Ísafold - 07.04.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.04.1894, Blaðsíða 1
Xemur íit ýmist emu sinni eoa tvisvar í viku. Vero árg (minnst80arka)4kr.. erlendis 6 kr. eoa l1/* doll.; borgist fyrirmiojanjúliman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. tJppsögn(skrifleg)bundin vil> áramót. ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreioslastofablaos- ins er i Austurstrœti S XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 7. apríl 1894 16. blað. 3E3T" Upp frá þessu kemur ísafold út tvisvar í viku, á miðvikudög- um og laugardögum, 5—6 mánuði samfleytt. Þá verður neðanmáls- saga í blaðinu að staðaldri, sem rúm hefir eigi leyft að undanförnu. Fiskiveiðar Norðmanna. i. Þær oru svo nákomnar sömu atvinnu- grein hjer hjá oss, öðrum aðalbjargræðis- veg vorrar þ.jóðar, að eptirfarandi glögg og áreiðanleg lýsing á þeim, tekin eptir nyrri bók (Norge og Sverrig, af N. Kr. Andersen, 1893), ætti aö vera fjölmörgum lesendum blaðs þessa kærkomin. »Fiskiveiðarnar eru í Noregi svo mik- ils háttar atvinnuvegur, að flskiveiðar bæði Dana og Svía eru lítils virði saman bornar við það. Má marka, hve mikils- verðar þær eru fyrir landið, á því, að það sem flutzt hefir út eða miðlað verið öðr- um þjóðum þaðan af sjóarvöru um síðari arin, nemur 41 milj. króna virði á ári að meðaltali, eða 40% af öllum útfluttum vörum frá Noregi. Einkanlega munar vesturströnd lands- ins mikið um sjávaraflann, og það svo, að væri hann ekki, mundu stór svæði, sem nú eru byggð, liggja því nær í auðn. Þetta á, sjerstaklega við hin 3 nyrztu ömt landsins, því þar er uppskera af korni og kartöflum að eins 3—4 milj. kr. virði, og skepnur (búfje) munu gefa af sjer 10—12 miljónir, en fiskiveiðarnar 13—18 miljónir. ¦Óáran til sjávarins er því þar miklu til- flnnanlegri en uppskerubrestur og gras- brestur. Fiskiveiðarnar eru því, eins og nærri má geta, einn þeirra at- vinnuvega, sem ríkið styður mest. Á aðalfiskistöðvunum, þar sem sjómenn safn- ast þúsundum saman, er sjeð fyrir eptir- liti vneð víðtæku lögregluvaldi; að öðrum kosti væri ekki auðið að halda uppi reglu. Læknareru og skipaðir þar, og sjúkrahús hingað og þangað. Hraðfrjettaþræðir liggja í öll helztu fiskiverin, svo að verzl- unarmenn og aðrir geta fengið skjótar frjettir af aflabrögðum o. fl., og hafnir hai'a verið gerðar þar sjerstaklega í þarf- ir fiskiveiðanna. Af ýmsum fisktegundum, sem veiddar eru við strendur Noregs, kveður langmest að þorski og sílcl. Þorsktegundirnar eru »fjarðaþorskur« og »hafþorskur« eða skreið. Fjarðaþorskurinn fæst allt árið um kring — en þó sizt sumarmánuðina — hmi á hverjum firði og hverjum sundi iands- •enda á milli. Þar á móti fæst hafþorsk- urinn að eins um vissan tíma á árinu, og er að miklu leyti bundinn við vissar stöðv- ar. Svo er háttað, að ár hvert, frá, janú- .arlokum og fram i marzmánuð, leitar haf- j)orskurinn af merkilegri náttúruhvöt í stórum torf'um, hverri á eptir annari^inn undir iand, á þá staði, sem bezt eru falln- ir til þess, að afkvæmi hans geti náð að dafna þar. Þar gýtur kvenn-fiskurinn hrognunum og karl-fiskurinn svilunum, og eru það þau feiknakynstur, að sjórinn verður allur gruggugur langar leiðir. Að því loknu snýr þorskurinn aptur til djúps- ins sömu ieið og hann kom, og er hann vanalega allur á burtu í miðjum apríl- inanuði. Sjerstakiega era haí-þorskveiðarnar stund- aðar að miklum mun á tveim stöðum; það er við Lofót og á Sunnmæri. Aðal-flskiveiðarnar eru við Lofót, og verður því sjerstaklega að geta þeirra. Frá suðurtá Loföts, þeim megin sem að Vestfirði snýr, er jafn atlíðandi á sjávar: botninum niður á við, allt að 40—60 faðma djúpi, og á þessu djúpi eru hin eiginlegu fiskimið í breiðu belti fram með ströndinni. Svæði þetta er 15 mílur á lengd. Svo fljótt sem nokkur von er til — undir eins eptir jól —, leita flskimenn þar heima fyrir fyrir sjer, hvort fiskur sje farinn að ganga. Þó fá þeir ekki lengi að vera einir um hituna; því að í lok janúarmánaðar hópast þangað sjómenn þúsundum saman, til fiskiveiða, af öllu svæðinu norðan