Ísafold - 28.04.1894, Síða 2

Ísafold - 28.04.1894, Síða 2
86 ■i* nm til góðs, ef þeir einir fara, sem til þess eru iagaðir, og ef menn stórþyrpast ekki hingað, án tillits til, hvernig bjer árar. Síðasta ár hefir verið bágborið hjer, og þetta ár er því ekki æskilegt að ofmargir komi vestur. — Fólk þekkir mig svo heima, að það rengir varla ráð mín í þessu efní. Yðar Jón Ólafsson. þjórsárbrúin og flutningsvegur þangað. Jeg vildi leyfa mjer að bera upp ráð, sem mjer hefir hugkvæmzt, til að greiða fyrir flutningi brúarinnar eða brúarefnis ins að brúarstæðinu. Eins og alkunnugt er, var efnið í Ölfusárbrúna dregið á sleð- um af Eyrarbakka á bjarni. 0g svo mun til ætlað, að efnið í Þjórsárbrúna verði flutt á sama hátt, sem líka er ómissandi, að þvi leyti sem þess er kostur. En hjer er þess að gæta, að dragf'ærið getur ekki náð alla leið að brúarstaðnum, því þar er hraunland, sem varla nokkurn tíma iegg- ur bjarn yfir, og nær það yíir talsverðan spotta af leiðinni. Það kynni raunar að mega ryðja þar braut, er hjarn legði í, ef heppilega viðraði, og mætti svo draga eptir henni. En þó það tækist, sem efa- samt er, þá yrði það allmikið verk og ærinn aukakostnaður, sem aldrei kœmi aptur að notum. Torvelt, ef ekki ómögu- legt, mun líka að nota hesta til að færa brúarefnið yfir þenna spotta. Mun undir hvorugu þessu eigandi. Til allrar hamingju er hjer samt ekki um þau vandræði að ræða, sem ekki sje hægt úr að bæta. Eitt ráð er til þess, sem er ekki einungis óyggjandi, heldur og auð- velt og kostnaðarlaust í sjálfu sjer, þar éð það liggur ekki í öðru en því, að gjöra fyr það, sem annars yrði gjört síðar, og þó ekki löngu síðar. Eáðið er það, að leggja nú í sumar er kemur veginn milli brúanna, að minnsta kosti austurhluta hans, svo langt vestur- eptir, að hann nái þangað, sem ísalög taka við á vetrum. Þangað má svo draga brú- aref'nið á sleðum að vetri, en aka því þaðan á vagni eptir veginum að brúar- staðnum. Það gæti orðið byrjun meiri vagnflutn- inga. Yegarkaflann milli brúnna þarf að ieggja bráðum hvort sem er, því ekki getur kom- ið til máls, að póstvegurinn liggi annars- staðar á því svæði. Og ef vegalögin frá siðasta þingi verða staðfest, þá virðist ekki vafamál, að þessi vegarkafli, allur eða mestallur, verði miðkafli flutningabrautar- innar. Hún verður án efa lögð upp að Ölfusárbrú og svo þaðan eptir meginbyggð hjeraðsins, til Laxár eða Reykjarjetta. Þó hún verði þannig ekki bein, er það bæði hjeraðinu hagnaður og landssjóði sparn- aður. En bjer á ekki við að fara út í vega- skipunina í sýslunni. Tilgangurinn er að- eins, að benda á ofantalið ráð, og að sje það tekið, eru gjörð tvö, ef ekki þrjú, verkin í einu. . Br. J. * * * Ráð þetta virðist vel hugsað, en mun þvi miður mikils til of seint upp boi'ið. Það befði þurft að koma með það fyrir þing eða á þingi í fyrra að minnsta kosti. Þingið samþykkti þá nefnilega ákveðið vegagerðaráform fyrir fjárhagstímabilið, hjer um bil: að ljúka við akveg bæði yfir Hell- isheiðiog yfir Mosfeilsheiði. Afganginum af vegabótafjenu þ. á. mun að vísu eigi hafa ver- ið ráðstafað með neinni þingsályktun; en skammt hefði hann enzt í veginn milli Ölfusár og Þjórsár eða austurkafla hans,sem höf. talar um, auk nauðsynlegs viðhalds á eldri vegum hingað og þangað, og þá hefði líka orðið enn að