Ísafold - 07.04.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.04.1894, Blaðsíða 2
62 eins manr.fátt og það er, skuli aia upp fólk sitt að eins fyrir Canada, eir.s og það hefir gert síðasta áratug og heflr ekkert nema skaða og jafnvel óvirðing fyrir«. Þá kemur nýlendu-tillaga hans, eins og hann framsetur hana, all-breytileg, og sjálf- sagt að mörgu leyti athugaverð, þar á með- al sumu ef til vill miður treystandi, er hann fræðir um að því er snertir hið fyrirhugaða nýja land, en þó full-frambæri- leg til skrafs og ráðagerðar: »Yður mun furða á því, að jeg skuli hafa svo roikið álit á þvi landi, sem j^ ætla að minnast á. En mig furðar stórum á því, að þið skuluð ekki bpnda fólki þangað. Því það land er að mörgu leyti eins gott eins og ísland, og að sumu leyti betra, og ekki nema steinsnar frá Islandi hjá því sem að fara til Ameríku. Og það er hið eina land, þar sem Island gæti not- ið fólks sins, ef það er nokkursstaðar. Landið er Orænland. Þjer munuð segja, að þangað muni eng- inn vilja flytja sig, því þar sjé svo mikill kuldi, að engir geti iifað þar nema Eski- móar og ekkert sje þar nema fjöll og jökl- ar, og svo sje þar einokunarverzlun, sem allt drepi. Hið síðastnefnda er hið eina, er óttast þarf að minni hyggju. Yeturinn er þar líkur og á íslandi, sumarið lítið styttra, en fullt eins heitt, svo að gras vex þar eins vel. Garðávextir vaxa þar einnig sæmiiega. Jeg hefl kynnt mjer Grænland eins og jeg hefi getað, bæði bóklega, og eins með því að tala við menn, sem þangað hafa komið, og þeir menn, sem hafa bæði kom- ið til íslands og Grænlands, segja, að Græn- land sje eins gott fjárland og ísland, en sjórinn og strendurnar auðugri. Það væri stór framför, ef Islendingar enduðu 19. öldina með þvi að endurreisa byggð á Grænlandi, og víst væri ekki eyðilegra að byggja upp bæi á Grænlandi úr rústum íslendinga, sem voru þar iand námsmenn áður, heldur en^að fara hingað og byggja hjer á eyðisljettum eða í þjettum skógi, þar sem aldrei heflr komið nokkur maður nema háifviltir Indíanar. Fargjald ætti að vera mikið minna til Grænlands heldur en til Ameríku. Auðvitað þyrftu þeir, sem til Grænlands fara, að flytja þangað búslóð sína, svo sem húsavið, báta, veiðarfæri, fjenað og húsgögn. Tökum til dæmis, að fyrst flyttu sig þangað 20 fjölskyldur og hver þeirra flyttti með sjer 10 sauðkindur og hverjar tvær fjölskyldur eina kii, og svo það nauðsyn- legasta til bús. Þó að það væri ekki meira en þetta, gæti það blómgast, ef heppni væri með, og það mundi ekki líkjast þeim eymdar- flutning, sem á sjer stað, þegar fólk fer írá ísjandi til Ameríku. Það kemur hing- að allslaust, og veit hvorki upp nje niður, og er þess vegna allt af bláfátækt; og þó að það byrji hjer búskap á sijettunuro, verður árangurinn sá, að þaö flosnar upp eptir stuttan tíma. Líklega þyrfti að fá leyfi hjá hinni dönsku stjórn, ef fólk vildi flytja sig til Grænlands, og ef það fengist, þá þyrfti fyrst að senda þangað svo sem tvo skyn- sama menn, sem hefðu góða þekkingu bæði tíl lands og sjávar. Jeg efast ekki um, að þeim litist vel á landið í fjöröun" um vestur af Julianehaab, og víst er marg- ur fjöi ður og eyja þaðan