Ísafold - 25.08.1894, Blaðsíða 2
'18
er fullsáð enn í garðinn, og þarf enn að
kaupa að og flytja þangað trje og juriir
og koma þeim fyrir; enn fremur að koma
upp vermireit í garðinum, ef til vi)l auka
við bekkiog gera ýmislegt fleira til gagns
og prýði, auk hirðingarkostnaðar, vöktun
ar, hreinsunar og ræstingar.
Nefndin tekur það fram, að hún veröi
að telja verk það, sem nú er framkvæmt,
nauðsynlegt og vel af hendi leyst, og að
bankastjóri Tryggvi Gunnarsson eigi beztu
þakkir skildar fyrir framkvæmdir sínar í
því efni. »Hann hefir að öllu leyti stjórn-
að verki þessu ókeypis, — — og varið
mjög mikluro tima til þessa verks og sjálf-
ur unnið mikið að því með eigin höndum.
Vjer álítum og, að allri verklægni samfara
sparnaði hafi verið fylgt í framkvæmd
verksins, eins og búast mátti við af svo
vönum og fróðum verkstjóra«.
Nefndin stingur að niðurlagi úpp á því,
að þinghúsgarðurinn sje opinn fyrir al-
menning nokkrar stundir á helgum dög-
um, einkum að sumrinu, vilji bæjarstjórn
Reykjavíkur setja þá gæzlu á garðinum
við þau tækifæri, sem forsetarnir taka
gilda, og jafnframt bera kostnaðinn við
þá gæzlu.
Amtmannaembættin. Nokkrir (4)
þingmenn i neðri deild vilja láta deildina
skora á ráögjafann fyrir ísland, að hlutast
til um, að amtmannsembættið norðan og
austan verði fyrst um sinn látið standa ó-
veitt, og gerðar ráðstafanir til, að það
leggist niður og sameinist amtmannsem-
bættinu sunnan og vestan.
Brunabótafjelag. Neðri deild hefir
samþykkt og efri deild mun væntanlega
samþykkja áskorun til landsstjórnarinnar
um, að leggja fyrir alþingi 1895 frumvarp
til laga um stofnun brunabótafjelags fyrir
kaupstaði og helztu verzlunarstaði lands-
ins, að fengnu áliti hlutaðeigandi bæjar-
stjórna og hreppsnefnda.
Strandferðir 1895. Báðar deildir hafa
til meðferðar þingsályktunartillögu um, að
veita stjórninni heimild til að semja um
strandferðir fyrir árið 1895, og nota til
þess fjárupphæð þá, sem tilgreind er í
fjárlögunum 1895 í 12. gr. C. a. 2 [25,000kr.],
þótt skilyrðum þeim, sem sett eru með
ferðaáætlun alþingís 1893, sje eigi að öllu
fullnægt, að því er snertir stærð skipsins
og farþegaiúm, og sömuleiðis þótt sleppt
sje úr áætluninni, ef óhjákvæmilegt þykir,
viðkomustöðunum Þor)ákshöfn,Eyrarbakka,
Vík, annaðhvort Hornafirði eða Papós,
Reyðarfirði, Norðfirði, Ögri, Arngerðareyri
og Búðum, og enn fremur þótt fækkað sje
viðkomum í Keflavík og Vestmanna
eyjum.
Alþingisafmælið Nefnd sú, er neðri
deild kaus til að íhuga og gjöra tillögur
um, á hvern hátt þjóð og þing skuliiniun-
ast þess árið 1895, að hið endurreista al-
þingi íslendinga þá er orðið 50 ára gam-
alt, leggur til, að byggt verði í minningu
þess stórhýsi úr steini í Reykjavík fyrir
söfn landsins og fleira, eptir því sem al-
þingi 1895 nákvæmar ákveður. Þó er einn
(af 5) í nefndinni, Þórhallui' Bjarnarson,
því áformi mótfallinn, og vill láta ályktun
um afmælisminninguna bíða hins fjárveit
andi þings að sumri.
Notkun rafmagnsins nú á dögum.
Sex miljónir farþega voru fluttir á raf-
magnsjárnbraut á Chieagosýningunni án
þess hið minnsta slys vildi til. Þegar að-
gætt er, hversu afarmikil umferð er á
járnbrautunum, sjest meðal annars, hversu
hættulítið er að ferðast með járnbraut í
samanburði við að ferðast á annan hátt.
Reynslan sýnir, að miklu hættuminna er
að ferðast með járnbraut en í kerru, hvað
þá á hestbaki. Járnbrautarvagnarnir renna
ofursjaldan út af brautinni, og beri slíkt
til, berast frjettirnar um það land úr landi
með frjettaþráðum og dagbJöðum. Það
mundi hartnær vera óhugsandi, að sex
miljónir manna ferðuðust svo ríðandi, að
engum einasta hefði viljað neitt slys til,—
Auk þess er þess að gæta, að þeir geta
ferðast með járnbraut, sem heilsunnar vegna
eiga ómögulegt með að ferðast á annan
hátt.
Þar sem margar járnbrautarlestir ganga
eptir sömu brautinni hefur það reynzt, að
umsjónarmennirnir eru ekki svo áreiðan-
legir sem skyldi. Þeir geta gleymt að sjá
um að lestin fari af stað á ákveðnu augna-
bliki, eða bíði á öðrum stað meðan önnur
)est fer fram hjá, og þar að auki getur
viljað til, að þeir geri einmitt hið gagn-
stæða þvi, er þeir ætluðu sjer.
Rafmagnið ræður bót á þessu. Það gef-
ur til kynna hvenær lestin fer og kemur,
snýr brautinni með lestinni á, á járnbrauta-
stöðvunum, nákvæmlega á rjettu augna-
bliki, og framkvæmir starf sitt svo áreið-
anlega, að árekstur járnbrautalesta getur
ekki átt sjer stað.
