags í góðu yfirlæti hja yngstu dóttur sinni Ingigerði og manni hennar Þorsteini Þorsteins- syni, er tóku við búinu eptir hann. 1885 varð Eiríkur dannebrogsmaður. Fyrir nokkrum ár- um missti hann sjónina og var blindur eptir það. Eirikur var framúrskarandi maður að hæfi- legleikum og mannkostum. Hann var eiiin>' af þeim fáu mönnum, er andleg og veraldleg- atgjörvi er sameinuð hjá á háu stigi, og mundi þess enn betur hafa gætt, ef hann hefði not- ið menntunar í æsku: en það var hvorttveggja,. að slíkt var þá eigi títt. enda voru þá hörð- ár, og foreldrar hans eigi nema bjargálnamenm Búskap sinn byrjaði Eiríkur með litlum efn- um, en efldist fljótt, enda var hann búsýslu- maður og hagsýnn. Árferði var þá og allgott. Hann keypti ábúbarjörb sína. bætti hana að mun og byggði vel upp, eptir því, sem þá tíðkaðist. Heimili hans lá í þjóðbraut, og kvað mikið að gestrisni hans og góðgjörða- semi. Við sveitarstörí var Eirikur minna riðinn en við hefði mátt búast. Hreppstjóri var hann aldrei, því að eigi stóð svo á að hans þyrfti með í þá stöðu. Og er hin nýrri sveitarstjórn- arskipun komst á, var hann bættur búskap, Þar á mót var hann sáttasemjari í tjöldamörg- ár, meðhjálpari og bólusetjari. Fremur mun. hann hafa dregið sig í hlje að því er til al- mennra mála kom; en hljedrægur var hann þó síður en ekki að öðru leyti. Eitt af því, sem hann lagði stund á, var það, að hjálpa konum á barnssæng. Svo mik- ið traust báru menn til hans i því, að hann, var einnig sóttur í þeim erindum eptir að- hann var blindur orðinn og örvasa. Svo sagði hann sjálfur frá, að hann hetbi tekib vib ylir 300 börnum. Ab öbru leyti fjekkst hann lítið, vib lækningar. Hann var orblagbur söngmaður á sinni tibN,. og mun hafa verið einna söngfróðastur mað- ur ólærðra manna um miðbik þessarar aldar. Hann útbreiddi kringum sig þekkingu á söng- Hstinni og kenndi fjölda mörgum að syngja rjett. Hljóðfæri hafði hann eigi nema lang- spil. Önnur hljóðfæri þekktust varla meðal alþýðu langt fram á hans daga. Skáldmæltnr var hann eins og foreldrar hans. Lítið iðkaði hannn þó kveðskap lengst- af æfi sinnar. Frá fyrri tíð mun naumast annað vera til eptir hann en nokkur erfiljób. og fáeinar lausavísur. En i elli sinni, einkum eptir að hann var blindur orðinn og hættur að geta starfað nokkub veraldlegt, fór hann aö. leggja stund á ljóbagjörb. Var þab þá eink- um andlegs efnis, er hann orti, og var eðlilegt; ab hugurinn hneigbist þá helzt ab því; enda. var hann framúrskarandi trúrækinn maður. Sterk trú, glöð von og óbifandi traust lýsir sjer í þessum ljóðum hans, sem einkum errt eríiljóð, vers og sálmar. Sýnishorn af þvfc hefir birzt í Kirkjublaðinu. Meðferð efnisins. er látlaus, og svo ljett og liðug, að furbu gegn- ir. Hann komst og upp á það, er hann var- um áttrætt, ab kveða rjett eptir þeim brag- reglum, er nú eru tíðkaðar; og mk það furða. heita um svo gamlan mann. Sjálfur gerði hann aldrei mikið úr kveðskap sínum, og sagðist að eins yrkja til að stytta sjer stund- irnar í myrkrinu. En þab var fleira, sem stytti honum stund- imar. Hann hafbi framiirskarandi minni allt, til daubadags. Hann var einkar-íróbur um, margt, sem borib hafbi vib í fyrri tíb, s.jer- staklega um daga hans og foreldra hans. Og heilar bækur kunni hann utan að. Lærdóms- bók Balles, er hann hafði lært í æsku, mundi hann orbrjetta, er hann var hálfníræður. Grallarasönginn, er tíðkaður var sumstaðar fram á hans daga, kunni hann utanbókar. Og þar að auk kunni hann ógrynni af gömlum sálmum og andlegum Ijóðum. I þetta óþrjót- andi forðabúr sótti hann huggun og gleði í and- streymi eilinnar, og ljet hann það opt í ljós, hvað hann hefði verið illa kominn, ef hann hefði ekki haft þetta að grípa til, eptir að hann var blindur orbinn. Eiríkur heitinn var álitlegur maður sýnum og höfbinglegur/ fjörmabur mikill, glaðvær og skemmtinn fram að dánardægri; var mörgum mesta unun ab tala við hann, enda heimsóttu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.