Ísafold - 22.08.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.08.1894, Blaðsíða 2
Árgjald þetta greiðist þannig: Jafnskjótt og brautinni er komið aust- ur i byggð í Árnessýslu austanfjalls og lestaferð hafin á henni, skal lands- stjórnin greiða fjelaginu árlega upphæð, er standi i sama hlutfalli yið nefndar 50,000kr., sem lengd hinnariögðu brautar við alla hina fyrirhuguðu brautarlengd allt austur að Þjórsá. En þegar brautin er fuilger þangað, greiðist hið tiltekna árgjald. Öll skal brautin fullgjör og ferðir hafnar á henni áður en sjö ár eru liðin frá því Iög þessi öðlast gildi, ella hefir fjelagið fyrgjört rjettindum þeim, sem lög þessi heimila því. Sama er, ef reglulegar lestaferðir leggjast nið- ur á brautinni eptir þann tíma. Ef járnbraut fjelagsins tekst af á köfium af völdum náttúrunnar eða brýr á henni bila, skal fjelagið svo fljótt sem unnt er bæta hið skemmda, og skal það einkis í missa af árgjaldi sínu, þó lestir gerti eigi gengið regluiega eða teppist um stund fyrir þesar orsakir. 2.50,000 krónur á ári hin næstu tuttugu ár eptir að lög þessi öðlast gildi með þvi skilyrði: a) að fjelagið láti gufuskip, sem sje eigi minna en 800 gross tons ensk, hafl að minnsta kosti rúm fyrir 40 farþega á 1. plássi og 30 farþega á 2. plássi, og geti gengið að minnsta kosti 12 ensk- ar mílur á klukkutsund, fara 2 ferðir á mánuði milli Liverpool eða annarar hafnar á Englandi eða Skotlandi, og Reykjavíkur, á tímabilinu frá 15. apríl til 15. október ár hvert, og milli sömu hafna að minnsta kosti eina ferð á mánuði á tímabiiinu frá 15. október til 15. apríl ár hvert; og b) að fjelagið lflti gufuskip, sem ekki sje minna en 400 gross tons ensk, hafl að minnsta kosti 20 farþegarúm á 1. plássi og 50 á 2. plássi, sje yfirbyggt og geti gengið að minnsta kosti 10 enskar míl- ur á klukkustund, ganga stöðugt frá Reykjavík kringum strendur íslands eða meðfram þeim, þegar ís ekki hamlar, á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. nóvember ár hvei’t. Alþingi á- kveður viðkomustaði strandferðaskips- ius, en fjelagið ræður að öðru leyti ferðaáætlun þess. Aukist samgöngu- og flutningaþörfin svo mjög fram með ströndum landsins, að þetta eina skip eigi þyki nægja, getur landsstjórnin að 10 árum liðnum áskilið, að fjelagið láti tvö minni skip halda uppi þessum ferðum í stað hins ofannefnda strand- ferðaskips. Yerði landsstjórnin og fje- lagið eigi á eitt sátt um það, hvort eitt strandferðaskip nægi flutningsþörf- inni, skal málið iagt í gerð og gerð armenn kvaddir á sama hátt og gert er ráð fyrir í 9. gr. Áður en hvert reglulegt alþingi kemur saman og í fyrsta skipti fyrir alþingi 1895 skal fjelagað setja þá tryggingu, er landsstjórnin álítur nægja fyrir því, að strandferðunum verði haldið uppi á fjárhagstímabili því, sem þá fer í hönd. Ef skip fjelagsins laskast, stranda eða farast, skal fjelagið, svo fljótt sem unnt er, gjöra að þeim, eða útvega önnur í þeirra stað, en einkis skal það í missa af argjaldi sínu fyrir þær £14 tafir, sem ieiða af slíkum slysum, ó- bliðu náttúrunnar eða ís. Ofangreint árgjald til járnbrauta og skipa- ferða skal setja útgjaldamegin á fjárlögum íslands. Fjelagið hefir rjett til að velja um og ákveða, hvort peningar þeir, er það kann að eiga heimting á úr landssjóði Isiands samk\æmt lögum þessum, greiðist þvi sjálf'u einu sinni eða tvisvar á ári, eða borgist eptir ráðstöfun þess tvisvar á ári sem vextir af hlutabrjefum eða skulda- brjefum fjelagsins. 43. gr. Fimtán árum eptir að lög þessi öðlast gildi, og hvenær sem er eptir þann tíma, hefir stjórn íslands rjett til að kaupa járnbrautir og skip fjelagsins og önnur flutningatæki, hvort er hún vill fyrir þá upphæð, sem hvað um sig kostaði upp- runalega, eða eptir mati gjörðarmanna, er kvaddir sjeu samkvæmt ákvæðum 9. gr. Þó skal fjelaginu geflnn eins árs fyrirvari um kaupin. Borgunina má greiða með skuldabrjefum upp á landssjóð íslands, er gefi 5% í vöxtu á ári. Skuldabrjef þessi skulu innleyst að fullu, áður en 30 ár sjeu liðin frá þvi kaupin voru gjörð, en þó er landsstjórninni heimilt að innleysa þau öil, eða svo mikið af þeim, er henni sýnist, hvenær sem er á þessu 30 ára bili. 44. gr. Ef fjelagið heflr eigi byrjaö að leggja hina áskildu járnbraut, áður en 3 ár sjeu liðin, frá því lög þessi öðlast gildi, hefir fjelagið fyrirgjört öllum rjettindum sínum, og eru þá þessi lög úr gildi fallin. f Dr. phil. Ólafur Gunnlögson. Hann andaðist í París 22. f. mán. (júlí), þessi