Ísafold - 04.08.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.08.1894, Blaðsíða 2
194 gerist. Mundu að sjálfsögðu hinar dönsku gufuskipaferðir hjer milli landa halda á- fram eptir sem áður, hæði samkvæmt stöðulögunum og vegna hinna dönsku verzl- unar, er haldið mundi við hjer lengi vel, þó að þessi breyting kæmist á. Þetta væri í stuttu máli almennilega gerðarlegur framfaraviðleitniskippur, og mun það margur mæla, að sliks sje oss full þörf, til merkis um, að þjóðin ali þó með sjer alvarlegan og verulegan viðreisn- arhug, og t. d. vesturfarar þurfl ekki að bera það fyrir sig, að hjer sjeu engir við- burðir hafðir til þess að koma iandinu eitthvað á framfararekspöl hins menntaða heims. / Því að eins, að þjóðin vilji svo sem ekkert átak gera til þess að hafa sig upp, því að eins getur hún sagt sjer of vaxin fjár- útlát þau, er h|er er um að ræða. Hjer er ekki um að tefla nema 50—60,000 kr. viðbót við það sem nú þegar er veitt til samgöngumála, og er það ekki neitt ægi- legt stökk í rauninni. Ekki að vita einu sinni, að neitt þurfl að auka landssjóði tekiur með nýjum sköttum eða tollum í því skyni. Þeir sem lesið hafa bók hr. D. Thom- sens, hljóta að hafa sannfærzt um, hafl þeim eigi verið það ljóst áður, hve mik- ilsvert mundi fyrir landið að fá beint meginverzlunarstraumnum hjeðan einmitt til Liverpool, einkum og sjer í lagi fisk- verzluninni. Og þá hitt, að geta sentflsk- inn hjeðan smátt og smátt allt árið beint á hinn bezta heimsmarkað, í stað þess að ryðja honum öllum þangað í einni þvögu á haustin, sölunni til stórmikiis hnekkis. Einnar einustu krónu ábati fyrir lands- menn á hverju skippundi af útfluttum fiski mundi einmitt samsvara öllum. árs- styrknum til þessara gufuskipaferða, 50 þús. kr. Samkeppnin við dönsku gufu- skipin mundu landsmönnum síður en eigi bagaleg, hvorki til vöruflutninga nje manna- ferða. Fargjald á þeim heflr nú t. d. stað- ið í stað í meira en 30 ár, og verið alla tíð afardýrt, við það sem annarsstaðar gerist, og svo mjög sem það hefir lækkað víðast; og hefir það hept menn mjög frá utanferðum, í stað þess að þær hefði oss verið miklu hoilara að væru örvaðar sem mest. Fljótar og greiðar samgöngur við önnur lönd hafa nú og farið hríðversn- andi hin síðari árin að því leyti til, sem viðstaða dönsku gufuskipanna áFæreyjum hefir farið sivaxandi. Heflr það og meðal annars hnekkt mikið ferðum útlendinga hingað. Þeim mundi bregða við hálfu fljótari ferð. — Það er í stuttu máli æði margt og mikið, sem gerir þetta mikils háttar nýmæli all- girnilegt. En vitaskuld er einnig mikið og margt að athuga og íhuga, og síður en eigi flanandi í annað eins stórræði athug- unarlaust. Það þarf nákvæmrar og ýtar- legrar rannsóknar og íhugunar við áður. Sjálfsmorð. Hinn 15. f. mán. (júlí) fannst bóndi einn í Bjarneyjum, Jóhann Sigmundsson að nafni, dauður í sjónum fyrir neðan kletta þar í eyjunum. Erþað ætlan manna, að hann hafi fyrirfarið sjer, því að hann var maður þunglyndur mjög og hafði opt borið á því, að hann var geðveikur. Sigling. Ágúst 