Ísafold - 28.04.1894, Side 1

Ísafold - 28.04.1894, Side 1
Uppsögn(skrifleg) bundin viD áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l'.októ- b erm. Afgreibslustofa blaös- ins er i Austuratrœti b "Remur út ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Yerb árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða 1 x/a doll.; borgist fyrirmiöjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 28. april 1894. Þingmál í sumar. ii. 2. Tekjur kirkna og kirkjusjóður. Það er eitt hið merkilegasta mál og almenning mest varðandi, þeirra er í valnum liggja frá þ)ví á síðasta þingí. Það er furðanlegt, að enn skuli standa hin gamla, úrelta og mjög gallaða löggjöf um tekjur kirkna hjer á landi, eptir 11 lög- gjafarþing, er hrist hafa fram úr ermi sjer svo hundruðum skiptir af frumvörpum, og þar sem þingið ijet það vera eitt hið fyrsta verk sitt, að afnema hin gömlu manntals- bókargjöld, þótt þess væri engin fremri þörf en um kirkjugjöldin. Tillagan í frumvarpi þingsins í fyrra um afnám hinna gömlu kirkjugjalda, þess- ara mörgu, misjöfnu og vafasömu gjald- mola, gegn 75 aura nefskatti, hefir líkað svo vel, að það h’eflr varla nokkur maður að henni fundið, hvorki á þingi nje utan þings. Það eitt heflr vafa valdið eða á- greiningi, að það er nokkuð á óvísan að Tóa, hvort gjald þetta muni samsvara hin- um eldri gjöldum og kirkjur ekki bíði halla af breytingunni. En aðalatriðið er, að fá þetta eina. glöggva og ótvíræða gjald lögleitt í stað hinna mörgu, gömlu og vafa- sömu; auratalið ætti að mega færa til nokkuö síðar, ef reynslan krefðist þess, og meira að segja mætti nú jafnvel setja í lögin sjálf annaðhvort enga óhreifanlega tölu (75 a.), heldur láta leika á 2 tölum, er kirkjugjald- ið mætti minnst vera og mest, en láta hjer- aðsfund ráða með samþykki biskups, hvar það væri sett þar á milii fyrir það og það prófastsdæmi eða einstakar sóknir þess eptir atvikum, til 5—10 ára í senn; eða þá að heimila slíkt sem undantekning eða afbrigði frá einu almennu, föstu gjaldi. — Frá því máli væri nú aukaþinginu í sum- ar engin vorkunn að ganga til hlítar. Það ætti að vera búið að ræða það og íhuga svo rækilega, eigi skemur en það heflr verið á dagskrá. Og það ætti líka að iáta sjer lynda þá rjettarbót, með ýmsum smærri atriðum, er þar til heyra; en hætta sjer eða landinu, rjettara sagt, ekki út á þann hála ís, er neðri deild hljóp út á í fyrra, — stofnun sameiginlegs ómagasjóðs fyrir allar kirltjur landsins, sem þær ættu jafnt tilkall til, eptir þörfum, hvort sem þær hefðu mikið eða lítið i hann lagt, og meira að segja kirkjuhaldarar mættu ganga 1 eptir gömlum kirkjuskuldum, en stipts- yfivöldin áttu samt að halda utan um með því yfirnáttúrlegu afli, að sjóðurinn þokaðist aldrei niður úr 100,000 kr. Hitt lands- kirkjusjóðstyrirkomulagið, sem lögleitt var 1890, virðist vel mega við hlíta að sinni; þar er hóflega farið í sakirnar og gætilega. Hafl hjeraðsfundir nokkuð framtak í sjer að skipta sjer af löggjafarmálum kirkj- unnar, þá ættu þeir að hafa þetta mál ■einna efst á dagskrá í vor 'og láta uppi eitthvað álit um það^ það getur vel hitzt þar innan um einhver leiðbeining, er heldur yrði til bóta við meðferð máls- ins á þingi, og væri hún þá betur gerð en ógerð. 3. Fast þingfararkaup. Nógu lengi er það mál líka. búið að vera á dagskrá til þess, að geta orðið tekið upp til fullnaðar- úrslita í sumar. Það er fróðlegt að sjá og heyra, hvernig með það var farið á þingi í fyrra. Því var hreift á hjer um bil hverjum einasta þingmálafundi i fyrra vor og nær alstaðar farið eindregið fram á fast þingfararkaup. Það er með öðrum orðum, að þar kom fram svo greinilegur þjóðvilji, scm sjaldan gerast dæmi til. En svo mikla lotningu sem margir þingmenn bera fyrir honum, þjóðviijanum, í orði, þá sýnir meðferð og afdrif þessa máls á þingi í fyrra, hve hátt honum er gert undir höfði á borði, þegar hann líkar ekki þeirra gómi, hinna virðulegu löggjafa. Frumvarp- ið var fyrst og fremst þannig upp borið, að lítil rjettarbót hefði orðið í því, þótt fram hefði gengið : ekki fastákveðinn nema s.jálfur ferðakostnaðurinn, en hitt látið laust, eins og áður, hve