Ísafold - 18.04.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 18.04.1894, Blaðsíða 4
76 Nýtt Atelier! í Bankasræti nr. 7 (norðanvert við íbúð- arhúsið) hefl jeg byggt fullgjörva mynda- verkstofu eptir enskri teikningu. Þar fást teknar: »Aristomyndir«, »Platinmyndir«, »Argentotypmyndir« og hinar almennu »Albuminmyndir«. Myndavjelar mínar eru áreiðanlega góðar og allur frágangur eptir nýjustu tizku. Vinnustofan verður opnuð á morgun (sumardaginn fyrsta). Reykjavík 18/4 1894. August Guðmundsson ljósmyndari. Skiptafundur í dánarbúi Jóns Andrjessonar frá Ytri- Knarartungu, sem dó sumarið 1892, verður haldinn hjer á skrifstofunni föstudaginn 11. maí næstkomandi kl. 4 e. m. Verður þá lögð fram skrá yflr tekjur búsins og skuldir og því ef til vill skipt til fullnaðar. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappad.sýslu, Stykkishólmi 6. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. Skiptafundur í dánarbúi Jóns Ögmundssonar, er andað- ist í Brekkubæ 6. sept. 1891, verður hald- inn hjer á skrifstofunni laugardaginn hinn 12. maí næstkomandi kl. 12 á hádegi og verður búinu þá væntanlega skipt til fulln- aðar. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappad.sýslu, Stykkishólmi 6. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. Skiptafundur í dánarbúi Jóns Gíslasonar, er andaðist í Salabúð 25. júlí 1889^-verður haldinn hjer á skrifstofunni föstudaginn hinn 11. maí næstkomandi kl. 10 f. m. Verður þá lögð fram skrá yflr tekjur búsins og skuldir og skiptum búsins væntanlega lokið. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappad.sýslu, Stykkishólmi 6. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. Kóngsbænadaginn (20.) og sunnudag hinn 22. þ. m. heldur »Söngfjel. frá 14. jan.« CONCERT. Sjá gatnaauglýsingar. af »Franciscu« úr »Háa C-inu« fæst hjá Agústi Guðmundssyni. Tilsögn við trjesmíðar geta hagleiks- menn fengið hjá Jacobi Sveinssyni í Reykjavík. Skiptafundur í dánarbúi sýslumanns Sigurðar Jónssonar verður haldinn hjer á skrifstotunnni laug- ardaginn 12. maí næstkomandi kl. 4 e. m. til að gjöra ráðstöfun viðvíkjandi eignum búsins. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappad.sýslu 10. apríl 1894. Sigurður Briem, settur. Prjónayjelar, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum er mikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjela- þessar má panta þjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á íslandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. Þingmálafundur á Akranesi 1. maí næstk., kl. 2 e. h. Bj'órn Bjarnarson. Hnakkur til sölu hjá Ólaíi Þórðarsyni Vesturgötu 21. Strigapoki meb nærfatnaði í er geymdur á afgreiðslustofu Isafoldar, og getur eigandi vitjað hans þangað mót borgun fyrir þessa auglýsingu. Fyrir nokkrum árum var jeg mikið heilsubiluð orðin innvortis af magaveiki, með sárum þrýstingi fyrir brjóstinu, og gat ekki gengið að vinnu nema með höpp- um og glöppum. Jeg reyndi ýms meðul, bæði stór-skamta og smá-skamtameðul, að ráðum lækna, en það dugði ekki hót. Þá var jeg eggjuð á að reyna Kína-lífs-elixir frá hr. Waldemar Petersen í Friðrikshöfn, og undir eins eptir fyrsta glasið, sem jeg keypti, fann jeg, að það var meðal, sem átti við veiki mína. Síðan hefl jeg keypt fleiri glös, og ætíð fundið góðan bata á eptir, og hafa