Ísafold - 11.04.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.04.1894, Blaðsíða 3
sýslumennirnir Páll Einai’sson og Sigurður Briem, síra Ólafur Petersen á Svalbarði og margir fleiri, er sumir liggja sjúkir af influenza; hún var nýkomin á ísafjörð, er skipið fór þar um. Mannskaði varð á Eyrarbakka 7. þ. m. Þrír menn drukknúðu, en 7 varð bjargað af Magnúsi Magnússyni í Túni á Eyrar- bakka. Þeir, sem drukknuðu, voru: Sig- urður Árnason i Mörk á Eyrarbakka, kvænt- ur og átti eitt barn; Oddgeir Vígfússon frá Hæli í Eystrihrepp, kvæntur, og Þórarinn, sonur Arnbjörns bónda á Selfossi, einnig kvæntur. Slys þetta vildi til á sundinu. Var brimhroði töluverður og lágsjávað. Skipinu varð ekki bjargað og rak það tii hafs. Frá útlöndum það frjettnæmast. að Gladstone hefir gefið upp forstöðu ráða- neytisins, sakir heyrnardeyfu og sjóndepru — er á 5. ári um áttrætt —, en við tekið Rosebery lávarður, er var utanríkisráð- herra. í París enn eitt iliræði framið 15. f. m. með tundurvjel, er sprakk fyrir dyr- um Madeleinekirkjunnar, en grandaði þö ekki öðrum en þeim, sem með fór. Upp reistarmenn í Brasilíu á þrotum. Eptirmæli. Hermanníus Elías Johnsson fyrrum sýslumaður Rangvellinga andaðist 2. þ. m., eptir rúmrar viku legu í inflúenza, að heimili sínu Velli á Rangárvöllum. Hann var fæddur á ísaflrði 17. desbr. 1825, son- ur Jóns Jónssonar, verzlunarstjóra þar, og Guðbjargar Jónsdóttur Hjaltalín, systur landlæknis dr. J. Hjaltalíns. Föðurmóðir hans var dóttir Teits sýslumanns Arasonar á Reykhóium (f 1737), bróður Magnúsar mælingameistara og Þorleifs prófasts í Odda; var Ari faðir þeirra bræðra einnig sýslumaður í Barðastrandarsýslu, Þorkeis- son sýslumanns, Guðmundssonar sýslu- manns á Þingeyrum, Hákonarsonar i Nesi, en móðir þeirra, Ástríður, kom- in í 4. lið af Magnúsi prúða i Ögri (Sval- barðsætt). Hermanníus útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1849, tók embættispróf i lögum við háskólann 1856, varð málaflutn- ingsmaður við yflrrjettinn 1858, þjónaði land- og bæjarfógetaembættinu fyrir aðra nokkur missiri, fekk Rangárvailasýslu vor- ið 1861, en lausn frá henni 1890. Kvænt- ur var hann Ingunni Halldórsdóttur bónda á Álfhólum í Landeyjum, er lifir mann sinn ásamt 6 börnum þeirra: Jóni, stúdent við háskólann; Halldóri, í latínuskólanum; Oddi (10 vetra); Guðrúnu, konu síra Egg- erts Pálssonar á Breiðabólsstað; Guðbjörgu, konu síra Jóns Thorstensen á Þingvöllum; og Kristínu, ógiptri heima (18 ára). Her- mannius sýslumaður var gæðamaður mesti og snyrtimaðui', iðjumaður og reglumaður mikill í embættisfærslu og öðru, friðsamt yfirvald og þó rjettlátt, enda mjög vel þokkaður af sýslubúum sínum, búmaður góður, frábærlega gestrisinn og hýbýla- prúður. Guðný Möller, háöldruð ekkja hjer í hænum og þjóðkunn, þótt ekki væri í neinni fyrirmannsstöðu, andaðist 7. þ. m. Hún hafði haldið fjölinörgum