Ísafold - 02.06.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.06.1894, Blaðsíða 1
Keimir út Ýmist einti sinri ¦eöa tvisvar í viku. Vero srg (minnst80arka) i kr.. erlendis 5 kr. eoa l1/* doll.; borgist fyrirmiojan júlímán. (erlend is fyrir framj. ÍSAF Uppsögn(skrifleg)bundin vit> Araroót. ögild nema komin s je til útgefanda fyrir l.októ- b erm. Afgroiöslustofa blaoi- ins er i Autturttrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 2. júni 1894. 32. blað. Gufutoaturinn „ELIN" fer þ. á- frá Reykiavík til Borgarness .iúni 5., 9., 19. og 25.; iúlí 8., '9., 18. og 30.; sept. 4, 11., 17., 22. og 29.; oktbr. 2. og 6. — >t. frá Borgarnesi til Revkjavíkur juni b., 1U, 20. og 26.; julí 4.. iO, 19. og 30.; sept. 5, 12., 18., 22. og 30.; oktbr. 3. og 7. — frá Reykjavík til Keflavíkurjuní 3., 7. 22. og ¦28.; júlí 5.; ágúst 9.; sept. 6. og 13.; oktbr. 4. °efrá Keflavik til Reykjavíkur jurii 4., 8.. og 23.; júlí 1. og 6.; ágúst 12.; sept. 7. og 13.; oktbr. 5. og 10. 8já að öðru aðaláætlnnina. Skuldheimtulaganýmælin. Áuk þeirra tveggja nýmæla þar að lút- andi, er á dagskrá voru á slðast.a þingi •eða lengur, og minnzt heflr verið á fyrir •skömmu bjer í blaðinu, nefnilega nm varnarþing í skuldamðlum og úrskurðar- vald sáttanefnda í smðskuldamðlum, heflr á nýhöldnum þingmðlafundum h.jer í Reykjavikverið vakið mðls á hinni þriðju rjettarbót í sömu átt eða í stað hinna. Það er að hafa dómþing, hin reglulegu, tíðari miklu en nú gerist utan kaupstaðar- lögsagnaruaidsemanna og breyta jafnframt varnarþingsreglunum þannig, að hver sýsla sje ein varnarþinghá, en ekki hver hreppur, •eins og áður (manntalsþinghá), og dóm- þingstaður þá sýslumannssetrið eða þing- staðurinn i heimilishreppi hans. Það var annað hinna nyju þingmanna- -efna, landritari Hannes Hafstein, er þessu nýmæli hreifði og taldi því ymislegt til gildis, sumt álitlegt í fljótu bragði, en sumt raiður. Það er álitlegt í fljótu bragði, að eiga kost á að fá mðl fyrir tekin og dóma upp- kveðna opt á ári a reglulegum tímum, t. •d. hverjum hálfum mánuði, eins og tillögu- maður fór fram ð, í stað þess að nú er eigi haldið nema 1 reglulegt dómþing á ári, •manntalsþingið. En meir yrði það í orði en á borði, að dómþingum fjölgaði til •stórra muna fyrir það, með því að auka- 'þing (aukarjettarhöld) bæta stórum upp dómþingafæðina nú, en þau má fá haldin 'hvenær sem er og sýslumaður er við lát- 3nn. Helzti kosturinn við þetta nyja fyrir- komulag er og eptir hugsun uppástungu- manns eigi þessi, heldur sá, að málsaðilum sparaðist með því þyngsta útgjaldagreinin, •er til lögsókna kemur til sveita, en það er ferðakostnaður dómarans (syslumanns- ins). Það er og kostur, mikill kostur. Þó vegur þar í móti eigi svo lítið ferðakostn- aður málsaðila sjálfra á sýslumannssetrið, ef til vill utan af sýsluenda, og skiptir sú vegalengd sumstaðar mörgum dagleiðum. Ættu vitni að ferðast líka þann óraveg, yrði kostnaðurinn mjög svo tilfinnanlegur. Bót við þeim annmarka hugsaði tillögu- maður sjer þá, að nærri sýslumannssetrinu risu upp málfærslumenn, iærðir eða ólærðir, og flyttu mál fyrir alla sýslubúa, nær og fjær; þyrfti eigi annað en senda þeim umboð og ðnnur málsskjöl, en málsaðili sæti sjálfur heima. En margsinnis mundu málsaðilar þurfa eða vilja mæta sjálfir fjTÍr rjetti eigi að siður, og langt mun hins að bíða, að til verði lærðir málfærslu- menn í hverri sýslu, 2 eða fleiri, því minna stoðar eigi handa bððum málspört- um, en ólærðir opt verri en ekki neitt. Og hve afardýrir mættu þeir eigi til að vera á verkuin sínum, ef sæmilega atvinnu ættu að hafa að iðju sinni, svo fá mál sem fyrir falla ð ári hverju hjer til sveita víðast hvar. Mundi þA fara að kárna um sparnaðinn fyrir almenning á þessu fyrir- komulagi. Þó er enn ótalið langviðsjálasta atriðið í þessu fyrirhugaða nj'-mæli. Það er hin gersamiega kollvörpun hins eldgamla varn- arþingsrjettar, þeirra hlunninda málsaðila, að geta sótt rjett sinn og varið að lögum svona hjer um bil sama sem heima hjá sjer, eða að minnsta kosti innan hrepps optast nær, með þeim fáu