Ísafold - 15.08.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.08.1894, Blaðsíða 2
206 skal stuttlega bent á, hvernig á henni stendur. Japansmenn eiga skamma sjó leið til bins frjósama tangalands, KóreaTl og reka þar arðsama verzlun, sem mætti verða margfalt meiri, ef lögum og lands- háttum viki betur við í þjóðþrifnaðarstefn- una. En þar er allt í ólestri, fólkið kúgaö og fjeflett af fylkisstjórunum, sem víða í Kínaveldi, en konungarnir selja þeim fylkjaumboðin, sem hæst bjóða. Ut af. þessu gerðist uppreisn snemma í sumar, en konungurinn, Li-Hui að nafni, hjet á Kínverja í júní sjer til iiðveizlu. Þeir bjuggust til liðsendinga, en svöruðu engu upp á brjef Japansstjórnar um samverkn- að í Kóreu samkvæmt sáttmálanum íTien- tsin 1885. Við þetta gerðu hinir sembráð- astan bug að sending hers og flota, og höfðu næstum bæit niður uppreisnina, er sveitir Kinverja komu í landið. Kinverj- ar kváðust koma hjer sem yfirboðarar og báðu hina að hafa sig á burt, en bæði höf- uðborgin, Söul, og konungurinn var þá á þeirra valdi. Hann kalla Kínverjar sjer lýðskyldan höfðingja, þó hann hafl 1882 lýst sig öllum óháðan, og aliir fjellust þá á þaö nema Kínverjar. Meðan á þrefinu stóð, juku hvorutveggju lið sitt, sem við mátti komast. Áður en hvorir höfðu sagt öðrum stríð á hendur sló í viðureignir á sumum stöðum, en mest kvað að þeirri, er eitt skip Japansmanna skaut í kaf her- flutningsskip hinna með 1500 hermanna. Af þeim bjargað 190 frá frönskum fall- byssubáti og þýzkum. Þetta gerðistnokk- uð út frá strandarbæ, sem Asan (Yasan?)) heitir, en hingað skyidi leita, því hjer höfðu hersveitir Kínverja tekið sjer víg- stöð. Eptir að ófriðnum var lýst yflr (28. júlí), sóttu landhersveitir Japansmanna að Asan, en urðu að hverfa frá aptur eptir nokkuð mannfall. Mikið um missagnir frá þeirn austurslóðum, en búizt er við, að flotadeildum hvorutveggju muni bráðum lenda saman, en stórveldi vorrar álfu láta herskip sín halda hjer til stöðva, annað- hvort til að horfa á eða skerast í leikinn. Þó sumir hyggi hjer á ýmsa vegu, t. d. Rússar og Engiendingar, þá er því þó treyst, að allir vilji afstýra stórvandræð- unum. Kólera. Hennar kennir bæði á Hol- landi og í Belgíu, en mest hefir kveðið að henni á Rússiandi, þó sumar frjettir segi hana nú í rjenun. Á spítölum í Pjeturs- borg lágu sjúkir af henni þann 25. júlí rúmlega 1000 manna. Síðan hefir tölunni þokað niður. Frá Hongkong heflr gleymzt að geta mannskæðrar pestar í undanfarandi frjett- um. Það er pest, sem mörg blöð telja í ætt við »svarta dauða«. í miðjum júlí voru dauðir af henni 6000 manna, en af íbúum höfðu þá flúið 80 þúsundir úr borg- inni. Viðbœtir. Ráðgjafaskipti i Danmörku frjettust á eptir póstskipinu til Skotlands með hrað- skeyti. Estrup farinn frá, envið forstöðu ráðaneytis tekinn Reedtz-Thott utanríkis- ráðherra, en forstöðu fjármála, sem Estrup hafði á hendi, hefir að sjer tekið Lútti- chau kammerherra og stóreignamaður. Þá heflr og Goos sleppt kirkju- og kennslu- málaráðherraembættinu, en við tekið Bar- denfleth (amtmaður?). Loks