frá Tromsö og syðst suður í Þrándheim. Það er löng leið fyrir þá flesta og all-hættu- leg. Það ber opt við, að gerir á þá mold- öskubyl á þeirri iöngu leið, bæði í verið og heim úr því aptur, og liður aldrei svo nokkur vetur, að eigi hlekkist einhverjum á i því ferðaiagi. Eru fiskimenn þessir þó vaskir sjómenn og láta eigi allt fyrir brjósti brenna, en formenn þeirra manna slyng- astir stjórnarar. En það þykir svo sem ekki tiltökumál, þótt fáeinir skiptapar verði á vetri. af þeim mikla fjölda, og þar sem hin mikla aflavon er annarsveg- ar. En aumingja-ekkjurnar og börnin munaðarlaus kveða við annan tón, sem vonlegt er. Aðkomnir sjómenn við Lófót róa flestir á (stórum) flmmæringum; að eins innlend- ir hafa minni báta. Fimmæringar þessir hafa að eins eina siglu og eitt segl stórt, en 6 menn á/ formanninn og 5 háseta. Formaður stýrir og heldur einnig í skaut á seglinu eða hefir taum á því. Hinir sitja undir árum, ef ekki verður segii kom- ið við. Þegar vertíð er vel byrjuð, eru meira en 4000 ródrarskip saman komin í Lófót, með 20—25,000 manna. En hvernig fær allur þessi sægur húsaskjól'? Við hverja vík og vog, þar sem bátalægi er, er dá- lítill kaupangur og fullt af kofum þar um- hverfls, með moldargólíum, arni á miðju gólfi og reykháf upp úr miðju þaki, en rúrnstæðum fram með veggjunum með hálmi í; þar hola sjómenn sjer niður eins og þeir geta bezt. Helztu veiðar-fœri eru net og lóðir. Þorskanetin eru freklega 20 faðma löng og 2 faðma breið, með 3 þumlunga víðum möskvum. Hverju skipi fylgja 60 slík net, sem lögð eru öll í einu, og tengd saman, svo að 20 net verða í trossu. Eru þannig 3 trossur' frá hverju skipi og mynda 2500 feta langan garð í sjónum. Hinir skipuðu umsjónarmenn í hverri veiðistöð segja fyr- ir, hve nær net skuli leggja eða önnur veiðarfæri; ef á þarf að halda, skipta þeir einnig fiskimiðunum milli netamanna og lóðarmanna. Það er að jafnaði að kveldi dags, sem veiðarfærin eru lögð, og er skemmtileg sjón, að sjá allan hinn mikla róðrarskipaflota halda í einni breiðu út á fiskimiðin. Ef veður leyfir, er vitjað um morguninn eptir. Fái þá netabátur 4—500 af vænum þorski á skip, þykir það góður afli. Stundum er eins mikið í netunum og skipið ber, 6—800, eða jafnvel meira, og verður þá að fara tvær ferðir til að koma aflanum á land. Lóðin er höfð 100 faðma löng og öngl- arnir með 5—6 feta millibili. Uppihaldið er ymist korkflár eða holar glerkúlur. Allt að 24 lóðum fylgja hverjum lóðabát; það eru nær 2900 önglar, allir með beitu á. Þó kemur ekki fiskur á meira en svo sem 4. hvern öngul, þegar bezt lætur, eða rúm 700 a skip, og vanalegast er aflinn hálfu minni; en þó ekki sjeu nema 300 þorskar á skip, er það góður afli. Sá hagur er að lóðarbrúkuninni, að verði vitjað um morg- unin eptir að lagt er, þá er fiskurinn lif- andi á henni, en það er sjaldnast í net- unum. Enn er eitt veiðarfæri, sem minna er notað nú orðíð, en það er hið forna hald- fœri. 'Énn fremur sökknót, sem svo er köll- uð, geysistórt net, er 6—8 skip með 30—40 manna þarf til að ráða við. Þegar á land er komið með aflann, mat- ast menn fyrst og taka síðan til að gera að í óða önn: flskurinn er afhöfðaður, inn- yflin tekin úr honum, lifrin látin í ílát sjer, og hrognin í annað. Fyr A tímum var þorskhausunum fleygt og miklum iir- gangi öðrum; en nú er ekkerl látið fara til ónytis. Bæði þorskhöfuðin. skemmdur fiskur o. s. frv. er selt svo kynstrum sætir áburðarverksmiðjunum; þar er það allt þurrkað og mulið mjög smátt, og gert þannig að fyrirtaks-áburði, sem mjög er eptir sótzt. Nýstárleg nýlenduhugmynd. Landi einn í Ameríku (Canada), sem er einn af þeim, er telur mannflutninga iy'eð- an af landi þangað mesta óráð og dregur enga dul á það (en það er fágætt), skrif- aði með siðasta pósti ritstjóra ísafoldar sína hugmynd um, hvert íslendingar ættu að flytja sig búferlum, ef þeir á annað borð vilja endilega brott af íslandi, eða þeir sem það vilja; »því það er hörmulegt til þess að vita«,. segir hann, »að ísland,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.