Ísafold - 20.06.1894, Side 2

Ísafold - 20.06.1894, Side 2
146 ef allir væru bundnir á þenna ómennsku- klafa með þessu rænuleysis-tjóðurbandi? Einu sinni var gamall og mjög heiðar- legur bóndi að segja mjer frá, hvernigv kaupmaður sá, sem hann verzlaði við hefði haft af sjer í viðskiptum og rofið skýiaus loforð við sig. »Hvers vegna hættirðu ekki að verzla við hann«?, sagði jeg. »Nei! það get jeg ekki; jeg er búinn að verzla við hann í 35 ár«, svaraði hann. En þarna er það komið; þetta vona jeg að sje al-íslenzkt! Heldur að láta ganga ofan á sig með óhreinum skónum, sem menn kalla, heldur að láta merja sig sem mús undir íjalaketti, heldur að muldra og nöldra eitthvað ofan í barminn á sjer, en að hafa manndáð og rænu til að risa á fætur, velta af sjer farginu og slíta með hreysti-átaki af sjer hlekkina gömlu. Já! ef hlekkirnir eru bara nógu gamlir og ryðgaðir, einkum ef þeir eru úr gömlu strandjárni frá einokunartímunum, ef feður vorir, afar og langafar hafa borið þá, þá eru þeir góðir í sumra manna augum. Þó þeir nuggi okkur inn í bein, þó það sje auðsjeð, að hvorki við nje börnin okkar verði að almennilega frjálsum manneskjum, meðan við berum þá, það virðist sumum standa alveg á sama. Skinnið á okkur sumum íslendingum er þykkara en það, að við finnum til, þótt við sjeum »pikkaðir« með rítuprjónum; og það er það mikið at' gömlum óhreinindum í eyrunum á okkur sumum hverjum, að það þarf að kalla hátt til þess að við heyrum. Almenningur veit og játar, að það er fjöldamargt í öllu þjóðlífi voru, sem breytast þarf og umbóta þarf við, en dauðamókið og rænuleysið ræður samt því miður meiru hjá mörgum manni; fyrir þá sök sitjum vjer of lengi í sama farinu. En það má ekki svo vera; vjer verðum að spenna oss megingjörðum flörs og framtakssemi, ef vjer ekki ætlum að afneita öllum framförum fyrir land og lýð. Athugull. Alþingiskosningar. Vestur-Skaptafellssýsla. Þar hefir ráðizt svo vel úr á endanum, sem bezt varð á kosið: að fulltrúi þess kjördæmis á síðasta þingi gaf kost á sjer í síðustu forvöðum, samkvæmt almennri áskorun hjeraðsbúa. Þar er með öðrum orðum kosinn Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, með um 50 atkv. að sögn. Jón í Hemru Einarsson hafði fengið 6—7 atkv., en Sigurður Sigurfinnsson frá Vest- mannaeyjum bætti við að bjóða sig fram, er til kastanna kom. Suður-Þingeyingar hafa kosið til þings Pjetur Jónsson frá Gautlöndum. Er mælt, að hann hafi orðið einn í kjöri; framboð Benidikts sýslu- manns Sveinssonar tekið aptur. Þá hafa Skagfirðingar endurkosið sína þingmenn frá siðasta þingi Olaf Brlem, og Jón Jakobsson. Atkvæðafjölda eigi getið að svo stöddu, en skrifað þar úr hjeraðinu, að sýslumað- ur (Jóhannes Ólafssonj hafði fengið milli 20 og 30 atkv. Fleiri ekki í boði. Húnvetningar hafa sömuleiðis kosið sína fyrri þingmenn, þá Þorleif Jónsson og Björn Sigfússon. Er nú að eins ófrjett um 6 kjördæmi með 9 þingmönnum, en óvissa þó engin nema um 2 þeirra: 2. þm. Suður-Múlasýslu (hvort heldur Guttormur búfr. eða sira Lárus Halldórsson) og þm. Norður Þingey- inga, með því að sagan segir nú, að þar muni á boðstólum Jakob borgari Hálf'dán- arson frá Húsavík, merkis- og sæmdar- maður, er kjósendur kunni ef til vill að hallast að, meðfram af því, að þeir hafi styggzt við sýslumann (B. Sv.) fyrir að ætla að hafa þá fyrir varaskeifu. „Sala á íslenzkum vörum“. ii. (Niðurlag). Um aðrar vörur er fljótar yfir sögu farið. Nýjan fisk t. d. kunnum vjer alls eigi að fara með óskemmdan á erlendan markað, og verður því höf. að láta sjer lynda að geta þess, að frá Hul! sjeu hjer við land á sumrum 15 gufuskip við fiskiveiðar og 30 frá Grimsby, mest á heilagfiski, er flutt er ýmist í ís eða þá lifandi í stóru keri í lestinni og selzt hátt, um og yfir 30 a. pd. Eina ráðið fyrir iandsmenn til að hafa gott af þessu væri, að ætlun höf. og dómi Englendings, er vit hefir á, að hafa hjer fasta fiskitöku einhversstaðar með ískjall- ara? leggja þar upp veiðina og kaupa þar nýjan fisk af opnum bátum. Hrogn segir höf. mest keypt á Norður-Frakklandi og Norður-Spáni og höfð í beitu fyrir sardín- ur. Norsk hrogn þykja miklu betri en íslenzk, með því að Norðmenn hafa miklu betra verkunarlag á þeim: láta þau fyrst 1 saltpækil, taka þau síðan upp úr pækl- inum og láta í tunnu og pressa vel. Hert- ur sundmagi íslenzkur er seldur mest í Barcelona, til manneldis f'yrir