er Thoiu- sen hershöfðingi og þingmaður orðinn her- málaráðherra í stað Bahnsons. Hinir kyrr- ir, þar á meðal Nellemann íslands ráð- gjafi og dÓFismála. Fyrirlestur um samgöngumál vor. (Jdrnbrautir og gufuskipsferðir). Það var fjölsóttur fyrirlestur, sá er hr. Sigtryggur Jónasson flutti hjer um það mál laugardaginn 11. þ. mán. Hann kvað það hafa verið áhugamál fyrir sjer í möi'g ár. Hann hefði ritað grein í »Lögberg« um það fyrir 5—6 ár- um, út af stælunni, sem reis af fyrirlestri síra Jóns Bjarnasonar »Island að blása upp«, og haldið því fram, þar að vegurinn til að sætta þjóðina við kjör sín hjer væri að rjetta við atvinnuvegina og fyrst og fremst að bæta samgöngutækin að siðaðra þjóða dæmi; ættu að rísa upp fjelög, er tæku það að sjer, með styrk af landssjóði, eða að öðrum kosti landsstjórnin sjálf, þó að það vildi víöast reynast miður affara- sælt, — kostnaðarsamara o. s. frv. Ferð sín hjer í fyrra hefði vakið aptur og glætt fyrir sjer þessa hugmynd, og hefði hann haflð máls á því þá, er hann kom til Eng- lands, við nokkra mikils háttar menn þar, að þeir legðu fram fje til slíkra fram- kvæmda hl’er og gengjust fyrir þeim. Þeir hefðu þá farið að reyna að kynna sjer ýmislegt um landið, af bókum og viðtali við menn, er hjer hefðu ferðazt; þekktu það ekki áður nema að nafni; en gazt eigi að, með því ferðamenn rita og tala almennt illa um landið; höfðu sömuleiðis spurnir af verzlunarviðskiptum manna hjer við enska menn og skozka, en þær opt ekki góðar. Þess vegna mjög örðugt að sannfæra þá um, að landið væri betra en sögur færi af og að það stæði til mikilla bóta, ef því væri sómi sýndur. Hann hefði samt ekki gefizt upp, heldur árjettað til- raunir sínar í sömu átt í vetur, er hann kom aptur þangað vestan um haf (til Liv- erpool), og kom loks málinu það áleiðis, að nokkrir efnamenn í Liverpool hjetu til bráðabirgða töluverðu fjárframlagi, 50,000 pd. steri., ef þeir fengju heimildarlög frá hinu íslenzka löggjafar- og fjárveitingar- valdi til járnbrautarlagningar hjer m. m. Þannig værí undir komið frumvarp það, er nú lægi fyrir þinginu, og hann hefði klambrað saman, samhijóða því er slík lög gerðust í hinum enska heimi, og ætti það því að vera ekki mjög fjarri viti, úr því þar mætti notast við þannig orðuð lög. Af fyrirtækjum þeim, er frumvarpið hljóðar mn, minntist hann fyrst á gufu- skipsferðirnar. Sagði hugmyndina vera þá, að hafa skipin miklu hraðskreiðari en póstskipin dönsku, útbúin með tvöföldum gangvjelum, tvöföldum skrúfum, til vara, og þannig til hagað, að þau gætu flutt ó- verkaðan flsk í ís o. s. frv. Það fyigdi og, að tjelagið þyrfti að gera hafskipa- bryggju hjer í Reykjavík; án hennarværu svo tíðar ferðir ómögulegar, tvisvar í mán- uði milli landa. Að þessum tíðu ferðum ætti að geta orðið mikill hagur á ýmsa lund. Meðal annars bættu þær þó nokk- uð úr frjettaleysinu, og gæti svo fnrið, ef Englendingar rækju þetta fyrirtæki til lengdar, að þeir gerðu sig ekki ánægða. með minna en frjettaþráð hjer milli landa og kæmu þá því máli til framkvæmdar. Þá æíti og landið-aö