Ísafold - 05.05.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.05.1894, Blaðsíða 2
94 Sumarhitarnir eru svo þvingandi, að jafnvel agentarnir og þeir, sem ekkert gera þola ekki við í forsælunni, þó þeir -hafi efni á að svala sjer meö ísvatni eða öðr- um köldum drykkjum, og þá má geta nærri, hvað aumingja verkamaðurinn tek- ur út, sem verður að þræla á móti sólu allan daginn og'hefir ekkert til að slökkva með þorstann nema volgt og gruggað leirvatn. Um flugurnar er það að segja, að hvorki menn nje skepnur hafa frið fyr- ir þeim á sumrum dag nje nótt. Kyr missa nyt og allir gripir verða horaðir, þó að nóg sje gras fyrir þá. Baldvin segir það ekki satt, að veggjalúsin sje eins og skrið- lúsin; því að skriðlúsinni má útrýma með hreinlæti, en þa'ð stoðar ekki hót við veggja- lúsina. Jeg hefi verið í húsum í Winni- peg og víðar, þar sem haft hefir verið hið mesta hreinlæti, og hafa þau þó verið full af veggjalús; og þó þær sjeu ekki stærri en vænar sauðalýs, finnur maður til þeirra, því þær eru mjög blóðþyrstar. Fyrsti ókosturinn, er menn koma til Manitoba, er vatnið. Það er auðvitað mikið til af stórelfum og vötnum i Manitoba; en á sumrum er vatnið i þeim svo vont, að fólki heima mundi ekki detta í hug að drekka það. Það er í sumarmánuðunum voigt og grámórautt af leir, því öldugang- urinn rótar leirnum upp, svo að hann sam- lagast vatninu; og eins er vatnið í ánum, nema hvað það er vanalega heitara og auðvitað verra fyrir það, og þá einnig af því, að flestir bæir standa við árnar, svo sem Winnipeg við Rauðará, og öll þau ó- hreinindi, sem menn og skepnur leggja af sjer þar, eru auðvita látin renna í ána; blandast þetta svo saman við volgt leir- vatnið. Það er sjálfsagt ekki bráðdrep- andi; en þeir, sem satt viija segja, munu vart kalia vatnið hjer gott. Víða eru grafnir brunnar með ærnum kostnaði og í þeim er vatnið hreint að sjá, þar sem það fæst, en í þau ílát, sem það er soðið í, sezt þykk kalkskán. A vetrum eyðir snjóvatnið þeirri skán, því það er eina vatnið, sem getur heitið gott, og yfir höfuð er vatnið ekki vont á vetrum, þeg- ar ís er á vötnum og ám, því þá getur vindurinn ekki skolað það til. Mikið hafa blöðin hjer vestra verið örg út af útflutningafrumvarpinu, sem þingið hafði með höndum heima í sumar, og víst ætla rit- stjórarnir hjer að reyna að skamma ís- lenzku þjóðina og fulltrúa hennar þangað til, að frumvarpið verður fellt. Svo mundi og stjórnin hjer vilja kveðið hafa. Hún horfir ekki í aurana, eða dollarana, til að draga hingað með öllu móti vinnandi fólk, til þess að nóg sje ruslið úr að velja. Nú heyri jeg sagt, að tvö Winnipeg-stór- menni íslenzk sjeu að fara heim í fólks- leitir: Sigtryggur, sá sem kom til ykkar i fyrra, og Magnús Pálsson. Margir hjer óska, að þið ljetuð þá fara eins og þeir komu, nefnilega fólkslausa, og að íslend- ingar heima bæru sjálfa sig betur fyrir brjósti heldur en agentana og blöðin hjer, og lofuðu þeim að deyja drottni sínum, ef þeir geta ekki unnið fyrir sjer í sveita