Ísafold - 23.06.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.06.1894, Blaðsíða 2
100 sjóði«. Þessi ummæli eru, að mjer virðist, sprottin af hinum sama misskilningi á frumvarpinu; það er ekkert i því í þá átt, að fje sje sjálffengið úr kirkjusjóði, hve mikið sem hver einn vill. Hver kirkja á að fá ávísað sem nœst því, sem hún hefir efni til, að eins tekið fram, að þær kirkj- ur, sem eru í vandræðum, fái svo mikið fje, að þær geti verið í »sómasamlegu standi og hæfar til guðsþjónustu«. Getur þá nokkur haft minni ánægju af því, að gefa kirkju sinni gripi, kosta lit á hana, eða á einhvern hátt að styðja að því, að hún verði prýðilegri og veglegri, þó sem sem hezt sje farið með fjje hennar, eins og frv. leggur fyrir, en ef kirkjuráðandi geym- ir það sem gjaldendur hafa greitt henni vaxtalaust áratug eptir áratug, og fer svo ráðlauslega, aðjegekki segi óráðvandlega með það? Það ermjögólíkt því, að gefa landssjóði, þó einhver gefi sóknarkirkju sinni það sem hana vanhagar um og hún getur ekki fengið úr kirkjusjóði. Þá segir Kirkjubl.: ».Jeg get eigi tekið undir með Þórarni prófasti Böðvarssyni, að það sje næg trygging, að hin háu stiptsyfirvöld skamti; þeim er ómögulegt að hafa nægi legan kunnugleika og nægilegt eptirlit um land allt«. Eigi man jeg í hvaða sam- bandi jeg hefi talað þessi orð, en líklega hefi jeg talað þau í því sambandi, að það væri nægileg trygging fyrir því, að svo færi eigi, sem sumir þingmenn sögðu, og Kirkjubl. álítur rjett mælt, að »sjóðurinn yrði brátt jetinn upp«. Hvernig er stipts- yfirvöldunum »ómögulegt að hafa nægileg- an kunnugleika« ? Á hverju þurfa þau að hafa kunnugleika í þessu efni? Engu öðru en fjárhag kirknanna, sem þau ein hafa skýrslur um í höndum, um land allt. »Eptirlit« með byggingunni er ekki þeim ætlað í frv., heldur »einum eða fleiri mönn- um, sem próf. kveður til þess«. Er leyfi- legt að ætla stiptsyfirvöldunum, að þau vísvitandi brjóti lög og fari yfir það tak- mark, sem lögin setja þeim ? Að fjár- greiðsla fyrir skylduvinnuna gömlu geti »hlaupið á þúsundum«, álít jeg Jjarstæðu, sem ekki nær neinni átt. Jeg hefi byggt eina af hinum stærstu kirkjum á landinu úr steini og náði aðfhersla af öllu efni að henni eigi 300 kr. Kirkjubl. færir þuð sem ástæðu á móti sameiginlegum sjóði nð eigi yrði neitað um fje, ef kirkja væri fallin, fokin eða fúin, þannig, að öll guðs- þjónusta lægi niðri í viðkomandi söfnuði«. Ef slíkt kæmi fyrir, það getur ef til vill komið fyrir svo sem einu sinni á heilli öld, svo að lítið fje sje til, væri þá ekki gott, einmitt nauðsynlegt að sameiginleg- ur sjóður væri til? í þeim einum tilfell- um geta stiptsyfirvöldin verið í nokkrum vanda, en hafa þó það ákvæði laganna, að ávísa svo miklu, að guðsþjónusta geti farið fram, að mínu áliti gjarnan með því skilyrði, að hlutaðeigandi söfnuður leggi nokkuð í móti. Eptir því sem fjárhagur kirkna var 1890, hafa stiptsyfirvöldin yfir 40 þúsund krónur til að hjálpa fátækum kirkjum um, svo að 100,000 kr. veröi ept- ir. Að hinu leytinu hefi jeg aldrei hugsað, að hinn veitti styrkur til fátækra kirkna væri beinlínis gjöf, heldur að eins lán. vaxtalaust eða með