Ísafold - 25.08.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.08.1894, Blaðsíða 1
Keriiur út ýmist emu sinni «oa tvisvar í viku. Verð arg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis B kr. eoa l'/t cloll.; borgist fyrirmiojanjúlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifiög)bundin viB aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreiöslnstofa blaos- ins er i Autturttrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 25. ágúst 1894. 55. blað. Alþingi 1894. VIII. Járnbrauta- og siglingamálið. Efri •deild hafði það á dagskrá í fyrra dag, til 2. umr. Þrir töluðu, allir með málinu: Hallgr. Sveinsson, Sig. Jensson og Þorkell Tijarnason. Síðan var því vísað til nefnd- íir með 7 atkv. og í nefndina kosnir: Hallgr. $veinsson,Kristján Jónsson, Sigurður Jens- son, Jón Jakobsson og Þorleifur Jónsson. Nefndin hefir unnið svo vasklega, að hún var búin með álit sitt í gærkveldi, allræki- legt; er Hallgr. Sveinsson skrifari í nefnd- inni og framsógumaður, en Kr. Jónsson Tormaður. Skulu hjer birtir nokkrir helztu kaflar nefndarálitsins: »Oss getur eigi dulizt, að samgöngubæt- Tur þær, bæði á sjó og landi, sem boðnar -eru í frumvarpi þessu, sjeu svo miklar og mikilsverðar fyrir verzlun landsins og aðra -titvinnuvegi, að eigi sje hikandi við, að leggja jafnvel allþunga byrði á landssjóð tim nokkurt tímabil til þess að fá þær. Hjer er eigi um það að ræða, að lands- ísjóður íslands skuli á sinn kostnað byggja járnbrautir og halda uppi lestaferðum á $>eim, og byggja stór og dýr gufuskip og -halda þeim á stöðugum ferðum, heldur að -eins um hitt, að veita fjelagi, er vill gjöra áivorttveggja á sína ábyrgð, ákveðinn styrk Tim afmarkað árabil gegn ákveðnum skuld- •foindingum.----------- Komi fjelagið fyrirætlun sinni fram, eins •og tiiskilið er i frumvarpinu, verðum yjer •að ætla, að þessar auknu og bættu samgöng- •nr bæði við önnur lönd og innanlands verði til stórvægilegra hagsbóta fyrir land vort í mörgum greinum. Hinar tíðu, fljótu og stöðugu guf'uskipaferðir á milli íslands og Bretlands, með þeim hafnabótum, sem ástæða er til að ætla að verði þeim sam- fara, einkum í Keykjavík, mundu að vorri •ætlun bæði beint og óbeint hafa svo veru- legan hagnað í för með sjer, að vel sje til vinnandi að greiða fyrir þær um nokk- urt árabil ekki einungis þær 50 þús. kr. á ári, sem frumvarpið gjörir ráð fyrir, held- ur jafnvel nokkuð af þeirri upphæð, sem sjerstaklega er áskilin fyrir járnbrautar- ferðirnar. Á þær leggjum yjer að vísu minni áherzlu, og hyggjum, að alllangur tími muni verða að líða, áður en þær geti komið að fullnm notum, móts við það, sem tíðkast í fjölbygðari löndum; en hins vegar virðist það óefað, bæði að hin ráð- gerða braut austur að Þjórsá verði til mikillar hægðar og hagsbóta fyrir hjerað- iið, sem að Tfenni liggur og í nánd við haiia, og leiði til mikilvægra framfara í .ymsum greinum, og eigi síður hitt, að ef ;þessi byrjun og tilraun heppnaðist vonum f'remur, þá mundi hún verða fjelaginu sterk hvöt til að framkvæma hina ráðgerðu járn- brautarlagningu frá Akranesi til norður- lands, en sú braut hlyti að hafa stórvægi- Jega þýðingu fyrir meiri hluta norðurlands og stórt svæði sunnan- og vestnnlands, ept- ir þeirri reynslu, sem fengin er hjá öðrum þjóðum, þar sem nægar og hagfeldar járn- brautasamgöngur eru taldar eitt hið fyrsta og helzta skilyrði fyrir sönnum þjóðþrif- um og eðlilegum viðgangi og þroska at- vinnuvegannai. Auk nokkurra orðabreytinga stingur nefndin upp á tveim efnisbreytingum: 1., að færa niður tímatakmarkið fyrir styrknum til gufuskipanna úr 20 árum í 15 ár; og 2., að áskilja landsstjórniniíi (landshöfð- ingja) bæði samþykktaratkvæði þá er á- kveðin er stefna járnbrautanna og fargjald og flutningsgjald bæði með járnbraut og gufuskipum, og heimild til að hafa á kostn- að fjelagsins nauðsynlegt eptirlit með bygg- ingu járnbrauta og brúa, sem það lætur gjöra og með því að þessi og önnur far- gögn fjelagsins sjeu i tilhlýðilegu ástandi. Um fyrra