Ísafold - 18.04.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.04.1894, Blaðsíða 3
75 íoll, illfæra fjallgarða, við óf'ærð og illviðri eiga þeir íremur ölium öðrum mönnum opt í stríði. Ijeggi þeir eigi út í livaða veður sem er, hiki þeir sjer við iskyggilegan fjallgarð eða tvísýn vatnsföll, þá er þeim stundum borinn á brýn ódugnaður og hugleysi. Póst- ar eiga allt-af að halda áfram, þó öllum öðrum sje álitið ófært. Reynslan sýnir og, að þeir fara þar opt að, er engum öðrum dettum í hug að leita á. Sje það nökkurn tima sanngjarnt. að ekkjur fái styrk af almannatje eptir menn sína látna, þá virðist það vera í þeim tilfellum, þar sem maöurinn lætur líf sitt, líkt og nú hefir átt sjer stað, með því að tefla því á tvær hættur við framkvæmd einhvers opinbers starta eða sýslanar. Kona, Arna heitinspósts stendur eptir munaðarlaus með 5 börnum á unga aldri, en litlum efnum«. Snjóflóð. Skritað at Austíjörðum 17. febr.; Á bæinn Þiljuvelli í Norðíirði hljóp snjóskriða þann 5. eða 7. þ. m. Misstu þar tveir bænd- ur inikiö af eigum sínum eða 80 gemlinga, 19 ær og 1 hest. Báðir lentu bændurnir í flóð inu, og komst annar úr því bjálparlaust, en hinum var bjargað meðvitundarlausum en ó- skemmdum samt, heflr hann þó legið lengi á eptir. A Höskuldsstöðum í Breiðdal hljóp snjóflóð, og vatnsflóð á eptir. Heföi ekki snjóskriðan hlaupið fyrst, hefði allur bærinn farið, að sögn manna. Það sem hlítði var það, að snjóskriö- an hatði myndað hrönn við bæinn, sem vatns- flóðið skall á, og kastaðist því til hliðar, svo ekkert sakaði. Engan skaða gjörði flóðið, nema það braut inn þak á hlöðu og mölvaði glugga úr timburhúsi og fyllti það af vatni. Á bæ þennan hefir aldrei hlaupið, svo menn viti til, fyr en mi. Suður-Múlasýslu (Eáskrúðsf.) 17. febr.: Síðan með Þorra-komu hefir verið hjer afar- hart. Reyndar hafa frostgrimmdir eigi verið miklar, en fannkynngi því meiri. Hjer og í næstu fjörðum er jarðbann yfir allt, og standa allar skepnur við gjöf. Helir þessi Þorri ver- ið hinn versti frá byrjun til enda, er menn muna hjer um svæði. Nú er þó komið þíð- viðri og heíir í gær og í dag verið hláka all góð, en lítið virinst á hið mikla snjófarg, sem hjer er á jörðu. iBf, Ofan á hið vonda tíðarfar hjer á Þorranum hefir nú bætzt, að íri/Ziíenza-landfarsótt hafir geysað hjer sem logi yfir akur, og verið engu vægri en hin síðasta. Hún mun hafa flutzt hjer í land á þrem stöðum: Seyðisfirði, Reið- arfirði og svo hjer við Fáskr.tjörð, því sVaag- en« sem íærði okkur veiki þessa, kom á alla þessa staði, og byrjaði veikin alstaðar hjer um bil jafnsnemma. Þessi vogestur hefir nú lagt marga í gröfina, þó helzt gamalmenni og miðaldra fólk, sem verið hefir brjóstveikt, því margir hafa fengið þungan og langvinnan hósta með veikinni. Nú þegar þetta er skrif- að eru hjer í Fáskrúðsfiröi dánir 8 menn og margir sagðir dánir í Norðfirði, Sandvík, Vöðlavík og Reiðarfirði, en ekki veit jeg tölu þeirra. Á Hjeraði er veikin sögð afarskæð, og hefir frjetzt, að milli 20 og 80 sjeu þar dánir, og þar á meðal margir merkir menn. Er sagt þaðan mesta eymdarástand á sumum stöðum. Nú er veikin hjer í rjenun. Viðvörun. Jeg vil hjer með vekja athygli almenn- ings á því, að taugaveikis-sáttkveikjuefni (typhus) getur borizt um bæinn í mjólk, er staðið hefir eitthvað í húsum, þar sem menn liggja í taugaveiki. Jeg vil því vara almenning mjög alvarlega við, að kaupa eða nota mjólk úr slíkum stöðum. Landlækniseinbættið í Rvík 17. apríl 1894. Schierbeck. Hinn 13. þ. mán. andaðist að heimili sínu (Vorhúsum á Vatnsleysuströnd) heiðurskonan Jóhanna Bjarnadóttir og fer jarðarför hennar fram laugardaginn 21. þ. m. Vorhúsum á Vatnsleysuströnd 17. apr. 1894. Bjarni Kristjánsson. •cr & ægte Normal-Kaffe (Fabrikken »Nörejylland«) sem er miklu ód ýrra, bragðbetra og hollara en nokkuð ann- að kaffi. •J5 Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er bjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Sigurðar sýslumanns Jónssonar, sem and- aðist í Stykkishólmi 15. nóv. f. á., að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyr- ir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mán- aða frá síðustu (3.) birtingu þessarar aug- lýsingar. Erfingjarnir taka ekki að sjer ábyrgð á skuldum búsins. Sömuleiðis er skorað á alla þá, sem skulda dánarbúinu, að gjöra skil fyrir skuldum sínum hið fyrsta. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappad.sýslu Stykkishólmi 6. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Sigurðar Sigurðssonar, er dó á Sandi undir Jökli hinn 10. júlí 1893, að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir skiptaráðanda lijer i sýslu innan 6 mán- aða frá síðustu (3.) birtingu þessarar aug- lýsingar. Sömuleiðis er skorað á erfingjana innan sama tíma, að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappad.sýrslu, Stykkishólmi 6. apríi 1894. Sigurður Briem, settur. Skiptafundur í dánarbúi Eiríks prófasts Kuld, er andað- ist í Stykkishólmi hinn 19. júli f. á., verð- ur haldinn hjer á skrifstofunni fimmtudag- inn hinn 10. maí næstkomandi kl. 12 á hádegi. Verður þá lögð fram skrá yfir skuldir búsins og væntanlega tekin ákvörð- un um sölu eignanna. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappad.sýslu, Stykkishólmi 6. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. 24 Það er satt, að yður nú fer meira fje rnilli handa en áð- ur, siðan störf bankans uxu svo mjög; en vinna yðar hefir tæplega aukizt til neinna muna fyrir það. Vinnu- stundum yðar hefir eigi verið íjölgað. Þjer látið og eigi annað í tje en þjer eruð fær um, og það sem aðrir gjald- kerar hundruðum saman láta einnig í tje fjrrir sama kaup og jafnvel minna. Athugasemd yðar um vaxandi íreisting fyrir ráðvendni yðar er beinlínis hlægileg. Það er nokkuð heimskulegt, að ímynda sjer, að við munum íara að greiða yður aukaþóknun fyrir það eitt, að þjer eruð svo vænn að stela ekki frá okkur. Ráðvendni yð- ar er fyrir fram sjálfsögð ; við hefðum ekki farið að sjá yður ívrir daglegu brauði að öðrum kosti. Auk þess munduð þjer óðara seldur rjettvisinni í hendur hvað lítið sem yður yrði á. Staða yðar við bankann er eins og hver önnur atvinna, og þ.jer fáið ákveðið kaup fyrir á- kveðna vinnu; kaupið er ákveðið samkvæmt ákvörðun bankastjórnarinnar og verður ekki hækkað. Heimilis- ástæðna yðar getum við auðvitað ekki tekið neitt tillit til. Jeg skal vissulega ekki fara að sletta mjer fram í heimilishagi yðar, en get þó eigi bundizt þeirrar athuga- semdar, að nú á tímum virðist undirmönnum yfirleitt því miður gjarnt á, að eyða meiru en þeir hafa efni á, og hugsa ekki lengra fram en til næsta máls. Með sparn- aði og reglu munduð þjer og fólk yðar eflaust geta átt Laimabótiii. Eptir Albert Miller. John Brown var gjaldkeri í Allsherjar-bankanum í New York og hafði 50 dollara í kaup á mánuði; en það eru sveltilaun þar. Hann hafði haft það starf á hendi í mörg ár, frá því er bankinn var stofnaður rjett eptir þrælastríðið, og banki þessi hafði byrjað mikið smátt, en var nú orðinn einhver hin mikilfenglegasta peningastofn- un í Ameríku. Þvi miður hafði Brown ekki siglt sig upp að sama skapi. Raunar hafði hann fyllsta traust sinna yfirmanna og var í miklum metum svo sem helzti starfsmaður bank- ans; en aldrei höfðu vonir hans um launahækkun rætzt, svo dyggur og áreiðanlegur sem hann hafði þó reynzt árum saman. Nú voru enn blessuð jólin í nánd. Hann var búinn að kaupa jólagjafir nanda öllu sínu heimafólki. Hann átti fjölda barna og því i mörg horn að líta. Einhvern dag sat hann að vanda við púltið sitt í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.