sins andlitis. Jeg sje, að þetta er nú orðið langt mál hjá mjernokkuð, og mun því ráð að slá í botn. Jeg þykist og vita, að einhverjir hjer vestra sendi blöðunuin heima línu fleiri en jeg; er ekki óliklegt, að einhverjir af þeim, sem komu hingað síðastliðið sum- ar, skrifi vinum sínum heima og segi þeim af vellíðan(!) sinni. Eitt er þó enn, sem jeg ætla að minna þá á, sem hafa í huga að yfirgefa ættjörð sína og'flytja til Ameríku, og það er það, að þeir eru að yfirgefa það land, sem þeir fæddust á og hafa lifað á sína glöðustu daga, landið sem þeir sjá aldrei aptur og þrá þó svo mjög að sjá aptur, þegar þeir eru komnir hingað og eru niðurbeygðir af óánægju og erfiðleikunum, er fyrir þeim verða í landinu, sem þeir gerðu sjer von um, að veita mundi þeim vellíðun og sælu, en flestum bregst svo hraparlega. Þá minn- ast þeir þess, sem Matthías kvað: »Enginn skilur unah þann, sem alla dregur, heim til blíðra bernskuhaga og brjóstið fyllir alla daga«. Kveð jeg svo alla vinina að sinni. Gunnlaugur Hélgason. Ný lög. Þessi 8 lög frá síðasta alþingi hefir konungur enn fremur undirskrifað, öll 13. f. mán.: 31. Lög um ýmisleg atriði, er snerta gjaldþrotaskipti. 32. Lög um vegi. 33. Lög um breyting á 3. og 5. gr. yfir- setukvennalaga 17. des. 1875. 34. Lög um viðauka og breyting á lög- um 4. nóv. 1881 um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl. 35. Lög um samþykkt til að friða skóg og mel. 36. Samþykktarlög um verndun Safa- mýrar í Rangárvallasýslu. 37. Lög um fuglveiðasamþykkt í Vest- mannaeyjum. 38. Lög um löggilding verzlunarstaðar á Svalbarðseyri. Eru þá eptir óstaðfest 7 lög frá síðasta þingi, auk stjórnarskrárinnar, og munu flest vera vonargripir. Það er háskólinn, afnám hæstarjettar, eptirlaun, kjörgengi kvenna, bæjarstjórn á Seyðisfirði, aukinn prestskosningarjettur og afnám fasteignar- sölugjalds. Síðasta frumvarpið virðist þó naumast geta verið neitt til fyrirstöðu að staðfesta, en það mundi veröa mikið af- farasæl rjettarbót, þótt smá sje —, numinn burt þröskuldur fyrir þinglýsingum. Vöruverð i Khöfn 18. apríl: Dauft með ull eins og síðast. Fyrir sunnl. salt- fisk, sem kom með Laura. stóran, óhnakka- kýldan, gefnar 45 kr. Ýsa og smáfiskur í 25 kr. og 34—35 kr. Vertíðarafli í Lofót nú orðinn 263/10 milj., í fyrra 267/10. Allur afli í Noregi nú orðinn 48 milj., en 56 milj. í fyrra um sama leyti. Harðfiskur gengur ekki út. Lítið hjer um lýsi nú, siðast gefnar 33 kr. fyrir Ijóst, gufubrætt hákarlslýsi. Þorskalýsi í 30 kr. Von á í vor 2500—3000 tunnum af söltuðu sauðakjöti frá í haust, sem fást fyrir 42 kr., en búizt við að lækki enn. Fyrir saltaðar sauðargærur síðast gefnar 3 kr., 3 kr. 25 a., 3 kr. 40 a. og 3 kr. 70 a. fyrir vöndulinn (2 gærur) eptir þyngd og gæð- um. Síðast gefnar 90 kr. fyrir 100 einlit lambskinn og 200 mislit, en varla mun verðið verða meira en 70 kr.; fyrir tólg- 23 a., og æðardún 9^/2 kr., lakari 8—872kr. Rúgur 400—425 a. 100 pd., rúgmjöl 460— 490, bankabygg 750, 700, 675; hrísgrjón 6*4—7V2 