mikla dagpeninga menn reiknuðu sjer af þingi og á, þó að reynslan hafi sýnt, að það er einmitt í því atriði, sem ójöfnuður og gjörræði af hálfu einstakra þingmanna hefir hvað helzt kom- ið fram. Þannig lagað marðist svo frum- varpið fram í efri deild með 1 atkvæðis mun, var saltað síðan í neðri deild í 17 daga og loks iátið daga þar uppi, eptir brot af einni umræðu. Er þó eigi gott að sjá, hvað meiri hluta þingmanna getur gengið til að amast við þessari rjettarbót. Tilgangui’inn er þó vissulega ekki að hafa neitt af þeim, heldur hitt, að losa þá við þá íyrirhöfn og tímatöf', er þingfarar- kaupsmiðlunin bakar þeim á hverju þingi, girða fyrir gegndai’lausan mismun i reikn- ingskröfum þingmanna og afnema allt til- efni til eptirtölusýki almennings eptir hvert þing út af þingfararreikningunum. Það heflr sýnt sig, að mótstöðumönnum hins fasta þingfararkaups hefir ekki tekizt, öll þau ár, er það hefir vei’ið á dagskrá, að koma með nein sannfærandi rök fyrir því, að það sje ótiltækilegt. Það, sem mest hefir á boi’ið, er vandræðaleg smámuna- semi, og hjá sumum meiri eða minni hje- gómaskapur. Vegagerð. Þessa árs landssjóðsfje til vegagerða stendur til að varið verði mest- öllu á þessum 3 stöðum: 1., til akvegar yfir Hellisheiði, háheiðina sjálfa ásamt Kömbunum að austan og brekkunni upp frá Kolviðai’hól að vestan, upp hjá Reykjafelli, samkvæmt því er ráð- gert var á síðasta þingi. Skal unnið á 2 stöðum, austan og vestan, og á Erlendur Zakaríasson að standa fyrir vegagerð á austurkaflanum, framhaldi af Öifmsvcgin- 22. blað. um nýja og upp Kamba, en Páll Jónsson að byrja að vestanverðu. Ekki er búizt við að lokið vel’ði við heiðina fyr en á næsta sumri. 2., til framhalds akvegarins yfir Mosfells- heiði. Þar á Einar Finnsson að vera verk- stjóri. Hann hefir verið nokkur ár í Nor- vegi við vegastörf; kom aptur í haust. 3., til fi’amhalds aðalpóstvegarins frá Kláffossbrúnni á Hvítá í Borgarfirði beggja vegna og til að brúa Flókadalsá m. m. Þar verður Árni Zakaríasson verkstjóri, eins og í fyrra. r Jón Olafsson um vesturfarir. Hr. Jón Ólafsson, ritstjóri »Heimskringlu«, í Winnipeg, ritar ísafold með síðasta pósti á þessa leið, dags. 28. febr.: Hr. ritstjóri! Jeg sje, að agent Beaver- línunnar (þeirrar sem flytur fólk hingað »upp á krít«, þ. e. lánar þeim farið, en tekur svo 10—12°/0 um árið í vöxtu af því, er hingað kemur), er að auglýsa heima, að [öllum löndum sje útveguð vinna, er hingað kemur. Jeg ófýsi engan að fara, sem þess er fús og er hæfur fyrir þetta land; en það segi jeg þeim satt, að valt er að reiða sig á, að mönnum sje útveguð vinna, er þeir koma hingað. Það er á engu viti byggt nje sannleika, að auglýsa slíkt. Auðvitað gerir Dominion-stjórnin hvað hún getur, og jeg býst við að fylkis- stjórnin geri sitt til líka, að segja innflytj- endum til, hvar vinnu er að fá, — ef hana er að fá. En hvorug viðurkennir neina skyldu til að sjá nýkomendum fyrir vinnu, og enginn hjer ábyrgist mönnum vinnu. Ef hana er að fá, þá er mönnum vísað á hana. Sje hana ekki að fá — ja, svo verða menn að eiga sig sjálfir eða leggjast sem ómagar upp á landa sína, eða leggjast upp á bæinn eða sveitina. Sem betur fer kveður lítið að hinu síðaettalda, en mikið að því, að nienn verða hjer í fyrstu gust- ukamenn landa. Jeg vil gjarnan sjá sem flesta koma hingað af þeim, sem það er líklegt til að verða að góðu. En það er synd og skömm, að narra aðra hingað. Ef þjer vilduð birta i blaði yðar ritgerð mína í Heimskringlu 17. f. m. um vestur- farir, gerðuð þjer gott verk. Nafngreindur merkur bóndi í Argyle- nýlendu segir um þessa grein mína í rit- gerð, sem kemur út í næstu »Heimskringlu« (10. marz): »Grein yðar, herra ritstjói’i, í Heims- kringlu 17. febr. þ. á. um fólksflutninga af íslandi, er vel og rjett (»accurate«) rituð. Fólki á íslandi mun vera óhætt að reiða sig á innihald hennar, eins og (að minni hyggju) allt, sem þjer liafið ritað um ís- lenzka útflutninga í Heimskringlu«. Jeg vona, að hóflegar vesturfarir frá ís- landi haldist við. Það er án efa bæði íslandi og þessu landi og mönnunum sjálf-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.