vestur til Diskó, þar sem íslendingum mundi lítast vel á sig, og þykja byggilegt, ef þeir kæmu þangað. Jeg er viss urn, að ef svo sem helming- ur af'því fólki, sem hefir farið til Ameríku á síðastliðnum 20 árum, hefði farið til Grænlands, þá mundi það vera íslandi til góðs að einhverju leyti; og ekkert víst að því liði þar ver. Ef fólk flytti til Græn- lands og gufubátar fjölguðu á íslandi,ætti ekki eð vera óhugsandi, að ferðir yrðu þar á milli svo sem mánaðarlega yflr sumarið. Það er tvennt, sem þyrfti að fást. Fyrst, að þeir, sem þangað flyttu sig, fengju að eignast þar jarðir þær, sem þeir byggðu á, og að verzlun yrði bætt; menn ættu að gera sig ánægða með fyrst í stað. að minnsta kosti, ef þeir fengju að verzla við ísland, auk Danmerkur, að svo miklu leyti sem þeir gætu við komið. Það væri aldrei betra tækifæri að fram- kvæma þetta en nú; því líklegt er, að þeir sem fóru frá íslandi hingað síðastlið- ið sumar, skrifl ekki mjög glæsilegt hjeð an; því það er mjög erfitt hjer hjá því fólki nú. Ef það kæmist á, að fólk flytti sig til Grænlands, mundi það draga úr Ameríku- ferðum, og gæti svo farið, að þær legðust ])á að mestu niður. Sumir landar hjer vilja halda, að ef ís land yrði sjálfu sjer ráðandi, þá ætti Græn- land að falla undir það. Jeg skal ekki segja, hvað rjett þeir hafa fyrir sjer í því. Cíeg er j)eirri stjórnarsögu ekki nógu kunn- ugur. I En samt skiíst mjer allt af svo, að Grænland hafi komizt svo undir Danmörk, að það hafl fylgzt með íslandi, þegar það gekk undan Noregi; enda sannar ekkert, að þeir eigi fremur Grænlamd en ísland, þó að þeir hafi haft þar lengur einokun ar-verzlun«. Mannalát. Hinn 28. f. raán., 4. í páskura, ljezt Árni Jónsson póstur á Flóðatanga í Stafholtstung- um — Stykkishólmspóstur írá Arnarholti — af slysförum, drukknaði ofan um ís á Norðurá, við Haugahyi, skammt fyrir neðan Arnarholt; þeir voru nýlagðir af stað þaðan póstarnir báðir, hanr, og nafni hans, Árni Gíslason vest- anpóstur, við 8. mann og með nokkra he=ta, suma lausa og suma með póstkoffortum. Áin rann ofan á ís við hæði lönd, ail-djúpt, en þurrt i miðju. Árni Gíslason fór á undan og gekk greiðlega, reyndist ísinn traustnr vel. Nafni hans átti mikið örðugt með að koma reiðbesti sínum út í, iausum, og bar nokkuð niður á við í því stímabraki, Ienti neðan við hestaþvöguna, er þeir komust loks frá landi. og hrakti þar i vök á ísnum niðri i vatninu, er hann mun og eigi hafa veitt eptirtekt, en hestarnir svömluðu yfir hana til sama lands aptur og óskemmt það sem á þeim var. Líkið var slætt upp 2 dögum síðar. »Árni heitinn var ötull póstur (í 12—14 ár), áreiðanlegur, gætinn og greindur, yíir höfuð valinkunnur maður«. Af Vestfjörðum hefirfrjetzt lát Jakobs bónda Bósinkarssonar (frá Æðey) í Ögri, úr tauga- veiki, er þar hefir gengiö í votur við Djúpið. Hann var nefndarbóndi, á íimmtugsaldri, fjáð- ur allvel. I fyrri nótt missti Helgi verzlunarstjóri Jónsson í Borgarnesi konu sína, Kristínu Kyg- ertsdóttur (Waage), frá mörgum börnum, góða. konu og vel að sjer. Hún dó úr eptirköstum influenzaveikinnar. IJr Skagaíirði skrifað 15. marz. »Þessir menn hafa atidazt i sýslunni: Hinn 16. febr. Pjetur