þjáningarnar jafnan sefazt, þegar jeg hefl tekið Elixirinn inn; en því veldur fátækt mín, að jeg get ekki haft þetta ágæta heilsumeðal til að staðaldri. Samt er jeg orðin mikið betri, og er jeg viss um, að mjer batnar alveg, haldi jeg áfram að brúka þetta ágæta meðal. Jeg ræð því öllum, er líkt gengur að og mjer, að brúka þetta blessaða meðal. Litla-Dunhaga, 30. júní 1893. Vitundarvottar: Sigurbjörg Magnúsdóttir. Ólafur Jónsson. Jón Arnflnnsson. Kina-lifs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að r' standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kín- verji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. Ritstjóri Björn Jórisson cand. phil. PrentsmiSja ísafoldar. 22 bankanum og var að telja bankaseðlajltugum þúsunda sáman. Bankastjórnin var nýbúin að slíta fundi inni hjá sjer. Bankastjórarnir voru f'eitir og sællegir, vel rakaðir og;vel búnir. Þeir voru að fara í yfirfrakkana sína, en viðhafnarvagnar biðu úti fyrir til að aka þeim heimleiðis. Yfirbankastjórinn var að hneppa að sjer loðkápunni og varpaði um leið fram þessum orðum við fjelaga sina svona hinseginn: »Eptir á að hyggja, — hann Jobn Brown, aðalgjald- kerinn okkar, sem þið munuð kannast við, hefir afhent mjer umsókn um launabót. Hvar er hún nú aptur? Hún er ekki hjerna, og ekki hjerna; hún hefir líklega mislagzt fyrir mjer/eða jeg hefi týnt henni. Jæja, það stendur raunar ekki á neinu. Jeg mundi alls ekki hafa nefnt hana á natn, ef Brown þessi hefði ekki meðal annars stutt beiðni sína með þeirri blátt áfram hlægilegu athuga- semd, að eptir því sem bankinn yxi meir og meir, gengi allt af stærri og stærri upphæðir gegn um hendur hon- um, logMyrir því væri honum æ meiri freisting búin; bankastjórnin ætti þó ekki að stofna ráðvendni hans í svo mikla hættu, heldur láta hann að minnsta kosti fá svo mikið kaup, að hann gæti sjeð sjer og sínum sóma- samlega borgið. Fyrir mitt leyti finnst mjer ekki minnsta ástæða til að gefa þessari beiðni nokkurn gaum. Hann 23 fær sannarlega vel borgaðar þessar fáu stundir, sem hann vinnur hjer í bankanum. Það er svo sem engin strit- vinna. Og ekki reynir það mikið á heilann, — ekki nema að telja nokkra seðlabunka. Sje hann sá glópur, að fara beinlínis fram á aukaþóknun fyrir það, að hann stelur ekki frá okkur, þá ætla jeg að minna hann á blátt á- fram, að svo er guði fyrir að þakka, að við erum hjer í siðuðu landi og höfum lög, sem hegna þjófum með hæfi- legra margra ára tukthúsvist. Jeg álít mig því ekki þurfa að kveðja til aukafundar út af því máli, en mun senda Brown skriflegt svar«. »01dungis rjett«, anzaði einn hinna bankastjóranna. »Nefnið þjer honum bara greinarnar í hegningarlögunum um svik og þjófnað; það er nóg«. »Þjer gætuð líka bætt við í brjefið«, mælti annar og glotti, »að það eigi miður við fyrir mann 1 undirtyllu- stöðu, að eiga svona mörg börn«. Að þessari fyndni skellihlógu þeir allir fjelagar, svo kvað við í hinum skrautlega bankastjórnarsal. Morguninn eptir, þegar Brown kom í bankann, lá svo látandi brjef til hans á púltinu hans: »Samkvæmt umboði frá bankastjórninni er mjer á hendur falið, að synja yður um launaviðbót þá, er þjer hafið sótt um í gær. Oss er og jafnfjarri skapi að fall- ast á hina einkennilegu röksemdafærslu fyrir beiðni yðar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.