vöxtum eptir ástæðum og efnahag kirkjunnar og safnaðarins. Mörg kirkja getur verið fátæk um sinn, fýrir illa meðferð á fje hennar, en orðið með tímanum rík. Þó að lánið yrði hjá sumum kirkjum skuld, sem aldrei yrði borguð, þá álít jeg það samboðið kirkju- sjóðnixm að veita það. Það tek jeg fram, að jeg tel það fje að sjálfsögðu í sjóði, sem er á vöxtuin, hjá kirkjum eða öðrum. Að öðru leyti er jeg Kirkjublaðinu að mestu samdóma um mál þetta. En eigi get jeg sjeð, að viðlagasjóður hafi neina kosti fram yfir hinn sameiginlega kirkju- sjóð, eins og jeg skoða hann. Jeg vissi þegar í fyrra, að andróðurinn á móti hinum sameiginlega sjóði í þinginu var mest sprottinn frá einum manni utan þings, er vildi halda fast við frumv. það, sem var lagt fyrir þingið. Yirtist sem hver tæki það eptir öðrum. Hinar mis- munandi skoðanir virðast mjer mest sprottn- ar af því, að þeir, sem eru á móti sam- eiginlegum sjóði, skoða hann öðruvísi en jeg, en jeg skoða hann eins og jeg meinti, þegar frumvarpið var samið. Getur verið, að sum ákvæði mættu vera skýrari, því t. d. inn í bætt, að h ver kirkja hefði reikn- ing út af fyrir sig, eins og var í frumv. þeim, sem jeg flutti; að í stað »ávísa« væri sett »lán«, með vöxtum eða vaxta- laust. Fjárþurð getur því að eins orðið, að hið árlega gjald, 75 a., reynist of lágt, og það eitt óttast jeg einkum af því, að öll skylduvinna að kirkjum og kirkjugörð- um er úr lögum numin. Væri hugsandi, að sjerstakur sjóður væri stofnaður í hverju hjeraði til viðhalds kirkjugörðum og hæfi- legt legkaup greitt í hann. Reynist gjald- ið nægilegt, þá er jeg sannfærður um, að kirkjusjóðurinn verður, áður en margar aldir eru liðnar, stórkostlegur sjóöur. í frumv., eins og jeg bar það upp í þinginu, voru þau ákvæði, að stjórn lands- bankans ávaxtaði fje kirkjusjóðsins. Þótti mjer það óskylt, að gera stiptsyflrvöldun- um það að skyldu, að »ávaxta« fjjeð, en þeim að eins skylt að ávísa fje til útborg- unar, sem yfirumsjónarmönnum kirkjunnar. Gæti jeg vel vitað, að aptur væri horfið að því. Það eru ein nýmæli í frv., sem, að minni ætlun, áttu að verða hvað mest til fram- fara, að því er kirkjur snertir; það eru á- kvæðin í 9. grein um ráðstöfun kirkju- stjórnarinnar á aðalviðgerðum og bygg- ingum kirkna. Á með þessum ákvæðum að vinnast, að menn, fleiri eða færri, fari að leggja stund á byggingarfræði, að því er kirkjur snertirað kirkjurnar verði á- litlegri, vandaðri og traustari og endingar- betri. Kirkjur hafa til þessa ekki verið byggðar eptir neinni fastri reglu, heldur eptir höfði hvers eins. Kirkjur hafa verið svo óvandaðar, að sumar þeirra hafa ekki staðið nema 30 ár; stundum töluverðu fje var- ið kirkjunni til engrar prýði og einkis gagns. Enginn, sem hefir ritað um málið, hefir minnzt á þetta, sem þó er eitt af aöalatr- iðum frumvarpsins og getur orðið til mestra framfara. Eigi get jeg annað en álitið, að þessar ráðstafanir og yfirumsjón kirkju- stjórnarinnar eigi bezt við, ef sameiginleg- ur kirkjusjóður er. Það eru önnur ákvæði í frumvarpinu, sem allir ganga líka fram hjá; það eru á- kvæðin í* 14. gr., um bændakirkjur. Jeg get eigi betur sjeð, en að rjett