nafnkunni landi vor, eptir langa legu og þunga, af krabbameini í maganum. Hann var sonur Stefáns Gunnlögssonar landfógeta og Ragnhildar Benidiktsdóttur Gröndal, og mun hafa verið kominn nokk- uð á sjötugsaldur, er hann ijezt. Hann gekk í Sóreyjarskóla á Sjálandi og út- skrifaðist þaðan til háskólans. Hann tók kaþólska trú og var í trúboðsför með rússneskum fursta, Djunkovski, norður til Finnmerkur. Eptir það var hann gerður dr. pMl. við háskólann í Lowen í Belgíu. Síðan var hann á Englandi um tíma og eitt ár í Róm. Þaðan ritaði hann fróðlegt brjef í Ný Fjelagsrit 1858, og mun ekki annað eptir hann liggja á íslenzku ritað. Eptir það settist hann að í París og fekkst þar við blaðamennsku í 30—40 ár. Lengst var hann aðalritstjóri fyrir mikils háttar blaði, Le Nord, er út kom á frönsku í Brússel, og var kallað málgagn Rússa- stjórnar í vesturlöndum og haldið út á hennar kostnað að nokkru leyti. Greinar hans þar um stjórnarmálefni álfunnar voi’u hraðskeyttar út um alla álfu, þar á meðal einnig til danskra blaða, af því að menn hugðu þar koma fram skoðanir Rússa- stjórnar. »En það var misskilningur«, segir nákunnugur maður, er ritar um Ó. G. I Politiken 29. f. mán. (F. — prófessor N. C. Frederiksen?); þær fáu greinar í Le Nord, er ritaðar voru eptir ínnblæstri frá Pjetursborg, voru ekki eptir Ólaf Gunnlögson. Þó að ótrúlegt virðist, þá var það í rauninni miklu optar, að stjórn- in i Pjetursborg fór eptir innblæstri frá honum«. Enginn íslendingur heflr haft slík kynni af mikils háttar mönnum aldarinnar víða. um lönd sem Ó. G., einkum á Frakklandi. Þar var hann sjerstaklega kunnugur Na- póleoni keisarafrænda. Gortschakoff fursta, er lengi var utanríkisráðherra Rússakeis- ara, hafði hann fundið að máli áður en hann gerðist ritstjóri fyrir »Le Nord«. Eptir að það blað lagðist niður um stund, ritaði hann að staðaldri í ýms blöð £ París, einkum »Le Temps«, og : efndistþá Paul Gerard. Hann skoðaði Frakkland eins og annað ættland sitt, og var mikils metinn og mjög vel látinn af frakkn- eskum blaðamönnum, er höfðu það álit á honum, að hann væri hverjum manni í þeirra hóp betur að sjer um hagi og háttu (stjórnarháttu) útlendra þjóða. Ilann ætlaði sjer — segir fyrnefnd- ur F., er þetta er mest haft eptir — að taka til máls á nýjan leik um allsherjar- stjórnaratferli álfunnar, og það á móti Rússum í það sinn. Honum virtist sem. sje ekkert vit í bandalagi Rússa og Frakka frá frakknesku sjónarmiði, og hann var var sannfærður um, að sjer mundi takast að sannfæra Frakka um það, með þeim gögnum, er hann hefði í höndum. Rússar unna í rauninni friðinum umfram allt, sagði hann; einkanlega vilja þeir með engu móti ganga í ófrið við Þjóðverja, hvað' sem á dynur, og það jafnvel eigi þótt Frakkar kæmust í deilu við þá. Það sem> Rússum gengur til vinalátanjia við Frakka, er, að hafa þá að bakhjalli og sjer til stuðnings í viðskiptum við önnur stórveldii álfunnar yíir böfuð, einkum Englendinga, og reyna þeir í því skyni að ala fæð á milli Frakka og Breta. Þótti honum það óhyggilegt af Frökkum, að gerast þar að ginningarfíflum. . Þeir ættu einmitt að láta sjer annt um að halda fornri vináttu við Breta og halda uppteknum hætti að veita góðan stuðning sjálfsforræðisríkjun- um í útsuðurhorni álfunnar Ó. G. var kvæntur rússneskri konu af frönsku kyni, Saint-Felix nð ættarnafni; missti hana fyrir nokkrum árum. Þau voru barnlaus. Atgerfismaður mikill var Ó. G. til sálar og likama, enda hefði honum eigi hlotn- azt jafnmikill frami að öðrum kosti. Vestmannaeyjum 13. ágúst: Síðastliðirm júlimánuður var fremur blíðviðrasamur, en jat'nframt sannnefndur rosamánuður; mestur hiti var þann 26. 17.8°, minnstur aðfaranótt þess 14. 7.7°, úrkoman 163 millímetrar; allan mánuðinn voru að eins 7 úrkomulausir dagar. Sami rosi heíir haldizt það, sem af er þessum mánuði, nema dagana frá 7.—9.; þá 3 daga var hjer bezti þerrir. Þá daga náðu menn hjer inn því af töðum sínum, sem búið var að losa, var nokkuð af þeim orðið hrakið hjá þeim, sem f'yrst byrjuðu að slá; en flestir tóku eigi til sláttar fyrri en fullar 14 vikur af, og varð það að happi. Eigi eru allir enn búnir að slá, því almenningur hætti heila viku eða meira sakir rosans. Margir notuðu þerrinn i gær, þótt helgur dagur væri, og náðu tals- verðu inn af grænu heyi, en annars eru hirð- ingar miður vandaðar hjá mörgum, sem von er. Lunda- og svartfuglaafli er í lakara meðal-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.