Ísafold - 18.07.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.07.1894, Blaðsíða 1
FJARSÖLUMALIÐ. Hversu hrein viðskipti fyrir íslands hönd mæta drengilegmn viðtökum hjá umboðsmönnum íslendinga í útlöndum. Á næstliðnu hausti var mjer, eins og kunnugt er, falið að leigja gufuskip og flytja fje á því til Skotlands og láta selja það þar. Atti kaupfjelag .Borgfirðinga meiri hlutaun af því, en kau.p- fjelag Arnesinga hinn hlutann. þegar eg fór á stað til þess að leigja skipið, voru ekki komin loforð fyrir meiru en um 1000 fjár og varð jeg að velja skipstærðina þar eptir. þegar jeg kom til Skot- lands fór jeg til manns þess, A. Dickson Rennie í Glasgow, sem jeg hafði ráðið til þess að selja fjeð og sem samkvæmt upplýsing- um, er jeg fjekk um hann, var í góðum efnum og talinn samvizku- samur verzlunarmaður. Jeg bað hann að útvega mjer skipið á Bretlandi, leitaðist hann fyrir sjer, en gat hvergi fengið nógu lítið og ódýrt skip. Leiga skipsins mátti ekki vera há fyrir svo fátt fje, þar sem fjársalan hefði þá ekki getað svarað kostnaði. Jeg tjáði þá umboðsmanni mínum, að jeg mundi geta fengið hæfilega stórt skip í Hamborg og bað hann um, að gefa mjer upplýsingar um, hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu, að flytja fjeð til Skotlands í skipi frá Hamborg, hann tjáði, að ekkert væri því til fyrirstöðu, eu sagðist þó sama dag ætla að leita sjer ýtarlegri upplýsinga um það og láta mig vita áður en jeg færi til Hamborgar, hvort jeg gæti laganna vegna leigt skip þaðan. Árangurinn af rannsóku hans var hinn sami. Jeg fór því til Hamborgar, leigði skipið »Alpha« 19. ágúst, sem fara átti þaðan af stað um lð. september, og fór svo aptur til Englands, Newcastle, og var þar við sölu á um 50 hest- um, sem jeg átti að selja þar. I Newcastle átti jeg tal við ungan skipamiðil, sem hafði boðið mjer skip til fjárflutningsins, en var of stórt og of dýrt, og sagði jeg honum, að jeg væri búinn aðfá hentugt skip í Hamborg. Hann tjáði mjer þá það, sem hann ekki gjörði, þá er jeg fór til Hamborgar, er hann vissi einnig um, að það mundu vera lög til, sem takmörkuðu not á utanríkisskipum, nefndi hann 21 og 28 daga, en engin lög þessu viðvíkjandi kvaðst hann geta sýnt mjer. Jeg fór svo til Leith og lagði ekki mikinn trúnað á þetta, þar sem jeg hugði að vera mætti, að miðill þessi mundi segja þetta til þess að draga huga minn frá að leigja skipið í Hamborg, heldur leigja skip hjá honum. En til þess að vita vissu mína, leitaði jeg frekari vitneskju hjá stærsta fjársölumanninum í Edinborg, Swan & Son, sem mest hafði selt af fje frá Islandi á meðan R. & D. Slimon keyptu sjálfir fje. 'Hann skrifaði samstundis til akuryrkjustjórnar- innar (Board of Agriculture) í London, sem gefur út öll Iög lút- andi að innflutningi á fjenaði frá öðrum löndum. Eptir tvo daga kemur svo hljóðandi svar frá Swan & Son, dagsett 26. ágúst 1893: »Fje er leyfð frjáls innganga frá IsZandi, en skipið, sem flytur það, má ekki hafa haft innbyrðis síðustu 28 dagaua nokkurn fjen- að útfluttan eða fluttan með ströndum fram fyrir utan Bretlands- eyjar og Jsland*. Á meðan jeg beið eptir þessu svari, * fór jeg einnig til vara- kousúlsins danska í Leith, Alfred Steenberg, sem er mesti sóma- maður og góðviljaður, og spurði hann einnig um þetta, en af því diann var ekki viss um að geta svarað mjer rjett, fór hann til yfir- konsúlsins danska, og kom með það svar, að hann teldi vafalaust, að mjer væri óhætt að taka hið þýzka skip. Jeg taldi víst, að þegar yfirkonsúllinn vissi ekki um neinar tálmanir þar að lútandi, þá mundu upplýsingar umboðsmanns míns vera hinar einu rjettu. Og hvað við vjek hinum 28 dögum, sem Swan & Son talar um, þá vissi jeg, að »Alpha« hafði ekki haft fje um borð innan nefnds tíma, þar sem hún var notuð sem vöruflutningaskip. Jeg fer samt aptur til umboðsmanns míns og spyr hann um hið sama atriði á qý, en hann stóð á því, að mjer væri óhætt að taka skipið. Jeg fór síðan öruggur aptur til Hamborgar og upp til íslands, tók farm- inn þar og fór til Leith samkvæmt boði umboðsmanns míns, sem áður hafði boðið mjer að fara til