undantekning- um, er í lögum höfum vjer um það frá fornu fari. Það er mikilsverður rjettur, sem ekki ætti að hrapa að því að nema burtu með öllu og allt í einu. Má vera, að of mikið sje úr honum gert stundum í orði kveðnu; en það má heldur eigi gera of lítið úr honum, og varasamt að skerða hann nema veruleg nauðsyn beri til eða miklu sje fyrir að gangast í aðra hönd. Þessari síðustu klausu mun nú skjótlega svarað svo, að talsverð skerðing varnar- þingsrjettarins hafi þó verið á dagskrá á undanförnum þingum og vel látið yfir af möi'gum, þar á meðal þessu blaði, þar sem er hið alkunna frumvarp um varnar- þing í skuldamálum: að hafa varnarþing þar, sem skuld er stofnuð. En þar til liggja þau andsvör, að fyrst og fremsterþað eigi nema afmarkaður flokkur mála, er hin nýja varnarþingsreglaátilaðná: að eins skuldamðl, og þau hvergi nærri öll, heldur að eins kaupstaðarskuldamál (nokkrum öðrum við bætt í frumvörpun- um, en því ætti helzt að sleppa). í ann- an stað væri þetta, að löggilda skuldstofn- unarstaðinn sem skuldgreiðslustað að þvf er kaupstaðarskuldir snertir, í raun rjettri ekki annað en staðfesting þess, sem al- kunnugt er að er þegjandi eða óuppkveð- ið samkomulag milli þeirra, er verzlunar- viðskipti hafa í kaupstað. Skuldgreiðslu- staðurinn er sem sje eptir því orðalausa samkomulagi einmitt búð kaupmannsins, þar sem vörurnar hafa verið út teknar og skuldin þar með stofnuð. Því er einmitt ráð fyrir gert af beggja hálfu, þótt orða- laust sje, og auk þess helgað af fastri venju, sem sjaldan bregður út af, að bóndi komi A ákveðnum tíma, í næstu kauptíð eða svo, í kaupstaðinn aptUr og borgi skuld sína. Kaupmaður mundi alls eigi lána að jafnaði, ef skilmálarnir væru þeir, að hann ætti að sækja borgunina heim til bónda. Hví skyldi þá snúa þessu öbu við, ef bóndi refjast eða stendur eigi í skilum? Á hann að hafa þessi hlunnindi upp úr því, að kaupmaður þurfl þá að vitja skuldarinnar heim til hans? Og hvað hefir bóndi auk þess upp úr því óumsamda ómaki kaupmanns annað en að hann verð- ur að borga það ómak sjálfur, ef nokkuð er af honum að hafa, en skilamennirnir i'yrir hann elia, með auknu gjaidi á sínar vörur í þessnotum? Það er einmitt þetta, sem gera kaup- staðarskuldavarnarþings - undanþáguna m.jög svo eðlilega, en hins vegar verulega nauðsynlega sem öflugt ráð til þess að draga úr kaupstaðarskuldunum. Það mun hafa verið fundið eitt með öðru skuldamálavarnarþinginu til foráttu, að vitja þyrfti eptir sem áður skuldunauts heima til þess að gera hjá honum fjárnám eptir dómi. En eigi bætir hin tillagan hót úr því; þess þarf alveg eins við, þó að dómþingum sje fjöigað og hver sysla gerð að einni varnarþinghá. Það er alveg hið sama. — — Svo minnzt sje um leið enn á hitt málið, um úrskurðarvald sáttanefnda, þá er þess fyrst að geta, að það er misgáningur, sem hermt var um daginn samkvæmt ræðu landshöfðingja í þingtíðindunum, að í frum- varpinu í fyrra, eins og efri deild skildi við það, væri ætlazt til, að gerðardómuin sáttanefnda mætti áfrýja til undirrjettar o. s. frv. Þar sem um þá stendur í frv. — og eins úrskurðina, ef þeim er eigi á- frýjað —, að þeiin megi fullnægja eins og undirrjettardómi (en ekki hæstarjettardómi), mun eiga að skilja það svo, að fullnægingar- aðfcrðin sje hin sama og við undirrjettar- dóma, en ekki hæstarjettardóma. Hins ætlar frv. skýlaust til, að sáttanefndar- úrskurðina megi láta fara fyrir alla rjetti á eptir, ef vill; en það gerir þetta nýja embættisvald nefndanna harla þyðingai- lítið. Virðist af tvennu til ðkjósanlegra að færa enn niður skuldartakmarkið hæsta, t. d. niður í 50 kr., heldur en að hafa ekki annað upp úr nýmælinu en nýtt hapt neðan við dómastigann. — Síðustu greinar frv. frá I fyrra hafa inni að halda nokkur atriði, er til bóta horfa frá því sem nú er og ógetið var um daginn eða lítið úr gert, en það eru fyrirmælin um að málsfærslan í smáskuldamálum, er þar um ræðir, skuli að öllum jafnaði vera munnleg, um að frest megi eigi veita nema af mjög skornum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.