Ísafold - 25.07.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.07.1894, Blaðsíða 2
182 er það rösklega gert & ekki lengri tima. Nokkrir helztu bændur þar í Suður-Dölun- um fylgja honum vasklega eptir. Ólafur bóndi á Fellsenda og söðlasmiður Finnsson sljettaði í vor 1100 ferh.faðma í sínu túni og annað eins í fyrra eða vel það, sjer- lega vel og vandlega; hvað mikið hann var búinn með áður, hef jeg ekki sett á mig. Hann er atorkumaður mikill og bú- höldur hinn bezti, heflr húsað bæ sinn vel og umbætt jörðina að örðu leyti; sýndist mjer þar tiltakanlega vel gengið um úti og inni. Iðn sína, söðlasmíði, stundar Ó- lafur bóndi jöfnum höndum búskapnum og með sömu elju og atorku, með 3—4 svein um að jafnaði, og er óalgengt, að það fari vel saman, búskapur og veruleg handiðn. Líkt var mjer sagt af túnbótum Sumarliða bónda á Breiðabólsstað í Sökkólfsdal; jeg kom þar ekki. Það er sauðjörð mikil; á Sumarliði að sögn talsvert á 3. hundrað sauði fullorðna og þykir það mikið þar um sveitir. Hann sendi í haust er var kaup- manni í Stykkishólmi 30 sauði, sem vikt- uðu á fæti 160—185 pund. Kristján á Þor- bergsstöðum Tómasson var mjer sagt að sljettað hefði megnið af túni sínu; mun hafa verið þar á undan öðrum um þær sveitir, enda er orðlagður atorkumaður. Talsverðum bötum hafa hýbýli tekið allvíða þar sem jeg fór um frá því fyrir 25—30 árum. Það eru miklir örðugleikar við að stríða fyrir bændur í þeim efnum, ekki sizt aðflutningarnir. Fyrir fám árum var Norðmaður einn svo áræðinn, að sigla með timburfarm inn á Hvammsfjörð; þá komu óðara 2—3 bændur upp timburhús- um hjá sjer, og sýnir það, að viljann vant- ar ekki. Nú er von um, að eitthvað verði úr uppmælingu Hvammsfjarðar og að þá takist sigling þangað að staðaldri, sem vei mætti vera án kauptúns. Það væri mikið framfarastig fyrir Dalina. í Ásgarði sá jeg dávænt timburíbúðarhús nýtt, tvílopt- að, hjá Bjarna bónda Jenssyni, búfræðing frá Ólafsdalsskóla, bróður Friðjóns læknis. í Borgarflrði hafa og nokkrir bændur kom- ið sjer upp góðum íbúðarhúsum af steini eða timbri. Mun fyrstur hafa til þess orð- ið hinn þjóðkunni bændaskörungur Andrjes Fjeldsteð á Völlum; það er ramgert stein- hús (að mestu), er hann hefir sjálfur unnið að flest handtök. Þá er timburbús mikið vænt í Þingnesi, hjá Hjáþni bónda, efna- manni og alkunnum sæmdarbónda; sömu- leiðis í Bakkakoti og Deildartungu, en stein- og timburhús nýtt á Hurðarbaki, hjá Bjarna bónda Þorsteinssyni, bróður Þórðar heit. á Leirá, fjörmanni miklum og dugn- aðar, sem hefir auk þess sljettað nær 5 dagsláttum í túni sínu, komið sjer upp 4—500 hesta timburhlöðu með járnþaki og lagt nú í sumar góðan vagnveg heim til sín vænan spöl af þjóðveginum rjett hjá Kláffossbrúnni á Hvítá; það er nýlunda af bónda; enda er mikill myndarbragur á öllu hjá honum úti og inni. (Niðuriag). B. J. Póstskipið Botnia (kapt. Holm) lágði af stað hjeðan aðfaranótt hins 24. þ. m. og með henni allmargir farþegar, þar á með- al hinir þýzku og ensku ferðamenn, er komu með henni um daginn; ennfremur leikendurnir dönsku, Nickolin tannlæknir og A. Jespersen fyrv. veitingamaður al- farnir. Gufuskipið Stamford lagði af stað hjeðan aptur í fyrra dag beint til New- castle, með 480 hesta, keypta fyrir reikn- ing þeirra Zöllners og Yidalins að mestu vestur