Nú er tekið til að afia rafmagns úr
Niagarafossinum. Vjelar þær er fyrst eiga
að reynast hafa 15000 hesta afl.
Rafmagnsljós er orðið eitt um hituna á
járnbrautarvögnum. A einni af aðalbrautun-
um á Englandi er farið að nota það ein-
göngu, og reynist það miklu ódýrara en
gasið áöur, hvað þá steinolía.
Leður er tekið til að súta með rafmagni.
Gömlum sútaraverksmiðjum er breytt svo,
að hægt Sje nota í þeim rafmagn.— Þann-
ig á að breyta stærstu sútaraverksmiðjunni
í Sviss.
Nýtt verkfæri er fundið upp til að auka
hljóðið í telefóninum. Aður hafa margar
tilraunir verið gerðar í þá átt, en nú lítur
út fyrir, að það hafi heppnazt. Sje þetta
nýja tól sett á telófóninn, heyrist til hans
greinilega nokkur fet frá honum. Verk-
færi þetta kvað vera mjög einfalt og ó-
brotið.
Naumast er svo lítið skrifstofa í Ame-
ríku, að ritvjelin sje ekki notuð þar. Mörg
blöð og tímarit neita að taka á móti hand-
riti nema það sje ritað í ritvjel. — Nú eru
þær einnig reknar með rafmagni. Það er
að segja, að inargar ritvjelar sín á hverj-
um stað eru tengdar saman með rafmagni
þannig, að eptirrit af sama brjefinu eða
ritgjörðinni framleiðist jafnsnemma í þeim
öllum.
í Bandaríkjunum einum eru 300 námur
reknar með rafmagni. Það hreifir jafn-
framt allar vjelarnar og lýsir upp alla
gangana og alla námana yfir höfuð. Þriðj-
ungur alls eirs er unninn með rafmagni.
Á 30 sekúndum eða hálfri mínútu ber-
ast nú fregnir milli NewYork og Glasgow
á Skotlandi.
í Sviss er pappírsmylna rekin með raf-
magni, sem flutt er þangað úr foss, sem er
25 rastir burtu(eðaum3 milur danskar). Það-
an er flutt 350 hesta afi með eirþráðum,
sem eru J/4 þuml. að þvermáli.
í Berlín eru allar almenni’ gsklukkur
stilltar með rafmagni frá sama : tað. Eru
þær settar rjett á hverjum degi og geta þvi
ekki annað en sýnt allarnákvæmlega sama.
tíma.
Rafmagnið er einnighaft til þess að draga.
eirhúð á járnskip.
Þá má einnig auka grasvöxt og allan
gróður með því, að veita rafmagnsstraum-
um á grasreitina og sáðreitina. Eykur
það hitann i jarðvegínum og leysir sundur
gróðrarefnin í honum. Rótarávextir, t. d.
rófur, geta vaxið jafnvel ferfalt betur, og
eru þó engu rýrari að gæðum en ella.—
En hvenær verður farið að nota raf-
magn á íslandi? Ekki fyr en járnbraut
er komin á. h.
Vísindalegur styrkur
til
dr. phil. Þorvalds 1 horoddsen.
Hann hefir fengið sjer veittan úr ríkis
sjóði Dana þetta ár 2700 kr. sem viðbót
við styrk þann, er hann f'ær hjer úr lands.-.
sjóði (1000 kr.), til landfræðisrannsókna
og ritstarfa þar að lútandi, með von eða
fyrirheiti um sama styrk áfram 3 árii\
næstu. IVlun áformið vera að nota þann.
styrkauka einkum til þess, að geta keypt.
mann fyrir sig að þjóna kennslustörfum
við lærða skólann, til þess að geta notað.
tímann betur en áður til að vinna að hinu
mikla ritstarfi, er ferðalög hans eru hinn.
fyrsti undirbúningur til; en það hefir hann
orðið að vinna hingað til eingöngu í hjá-.
verkum, ofan á alla hina ströngu sumar-
vinnu, hin erfiðu ferðalög. er aðrir kenn-
arar geta hvílt sig alveg. Auk þess hrökkva,
og 1000 krónui'riar úr landssjóði hvergi
nærri til ferðakostnaðarins sum árin að.
minnsta kosti, þegar ferðalögin eru t. d.
mest um óbygðir, með öllum hinum kostn-
aðarsama útbúnaði, er til þess þarf, þótt
alls enga taki hann dagpeninga og hafl
aldrei gert, svo sem annars tíðkast þó um
embættismenn á f'erðalögum.
Póstskipið »Laura< (Christiansen) lagð
af stað hjeðan áleiðis til Khafnar aðfaranótt
hins 23. þ. mán. og með henni ýmsir farþegar:
kaupmennirnir D. Thomsen frá Rvík og Ólaf-
ur Ólafsson frá Keflavík, ásamt systur sinni
frú Chr. Duus; tveir þingmenn, Sk. Thorodd-
sen og dr. Valtýr Guðmundsson, að fengnu
fararleyfi af þingi; cand. jur. Steingrímur
Jónsson (frá Gautlöndum), sem er skipaður
2. assistent í íslenzku stjórnardeildinni; sömu-
leiðis stúdentarnir Helgi Pjetursson, Kristján.
Kristjánsson, Sigurður Pjetursson, Guðm.
Eggerz og Jón Runólfsson. Enn fremur hinir
2 þýzku stúdentar, er komu um daginn. Til
Englands kaupmaður Björn Kristjánsson, kapt.
Sigtryggur Jónasson og nokkrir enskir ferða-
menn; sömuleiðis frk. Elizabeth Árnadóttir frá
Chicago, áleiðis þangað aptur.