menntamönn- um iandsins o. fl. borð á skólaárum þeirra hæði við lærða skólann og hina æðri skóla, um fullan mannsaldur —- sömuleiðis alþing- ismönnum —, og staðið piýðilega í þeirr1 stöðu sinni, áunnið sjer bezta þokka. Hún var dugnaðar- og ráðdeildar kona, trygg og vinföst, hugljúf og hjartagóð. Hún hafði sex um áttrætt, fædd 30. marz 1808 í Hafnarfirði, Gísladóttir Pjeturssonar, gipt- ist 1832 Hans P. Möller, verzlunarstjóra í Reykjavik.— bróður þeirra O. P. Möllers og Kr. Möllers, er hjer voru kaupmenn lengi og viðar —, en missti hann 2 árum síðar, þrítugan; lifði síðan full 60 ár ekkja. »Aðfaranótt hins 10. þ. m. andaðist hjer í bænum merkis- og dugnaðarkonan Kristín Guðnadóttir í Bakkabæ, kona Jóns bónda þar Guðmundssonar, 66 ára gömul, eptir 14 vikna þunga og þjáningarmikla legu«. Mesta sögurit i heimi er eflaust upp- reisnarsaga sú, er stjórnin í Washington læt- ur gefa út, af borgarastríðinu í Bandaríkjun- um 1861—1865. Hún verður í 120 bindum, en 1000 bls. í hverju bindi. Út eru komin nú 89 bindi. Þar eru prentuð meðal annars öll em- bættisbrjef og skýrslur, er ótriðinn snerta. Útgáíukostnaðurinn er fyrir hvert bindi 70,000 kr., en allt ritið 8'/a milj. kr. Upplagið er 11,000, en litlar líkur að það seljist, með því að bókhlöðuverð á hverju eintaki er um 5000 kr! Málskostnaður á Englandi. Einn nafn- kenndur blaðamaður og þingmaður í Lund- únum, Labouchére, ritstjóri blaðsins Truth, komst í meiðyrðamál í vetur og vann það, en það kostaði hann um 86,000 kr. Úlfar á Frakklandi. Þar er enn mikið af úlfum, þótt mjög sje kostað kapps um að eyðaþeim,goldin allgóð verðlaun fyrir hvern úlf, sem drepinn er. Árið 1891 var þar banað 1316 úlfuin og goldnar fyrir um 75,000 kr. í verð- launum, en í fyrra 404 úlfar og um 20,000 kr. varið til verðlauna. Kollóttar nautkindur. Bændum í Amer- íku þykir sannreynt vera, að kjöt af kollótt- um nautkindum sje ljúfengara en af hyrndum og mjólkin fltumeiri. Þeir hafa og þegar fundið ráð til að hafa allan sinn nautpening kollóttan: þegar fer að móta fyrir hornum á kálfunnm ungum, svíða þeir það af með kalk- blandaðri pottösku, og tekur það fyrir allan hornavöxt. Leiðarvísir ísafoldar. 1350. Er húsmóður leyfllegt að brjótast inn í hirzlu vinnnkonu sinnar, sem er fjarverandi, á þann hátt að fá til þess trjesmið til að draga undan henni botninn? Getur engin á- hyrgð hvilt á henni fyrir það, þar sem hún gerir það vottalaust og í þeirri von að finna þar eitthvað, sem hana hefir vantað? Sv.: Athæfi húsmóðurinnar er óhæfa, þótt eigi liggi heinlínis hegning við, nema ef til vill fyrir ófrómleika-aðdróttun þá, er felst í tiltæki hennar. 1351. Er maður, sem heldur opinhert veit- ingahús, ekki skyldur til að veita ferðamönn- um viðtöku á hvaða tíma sem er ? Sv.: Jú, eptir algengri venju. 