í Dölum og norður í Skagafirði, á aldrinum 2—7 vetra, fyrir 30—60 kr. kr. (einstöku meira), eða 45—50 kr. að með- alverði. Eptir urðu eitthvað á 2. hundrað hesta, er Stamford vitjar bráðlega aptur m. m. Holdsveikislæknirinn dr. Edv. Ehlers lagði af stað austur yflr Hellisheiði í gær. Hann er væntanlegur aptur hingað fyrstu dagana í næsta mán. (ágúst). Kona hans, frönsk, er með honum í því ferðalagi. Fám dögum síðar, 6. eða 7. ágúst, fer gufubáturinn »Elín« með hann aukaferð upp á Mýrar (Straumfjörð) og jafnvel vest- ur að Búðum, ef veður leyfir, en þaðan fer hann svo landveg til Ólafsvíkur, býst við að verða þar korninn 9. ágúst, og ætlar að stíga á skipsfjöl á Thyra í Stykkis- hólmi; verður þar kominn 13. ágúst. Ættu sjúklingar þar nærlendis að bera sig að ná fundi hans einhversstaðar á nefndum stöðum og tíma. Skoðað heflr hann nú 9 sjúklinga í Gullbringusýslu, 4 í Rvík, 8 í Borgarfjarðarsýslu, 2 í Mýrasýslu. Veðrátta og heyskapur. Hjer er enn mikil óþurkatíð um suðurland, og mun lítið sem ekkert hirt af túnum, enda byrjaði sláttur seint, óvíða fyr en í 13. viku hjer í suðursýslunum, því grasspretta var fremur slæm, vegna hinnar miklu kalsaveðráttu í f. mán., þótt vætan væri nóg þá, en langviunir þurkar þar á und- an. Vestanlands og norðan byrjaði slátt- ur talsvert fyr, sumstaðar í 11. viku (í Ólafsdal og Hvítadal mánud. í 11.), enda mikið betur sprottið, og nýting iíklega góð nyrðra, eptir áttinni hjer. Fyrir fisk- verkun eru og óþurkar þessir eigi síður bagalegir. Ferðamennirnir útlendu, þýzku, er hr. N. H. Thomsen var oddviti fyrir og skoðuðu Þingvelli, Geysi, Gullfoss og Skál- holt, ijetu mikið vel yfir sinni ferð hjer, þótt miður væri heppnir með veður. Ekki sáu þeir Geysi gjósa, en Strokk og Litla- Strokk m. m., og þótti talsvert til koma. Dáin er hjer í bænum í morgun ekkju- frú Valgerður Ólafsdóttir (Finsen), síðari kona Halldórs sál. próf. Jónssonar á Hofl, en systir 0. Finsen póstmeistara og þeirra bræðra, fædd 16. marz 1833. Hún var sæmdarkona mesta og valkvendi, barnlaus, en gekk stjúpbörnum og fósturbörnum í beztu móður stað. 'Vestmannaeyjuin 14. júlí: Með 4. degi júnímánaðar varð gagngjörð breyting á veð- uráttu, þá var lokið þerrinum, sem staðið hafði allan maímánuð, og hefir síðan gengið stöðugur rosi allt til þessa dags, hafa síðan komið að eins 6—7 þurrir dagar. Hinn litli saltfiskur, sem þveginn var um fyrri mánaða- mót, er því enn eigi kominn inn í búðina, og er það mjög bagalegt fyrir alla hlutaðeig- endur; hey hrekst í úteyjum, en túnasláttur er eigi byrjaður. Sjógœftir voru afieitar mestallan júnimán- uð, enda má heita hjer fiskilaust, hvar sem leitað er. Sakir fískileysisins í vetur og vor allt fram á þennan dag er hagur almennings hjer með allra lakasta móti, búðarskuldir miklar, oglán því mjög takmörkuð, svo sem von er, því fá- ir eru hjer efnamenn, sem nokkuð hafi að selja eða veðsetja; útlitið því mjög ískyggilegt með. lífsframdrátt fólks hin komandi missiri. Mat urtagarðar hafa orðið fyrir allmiklum skemmd- um af austanrokunum i júní. Verzlunin er með hagstæðasta móti með tilliti til verðlags á útlendri vöru, en gjald- eyri vantar. Verð á saltfiski mun vera á- kveðið 36 kr. og eins á löngu, á hvitri ull 65 aurar. Heilbrigði er mjög góð. Mestur hiti í júnímáuuði var þann 28. 