1. Anna (71, C. Ras- mussen) frá Liverpool til H. Th. A. Thom- sen. 3. Banco (97, Eide) frá Middelsbro til verzlunarfjelags Strandamanna. S. d. Embla (149, C. Mikkelsen) frá Hamborg með ýmsar vörur til Björns Kristjánssonar. Holdsveikislæknirinn, Dr. Edv. Ehlers, er hæ.ttur við Olafsvíkurferð- ina, að hann skrifar hingað frá Stór- ólfshvoii 30. f- mán.; sjer, að hann muni ekki hafa tíma til þess. Hann heflr svo mikið að gera á þessari austurferð. Var þá búinn að hafa tal af og skoða þar i sýslunni (Rangárvalla) meira en 50 holds- veikissjúklingum, og allt af að bætast við. Mannalát. Hinn 24. f. mán. (.júlí) andaðist að heimili sínu í Ólafsvík vestra fyrr. verzlun- stjóri Torfi J. Thorgrimsen, fæddur 10. ágúst 1831, sonur sira Þorgríms Thorgrimsen, er síðast var prestur að Saurhæ á Hvalfjarðar- strönd, og konu hans Ingibjargar Guðmunds- dóttur, systur Helga biskups G. Thordersen. Hann var tvívegis lengi verzlunarstjóri fyrir Hans A. Clausen í Ólafsvík. Af börnum hans lifa hann eigi önnur en frú María, kona (síð- ari) Helga prests Arnasonar i Ólafsvík, og 1 sonur, Þorgrímur að nafni, í Vesturheimi. Hann var mjög vel gefinn maður til sálar og líkama, fríður sýnum og gervilegur. í Flatey á Breiðafirði ljezt 1. f. mán. (júlí) ekkjan Guðrún Oddsdóttir, Hjaltalíns læknis, og konu hans Dorotheu f. Bornemann Hún fæddist 14. marz 1810, giptist 1836 Ólafi Guð- mundlsyni, er seinna varð borgari í Fiatey og andaðist 1891. Hún var kona vel mennt- uð og gáfuð. Alþingi 1894. ii. Skrifstofa alþingis. Fyrir henni ræður dr. phil. Jón Þorkelsson frá Khöfn, en með honum á skrifstofunni cand. theol. Steingr. Johnsen og landshöfðingjaskrifari Brynjólfur Þorláksson. Innanþingsskrifarar í neðri deild skólastjóri Morten Hansen og cand. theol. Jó- hannes Sigfússon; í efri deild Halldór Jóns son bankagjaldkeri og stúdent Sigurður Fjet- ursson (frá Ánanaustum). Prófun kjörbrjefa. Kjörbrjefanefnd var skipuð þingsetningardaginn í samein- uðu þingi (deilda-forsetarnir, Guðl. Guð- mundsson, Kristján Jónsson og Ólafur Briem), og henni fengið til meðferðar kjör- mál þingmanns Mýramanna, Halldórs Dani- elssonar. Rækilega rökstutt álit nefndar- innar er það, að kosningin skuli metin gild, en að landsstjórnin sje beðin að veita hlutaðeigandi kjörstjóra hæfllega áminning fyrir vangæzlu á fyrirmælum kosningar- laganna. 'Vangæzla sú var fólgin í því, að / hann hafði auglýst kjörfund með skemmri fyrirvara (8—9 dögum skemmri) en lög mæla fyrir, og vilja kærendur halda því fram, að fyrir það hafl margir kjós- endur eigi fengið að vita í tæka tíð um kjörfundardag og kjörstað. Frumkvöðull kærunnar og höfundur mun hafa verið síra Einar prófastur á Borg Friðgeirsson, ákafur fylgismaður þess þingmannsefnis- ins, er undir varð við kosninguna, og hafði fengið undir hana 20 af sínum sóknar- börnum, þ. e. menn úr kjörstaðarhreppn- um, er manna fyrst og greinilegast fengu vitneskju um kjörfundarstað og fundar- dag (þar á meðal 2, er kosið höfðu Hall- dór Daníelsson!), en ekki nema 4 þar