Pdlmason, hálfáttræður, mjög merkur bóndi. á Alfgeirsvöllum, virisæll og vinfast- ur og vandaður, og lætur hann eptir sig ekkju og mjög efnileg börn uppkorain; meðal þeirra eru Pálmi, pöntunarfjelagsstjóri á Sjávarborg, og Halldóra, kona Ólafs Briem umboðsmanus. Hinn 2. febr. frú Ilelga Þorvaldsdóttir í Rjettarholti, ekkja Ara sál. læknis Arasen á, Flugumýri, og var hún hið eina af hinum nat'nkunnu börnum Þorv. próf. Böðvarssonar,. er nú lifði. Hún var höfðings- og atgerfis- kona, eins og hún átti kyn til. Hinn 6. marz konan Halldóra Þorfinnsdóttir á Krossi i Óslandshlíð, 62 ára gömul; og hinn 7. marz Helga Þorkelsdóttir á Svaðastöðum, einnig 62 ára. Þær voru báðar merkar kon- ur, guðræknar, trygglyndar og íðjusamar. Hinn 10. marz metkisbóndinn Jóhannes Þorfinnsson á Reykjum í Hjaltadal, 61 árs. Hann var mjög reglusamur og góður búhöld-- ur, áreiðanlegur í öllum viðskiptum, og hinn vandaðasti og siðprúðasti maður í dagfari, og í einu orði bændasómi í sveit sinni. Z. Jarðarför. í gær var prófastsfrú Þórunn Jónsdóttir i Görðum á Alptanesi jarðsett. Við- staddir voru, auk margs sóknarfólks, Hafn- firðinga og annara, allmargir helztu og heldri; menn úr Reykjavík: landshöfðingi, biskup — er hjelt húskveðju — og aðrir embættismenn, o. fl. Dómkirkjuprestur flutti ræðu í kirkj- unni og jarðsöng hina framliðnu. Dóntkirkju- organistinn ljek á orgelið við jarðarförina og annaðist sönginn, ásamt söngflokk sínum. Stúdent Ben. Gröndal söng solo eptir ræðuna í kirkjunni. Hafnfirzkur lúðraflokkur (kaupm. .Tón Bjarnason við 4. mann) bljes sorgarlag við kirkjuna og gröfina. Hinn háæruverði ekkill er enn mikið lasinn, þótt hantt fylgdi, og hafði jarðarförinni verið frestað þetta eink- um til þess aö biða eptir því, að hann hresstist.. Gufubáturinn »Elín« byrjaði ferðir sínar 3. þ. m., viku fyr en áætlun ætlast til. Hún f'ór þann clag suður í Keflavik,. með talsveröan flutning og nokkra farþega, og hat'ði auk þess í eptirdragi 7 róðrarskip suður, til fiskiveiða þar, tneð mönnum og áhöfn. Daginn eptir fór hún upp í Borg- arnes, með vörur fyrir Bryde’s verzlun, en af þeiro varð ekki komið á land nema ör- litlu sakir mannleysis — þar lá nær hvert mannsbarn í inflúenza—og koin hún með- flutninginn suður aptur í gærmorgun. Stór- viðri hafði og tálmaö nokkuð. Vöruverð. Moð byrjun þessa mán, lækkuðu flestir kaupmenn hjer í bænnm verð á útlendri matvöru o. fl., þannig, að reikningsverö er nú hjá þeirn á rúg (100 pd.) 61/* kr., rúgmjöli 7V* kr., bankabyggi ( 11—12 kr., kaffi 1 kr. 10 a., kandís 32 a. pd. — í heilum kössum 32 a. Húsbruni. Aðfaranótt 30. f. m. brann vörubúðarhús, gamalt og gott, alistórt, á Búðum, »Norskahúsið«, eign Eyjólfs kaupm. Þorkelssonar í Reyk.javík, til kaldra kola, á 2 klukkustundum; varð dálitlu bjargað af íslenzkum vörum, en öðru eigi. Húsið var vátryggt og vörurnar að nokkru leyti Inflúenza-sóttin. Hún var komin vestur í Stykkishólm og Ólafsvík, er póst- ar voru þar á ferð fyrir nokkrum dögum, og lítiö eitt farin að berast inn í Suður- Dalina úr Stykkishólmi. Þar (í Sth.) lagði hún’nær hvert mannsbarn í rúmið'k skömmu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.