hafa gott af sam- keppninni við dönsku gufuskipin, sem væri æði dýrseld, enda væri áformið að færa til muna niður fargjald og flutnings- kaup, er nú væri t. d. 3 aurar á ullar- pundinu milli íslands og Granton, en ekki nema y4 eyris milii New-York og Liver- pool (á bómullarpundið). Ekki mundi þó hvað minstur hagurinn að því, ef algengt yrði að flytja fiskinn nýjan, sem hjer afl- aðist, með skipum þessum beini til Liver- pooi í ís. Ekki þyrfti nema 1 eyris hækk- un á verðinu fyrir hann nýjan til þess að landið græddi á því lfí milj. kr. á ári, og það þó að ekki væri seldur nema helm- ingur aflans á þann hátt, þess er annars- væri í kaupstað látinn hjer. Hvað járnbrautarfyrirtækið snertir, þá væri hugmyndin, að hafa þá tegund járn- brauta, er nefnist á ensku máli »Light Raihvays« og mjög væru orðnir tíðkaðar þar sem fremur væri lítið um flutninga, — algengir í Ástralíu, Afríku, á Indlandi og nokkuð í Canada og víðar. Breidd milli brautarteina ekki nema 30 þumiungar; þverbönd 1925 á hverri enskri mílu. Væri ætlast til, að járnbrautinni, þessari fyrir- huguðu, austur í Árnessýslu, fylgdu 20> opnir vagnar, er tækju 6 smálestir (tons). hver, en 10 luktir jafnstórir; enn fremur 6 ferðamannavagnar III. flokks handa 32 farþegum hver, en tveir I. flokks handa 18 hver, og 2 farangursvagnar. Til dráttar-- ins væru ætlaðar 2 eimreiðir (locomotives). Gæti hver eimreið dregið 20 vagna fyr- nefnda 25 mílur enskar (meira en 1 þing- mannaleið) á klukkustundinni, þar sem hallalaust væri eða því nær, en 10 vagna jafnþunga (6 tons) upp halla eins og 1: 25_ Ættu þannig löguð flutningstæki að duga hjer í mörg ár. Frjettaþráð þyrfti og auðvitað að leggja meðfram brautinni;. það væri alstaðar ómissandi. Járnbraut- arlagningin mundi veita fjölda manna at- vinnu, auk þess sem 70 manns hefðu fasta ársatvinnu við hana eptir að hún væri komin í gagn. Fljótt mundu menn hjer komast upp á að nota járnbrautina, kom- ast upp á að færa sjer í nyt flýtinn og ó- dýrleikann að ferðast. Sig hefði í fyrra kostað ferð hjeðan norður á Akureyri iy2 kr. mílan ensk og 9 dagar hefðu farið til ferðarinnar; en ' venjulegt járnbrantafar- gjald væri 15 aurar fyrir míluna enska,. og á 15 kl.stundum mundi ekið með járn- braut hjeðan til Akureyrar. Fyrrum hefði verið 8 sólarhringa ferð með póstvagni milli Edinborgar og Lundúna; nú færi hraðlest það á 8y2 klukkustund. Það væri* ómetanlega mikið varið í tímasparnaðinn til ferðalaga; ferðatímanum væri sem á glæ kastað úr æfl manns. Það væri þægi- legt, að geta farið hjer upp á Þingvöllum á l1/, kl.stund, dvalið þar daglangt og komið heim að kveldi aptur alveg ó- þreyttur. Aðrar þjóðir verðu eigi þeim ógrynnum fjár til járnbrauta, sem þær gerðu, ef það væri eigi á neinu viti bygt. T. d. væri eitt fjelag í Lundúnum, er lagt hefði 120 milj. pd. sterling í járnbrautir sínar. Járnbraut mundi draga að sjer hingað mikinn straum útlendra ferðamanna, sem þá færu og að dveljast hjer langdvölum, reisa sjer sumarbústaði t. d. við Þingvalla-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.