bíða epir vegi að Kiáffoss- brúnni í Borgarfirði, er lögð var í fyrra, og hún þar með hálf-gagnslaus eitt árið enn. Ritstj. u: 81-1890. ai a ranjðun 10 co (M 10 cc cn Gð ^ c- aj zó oi Tþ ló ZD rfl h' ci Ö -tþ'rfLOlOCO'rfl'rfl-ttiO'X- Oð -f O M u •j^era -TTIÍTO T CCCOO CTi -rfl 0 cq cc có có i> öcd 01 cd t** ö HOH'f^‘ioan'*iccc (MCd^^OiHOOiCLO 10 cd' i> C1 00 C Lopt vog •j^era "TTlTra T (M rfi CO X h CC CÓ —1 O" CS CÍ CÍ Hfl' lO oí' ö tO tO tO iO lO iC lO lO tO iD r- i^* þ- d- ir- r— f- r- i>* co cí LO Tro £— CÖ J'BS'Bp -nrati jo[ CO ‘CJ—i^-f»0)L0 cT E 3 J'B^'Bp -^SOJ^ œ -h co 0 0 Oð 0 Œ> CÖ Ö0 JJS jbSbp CO — COCNCJCJCJ*HCLCO 10 l> CM C 03 E /O <D •pn^iOíj oðOðCJ-rflcoaðíoa'iÞ-að a^TfUOlOrpiOCOlOlOCO CD LO •PTSvh HCMiOCOOOiOiOiCOCO CMCOCLCJCM H (M C4 cj c/) CD > •P9fvs TfiX'vPiCOtOCiOCDiO co 10 jnS'Bp *rao3[jQ X CO H Þ- LO L" tO cc œ t- H (N Tí 0 Tf CO CO H iO 0 (MCICMCl'MCICMCJCMCM T—1 (M 3 cq —* cq. 10 h oq Lq 0 10 rH exT zó ZC ZD ZÓ ZD co CD ID CD co^ cd 'Ctf Lm <D QSuuipí 0 0 co co^ 0 i> ol co oq ío id id 05 cf rtT co co c^cí vh —* tH i—t rH 1—4 1—4 r—1 1—4 ci cd i—4 > tmm w Jll^SQ O 10 10 iO i> »0 •«* t> ci œ> ZD lO rjT t> -rti ZD~CC t> Oð' L> —4 —- r—4 1—1 i—4 »H r—4 —H 1—1 H co ZÓ' rH IPTlieM Oð cc aq h ci lo cq Hti œ oo lo" IQ tJÍ Hþ hTO+Í id LO Oð rH H 4= >■ Ár -fMCO'fLOCDL'-COOiO COCOCDXCOCOCOCOCOO coQoœcoxœcoxcox 5 Aths. Árið 1880 var meðalhiti 5,7, mestur 16,8, minnstur -i—17,8. 1 Með úrkomu er átt við hvers kyns úrferð, hvort sem það er regn, snjór eða hagl. Með roki er átt við það, sem almennt er kallað ofsaveður eða drifaveður; í veðurfræð- inni er þessi vindhæð táknuð með tölunni 5. í 40. árg. Þjóðólfs, nr. 47 (12. okt. 1888) er yfirlit yíir veðráttu hjer árin 1881—85, en þetta yfirlit nær yfir allan 9. tug aldarinnar. Því fleiri sem árin eru, sem athuganirnar ná yfir, þess rjettara verður meðaltalið af öllu veður- lagi, hita o. s. frv. Enginn hefir orðið til þess að senda blöðunum áþekkar skýrslur og þessa, og mætti þó, ef til vill, sitt hvað af þeim læra. Eitt, sem hver maður rekur i aug- un, er hann lítur á yfirlit þetta, er það, að þau árin, sem heitust eru, er úrkoman mest og hin köldustu minnst. Vestmannaeyjum í janúarmán. 1894. Þorsteinn Jónsson. Strandasýslu (Kollaf.) 26. marz: Tiðin er alltaf eins siðan um skipti, 20. jan., sífelld kaföld og illviðri; verður hvíld að eins dag og dag, og er naumast, að menn geti farið ferða sinna fyrir ótíð. Haglaust er hjer síðan á Þorra, enda gæfi engri skepnu út, þó að hagi væri. Snjóþyngsli eru mikil á láglendi, en til fjalla (í hlíðum) er víða snjóbert, og mundi því fljótt koma hagi, ef þíðu gerði. Frost eru ávallt mjög litil og ísalög engin, enda vita menn ekki neitt um háfís síðan hann fór í janúar. Hundapest hefir gengið hjer yfir í vetur, en ekki er hún mjög skæð; þó mun hún rýra hundaskattinn til muna næsta ár. Heybirgðir eru allgóðar hjer um pláss, og segja heyskoðunarmenn, að innistöðugjöf fyrir fje óg hesta sje til hjá almenningi fram yfir sumarmál og allt að mánuði af sumri, og hjá stöku manni talsvert lengur, en kúm er ætluð gjöf til 7—8 vikur af sumri. Fjenaður er almennt í góðu og víða í á- gætu standi. Annars virðist hirðing og öll meðferð á fjenaði mjög hafa farið batnandi þeim sveifum, þar sem skoðanir fram fara ár- lega; en því miður