Ísafold - 22.08.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.08.1894, Blaðsíða 4
216 Jörð til sölu. Jörðin Þóroddsstaðir í Grímsnesi fæst til kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðin framfleytir 200 fjár og 16 stórgrip- um, er vel hyst og hefir tekið miklum bót- um á túni og engjum hin síðari ár. Semja má um kaupin viö undirskrifaðan, sem gefur nákvæmar upplýsingar. Þóroddsstöðum í Grímsnesi 19. ágúst 1894. Árni Guðmtmdsson. Skósmíðaverkstæði. Frá þessum degi vinn jeg að skósmíði fyrir minn eigin reikning; vinnustofa mín er í Vesturgötu nr. 17. (hús Ólafs Eiríks- sonar söölasmiðs). Einar Jónsson. Eins og framanrituð auglýsing sýnir heflr herra Einar Jónsson, sem stjórnað hefir skósmíðaverkstæði mínu síðasta árið, sett sig niður sem skósmiður hjer í bænum. Jeg vil mælast til þess, að menn láti hann njóta þess, með því að veita honum atvinnu, að hann er sjerlega samvizkusamur og á- reiðanlegur maður og leysir skósmíði vel af hendi. Reykjavík, 20. ágúst 1894. B.jörn Kristjánsson. Þeir heiðraðir skiptavinir mínir á íslandi, sem skulda mjer lœknisþóknun, eru beðnir aö gera svo vel og greiða það fyrir þessa árs lok herra faktor Joh. Hansen í Reykja- vík. Khöfn, 2. ágúst 1894. Schierbeck. 24 krónur eru í boði fyrir lán á hesti úr Iteykjavík norður að Eyjaíirði. Hesturinn verður að vera viljugur, þýður og traustur, til brúkunar 30. þ. m., og kemur aptur með skólasveinum. Ritstjóri vísar á. Til leigu er á góðum stað í bænum stofa með þægilegum húsgögnum og kamers með uppbúnu rúmi. Ritst. vísar á. Guðmundur Björnsson læknir býr í Thorvaldsensstræti 2—1. sal (Kvenna- skólanum), er heima á hverjum degi kl. 12—1 og 5—6. Proclama. Þareð Guðmundur Jónsson á »Eyrinni« við Sauðárkrók hefur framselt bú sitt sem gjaldþrota til skipta meðal skuldheimtu- manna sinna, þá innkallast hjer með sam- kvæmt 9. gr. laga 13. apríl 1894 allir þeir, sem til skulda eiga að telja hjá nefndum Guðmundi Jónssyni, til þess innan 6 mán- aða frá birtingu þessarar auglýsingar að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir skiptaráðanda Skagafjarðarsýslu. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 3. ágúst 1894. Jóhannes Ólafsson.___________ Tapazt heíir frá Grund í Skorradal á norð- urleið 3. júlí 1894 brún hryssa 10 vetra gömul mark: hvatt vinstra, nýjárnuð með sexboruð- um skeifum, nýafrökuð. Hver sem hitta kynni tjeða hryssu, er vinsamlega beðinn að koma henni til Gísla Halldórssonar á Holti á Kjal- arnesi. Undirskrifaður selur ágæt vín fyr- ir franskt verzlunarhús, nefnil.: Rauðvín fleiri tegundir Portvín — — Sherry — — Champagne— — Madeira — — Sömuleiðis: cigaretter og munnstyklá. Þessar vörur seljast fyrir innkaups- verð með frakt og tolli; sje keypt fyrir 10 kr. í einu fæst 6°/o afsláttur, fyrir 25 kr. eða meira 10°/o afsláttur. Enn fremur sel jeg: Bitter, franskan, á pottflöskum, 2 tegund. Cura^ao. Vermouth. Ágætt telcex (Biscuits) og kaffibrauð mjög billegt. Reykjavík 28. júlí 1894. C. Zimsen. Fundur. Næstkomandi laugurdag 25. þ. m. kl. 8 verður í Good-Templarahúsinu sungið kvæði, er síra Matthías Jochumson hefur tileinkað hinu »íslenzka kvennfjelagi«, und- ir nýju lagi eptir kaupmann Helga Helga- son. Sömuleiðis talar Dr. Jón Þorkelsson frá Kh., fröken Ólafía Jóhannsdóttir og