1352. Á maður, sem*heíir keypt sjer rúm á veitingabúsi, gegn fullu verði, ekki heimtingu á því að hann fái að halda því einn, án þess aðrir sjeu látnir sofa hjá honum, eða ef ein- hver sefur hjá honum, að hann þurfi ekki að borga rúmið íullu verði? Sv.: Jú. 1353. Jeg er svo gamall, að jeg má vera lausamaður án þess að kaupa leyfi til þess samkvæmt lögum þeim, er öðluðust gildi hinn 1. april þ. á. Er mjer ekki heimilt að vera í hvaða hreppi, sem jeg vil, ef húsbóndi minn ábyrgist að borga öll þau gjöld, er mjer ber að greiða? Sv.: Jú, og þjer fullnægið líka tyrirmælum laganna um fast ársheimil. 1354. Jeg er vistráðið hjú; en nokkrum vik- um lyrir vinnuhjúaskildaga hefir brej'tzt svo hagur minn, að jeg hefi lofazt manni til hjú- skapar. Er mjer þá ekki leyfilegt að bregða vistarráðum án bóta? Sv.: Nei, alls eigi. Sigurður Þórðarson sýslumaður í Mýrar- og Borg- arfjarðarsýslu kunngjörir: samkvæmt beiðni kaup- manns M. Johannessens 1 Reykjavík og að fengnu konunglegu leyfisbrjefi, dags. 22. jan. þ. á., er hjer með stefnt með árs og dags fresti hverjum þeim, er hafa kann í höndum veðskuldabrjef, útgeflð 23. okt. 1885 af Jóni bónda Þórðarsyni í Norð- tungu fyrir 863 kr. 99 a. skuld til timbur- manns O. J. Halldorsens í Reykjavík með veði í jörðinni Norötungu, til þess að mæta fyrir aukarjetti Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, er haldinn verður á þingstaðnum Norðtungu fyrsta mánudag í júlímánuði 1895 á hádegi, koma fram með tjeð veð- skuldabrjef og sanna heimild sína til þess; en gefl enginn sig fram með brjefið, mun það eptir kröfu stefnanda verða dæmt ó- gilt. Veðbrjef þetta var tekið fjárnámi hjá eiganda þess 13. jan. 1890 og selt stefnanda í hendur, en heflr síðan glatazt. Skrifst. Mýra- og Borgarfj.sýslu 7. marzl894. Til staðfestu er nafn mitt og embættis- innsigli. Signrður Þórðarson. (L. S.). ægte Normal-Kaffe (Fabrikken »Nörejylland«) sem er miklu ódýrra, bragðbetra og hollara en nokkuð ann- að kaffl. Málaflutiiiiigsni aður. Undirritaður tekur að sjer að flytja mál og semja samninga, útvegar lán gegn veð- rjetti og gefur lögfræðislegar leiðbeiningar. Mig er að hitta kl. 12—3 í húsi Ólafs gullsmiðs Sveinssonar nr. 5 i Austurstræti. Reykjavík 6. apríl 1894. Hallclór Bjarnason. cand. juris. Xýtt harmóníum til sölu fyrir 150 krónur. Vœg mánaðar afborgun. Ritstjóri vísar á. Stórt erfðafestuland í Reykja- vík er til sölu með mjög þœgilegum borg- unarkjörum. Menn semji við bókhald- ara Ólaf Runólfsson. Barnavagn óskast til kaups. Ritstj. vís- ar á. Gott lierbergi óskast til leigu, helzt í miðjum bænum, fyrir einhleypan mann, frá 14. maí. Ritstjóri visar á. Jeg undirskriíuð tek að mjer að sauma karlmannsfatnað og önnur föt, fyrir ódýrt verð, og leysa það vel af hendi. Sömuleiðis veiti jeg stúlkum tilsögn í saumum, ef þess er óskað, með vægu verði. Þingholtsstr. 3, Reykjavík 9. apríl 1893. Guðriður Gunnarsdóttir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.