u. pd. eptir gæðum, kaffi 77—74, lakara 73—71, hvítasykur 1672—16, púður- sykur (farin) 14—12. Síróp og sætabrauð. »Þjóðólfur« hefir í gær í þingmannameð- mælum sínum haugað svo miklu sírópi 4 prófastinn frá Landakoti (B. Kr.), sem eitt. þingmannsefni Mýramanna, eins og hann hjeldi að kjósendur þar væri eintóm sætinda- lystug keltubörn, er gleyptu þvi betur við honum, sem meira fylgdi af því góðgætis- ofanáláti. Nema hann hafi gleymt sjer, og minnt, að prófasturinn væri sætabrauðs- sneið, sem hann væri sjálfs sín vegna að- smyrja til að stinga upp í einhvern Ar- nesing með kosningar-kaffibolla. Eptirmæli. Jón Aðalsteinn Sveinsson, er and- aðist 1. febr. þ. á. í Khöfn, var fæddur 1. mai 1830 að Klömbrum hjá Grenjaðarstað, þar sem faðir hans, Sveinn Níelsson, síðar prófastur, bjó þá með fyrri konu sinni,. móður Jóns, Guðnýju Jónsdóttur prests 4 Grjenjaðarstað; hann var djákn bjá tengda- föður sínum. Jón Aðalsteinn útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1853 með 1. einkunn, sigldi árið eptir til Khafnarháskóla, stund- aði þar málvísi, en tók ekki embættispróf.. Haustið 1862 varð hann kennari við lat- ínuskólann í Nýkaupangi á Falstri, meðal annars i frönsku, er liann kunni afbragðs- vel. Því embætti hjelt hann þangað til 1872, að kennurum var fækkað við skól- ann og hann kaus sjer þá lausn, gegn. biðlaunum og síðan eptirlaunum, fluttist til til Khafnar, og dvaldist þar það sem eptir var æfinnar, nema veturinn 1878—79, er hann var settur kenriari við Reykjavíkur lærða skóla, en festi hjer eigi yndi framar.. Hann var ágætum námsgáfum gæddur, einkúm á tungmál, fi’ábærlega minnugur,. enda mesti fróðleiksmaður, en lítt hneigð- ur til ritstarfa og mun ekkert eptir hann. liggja þess kyns. Hann ferðaðist til Frakk- lands 2—3 sumur; hafði hinar mestu mætur á þeirri þjóð og bókvísi hennar, er enginn Islendingur mun hafa kynnt sjer betur. Hann var maður mjög yfirlætislaus,. ljúfur 0g þýður, drengur góður og vel< látinn af öllum, er honum kynntust. Hann, var ókvæntur alla æfi og barnlaus. Eggert bóndi Stefdnsson að Króksfjarðar nesi 1 Geiradal (sjá síðasta bl.) var fæddur á Ballará 2. ág. 1833, ólst upp hjá ioreldrum sín- um — móðir hans var Ragnheiður Sigmunds- dóttir Magnússonar sýslumanns Ketilssonar —, og kom þau honum 14 ára gömlum til Sigurð- ar prótast Jónssonar á Rafnseyri, til þess að- nema undir skóla; dvaldi hann þar einn vet- ur, en næsta vetur var hann til kennslu hjá Búa prófasti Jónssyni á Prestsbakka, en þann vetur dó síra Biii, og hvarf hann þá heim tiL foreldra sinna og hætti við skólanám. Haust- ið 1856 gekk hann að eiga Kristrúnu Birgittu Þorsteinsdóttur prófasts í Hítardal Erlends- sonar Hjálmarssonar, og eignuðust þau 7 dæt- ur; 4 þeirra dóu í æsku, en 3 ern á lífi, full- orðnar. Þau hjón bjuggu á Ballará, Hvalgröf- um, Kollafjarðarnesi og Staðarhóli, og síðustu, 6 árin í Króksfjarðarnesi. »Heimili þeirra hjóna hefir lengi verið nafntogað fyrir gest-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.