Ísafold - 14.04.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.04.1894, Blaðsíða 3
71 eða nýársþóknun. Hluthatendur fengu B°/o í árságóha e?)a samtals 480.000 kr. Skipatala fjelagsins er nú 106, í 4 deildum; eru í 1. deild 51 skip, sem eru í ýmsum flutningum og förum utanríkis, i 2. deild 30 skip, i förum innan- rikis yíðsvegar; þá 10 skip í Eyrarsundsdeild, og 15 skip í skepnuútflutningsdeild. Arfur í Ameriku. íslenzkur maður, Brynjólfur Magnusson, bróðir Torfa Magn- ússonar, er hjer yar lengi og konu Sigurð- ar dbr.manns á Skúmstöðum, andaðist í haust, 26. okt., á geðveikraspítala í bænum Flatbush í New-York ríki í Amcriku, eptir 3 mánaða legu. Hann hafði mjög lengi verið í förum og dregið saman nokkurt fje með sparnaði og reglusemi og er arfur eptir hann sagður 1500—2000doll. Hann hafði átt síðast heima í Brooklyn (Furman Str. 15) og hafa orðið brjefaskriptir út úr arf- inum milli konsúlsins danska í New-York og stj'órnarinnar í Khöfn, sem ætlast til að erfingjar hans gefi sig fram, líklega gegn um yfirvöld hjer. Málaflutningsni aður. Undirritaður tekur að sjer að flytja mál og semja samninga, útvegar lán gegn veð- rjetti og gefur lögfræðislegar leiðbeiningar. Mig er að hitta kl. 12—3 í húsi Ólafs guilsmiðs Sveinssonar nr. 5 i Austurstræti. Eeykjavík 6. apríl 1894. Halldór Bjarnason. cand. juris. Nýtt harmóníum til sölu fyrir 150 krónur. Vœg mánaðar afborgun. Ritstjóri vísar á. Framhaldsskýrsla um seldar óskila- kindur í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu haustið 1893 (sbr. augl. í 5. tölubl. Isafoldar 1894). 9. Neshreppur utan Ennis. Hvít gimbur. Mark: sýlt og gagnbitað h.; sýlt v.; dregið rautt í hægra eyra. Skrifst. Snæfellsn.- og Hnappad.s. 6. april 1894. Sigurður Briem, settur. Sigurður Þórðarson sýslumaður í Mýrar- og Borg- arfjarðarsýslu kunngjörir: samkvæmt beiðni kaup- manns M. Johanness'ens í Reykjavík og að fengnu konunglegu leyfisbrjefi, dags. 22. jan. þ. á., er hjer með stefnt með árs og dags fresti hverjum þeim, er hafa kann í höndum veðskuldabrjef, útgefið 23. okt. 1885 af Jóni bónda Þórðarsyni 1 Norð- tungu fyrir 863 kr. 99 a. skuld til timbur- manns O. J. Halldorsens í Reykjavík með veði í jörðinni Norðtungu, til þess að mæta fyrir aukarjetti Mýra- og Borgarfiarðar- sýslu, er baldinn verður á þingstaðnum Norðtungu fyrsta mánudag í júlímánuði 1895 á hádegi, koma fram með tjeð veð- skuldabrjef og sanna heimild sína til þess; en gefl enginn sig fram með brjefið, mun það eptir kröfu stefnanda verða dæmt ó- gilt. Veðbrjef þetta var tekið fjárnámi hjá eiganda þess 13. jan. 1890 og selt stefnanda í hendur, en hefir síðan glatazt. Skrifst. Mýra- og Borgarfj.sýslu 7. marz 1894. Til staðfestu er nafn mitt og embættis- innsigli. Sigurður Þórðarson. (L. 8.). Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Sigurðar sýslumanns Jónssonar, sem and- aðist í Stykkishólmi 15. nóv. f. á., að koma fram með kröfur sinar og sanna þær fyr- ir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mán- aða frá siðustu (3.) birtingu þessarar aug- lýsingar. Erfingjarnir taka ekki að sjer ábyrgð á skuldum búsins. Sömuleiðis er skorað á alla þá, sem skulda dánarbúinu, að gjöra skil fyrir skuldum sínum hið fyrsta. Skrifst. Snæfellsness- og Ilnappad.sýslu Stykkishólmi 6. