Ísafold - 09.05.1894, Side 2
98
hinnar afskekktu þjóðar, þýðing hinnar
íslenzku tungu og þjóðmenningar fyrir
Norðurlönd bar þar á góma; og þegar þar
kom, að sagt var, að íslendingar hefðueigi
verið sviftir rjettindum sinum, eða sveigð-
ir undir hermanna ok, þá laust allur mann-
fjöldinn upp fagnaðarópi. Þetta skildu
Ameríkumenn manna hezt.
Frú Magnússen hefir verið umboðsmað-
ur (Eepræsentant) Islendinga við fleiri
hátiðleg tækifæri. Þannig kom hún fram
á hinum minnisverða kvöldfundi í vHotél
Mekka«. Á fundi hinna lúthersku kvenna
bar frú Magnússen fram kveðju frá Islend-
ingum, þeirri þjóð, er tók við trú eptir
frjáisri atkvæðagreiðslu, án þess vopnum
þyrfti að beita.
Maður frú Magnússen er prófessor(I) við
háskólann í Cambridge á Englandi. Hún
sjálf heflr reyndar tvö erindin í sumar
hingað til Ameríku. Hún hefir haft með-
ferðis til sýningarinnar talsvert safn af
forngripum — allt að 500 ára gömlum —
prjónaða muni og ofna úr íslenzkri ullu,
dýrindisgripi, er innan skamms verða und-
ir lok liðnir og lifa þá aðeins í sögunni.
Meðal þessara gripa var rokkur úr mahogni
og messing, forkunnar fagur, er frúnni hafði
verið geflnn þegar hún var barn.
Hún bregður dýrgripum þessum á lopt
og segir: »Þetta eru lifandi munir í mín-
um augum; sál og líf forfeðra minna birt-
ist í þeim«. Og satt að segja, þegar menn
sjá þessa undurfögru gripi af ýmsu efni,
allt með höndum unnið, þá finna menn
bezt, að það er margra alda fegurðartil-
flnning og andi, sem kemur í Ijós. Það
var eigi til einkis, að íslenzkir sjófarendur
í fornöld sóttu heim Grikkland og Italíu,
sáu listaverk þau, er nú eru faiin í jörðu,
og fluttu sýnishorn af þeim til fósturjarðar
sinnar.
Þar geymdu menn þessa hluti sem dýr-
mætustu eign þjóðarinnar. Frýgiska húfan
af silfurhvítu atlaski með hinni löngu,
hvítu, útsaumuðu andlitsblæju, gerir það
að verkum, að frú Magnussen er eins og
menn sjái drottningu(!), og er talandi vott-
ur um ferðalög Islendinga, og að þeir
fluttu heim með sjer þá hluti, er þess voru
verðir.
Þessa sýnisgripi ætlar frú Magnússen að
að selja hjer í Ameríku til ágóða fyrir
menntastofnun handa ungum stúlkum á
Islandi. Því hagar sem sje svo til á þess-
ari fátæku ey, að þegar 14 vetra gamlar
stúlkur koma úr skóla, eiga þær engan
kost á að læra meira en þá er komið,
nema þær sjeu svo ríkar, að þær ^ geti
borgað privat-kennendum tilsögnina. A 'óllu
Islandi er ekki til ein einasta menntunar-
stofnun handa kvennfólki(I). Frú Magn-
ússen hefir um mörg ár barizt fyrir þessu
málefni á Englandi. Hún hefir haldið fyr-
irlestra um Island, og enskar konur hafa
með miklum áhuga rjett henni hjálparhönd
og keypt af henni íslenzkt prjónles og
vefnað.
Hún væntir þess, að hún geti selt alla
þessa gripi einhverju gripasafni eða einum
manni, svo þeir þurfl eigi að tvístrast og
fara í ýmsar áttir.
Hún er af hinni gömlu ætt Snorra Sturlu-
sonar, hinni nafnfrægu ætt, er hefir fram-
leitt slíka menn, sem prófessor Finn Magn
ússon og myndasmiðinn Albert 'lhorváldsen.
Það er tákn tímans, að ættir Snorra og
Sturlu einnig leiða fram konur, er rita
nöfn sín í hina minnisverðu sögu íslend-
inga«.