væri, aö öll ákvæði laganna næðu eins til þeirra og annara kirkna. Það fje, sem gjaldendur greiða til bændakirkju, er eigi greitt til þess, að kirkjubóndi jeti það sjálfur og vanræki að hafa kirkjuna í því standi, sem hún á að vera. Þvert á móti er fjeð' ákveðið í lögum og greitt af hendi ein- göngu til þess, að kirkjan viðhaldist af því. Hún er byggð fyrir fje safnaðarins og eign hans í rauninni, og einkis annars. Jeg sje ekki betur en að löggjafarvaldið hafi fyr og síðar litið svo á. Það hefir boðið að semja reikninga þeirra kirkna, eins og annara, en það væri meiningar- laust, ef kirkjan væri full eign bóndans. Jeg get ekki betur sjeð, en að löggjafar- valdið hafi fyllsta rjett til að láta ný lög ganga yfir allar kirkjur, eigi sízt þegar breytt er um gjöld. Sje kirkjan full eign bóndans, þá er löggjafarvaldinu óskylt að auðga hann, ef gjaldið hækkar, eins og því er óheimilt að minnka eignir hans, ef gjaldið lækkar. Jeg hefi ávallt haldið þessu fram, þótt það hafi eigi náð fram að ganga. Áttu bæði þau frumvörp um kirkjur, sem jeg hefi samið og flutt, að ná jafnt yfir allar kirkjur. Þætti mjer vel, ef frumvarp þetta væri eins, þegar við það er skilið. Görðum 21. júní 1894. Þórarinn Böðvarsson. Atlis. ritstj. Mál þetta’ vei-bur lítils háttar írekar athugað í næsta bl. Alþingiskosningar. Austur-Skaptafellssýsla. Þar var kosinn 1. þ. mán. í einu hljóði (41 atkv.) Jón Jónsson prófastur í Stafafelli, er var einn í kjöri. Barðstrendingar kusu 8. þ. mán. Sigurð Jensson prófast í Flatey,—einn í kjöri. ísfirðingar lnifa sömuleiðis endurkosið- sína fyrri þingmenn báða Skúla Tlioroddsen og síra Sigurð Stefánsson. Er og eigi getið um aðra þar í kjöri. Við kosning Guðlaugs sýslumanns Guð- mundssonar í Vestur-Skaptafellssýslu var atkvæðafjjöldinn, er hann hlaut, 43, en Jóns. i Hemru 8. Sjónleikirnir dönsku. Hinir nýju leik- ir 2 á miðvikudagskveldið var voru báðir góðir, hvor á sinn hátt,—annar, »Folkesnak«, eptir Einar Christiansen, saminn af tals- verðri list það er kemur til greindarlegs, fjörlegs og áheyrilegs samtals, en hinn, »En- den paa Legen«, mikið vel skoplegur. Þar hafði hr. Winther skapað sjer forkostu- legt karlgarms gerfi (uppgjafaskrifara). f fyrri leiknum fórst frk. Jenny Jensen ein- staklega laglega; hin unga mær átti sjer- lega vel við hana. Fátt var áhorfenda þetta kvöld, líklega mest vegna illviðris, eða þá af tómri til- viljun.— Að inngangseyririnn dragí úr að- sókninni, þótt hærri sje en þegar viðvan- ingar hjer eru að fást við leikaraskap^ getur varla átt sjer stað. Það sækja hvort sem er þeir einir útlenda leiki, málsins vegna og annare, er kunna bæði að meta. muninn á almennilegri leikinennt og við- vaningskáki, og láta sig hins vegar engu muna, hvort þeir gjalda nokkrum aurum meira eða ekki, enda lægra þó en viðlíka skemmtanir fást fyrir annarsstaðar. En kostnað hefir þetta útlenda fólk svo mik- inn um fram innlenda viðvaninga, dýra og langa ferð hingað m. m., að því er al- veg frágangssök að hafa hinn vanalega, heimskulega lága innlenda inngangseyri ; með því gjaldi stæðist það eigi kostnaðinn*

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.