fyr- ir utan, sinn úr hverjum hrepp, þar á meðal einn, sem ekki hafði kosningarrjett í því kjördæmi; annar af þessum 4 var hreppstjórinn í Hraunhreppi,þeimhreppnum,. er átti helzt að hafa orðið ttt undan kjör- fundarboðinu, en hefir þó jafnframt vottað' og fullyrt, að »að kjörfundardagur og kjör- fundarstaður hafi verið hverjum einasta kjósanda hreppsins vel kunnur nokkrum tíma fyrir kjörfund«. Aðflnnsla út af færslu kjörstaðarins virðist eptir skýrsltt nefndarinnar ekki á neinum rökum byggð^ Er nefndin einhuga þeirrar skoðunar, að- hvorugt atriðið hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar Stjórnarskrármálið. Af milli 10 og 20 lagafrumvarpa, er þegar eru hlaupin. af stokkunum á þessu þingi, ber vitan- lega fyrst að nefna stjórnarskrárfrumvarp- ið, það er samþykkt var á þinginu í fyrra,. eins og lög gera ráð fyrir, og er flutn- ingsmaður þess Benidikt Sveinsson. Ekki er það komið á dagskrá enn. Afnám fasteignarsölugjalds. Það er hið eina stjórnarfrumvarp á þessu þingi. Hafði konungur samkvæmt tillögum ráð- gjafans synjað 15. júní þ. á. staðfestingar á frumvarpi þar að lútandi frá síðasta þingi, með því að ráðgjaflnn áleit, að þing- ið hefði óvart orðað það öðru vísi en það. vildi, þannig, að það náði einnig til erfða- gjalds af fasteignum. Hljóðar hið nýja frumvarp einungis um »afnám gjalds af' fasteignum, þá er eigendaskipti verða að. eiganda lifanda«. Botnvörpuveiðar. Guðlaugur Guð- mundsson flytur nýtt frumvarp um bar.n gegn botnvörpuveiðum, er komi í stað laganna frá 1889, sem hafa nð eins inni. að halda (lágt) sektarákvæði, en heimila, eigi að gera veiðarfærin upptæk m. m.. Frumvarp þetta bannar fiskiveiðar með botnvörpum í landhelgi við ísland og- leggur við 200—10,000 kr. sektir í lands-- sjóð, »og skulu hin ólöglegu veiðarfæri upptæk og andvirði þeirra renna í lands- sjóð. Leggja má lögtak á skip og afla og selja, að undangengnu fjárnámi, til lúkn-. ingar sektum og kostnaði«. Fjárforræði ómyndugra. Guðjón Guðlaugsson flytur frumvarp um það mál,. nær alveg samhljóða því sem hann var- með i fyrra, eins og efri deild gekk frá,, því þá. Um nýbýli flytja þeir frumvarp Þor-. lákur Guðmundsson og Þórður Guðmunds- son. Það er allýtarlegt, í 11. greinum, og á að koma í stað tilskip. 15. apríþ 1776. Jafnaðarsjóðsgjöld. Þeir Kristján. Jónsson og Þorkell Bjarnason flytja frum- varp um að landssjóður taki að sjer frá 1. jan. 1896 ýms gjöld, er nú hvíla og hvílt hafa á jafnaðarsjóðunum, svo sem kostnað við kennslu heyrnar- og málleys- ingja, útbúnað þeirra og ferð til kennslu- stofnunarinnar, bólusetningarkostnað og sáttamálakostnað. Bann gegn eitrun rjúpna. Þeir Þór- hallur Bjarnarson og Tryggvi Gunnarsson, flytja frv., er bannar að eitra rjúpur til agns, að viðlögðum 10—100 kr. sektum. til landssjóðs. Fellt í gær með 12 : 9. Nýir verzlunarstaðir. Þingmaður Borgfirðinga flytur 2 frumvörp um löggild- ing nýrra verzlunarstaða: að Hrafneyri við , Hvalfjörð og að Seleyri við Borgarfjörð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.