Ísafold - 22.08.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.08.1894, Blaðsíða 3
215 lagi; hafa of mikil logn bagaí) lundaveibina, og fýlungi verður af sömu ástæöu gerbur í sibasta lagi. Fiskiafli hefur veriö harla rýr, helzt nokk- ur reytingur af stútungi. Elin kom hjer ÍO. J). mán., og lagðist inn á höfn, og er þah í fyrsta skipti sem gufuskip hefur hafnaf) sig hjer á kaupskipalegu. Heilhrigði hefur verið allgóð. Tíundarsvik. Hreppstjóri dœmdur frá hreppstjórn og sektaður fyrir tíundarsvilc. Landsyfirrjettnr kvað upp 9. f. mán. mik- ilsverðan dóm, sem sýnir landsins mörgn tfnndarsvikurum í tvo heimana og ætti að verða tii að hnekkja, nokkuð þeim alrsemda þjóðlesti, tíundarsvikunum. Málið var ættað úr Suður-Múlasýslu, höfðað í rjettvísinnar nafni gegn Sigurði Hallgrímssyni hreppstjóra í Vallahreppi, og hann dæmdur i hjeraði með aukarjett- ardómi 14. okt. 1893 fyrir tíundarsvik til að missa hreppstjóraembætti sitt, til að greiða sekt í landssjóð 50 k)-., svo og til að borga tíund og önnur gjöid til lands- sjóðs, amtsjafnaðarsjóðs og hlutaðeigandi fátækrasjóðs af 6!/s! hndr., er sannað þótti að hann hefði dregið undan tíund, og loks til að greiða allan málskostnaö. Lýsir yfirdómur þannig málavöxtum: * »Þó að prófin í máli þessu sjeu mjög ó- fuilkomin, óljós, ruglingsieg og alls ólík því, sem próf í sakamálum eiga að vera, og þó að sá, sem kærði brotið fyrir sýslu- manni, eigi hafi verið yfirhcyrður, og þó að ákærði sjálfur aldrei hafi verið eigin- iega prófaður af undirdómaranum, má þó telja það nægilega sannað með skýrslum málsins, einkanlega játningu eða yfirlýs- ingu hins ákærða fyrir rjetti 12. sept. 1893, að hann, sem þá var hreppstjóri í Valia- hreppi, hafi á vor- og hausthreppamóti árið 1892 svikið tíund með því móti, að hann taldi eigi fram 38 sauði fullorðna, og taldi 40 ær lembdar með lambsgotum; telst svo til, að hann hafi þannig dregið undan tíundarframtali 6x/2, hndr. og er eigi ástæða til að ætla annað en að hann hafi gjört það af ásetningi, enda hefir ákærði eigi borið fyrir sig sjer til málsbóta van- gæzlu eða ógát«. Dómsatkvæði yfirrjettarins er svolátandi: »Akærði, Sigurður Hallgrímsson, skal missa hreppstjórasýslan sína og greiða 60 kr. sekt tii fátækrasjóðs Vallahrepps; enn fremur greiði hann allar tíundir og önnur lögboðin gjöld af 6!/2 hndr. lausafjár. Svo borgi hann og alian kostnað sakar þessar- ar bæði í hjeraði og fyrir yfirdómi, þar með talin málflutningslaun til sækjanda og verjanda fyrir yfirdómi, málaflutningsmanns Eggerts Briem og cand. jur. Hannesar Thorsteinson, 10 kr. til hvors þeirra. Dóm- inum ber að fullnægja innan 8 vikna frá lögbirtingu að viðlagðri aðför að lögum«. Mál út af staðarúttelít. Landsyfirrjett- ur staðfesti 13. þ. m. aukarjettardóm úr Sub- ur-Múlasýslu í máli milli þeirra sira Benidikts Eyjólfssonar sem viðtakanda Berufjarðarstaðar fyrir nokkrum árum og Þorsteins prófasts Þórarinssonar sem fráfaranda. Hafði síra B. E. farið fram á og fengið yfirúttekt á stað og kirkju, með þeim úrslitum, að álagib var hækk- að úr 313 kr. upp i 958 kr. En með þvi ab yfirúttektin har með sjer, að hún hafði verib gerð sem úttekt á prestsetrinu og kirkjunni í þvi ástandi, sem þau voru í í fardögum 1891, án þess að vera rökstudd með samanburði og prófun á hinni áfrýjuðu úttekt frá 1890. og hötðu kirkja og staðarhús þannig verið úr ábyrgb fráfaranda heilt ár, en engin skýrsla um, hve mikib prestssetur og kirkja hafi rýrn- að það ár eða neitt dregiö frá fyrir því, þá komst yfirrjettur að sömu niðurstöðn sem hjeraðsdómarinn og sýknaði fráfaranda af kröfum vibtakanda um álagsuppbót eptir yfir- matinu, að viðbættum málslcostnaði, þar á meðal 30 kr. fyrir yfirdómi. Skiildnmál í Patersons-búinu var dæmt i yfirjettinum 13. þ. mán.: síra Jón Guðmunds- son á Skorrastab og 7 bændur norbfirzkir dæmdir til að greiða þrotabúinu (Patersons) 11,142 kr. 91 e., er þeir höfðu haldið fyrir því ranglega,— höfbu talib sig hafa f'engið eignar- heimild yfir munum, er þeirri upphæð námu, með fógetarjettarsætt, ábur en P. varð gjald- þrota, en með fógetarjettargjörð þeirri (16. okt. 1891) hafði að eins verib lagt iöghald á þessa muni, en löghald það aldrei staðfest með dómi og fjell því úr gildi þegar er P. komst undir gjaldþrotaskipti. Þeir fjelagar voru og dæmdir til að greiða 5°/o vexti af fyrnefndri skuld frá 1. júlí 1893 og 100 kr, upp í málskostnað fyrir yfirdómi. Leiðarvísir ísafoldar. 