er það óvíðar en skyldi, því sumstaðar, þar sem það hdfir verið byrjað, hefir það brátt lagzt niður aptur; er það ann- aðhvort, að menn horfa í kostnaðinn, sem af því leiðir, þó það sje bæði smámunalegur og heímskulegur sparnaður, sem engan veginn borgar sig, eða mönnum þykja skoðanir ó- þarfar í þeim árum, er heyskortur og vand- ræði eru eigi fyrirsjáanlega yfirvofandi, og er þó sú ástæðan engu viturlegri en sparnaðar- ástæðan: því að þar sem bey- og tjárskoðanir eru ekki gjörðar nema ár og ár í bili, eru þær nálega gagnslausar, þar menn skortir þá reynslu og þekkingu á því máli, sem nauð- synleg er, til þess að dómur skoðunarmanna geti orðjö nokkuð annað en lauslegar getgát- ur út í bláinn. En þar sem slikar skoðanir fara fram ár eptir ár, lærist mönnum svo vel að setja á, að þeir geta nokkurn veginn með- fullri vissu sagt það fyrir þegar á haustnótt- um, hversu margan pening óhætt sje að setja á á hverjum bæ. Af framfarafyrirtækum er hjer fátt að segja; þó mætti nefna Sparisjóð Kirkjubóls- og Fellshreppa, er stofnaður var fyrir rúmum þremur árum (2ð/i 91); hann hefir þrifizt vel það sem af er, og litur út fyrir að eiga all- góða framtíð fyrir höndum; er þó ekki veh fallið fyrir sparisjóð hjer, því hjer er enginn kaupstaður nje sjóþorp, heldur fátpenn sveib og strjálbyggð. Við síðustu áramót var inni- eign samlagsmanna 1570 krónur og varasjóð- ur orðinn um 50 krónur. * í fyrra (n/12 92),. voru innlögin orðin 1880 kr., og haía þau minnkað þetta síðastliðið ár; stafar það af hinni miklu peningaeklu, sem hjer var eins, og annarsstaðar. Viðskiptareikningur. Innlagt I. «... Hannesar kandídats hins fróða í Reykja- vík Þorsteinssonar .... « (Sunnanfari I, 62; jan. 1892)., Kvittun. Prima: »Yfir höfuð teljum vér Sunnan- fara margra hluta vegna eitthvert hið þarf- asta hlaðafyrirtæki vort....Ritstjóri hans, dr. Jón Þorkelsson (yngri), er einnig allra- manna kunnugastur bókmenntum vorum og þjóð-háttum að fornu og nýju og það sem meira er vert: Islendingur frá hvirfli til ilja, eins og blaðið her með sér.» (Þjóðólfur XLIV, 14; 21. marz 1892). Secunda : »geta þeir verið vel ánægðir með dr. Jón sem þingmann, því að hann erkjark- maður, einbeittur og ótrauður. Mun varla. þurfa að óttast, að hann sláist í lið með kon- urlgkjörna flokknum í velferðarmálum þjóðar- innar, og skiptir það miklu«. (Þjóðólfur XLIV, 38; 12. ág. 1892). Tertia: »Að því er efni bókarinnar (o: Sögu Jörundar hundadagakóngs) og meðferð þess snertir, þorum vér óhætt að Ijúkja lofs- orði á það. Aðalhöfundurinn, dr. Jón Þor- kelsson.....sem að voru áliti er höfundinum og hókmenntum vorum til mikils sóma. Það- er ekki á allra færi að semja á jafnstutfum tíma jafn vandaða og nákvæma sögu sem þessi er« o. s. frv. (Þjóðólfur XLIV, 49; 21. okt. 1892). Innlagt II. »Af enum yngri mönnum veit eg langætt- fróðastan kand. theol. Hannes Þorsteinsson frá Bxú.« , (Isl. árstíðaskrár eptir J. Þ., bls. 13). Kvittun. sÁrstíðaskrár þessar er mjög merkar, og hefur dr. J. Þ. lýst þeim rækiiega í athuga- semdunum, sem eru meginefni ritsins .... At- hugasemdir þessar eru einkar-fróðlegar og ít- arlegar og samdar með hinni mestu nákvæmni og vandvirkni, eins og annað frá hendi þessa höfundar«. (Þjóðólfur XLV, 40; 23. ág. 1893).,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.