atriðið segir nefndin svo, að »þótt sumum af oss þyki varhugavert að færa niður tímatakmarkið, að því er styrk tii gufuskipaferðanna snertir, meira en neðri deild alþingis þegar hefir gert [úr 30 árum niður í 20 ár] og eiga það ef til vill á hættu, að slík niðurfærsla kunni að verða framgangi málsins til hnekkis eða tafar, könnumst vjer allir samhuga við, að ísjárvert sje að binda landssjóð í þessu efni í lengri tíma en 15 ár í mesta lagi, enda þykjumst vjer geta farið svo nærri um skoðanir þorra manna í systurdeild vorri á þessu atriði, að þrátt fyrir úrslit málsins við atkvæðagreiðsluna þar hafi þeir verið mjög ófúsir til að skylda lands- sjóð til umræddrar greiðslu i meira en 15 ár. En skyldi svo reynast að liðnum 15 árum, að hinar umræddu gufuskipaferðir gætu eigi borið sig styrklaust, þá efumst vjer eigi um, að ef fjelagið hefði með góðum og lipurlegum samskiptum við landsmenn áunnið sjer velvild og hylli á landi hjer, mundi þvi auðunnið að ná nýjum samningum við þing og stjórn með sanngjörnum kostunu. — Sem aðalástæðu fyrir niðurfærslu tímans tekur nefndin það fram, að »nokkrir af oss nefndarmönnum telja það alls eigi ósennilegt.fað eptir 10— 15 ár kunni svo mikið vörumegn að verða til flutnings,(einkum ef sjávarútvegur lands- manna cykst eptirleiðis svo sem æskilegt er og miklar likur benda til að nú verða muni,^ að/þær 18 ferðir á ári til útlanda, sem frumvarpið áskilur, alls eigi reynzt nógar; eða og, að aukin flutninga- þörf muni að 10—15 arum liðnum veita kost á kostnaðarminni gufuskipaferðum heidur en frumvarpið gerir ráð fyrir, og væri í báðum þessum tilfellum æskilegt að hafa óbundnar hendur til nýrra samninga«. Um hitt atriðið, samþykktaratkvæði og eptirlit landshöfðingja, segir nefndin sjer hafi þótt nauðsyniegt að áskilja landsstjórn- inni rjett til að hafa atkvæði um stefnu brautarinnar alla leið frá Reykjavík aust- ur að Þjórsá, svo og umsjón með því, að verkið á járnbrautarlagning og brúarsmíði fjelagsins verði svo vel og tryggilega af hendi leyst og öll samgöngufæri þess i slíku ástandi, að óhult sje fyrir þá, er flutning nota á brautunum og skipunum; enn fremur viljum vjer, að iandshöfðingi hafi atkvæði um verðskrár fjelagsins, og hyggjum yjer, að hjer sje eigi lengra farið eða annað til skilið heldur en venja sje i þessum efnum hjá öðrum þjóðum«. Ferðakostnaðarnefnd. Til þess að rannsaka ferðakostnaðarreikninga alþingis- manna í þetta sinn kaus sameinað þing í nefnd 21. þ. m. Ólaf Briem, Sigurð Stef- ánsson, Sigurð Gunnarsson, Jón Jónsson, þm. Eyf., og Þorleif Jónsson. Alþingistiðindin. Sameinað þing á- kvað á sama fundi, að hverri hreppsnefnd á landinu skyldi send ókeypis 2 eintök af þ. á. Alþingistíðindum, að hver alþingis- maður fengi ókeypis 1 eintak, að sala tíðindanna skyldi falin forsetum deildanna og að verðið skyldi vera 2 kr., að burð- argjaldi meðtöldu. Þinghúsgarðurinn. Nefnd var skip- uð i sameinuðu þingi 21. þ. m., þeir Hallgr. Sveinsson, Jón Þórarinsson og Þórhallur Bjarnarson, til að rannsaka reikninginn yfir áfallinn kostnað við þinghúsgarðinn, skrautgarðinn fyrir sunnan Alþingishúsið, og gjöra tillögur um, hvernig Ijúka skuli við byggingu garðsins og fullgjöra hann að öðru leyti. Fyrnefndur reikningur, frá bankastjóra Tr. Gunnarssyni, er staðið hefur fyrir verkinu, nemur 2839 kr. 36 a. Þar af hafa 1500 kr. verið teknar úr »Þ.jóðhatíð- arsjóðnum«, eptir fyrirmælum þingsins i fyrra, en hitt hefir reikningshaldari (Tr. G.) lagt út frá sjalfum sjer til bráðabirgða. Nefndin leggur til, að eptirstöðvum sjóðs- ins, um 1100 kr., sje varið til að endur- borga það fjárframlag, en að forsetum þingsins sje falið, að ávísa því, sem a vantar, um 200 kr., með öðrum alþingis- kostnaði þessa árs, og 1000 kr. í viðbót til að fullgjöra garðinn fyrir næsta þing, eða samtals 1200 kr. Það er enn óhlað- inn meiri hluti steingarðsins að vestan- verðu, 37 álnir, og mun það kosta hátt á 5. hundr. kr. Þar við bætist og, að eigi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.