1463. Þjóðvegur liggur að hverfi einu, þar sem túnin öll eru áföst innan sömu girðingar, og hefir gatan um aldur og æfi legið um sama hliðið heim að hverju býli. Nú hafa búendur veir, er næstir búa hliðinu, bannað samhverfis- mönnum sínum umferð um hliðiö með hesta og er þeim þannig bönnuð hin vanalega gata yfir sín eigin tún, svo að þeir hljóta að fara tals- verðan krók yfir grýttan og ógreiöan veg. Una menn þessu stórilla. Hafa nú þessir tveir bú- endur vald til að banna hina vanalegu götu heim að býlunum? Sv.: Nei, því fer fjarri. 1464. Er formanni heimilt ab róa hjá öðr- um formanni af þeirri ástæðu,að hann hyggur sig muni fiska meira hjá honum en með sínum hásetum? Sv.: Nei. 1465. Sje það ekki, hvers geta þá hásetar hans krafizt af honum fyrir að standa í landi góban fiskidag og geta ekkert aðhazft? Sv.: Meðalhluts þann dag. 1466. Er formanni heimilt ab fara heim til sín að nauðsynjalausu á miðjum degi og ept- ir ab hann fer er almennt róið og fiskast vel, Geta hásetar hans krafizt nokkurs af honum fyrir að standa í landi og geta ekkert abhafzt? Sv.: Sama og vib næstu sp. á undan. 130 »Og hann faðir þinn?« »Mun blessa yíir þig fyrir hamingju þá, er þú veitir mjer«. »Og verksmiðju-ferlíkið?« »Hún innilykur minn kostulegasta dýrgrip, og það gerir hana fegurri í mínum augum en allar heimsins höfð- ingjahallir!« Hann kyssti hana svo, að hún fjekk varla að draga andann. 1 »Yndið mitt, engillinn minn, ástin mín Hertha!«, mælti hann í hálfum hljóðum) og rjeð sjer ekki fyrir fögnuði. Hún smeygði sjer úr fanginu á honum í snatri. Hurðin fjell aptur á eptir henni. Hann stóð einn eptir. — — Það bar brátt að um brottför sendiherraritarans. Þau skiptust við orðum áður, Hertha og hann, og var hann þá svo æstur og durgslegur í orðurn, að henni þótti ætla að fara af hirðsiðaháttprýðin hans. Nokkrum vikum siðar stóð brúðkaup þeirra Herthu greifadóttur og Wolters verksmiðjustjóra. Þóttu það all- mikil tíðindi, ekki sízt á höfðingjasetrunum þar umhverfis. Hjónin settust að á greifasetrinu, eptir ósk hins gamla greifa, og tók Wolters eptir skamma hríð að sjer alla stjórn og búsforráð á greifasetrinu jafnhliða verksmiðju- sjórninni. »Takið eptir«, mælti einn stórhöfðinginn þar í sveit- 129 Hann vissi það eitt, að hann hafði í fangi sjer þá sem hann unni einni á jarðríki. »Jeg hjelt að þú værir dáinn!«, mælti hún og tárað- ist af fögnuði. »Hertha!», mælti hann; rómurinn var svo frámuna- lega mjúkur og þýður; »liggur þjer hugur til inín?^ ' »Hvað heldurðu?« Það var mælt eins og andvarp frá langþjáðum innstu hjartans rótum. Það var klappað á dyrnar. »Hver er það?«, spurði Wolters. »Það er jeg, hann Filippus. Vill ekki hr. verksmiðju- stjórinn koma snöggvast yfir í gangvjelaskálann? »Nú kem jeg undir eins«. Hún hjúfraði sig hrædd upp við hann. »Þú mátt ekki fara!«, mælti hún. »Þú kennir til í höfðinu enn. Þeir sögðu, að þú hefðir hrapað«. »Já, en það er ekki neitt. Þú verður að fara, hvort sem er, yndið mitt Hertha! En ef einhver sæi þig!« »Vísarðu mjer burt? Viltu ekki hafa hana Herthu þína? Trúðu mjer! Jeg vil vera konan þín, en ekki hans frænda mins. Jeg veit nú fyrst, hve heitt jeg ann þjer, þegar jeg hjelt, að jeg hefði misst þig!« »Svo þú ert þá einlæg á því að vilja vera kona — verksmiðjumannsins?* »Ef hann vill mig — já!«

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.