Glasgow, en gerði mjer í brjefi 6. sept. til Hamborgar viðvart um, að reglugjörð væri komin út, sem bannaði innflutning á lifandi fje til Glasgow; yrði jeg því að ilytja fjeð til Leith. Eins og mönnum mun kunnugt, hreppti jeg verstu veður til Leith, því síðasta haust var stormahaust, svo að margar kindur drápust á leiðimii, því að skipið var lítið og þess vegna valt í sjó. í En þegar til Leith kom fjekkst ekki að lenda farminum, með því að innflutningurinn kæmi í bága við ensk lög, þar sem ekki hefði liðið nema 19£ dagur, í staðinn fyrir 21 dag, frá því skipið fór frá Hamborg og þangað til það tók við farmi á íslandi. Umboðsmað- ur minn fór til yfirmanns tollgæzlunnar í Leith til þess að fá hann til að leyfa fjenu landgöngu, þar sem dýralæknirinn væri búinn að dæma fjeð heilbrigt. það var auðsjeð, að mann þennan langaði til að leyfa fjenu á land, þar sem honum fórust orð á þessa leið: »Enda þótt dýralæknirinn hafi dæmt fjeð heilbrigt, og því ekkert í hættunni að leyfa fjenu í land, þá verð jeg að binda mig við það, sem lagabókstafurinn ýtrast heimtar, því annars eru keppi- nautar yðar á hæluuum á mjer«. Af þessu má sjá, að einhver var búinn að aðvara tollgæzl- una að hleypa ekki þessu fje á land, sem jeg þá ekki vissi hver var, en það vitnaðist síðar, þó ekki væri svo til ætlazt. A öðrum degi eptir að skipið hafnaði sig í Leith, kom að- vörun til yfirkonsúlsins danska, að »Alpha« mundi ekki hafa nægi- legt lopt fyrir fjeð, en þeirri aðvörun var ekki sinnt eptir tillögum varakonsulsins, sem taldi kæruna ástæðulausa. þegar jeg fór frá Reykjavík, var kempan Jón Vídalín þar. Hann hefir þó víst ekki beðið mig fyrir bjefið til kunningja síns í Newcastle um þetta at- riði, og kunningi hans svo brugðið við að kæra þetta fyrir konsúln- um, í gegn um vin sinn Mackinnon? Jeg er þess viss, að brjefið frá Reykjavík um loptleysi í »Alpha«, var sent með því skipi: með mjer sjálfum. Afleiðingin af því, að svona var rekið hart á eptir tollgæzl- unni að hleypa ekki fjenu á land, varð sú, að umboðsmaður minn varð að slátra fjenu og selja það samstundis fyrir svo lágt verð, að ekki nam skipsleigunni. f>ar með var í fyrsta skipti búið að fyrirbyggja, að íslend- ingar fengju borgun fyrir fje sitt. Hið fyrsta, sem jeg gjörði eptir að fjeð var selt, og jeg var ! búinn að heyra á Rennie, að hann vildi ekki bæta mjer skaðann, ' var að snúa mjer til málfærslumanns, leggja fyrir hann öll brjefa- j viðskipti umboðsmanns míns og mín og að beiðast álits hans um, hvort jeg gæti hœttulaust höfðað mál gegn Rennie til skaðabóta fyrir fjártapið. Jeg fjekk fljótt eindregið álit hans og tveggja annara um að mjer væri alveg óhætt að höfða málið, þar sem Rennie hlyti að verða dæmdur til að borga skaðann samkvæmt brjefaviðskiptunum. Málið var því höfðað 11. nóvember f. á. Vegna þess, að svo mörg mál voru fyrirrjettinum og.dómar- ar eiga ekki setu nema svo sem 2 mánuði ísenn, og að þeir fá svo hvíld hjer um bil jafnlangan tíma, þá kom málið ekki fyrir rjett- inn fyr en 16. maí. Á þessu tímabili gerði verjandinn Rennie rnargar tilraunir til aðfá mig skyldaðau til að setja veð, samkvæmt skozkum lögum, fyrir málskostnaði hans, en dómarinn leyfði það aldrei, af því hann krafðist þess ekki npphaflega. Tilætlun Rennie var, að bíða þangað til talsverður málskostnaður væri fallinn á mig frá mínum málsfærslumönnum, svo jeg væri þess óviðbúnari að geta sett veðið. Á öllum þessum tíma var aldrei friður fyrir máls- færslumanni verjanda, sem var bróðir hans. Hann hjelt daglega uppi brjefaskriftum, sem allt af þurfti að svara, og hleypti það mál8kostuaðinum óðum upp, því allt er dýrt reiknað hjá máls- færslumönnum þar. í desembermánuði f. á. átti jeg erindi til Newcastle. Jeg mætti þar á götu Louis Zöllner og Jóni Vídalín. J>eir buðu mjer, og kunningja mínum, sem með mjer var, inn á veitingastað að drekka bjór; jeg þáði það. f>eir voru mjög kurteisir og kenndu ósköp í brjóst um mig, að jeg skyldi verða fyrir þessu óhappi út af fjenu, og óskuðu þess, að jeg gæti náð mjer niður á Rennie. Já,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.