14,8°, minnstur aðíaranótt þess 2. 2,2°, úrkoma 140 millimetrar. Nætur voru i þeim mánuði opt fremur kaldar að tiltölu, og er grasvSxtur- hjer varla i meðallagi sakir kalsans og hinn- ar miklu úrkomu. Járnbraut á íslandi. Heyrzt hefir sú flugufregn, að Englendingar einhverjir ætli að leggja járnbraut frá Reykjavík og austur (að Þorvaldseyri?). í Litlu-Asíu er borg sú, er Brússa heitir, svo sem þrjár mílur frá Marmarahafinu, og eru þar hafnarstaðir borgarinnar, en Marm- arahafið er skamt frá Svartahafinu og er lönd- um lukt, nema hvað það er samfast við Grikk- landshaf með Hellusundi (Hellespontus, Dar- danella-Sund) og við Svartahafið með Sævið- arsundi eða sundinu við Konstantinópel. Marmarahafið er 30 mílur að lengd frá austri til vesturs, en 10 mílur að breidd frá norðri til suðurs, eða 220 ferhyrningsmílur að flatar- máli. Landið í kringum Brússa er einkar- frjósamt og fagurt, með aldingörðum og ýms- um gróðri, en rjett hjá borginni er fjall mik- ið, sem áður hjet Ólýmpus (í Mýsíu), en er nú nefnt Keschisch-Dag (það er »munkafjall«);. þar snjóar, og er snjór fluttur þaðan til Mikla- garðs (Konstantinopel) og seldur, hafður til kælingar í hitunum og í ýmislegt sælgæti til svölunar. Brússa var stofnuð af Prúsíasi hin- um öðrum með því nafni, Bitýna-konungi;: hann hýsti Hannibal forðum, þá er hann flýði undan Rómverjum. Seinna varð horgin að- setur Tyrkja-soldána og þar var Orkan, sem stofnsetti Tyrkjaveldi, og var hún þá höfuð- borg, en seinna varð það Adrianópel, áður en, Múhamed annar braut undir sig Miklagarð. Þá var Brússa mikilhæf borg og voldug, og eru enn í henni 200 kirkjur Múhameds-manna, þótt sumar sje fallnar í rústir. Hin helzta heitir Oli-Dschami (o: hin fagra), og er með- fjórum turnum; yfir kirkjunni er stór hvolf-. bygging þakin postulíni, og 24 minni hvolf- kiefar í kring: þúsundir marglitra ljóshjálma eru í kirkjunni á milli súlnaraða og hvolf'boga. I kirkjunni hvíla ýmsir Tyrkja-soldánar, Ork- an, Múrad I. og Múhamed I. o. fh; í borginni dvaldi Abd-el-Kader frá 1852 til 1855. í grend við borgina eru hverir og heitar uppsprettur,. og voru þegar notaðar í íornöld; yfir sumum, þeirra eru fagrar byggingar og mörg baðhús, og sækja þangað margir sjer til heilsubótar. íbúar borgarinnar eru um 36,000, en í borg- arumdæminu sjálfu eru um 400,000 manna; en stundum hafa jarðskjálptar gert þar usla og valdið tjóni. Hafnarstaðirnir, sem eru við Marmarahafið, eru allmiklir verzlunarstaðir; árið 1859 nam innflutningurinn um 4 miljón- um króna, en útflutningur um 10 miljónum. Árið 1874 var lögð járnbraut frá Brússa og til hafnarstaðar við Marmarahafið, en hún var ekki notuð sem skyldi og lagðist því niður, þrátt fyrir alla borgardýrð og landkosti. Beri maður nú þetta saman við Reykjavík og vora hagi, bæði að landkostum og mann- fjölda, þá er ekki hægt að sjá, hvernig járnbraut muni geta borgað sig hjer. Sje það satt, að áætlaður kostnaður muni verða um tvær milj- ónir króna, og ætlazt til að landssjóður borgi þetta með 5°/o eða hjer um bil 100,000 krón- um á ári í svo sem 30 ár, þá væri líklegt að alþingi hugsaði sig um, áður en það leggur út í þetta fyrirtæki. Menn kynnu að segja, . að við þetta fengist mikil atvinna og stórfje

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.