Blað það, er grein sú er tekin úr, er
hjer fer á undan, er nýkomið mjer til
handa. Jeg hefl snúið grein þessari á
móðurmál mitt, til þess að aimenningi
gæflst kostur á að sjá og lesa þær öfgar
og þau ósannindi, sem hún hefir meðferð-
is. (Upphrópunarmerkjum aukið inn hjer
við prentunina). Mjer virðist að slíkt
megi ekki liggja í þagnargildi, en að öll
þörf sje á leiðrjettingum og mótmælum,
svo að sannleikurinn komi í ljós. Jeg
ætla hjer einungis að minnast á tvö eða
þrjú atriði í greininni: Frú Sigríður
Magnússen er þar kölluð »Repræsentant«
(þ. e. fulltrúi, umboðsmaður) fyrir hönd
Islendinga. Jeg hefi aldrei heyrt, að hún
hafi, hvorki fyr nje síðar, haft nokkurt
slíkt umboð á hendi fyrir íslendinga, og
ætla því, að það sje með öiiu ósatt. Þá
er þess getið, að danska stjórnin hafi ein-
hvern tíma gert tilraun til að þröngva ís-
lendingum undir hermanna ánauð, minnzt
á alþingi og einhvern »Svenson«, sem þá
hafl hreift mótmælum af hendi iandsmanna
o. s. frv. Hjer er eflaust átt við þjóðfund-
inn, sem haldinn var í Reykjavík árið
1851, en frásögnin um þetta atriði er öll
ýmist brjáluð, ýmist alveg ósönn. Jeg
get borið vitni um þetta, þvi að jeg sat á
þjóðfundi þessum sem fulltrúi Snæfellinga,
og þótt jeg sje nú einn uppi standandi
þeirra þingmanna, er þar voru —hinir eru
aflir dauðir—, og þvi einn til frásagna, þá!
eru til tiðindin frá þeim fundi (»Þjóðfund-
artiðindi«, prentuð í Rvík 1851) og þar að
auk tímaritið »Þjóðólfur« frá sama ári.
En þó þykir mjer kasta tólfunum, þar sem
í optnefndri grein segir: »að á öllu Islandi
sje ekki til ein einasta menntunarstofnun
handa kvennfólki«. Nú veit það hvert
mannsbarn, sem komið er til vits og ára
á ísiandi, og margir menn í útlöndum, að
hjer á landi eru til 3 slikar stofnanir og
eru búnar að starfa í nokkur ár. Elzti
kvennaskólinn er hjer í Reykjavík, stof'n-
aður 1874, og hefir konan mín veitt hon-
um forstöðu frá upphafi fram á þenna
dag. Hinir tveir kvennaskólarnir eru, ann-
ar í Eyjafjarðarsýslu, en hinn í Húnavatns-
sýslu, nokkrum árum yngri en kvenna-
skólinn í Reykjavík. I öllum þessum skól-
um hafa margar yngismeyjar lært ýmsar
námsgreinar bæði til munns og handa, og
góðir ávextir þeirrar menntunar eru þeg-
ar farnir að koma í Jjós. Þess vegna mikl-
ast mjer það, hvernig frú Sigríður Magnú-
sen — sem hefir sjálf komið til Reykja-
víkur, og það jafnvel hingað í kvenna-
skólann, eptir að þessir skólar voru komn-
ir á fót, — hvernig hún getur sagt, að
hjer í landi sje enginn kvennaskóli. Jeg
hefi þetta eigi iengra en komið er, en
vænti þess fastlega, að einhver verði til
að minnast frekar á þetta málefni, og á-
rjetta það betur en jeg fæ gjört.
Reykjavík 6. maí 1894.
Pdll Melsteð.
Skiptapar. Laugardag 5. þ. mán.
drukknuðu 5 menn á Akranesskaga, á heim-
ieið úr fiskiróðri; ólag sökkti skipinu und-
ir þeim nærri lendingu, i fremur góðu veðri,
en grjót í skipinu mikið og fiskur að auki
töluverður. Alls voru 7 á, en 2 bjargaði
Tómas Tómasson frá Söndum. Þeir, sem
drukknuðu, voru: formaðurinn Magnús
Helgason frá Marbakka, vaskleikamaður,
á fertugsaldri, frá konu og 4 börnum (vá-
tryggður þó fyrir 500 kr.); Jón og Bjarni
Halldórssynir bónda á Brúarreykjum í
Stafholtstungum; Gamalíel Guðmundsson
ffrá Árdai); Kristinn Guðmundsson frá
Götuhúsum á Akranesi.
Hinn 5. f. mán. (apríl) varð stórslys
norður á Ströndum: fórst skip í hákarla-
legu af Gjögri, í aftakaroki á sunnan, átt-
æringur frá Hellu á Selströnd, með 10
mönnum. Formaður hjet Torfi Einarsson,
dóttursonur Torfa heit. alþingismanns á
Kleifum, ungur maður ókvæntur. Hinir
sem drukknuðu, voru : Einar, bróðir for-
mannsins (Torfa); Elías Helgason, ungur
maður nýkvæntur; Guðmundur Björnsson,
bóndi á Bjarnanesi; Árni Magnússon, bóndi.
