Ísafold - 28.04.1894, Page 3

Ísafold - 28.04.1894, Page 3
87 Innlagt III. Jón Þorkelsson: .... Þá er tölul. 94 á atkv.- skrá, aí) kand. Hannesi Þorsteinssyni sjeu veittar 1000 kr. íyrra árið til að raða niður og seirja skrá yíir pakkana í landsskjalasafn- inu .... Þetta er allsendis ónógt . .. ura hitt er jeg alls ekki samþykkur þeim hæstv. lands- höfðingja, sem nú talaði hjer við þessa umr., um það, að engin nauðsyn væri á að raða skjölunum, nú meðan safnið hefði ekki betra húsrúm......Annars er það ekki tilgangur minn, að vilja kýta við hann eða aðra um það, hvernig semja eigi skrá ylir safnið. Jeg álít, að það sjeu að eins 2 vegir til. Annar sá......Hinn er sá, að gjöra skrá yfir það eptir efni og geta þess við, hvar hvert skjal sje að finna, og þeirri aðferð iyigir Hannes Þorsteinsson......væri betra að setja fastan mann við safnið« o. s. frv. (Alþingistíð. 1893, B 1305—7, sbr. 1397—9). Kvittun. «Jón Þorkelsson 916 kr., Bogi Melsteð 878 kr. (o: fæðispeningar og ferðakostnaður til al- þingis).....og sjest af þvi, að þingmennirnir frá Höfn jafnast nál. á við þá, er lengst eiga að sækja til þings hjer á landi, eins og eðli- legt er. Sarot sem áður hyggjum vjer vel til- vinnandi að iá dr. Jón á þing næst, og mun verða minnzt á það nánara síðar í sambandi við hinar fyrirhuguðu kosningar«. (Þjóðólfur XLVI, 5; 26. jan. 1894). Aths. Flestar af leturbreytingunum eru gerðar af undirrituðum. Khöfn í marz 1894. X. Mannalát. Sira Jóhann Kr. Briem, fyrrum prófastur, í Hruna, andaðist síðasta vet.rardag, 18. þ. mán., meira en hálfátt- ræður, síðastur hinna nafnkunnu Gunn- laugs sona sýslumanns Briem. (Hans verð- ur minnzt frekar síðar). Hinn 5. þ. m. andaðist í Kaupmanna- höfn frú Laura Pjetursdóttir (amtmanns Havstein), kona skólastjóra Jóns Þórarins- sonar í Hafnarfirði (Flenshorg), eptir langa vanheilsu og þunga, er hún ætlaði að leita sjer ráða við í Khöfn, — sigldi þangað með miðsvetrarferðinni. Hún var fædd 9. jan. 1866, giptist 1884. Þeim hjónum varð 5 barna auðið, er öll lifa móður sína. Hún var góð kona, mjög vel gáfuð, frið og gervileg. Hún hjet fuUu nafni Guðrún Jóhanna Laura. Misprent í síðasta bl., í eptirmælum Hjart- ar læknis, keppinn f. heppinn. Lestrarfjelag Reykjavíkur bjelt 25-ára- atmæli sitt 24. þ. m. um ki'eldib. með all- tjölmennu samkvæmi (kveldverði. söng, sögu- upplestri og kvæða m. m.). Aðalfrumkvöðull fjelagsins hatði verið Preben Hoskiær, yfir- rjettarmálfærslumaður í Khötn, þá (1869) skrif- ari hjá Hilmar Pinsen stiptamtmanni. Það kaupir nú útlend rit fyrir 5—600 kr. á ári. Fjelagsmenn um 50. Formaður nú (í 9 ár) Þórhallur Bjarnarson prestaskólakennari. Sigling. Apríl 26. Venus (174, J. Jen- sen) til P. C. Knudtzons frá Dysart (Skotl.) með kolafarm. S. d. Agnete (133, J. Möll- er) frá Khöfn með alls konar vörur til H. Th. A. Thomsens. 27. Vikingstad (97, Waardahl) frá Mandal með timbur til lausakaupa. Prjónayjelar, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum ermikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjela- þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á íslandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — 230 — i do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. Ágíetar útsæöiskartöflur fást í næstu viku. Ritstj. visar á. Saltaða síld, ágæta, selur Jón Laxdal bókh. í Evík. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn hinn 12. n. m. kl. 12 á hádegi verður opinbert uppboð hald- ið að Kleppi í Seltjarnarnesshreppi og verða þá seldir ýmsir innanstokksmun- ir, bátur, 34 kindur, 2 kýr, 2 hross og ýmislegt fleira tilheyrandi dánarbúi Einars Bjarnasonar. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum á undan uppboðinu. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 21. apríl 1894. Franz Siemsen. