Ísafold - 05.05.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.05.1894, Blaðsíða 3
95 risni og höíðingsskap; þar áttu líka margir bágstaddir athvarf, og mörg munaðarlaus böin tóku þau og ólu upp l'yrir alls ekkert og reynd- ust eins og heztu foreldrar. Eggert sál. var mabur vel greindur og menntaður; í umgengni var hann glaðlyndur og jafnlyndur, stilltur og viðfelldinn, tryggur og vinfastur. Sem heim- ilisfaðir átti hann fáa sina lika, þvi hann var ástrikur eiginmaður, umhyggjusamur og nær- gætinn faðir, ekki einungis barna sinna og fósturbarna, heldur og hjúa sinna og annara heimamanna. Hann var mjög trúrækinn mað- ur, elskaði og virti guðsorh og ljet hafa það um hönd á heimili sínu með hinni mestu reglu ; sást hann varla sinni sinu hregða nema þegar þeir menn urðu á vegi hans, sem höfðu aðrar skoðanir eu hann í þeim efnum. Hann var heilsugóður maður, þar til hann 6 vikum fyrir andlát sitt lagðist í vatnssýki, sem á- samt umfarandi »infiúenza«-veiki varð bana- mein hanss. X. Jarðarför. Lik frú Láru Pjetursdóttúr frá Hafnarf. (Flensb.) kom hingað með póst- skipinu 1. þ. mán. og varð jarðað hjer í bæn um daginn eptir, við allmikið fjölmenni. Barðastrandarsýslu vestanv. 9- apríl: Alla sjöviknaföstuna var veðrátta mjög storma- og úrlellasöm, og allan þann tíma var hag- laust, frostvægt yfir höfuð, en mjög mikil fönn komin síðast. Um páskana hlánaði, og bafa hagar góðir verið síðan, en úrfella- og stormasamt, þangað til í gær og i dag er stillt veður. Jörð má heita alauð orðin í byggð; að eins snjór í giljum og lautum. Margir voru heytæpir orðnir, þá er batinn kom, einkum á útigöngujörðum, þar sem nú hvervetna alveg jarðlaust um all-langan tíma. Taugaveikin hefur verið allskæð á Barða- strönd, tekið þar fyrir heil heimili hvert á fætur öðru. Einn maður hefir þar úr henni dáið svo, jeg viti. Hjer í sveit (Patreksf.) hefir hún einnig stöðugt verig viðloðandi, síðan í fyrra vor. Leiðarvlsir ísafoldar. 1355. Er sú stúlka ekki rjettborinn erfingi eptir þann mann látinn, sem hún hefir verið opinberlega trúlofuð í 6 ár, eignazt með hon- um 1 barn, og verið ráðskona hans hinn fyr- greinda tíma? Sv.: Nei. hún hefir engan erfðarjett. 1356. Og ef maðurinn arfieiðir barnið, en ekki stúlkuna, á dánardægri, hefur stvilkan þá ekki rjett til arfs einnig, og hvað mikið á móts við barnið ? Sv.: Hún á engan rjett til arfs. 1357. Ber ekki farandkennurum sjálfum styrkur sá, sem þeim er veittur úr landssjóði fyrir sveitakennslu ? Sv.: Jú. , 1358. Jeg er utansveitarmaður, og fjekk húsmennsku hjá N. N. í N-hreppi, en bað ekki sveitarstjórnina um húsmennskuleyfi, var kosinn sama vorið i breppsnefndina, af hrepps- nefndarmönnum sjálfum og fleirum, með tölu- verðum atkvæðamun, til ákveðins tima; gildir það ekki sama og húsmennskuleyfi; og ef svo er, getur þá sveitarstjórnin vísað mjer burt úr hreppnum síðar, án þess jeg vilji fara sjáif- ur góðmótlega? Sv.: Nefndin getur ekki vísað spyrjanda burt úr hreppnum meðan hann þiggur ekki af sveit. 1359. Er jeg skyldur til að vaka yfir fje nótt og dag, þó húsbóndi minn skipi mjer það og segi það hafi tíðkazt í sínu byggðarlagi? Sv.: Nei. Ágætt Gulrófufræ nýkomið í verzlun G. Zoöga & Co. TJppboösauglýsing’. Laugardaginn hinn 12. n. m. kl. 12 á hádegi verður opinbert uppboð hald- ið að Kleppi i Seltjarnarnesshreppi og verða þá seldir ýmsir innanstokksmun- ir, bátur, 34 kindur, 2 kýr, 2 hross og ýmislegt fleira tilheyrandi dánarbúi Einars Bjarnasonar. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum á undan uppboðinu. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 21. april 1894. Franz Siemsen. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. op. br. 4. jan. 1861, er hjer með skor- að á alla þá, sem til skulda telja í dánarbúi Einars Bjarnasonar frá Kleppi, sem andaðist hinn 23. desember f. á., að tilkynna kröfur sínar og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýs- ingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 21. apríl 1894. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. april 1878, sbr. op. br. 4. jan. 1861, er hjer með skorað á þá, sem til skúlda telja í dánarbúi Jóns Guðnasonar, fyrver. kaupmanns, á Laugalandi, sem andaðist 18. f. m., að gefa sig fram og sanna kröfur sín- ar innan 6 mánaða frá siðustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullhr.sýslu 21. apríl 1894. Franz Siemsen. Uppboðsanglýsing. Eptir beiðni skiptaráðandans í dánarbúi Kristins heit. Ólafssonar verður húseign búsins Melstaður á Bráðræðisholti með rækt- aðri lóð boðin upp og seld hæstbjóðanda við 3 opinber uppboð, sem haldin verða miðvikudagana 9. og 23. maí og 6. júni næstkomandi, tvö hin fyrstu á skrifstofu bæjarfógeta kl. 11 f. hád., en hið síðasta í húsinu sjálfu kl. 12 á hád. Söluskilmál- ar verða til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta degi fyiúr hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 25. apr. 1894. Halldór Daníelsson. P r j ó n a v j eí a r, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum er mikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. .Yjela- þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á íslandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 krl do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. TJppboðsauglýsing. Föstudaginn hinn 11. n. m. kl. 12 á hádegi verður opinbert uppboð haldið að Laugalandi í Seltjarnarnesshreppi og verða þar seldir ýmsir innanstokksmunir: skápar, borð, stólar, spegill, billardborð, útlendar bækur m. m., tilheyrandi dánarbúi Jóns sál. Guðnasonar. Söluskilmálar verða birtir á staðnum á undan uppboðinu. Seltjarnarnesshreppi 27. apríl 1894. Ingjaldur Sigurðsson. Stranduppboð. Mánudaginn 7. maí næstkomandi verð- ur frakkneskt fiskiskip, St. Ursule frá Brest, sem hjer er orðið að strandi, með seglum, köðlum, keðjum, akkerum og öðrum áhöldum, svo og farmi: salti, vistum, veiðarfærum og 1500 fiskum í salti, selt við opinbert uppboð, sem haldið verður í fjörunni fyrir framan Hafnarstræti, þar sem hið strandaða skip liggur. Uppboðið byrjar kl. 10 f. hád. og verða uppboðsskilmálar birtir á undan. Bæjarfógetinn í Reykjavík 27. apríl 1894 Halldór Daníelsson. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, 20. gr., og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja eiga til skuldar í dánarbúi Bjarnar bónda Jónssonar, er andaðist í Kirkjubæ hjer 26. febr. þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Vestmannaeyjasýslu, áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar áskorunar. Þess skal getið, að erfingjarnir taka eigi að sjer á- byrgð á skuldum búsins. Skrifst. Vestmannaeyjasýslu, 21. apr. 1894. Jón Magnússon. Tll lelgu stofa með stofugögnum í góhu húsi i bænum frá 14. maí. Ritst. visar á. Veiðibann. Hjermeð fyrirbýð jeg öll- um, útlendum sem inniendum, að veiða silung í Soginu og Þingvallavatni fyrir Kaldárhöfðalandi 'i júní, júlí og ágúst-mán- uðum, nema þeir hafi aðgöngumiða frá mjer, sem fást keyptir á hótelunum »ís- land« og »Reykjavík«. Reykjavík, 4. maí 1894. Guðm. Thorgrimsen. Allmiklar birgðir af tilbúnum karl- mannafatnaði, svo sem yfirfrakka, have- loeks, vetrarjakka, kamgarnsjakkafatnað fyrir 30 kr., mislitan sumarfatnað, einstaka jakka, vesti og buxur, selur undirskrifað- ur gegn 10°l0 afslœtti fyrir peninga út í hönd til 1. júlí þ. á. Ennfremur sel jeg til þess tíma allskon- ar karlmannaiín, svo sem mansjetskirtur, kraga, flibba, mansjettur, slips, kravatta, humbug og þesskonar; sömuleiðis hatta, húfur, hanzka, axlabönd, regnhlífar, stokka m. m. með 10—15°/0 afslætti af venjulegu söluverði, ef mikið er keypt. Nokkuð af því er nýkomið nú með Laura, t. d. Ijós- leitar, fallegar sumai’húfur m. m. Rej’kjavík 1. maí 1894. H. Andersen. * * * Skiptavinir mínir, sem kaupa hjá mjer efni í föt og það sem þar til heyrir, fá efnið hjer um bil með innkaupsverði. ZjiT' Útlendingar, sem kaupa föt hjá mjer, furða sig mjög á, hvað þau eru ó- dýr, bæði danskir sjóliðar, Englendingar, Frakkar og nú síðast kapteinninn á Laura, —miklu, miklu ódýrari en erlendis. En það er eðlilegt, vegna tolluppbótar, lægri vinnu- launa, ódýrara húsnæðis m. m. _________________________II. A.______ Hið bezta kaffi geta menn fengið, með því að brúka Fineste skandinavisk Export Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, er fæst hjá kaupmönnum. Saltaða sfld, ágæta, selur Jón Laxdal bókh. i Rvík.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.