fátæklinga og sjómenn á hafskipum. Verkunin þykir ekki góð hjer. »Sundmaginn á að vera hreinn, sljettur, þunnur og ljósleitur«. I Lundúnum eru íslenzkir hestar notaðir fyrir reiðhesta handa börnum, og seljast á 14—16 pd. sterl. (250—320 kr.). Verða að vera bringubreiðir og ekki yngri en 6 vetra. Ungir mjóslegnir folar seljast þar alls eigi. Annars eru íslenzkir hestar not- aðir mest á Englandi og Skotlandi fyrir vagna í kolanámunum. íslenzkt sauðfje er ekki selt nýkomið af'skipsfjöl áEnglandi, heldur kaupa enskir bændur það og ala nokkra mánuði, ef' vel eru heyjaðir; selja síðan til slátrunar með góðum hagnaði. »Aldrei ætti að flytja út ær og veturgam- alt fje«, og sízt að láta það slæðast innan um sauði í sviksamlegum tilgangi. Það þykir að ísl. fje, að það sje of magurt á bakið, en mör aptur heldur mikill. Hið frosna sauðakjöt frá Ástralíu hefir spillt fyrir sölunni; af því flytjast 35,000 kropp ar til Lundúna á viku hverri. TJll hjeð- an selzt langmest til Englands, eins sú sem fyrst er flutt til Danmerkur. Til þess að gera hana útgengilegri þar, þarf að vanda fiokkunina betur, blanda ekki haustull (þveginni) við vorull, láta ekki vera í henni heyrusl eða þess háttar og ekki smá-bómullarlopa (merkilopa) — þeir taka ekki lit eins og ullin, og stór- skemma svo það sem úr henni er unnið —, klippa fjeð en rýja ekki, og fara sem bezt með það á allar lundir. Það sem spillt hefir verði á íslenzkum æbardún síðarf árin er, að aðrar dúntegundir, einkum gæsadúnn, hefir bólað hann frá markaði, síðan menn komust upp á að aðgreina hann með þar til gerðum vjelum. Ejúpur skyldi helzt senda á markað alveg ósalt- aðar, vandlega umbúnar og vafðan innan í pappír, eins og Rússar gera og Norðmenn. Eru þannig lauslega yfirfarin nokkur helztu atriðin í þessari fróðlegu skýrslu, sem er ó- liklegt annað en verði þó til þess að auka áhuga á að greiða betur frrir sölu á ís- lenzkum afurðum en gerzt hefir áður, og munu flestir samdóma um, að það sje síður en svo, að hinum litla landssjóðs- styrk til ferðar hr. D. Thomsen hafi veri5 á glæ kastað. Hitt verður eigi fyrir vitað, hve mikið gott kann af henni að leiða óbeinlínis, er frá líður. Sjónleikirnir dönsku hafa að vanda gengið mikið vel, þessi tvö kvöld, sem búin eru. Síðara kveldið var hjer um bil húsfyllir af áhorfendum. Nýir leikir það kvöldið voru »Peter sidder over« og »Den svage Side«, hvorttveggja mesta hlátursefni. Það er auðsjáanlega þaulvanur og leikinn maður í íþrótt sinni, hinn nýi leikari, hr. Jens Winther, frá Dagmarleikhúsinu f Khöfn; honum ferst mikið fimlega hvað sem hann á að gera. Leikmærin, frk. Jenny Jensen, er óvanari, enda kornung; hefir þó gengið í leikmenntarskóla við- Konungsleikhúsið í Khöfn og verið síðan 2 ár við Dagmarleikhúsið; kann því svo- langt um betur til verka en hjer tíðkast; spillir það og eigi f'yrir, að hún er mikið fríð sýnum og býður af sjer bezta þokka. Þau hjónin, hr. Edw. Jensen og frú Olga Jen- sen, leika með sömu alúð og fjöri sem að- undanförnu, eins og allir kannast við. I kveld verður leikið í 3. sinn. Það er »Peder sidder over« aptur og 2 nýir leikir mikið skemmtilegir, annar eptir Einar Christiansen, ritstj. »111. Tidende«. Landsbankinn. Meira var nokkuð í sjóði í bankanum 31. marz þ. á^en 31 mánuðum áður, nefnil. 138 þús., í stað 100 þús. Lánveitingar á því tímabili voru 44 þús., en endurgreiðslur lána tæpar 30 þús. Sparisjóðsinnlög nær 80 þús., en ekki tekn- ar út nema 50 þús. Innlög á hlaupareikn- ing 30 þús. og úttekið aptur 23 þús. Yíxl- ar keyptir fyrir 24 þús. (víxillán); innleystir víxlar tæp 19 þús. Útlán bankans í reikningslok voru orðin full 1 miljón kr., að meðtöldum víxillán- um, 40 þús. Sparisjóðsínnstæða í bankan- um 648 þús. kr.; hlaupareikningsinnstæða 111 þús.; varasjóður bankans 140 þús. og* sparisjóðs Beykjavíkur 16 þús. rúm. Ónýtt er orðið af seðlum og skilað lands- sjóði 24 þús. kr. Lán handa branðum. Þessum brauð- um hefir landshöfðingi veitt í vor lántöku- leyfi, gegn veði í tekjum þeirra: Hofi í Vopnafirði 256 kr., gegn 20 ára endurborg- un með 4% vöxtum til húsakaupa á kirkju- jörðina Hraunfell; Hvammi i Dölum 3000’ kr. til 28 ára til þess að koma upp á staðn- um nýju timburhúsi álna í stað bæjarhúsanna, sein nú eru; og Setbergi í Eyrarsveit 800 kr. til 24 ára til umbóta á íbúðarhúsinu á staðnum.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.