fleiri um »háskólamálið«. Inngöngumiðar fást á föstudaginn og laugardaginn h.já kaupmanni Helga Helga- syni, og kosta 50 aura. Apturbati. Jeg hef um mörg ár þjáðzt af þrýstingi fyrir brjósti, ropa og yfirliðum, er jeg, þrátt fyrir mikla og margbreytta meðalabrúkun f fekk enga bót á. .Teg fór því að reyna Kina-lifs-elixír hr. Waldemars Petersens í Friðrikshöfn, og get ekki látið vera að geta þess, að jeg þegar, áður en jeg var búinn með úr fyrsta glasinu, varð var við hin heilsusamlegu áhrif þessa bitters, og hefir mjer farið æ batnandi eptir því sem jeg hef brúkað meira af honum; hefi jeg nú örugga von um fullkominn bata. Skarði 15. febr. 1894. Jón Jónsson (jun.). Kina-lifs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. í fardögum 1895 fæst heimajörðin Krisuvík til ábúðar. Hlynnindi, sem að nokkru leyti er lýst í 70. 80. og 82. bl. Isaf. 1892, sbr. Isaí. 1893, 43.—45. tölubl., geta ein, sjeu þau vel notuð, margborgað landsskuld þá, sem ákveðin verður. Á sama tíma geta fengizt til ábúðar nokkrar hjáleigur jarðarinnar og jörðin Herdísarvík. Semja ber við eiganda jarðanna i Krísuvík um byggingarskilmála. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR. fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prontsmiftja ísafoldar. 131 inni viö granna sinn: »Það fer svo, að verksmiðjumaður- inn þessi kemur Welgenstein í blóma aptur«. »En hann á líka hina inndælustu konu hjer um sveitir!« anzaði einn kvæntur barún og stundi við. Maðurinn spakláti. Ensk hólmgöngusaga. Margt hefir kynlegt á dagana driflð fyrir mjer, eins og þjer vitið, en aldrei hefi jeg sagt yður frá einu atviki aí því tagi, og er það allfróðleg saga«. Þetta sagði R. hershöfðiugi, er við sátum einu sinni saman á veggsvölunum á húsinu hans á Indlandi útnorðan- verðu. Við vorum að horfa á þá Ijómandi sýn, er sólin gekk til viðar að baki hárra pálmaviða í þjettri röð á fljótsbakkanum gegnt á móti. »Hvernig væri, að þjer segðuð mjer söguna núna, hershöfðingi«, mælti jeg. 132 Hann tók þvi ekki fjarri. »Hún er raunar eigi í flokki þeirra atburða, er jeg hefi ánægju af að minnast. En hún var góð kenning fyrir mig — bara að jeg heföi verið nógu skynsamur til að láta mjer hana að kenningu verða. Þegar jeg var ungur og nýkominn inn í herinn, var jeg fjelagsmaður í klúbb einum i Lundúnum, af því tagi er þeir menn halda sig, er ala manninn alla tíð við að skjóta, ríða, spila eða fiska. En einn var í fjelaginu, sem hagaði sjer öðru vísi en allir aðrir. Það var roskinn maður, gráhærður, smár vexti, föl- leitur og kyrrlátur, dapur í bragði og þreytulegur. Hann talaði mjög sjaldan við nokkurn mann, og ef hann gerði það, þá var rómurinn jafn-þreytulegur og svipurinn. Auð- vitað hendum við spje að honum í vorn hóp, með því að hann var svo einstaklega frábrugðinn okkur hinum. Við kölluðum hann því aldrei annað en »spaklátasta manninn í klúbbnum«. Við hefðum reyndar eigi þurft að kveða svo svo ríkt að orði, því hann var, ef satt skal segja, eini spakláti maðurinn í klúbbnum. Það vnr eitt kveld, er vjer vorumallmargir samankomn- ir í klúppnum, og »maðurinn spakláti« sat að vanda svo langt úti i horni, sem hann gat komizt. Við fórum að hjala um hólmgöngur, en því umtalsefni vorum við vel

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.