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. op. br. 4. jan. 1861, er hjer með skor- að á alla þá, sero til skulda telja í dánarbúi Einar.s Bjarnasonar frá Kleppi, sem andaðist hinn 23. desember f. á., að tilkynna kröfur sínar og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýs- ingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 21. apríl 1894. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878, sbr. op. br. 4. jan. 1861, cr hjer með skorað á þá, sem til skulda telja 1 dánarbúi Jóns Guðnasonar. fyrver. kaupmanns, á Laugalandi, sem andaðist 18. f. m., að gefa sig fram og sanna kröfur sín- ar innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 21. apríl 1894. Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Eptir beiðni skiptaráðandans í dánarbúi Kristins heit. Olafssonar verður húseign búsins Melstaður á Bráðræðisholti með rækt- aðri lóð boðin upp og seld hæsthjóðanda við 3 opinber uppboð, sem haldin verða miðvikudagana 9. og 23. maí og 6. júní næstkomandi, tvö hin fyrstu á skrifstofu bæjarfógeta kl. 11 f. hád., en hið síðasta í húsinu sjálfu kl. 12 á hád. Söluskilmál- ar verða til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjaríógetinn í Reykjavík 25. apr. 1894. Halldór Daníelsson. 32 honum hafi ný-tæmzt arfur. Og þriðja skilyrðið er, að þjer látið prenta sæmdarvottorð yðar í tveimur víðlesn- ustu dagblöðum í New York«. Þessi ósvífni gekk alveg fram af bankastjórunum. þeir urðu hamslausir af bræði. En brátt sáu þeir, að hjer var ekki við lamb að leika sjer. Það var eins og í steininn klappað, hvernig sem leitað var hófanna við Brown. Þeir tóku því til að mýkja sig. Það munar þó nm það sem minna er en heilar 125,000 dollara. Og hvaða gagn höfðu þeir af að koma gjalkeranum í tukt- húsið og missa svo allt fjeð, hvern eyri? Sumir banka- stjórarnir spyrntust þó enn við. Þeir sögðu, að það yrði að láta rjettvísina hafa framgang, öðrum til skelfingar og viðvörunar. En hinar vægðarlausu tölur og svo mótbárur hinna bankastjóranna voru þó nærri búnar að koma á sáttum með fyrnefndum kostum. Þeir ætluðu þegar að taka til að semja vitnisburðar- skjalið. En Brown fór allur hjá sjer og sagðist ómögu- lega kunna við, að lofið um sig væri samið og skrásett að sjer áheyranda. Hann kvaðst og eigi mega láta sig vanta á afgreiðslustofu bankans meðan ösin væri sem mest. Auk þess kvaðst hann þurfa að koma bókunum sínum i reglu, með því að hann ætti að afhenda þær eptirmanni sínum, þegar hann væri búimi að skila þess- um 125,000 dollurum. En bankastjórarnir vildu fyrst með 29 eigi hót. Peningunum hefi jeg nú einu sinni náð alveg á mitt vald og jeg læt þá eigi úr greipum mjer ganga aptur. Jeg hefði ekki þurft annað, til þess að komast hjá öllu klandri, en blátt áfram að strjúka norður í Kan- ada. Það er enginn framsalssáttmáli milli Bandaríkjanna og þess ríkis. Þá hefði mjer verið borgið, áður en upp komst þjófnaðurinn. En það er heldur kalt loptslagið í Kanada fyrir mig, ekki hraustari en jeg er. Þess vegna eigio þjer nú kost á að selja raig í hendur rjettvísinnar. Jeg mun vera þegar dreginn tyrir kviðdóm, og fyrir sakir langrar og góðrar samvinnu okkar, sem þjer vikuð orð- um að áðan, herra yfirbankastjóri, þá mun jeg þegar segja mig sekan, tii þess að spara ykkur að láta málið fara lengra, með öllum þeim mikla kostnaði, er því fylgir. Mjer mun ekki verða talið neitt til málsbóta, heldur mun jeg dæmdur til hinnar þyngstu hegningar fyrir glæp minn, en það er 10 ára tukthúsvinua. Fyrir góða hegðun mun mjer verða gefið upp D/s ár af þeim tíma; jeg er svo sem vanur innísetum, og vanur að hegða mjer vel — hef lært það til hlítar á 17 árum hjer í bankanum. Þegar mjer verður sleppt úr tukthúsinu, verð jeg nokkrum vetr- um betur en fertugur; með öðrumorðum: á bezta skeiði. Þá verð jeg stöndugur maður, með miljón á kistubotn- inum. Þá fer jeg og ferðast erlendis, og mun jeg í há- vegum hafður og prýðilega þokkaður fyrir höfðingsskap

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.