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda i dánarbúi Sigurðar Sigurðssonar, er dó á Sandi undir Jökli hinn 10. júlí 1893, að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer i sýslu innan 6 mán- aða frá síðustu (3.) birtingu þessarar aug- lýsingar. Sömuleiðis er' skorað á erfingjana innan sama tíma, að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn. Skrifst. Snæfelisness- og Hnappad.sýslu, Stykkishólmi 6. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. Uppboðsanglýsing. Mánudaginn hinn 7. maí næstkomandi kl. 12 á hádegi verður opinbert uppboð haldið að Kolviðarnesi í Eyjahreppi til að selja 120 fjár, 10 hross, 6 nautgripi og ýmsa aðra muni tilheyrandi Stefáni bónda Daníelssyni á Rauðamel og Daníel bónda Sigurðssyni á Kolviðarnesi. Söluskilmálar verða birtir áður en uppboðið byrjar. Sýslumaðurinn í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu 10. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. Höfðinglegar gjafir. Til hinnar nýbyggðu Káliatjarnarkirkju heíir stórkaupmaður Fr. Fischer i Kaupmannahöfn gefið 400 kr. og stórkaupm. P. C. Knudtzon & Sön í Kaupm.- höfn 200 kr. Auk þess hafa ýmsir utansókn- armenn gefið kirkjunni nál. 100 kr. Fyrir allar þessar gjafir votta jeg, í nafni sóknar- manna, gefendunum mitt innilegasta og virð- ingarfyllsta þakklæti. Landakoti 10. apríl 1894. Guðm. Guðmundsson (íjehirðir kirkjunnar). I liaust var mjei dregið hvítt larob með mínu rjettu marki: sýlt, stig apt. hægra; sýlt vinstra. Rjettur eigandi vitji verðsius til mín og semji við mig um markið. Króksfjarðarnesi 20. febr. 1894. Jón Bjarnarson. 20 getur ekki veitt skilnað. Vitið þið annars, hvað skilnað- ur kostar? Þess konar er ekki nema f'yrir vellauðugt fólk. En hvað ætli þið þurfið að láta si svona! Jeg hef til fallega og ódýra barnaskó«. Mannþyrpingin dreifði sjer hlægjandi. Nýju hjónin urðu ein eptir. »Við sækjum um skilnað!« sögðu þau hvort um sig, fóru inn og lokuðu hvort hjá sjer. Um miðja nótt hina nærstu heyrði ungfrúin hamars- högg. Hún stökk fram úr rúminu og út að glugga. Hún sá í tunglsljósinu, hvar Hans stóð í stiga upp við hús- hliðina hjá sjer og var að taka niður apamyndina. Ungfrú Neumann kenndi sjer einhvers í hjarta stað; og um leið og myndin datt niður í stjettina, datt einnig hjónaskilnaðurinn úr sögunni, og friður og eining drottn- uðu aptur í Olíulindarbæ. 17 »Það fer svo, að frökenin verður að bíða til morguns«, mælti hann með mestu spekt. »Jeg? Að bíða! Heldur dett jeg steindauð niður! Svo framarlega sem þjer takið ekki ofan apann!« »Jeg tek ekki apann ofan«. »Þá skuluð þjer verða hengdur! Þú átt að verða hengdur, Hollendingur. Það tekst, þó að ekki næðist í Jögreglustjórann. Dómarinn mun vita, hvað um er að vera.c »Nú, jæja; förum þá til dómarans,« mælti Þjóðverjinn. Ungfrú Neumann skjátlaðist samt. Dómarinn var eini maðurinn í öllum bænum, er ekki vissi neitt um málið þeirra. Öldungurinn sat við að búa til laxerolíu og hjelt sig því vera að bjarga heiminum við. Hann tók ljúflega og þýðlega á móti þeim, eins og hann átti vanda til. »Sýnið mjer tunguna í ykkur, börnin mín!« mælti hann. Þau bönduðu bæði höndum, til merkis um, að þau þörfnuðust ekki neinnar inntöku. Ungfrú Neumann tók það upp. »Það er ekki það sem við þörfnumst, ekki það«. »Nú, hvað er það þá?« Þau görguðu hvort framan í annað. Þegar Hans mælti eitt orð, mælti ungfrúin tíu. Loks fann hún upp á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.