í Sunndal; Sigurður Tómasson, bóndi á
Bólstað; Guðmundur Guðmundsson, bóndi
á Geirmundarstöðum; Halldór Einarsson,
bóndi á Gilsstöðum; Magnús Jónsson, hús-
maður, af Gjögri; og Jón Jónsson, roskinn
vinnumaður frá Kálfanesi. Bændurnir voru
allir kvæntir og láta eptir sig mörg börn
í ómegð (17). »Það er einkennilegt um
þennan skiptapa, að hann er sá fyrsti, sem
orðið hefir af Gjögri síðan menn hafa sög-
ur af, og hefir þó löngum verið þaðan
mikið útræði. Sejí skip önnur lágu úti á
Gjögurmiðum í veðrinu. Lítið sem ekkert.
var um afla hjá þeim flestum«.
Inflúenzasóttin hefir þokazt seint vest-
ur eptir norðanlands. Hún kom á Sauð-
árkrök 18. apríl (síðasta vetrardag), og á
Blönduós 4 dögum síðar, fyrsta sunnudag
í sumri. Ekki farin að ganga um þær
sýslur annarsstaðar um þær mundir. í
Strandasýslu hefir hún þar á móti komið
aðra leið og miklu fyr, líklega sunnan úr
Dölum. Þaðan er skrifað úr Kollafirði,
17. apríl: »Inflúenzasóttin kom hingað fyr-
ir rúmri viku og gengur nú sem óðast;
hún fer sjer fremur hægt, og er ekki kom-
in á alla bæi enn, en engan mann skilur
hún eptir þar sem hún kemur; fremur er
sóttin væg, það sem af er, og hefir engum
að bana orðið enn hjer í plássi; má það'
víst mikið þakka hinni mildu veðráttu og
því öðru, að nú eru sem minnstar annir
og fólk getur því f'arið betur með sig en
á nokkrum öðrum tíma árs«.
Austur-Skaptafellssýslu 12. apríl: Vet-
urinn, sem nú er bráðum ab enda, hefir mátt
beita mildur og góður hjer um sveitir, þá er
á allt er litið; þó hafa opt verið æðimiklir
umhleypingar og hagleysur með köflum sum-
staðar, svo sem í Öræfum á jólaíöstunni, og
á góunni voru talsverðar snjókomur og illt
til haga víöast um sýsluna, en um jafndægra-
leytið komu hlákur og þíðviðri, sem hafa
haldizt síðan. (Mest frost á vetrinum 30. nóv.
löþa0 C., 8. des. ll1/*0 C., 22. jan. 10‘/2° C., 4.
febr. 10°. Mestur hiti 26. og 28. des. S'/a0 C.,.
11. jan. 8° C.). Bjargræðisskortur hefir nú
eigi verið hjer teljandi, því aö næg kornvara
hefir fengizt á Papós, siðan skip kom þar (17.
jan.), en skipkomunni f'ylgdu allþung veikindii
er haf'a orðið ýmsum að aldurtjóni, helzt öldr-
uðu og óhraustu f'ólki. Að öllu samtöldu mun,
hagur almennings vera mun betri en í fyrra,
og eigi var nú farið að kvarta um neinn hey-
skort, þegar tíðin breyttist tii batnaðar.
Um þær mundir kom lifandi hvallcálfur á
reka Bjarnarness-prestakalls, og var þar unn-
inn ai Eymundi járnsmiö á Dilknesi, og seld-
ur siðan með vægu verði, og skömmu seinna
strandaði annar á eyrum í Hornafirði, sem,
nokkuð vafasamt þótti hvort heldur heyrði.
undir Bjarnaness-prestakall eða Bjarnarness--
umboð, og var hann því seldur við opinhert
uppboð, að frádregnum skurðarhlut, fyrir rúm-
ar 600 kr., en talsverður hluti þessa andvirð-
is mundi ganga til þeirra, sem að honúm unnu,
ef borga ætti alla fyrirhöfn þeirra, því að þar
sem hvalinn rak fyrst, var eigi hægt að festa
hann til hlítar, og sleit hann þvi upp og barst
víða um fjörðinn fyrir veðri og straumi, og
hefði að líkindum tapazt með öllu, ef eigi.
hefði verið gengið örugglega fram í að bjarga
honum. og sátu menn fyrir það af sjer fiski-
afia i firðinum, sem var allmikiil um það leyti,.
en lftill síðan. Á útsjó hefir mjög sjaldan,
verið róið sökum gæftaleysis, en nógur fiskur