Ísafold - 25.08.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.08.1894, Blaðsíða 3
Dr. Ólafur Gunnlög-son. Þar sem segir í síðasta bl., að hann haíi verið útskrifaður íir Sóreyjarskóla, J)A er það skakkt; hann var þar í skóla í mörg ár, en faðir hans ljet hann af ásettu ráði eigi útskrifast þaðan, heldur úr Reykjavíkurskóla (1848), eptir 2 vetra dvöl þar, til þess að hann gseti orðið aðnjótandi hlunninda islenzkra stúdenta við háskólann. I þessa lítils háttar flýtisverks-ónákvæmni heíir manneskja sú, er fyrir »Þjóðólfi« ræður á þessum tímum og gert hefir þann gaið svo frægan, sem kunnugt er, rekið sín alþekktu »ættartölusúru og grútarlegu prentvilluaugua, um leið og hún hefir samt orðið f'egin að lepja upp úr «Isafold« mestalla vizku sína um þenna dána merkismann. Er hinn mesti gorgeir i manneskjunni út af þessari maka- lausu uppgötvun, er hvert bænabókarfært barn á hægt með að sjá. með því að líta í skólaskýrsluvnar frá fyrstu árum Reykjavík- urskóla. — Vilji manneskjan vera eins ná- kvæm með það sem hún kemur með sjálf af sinu viti, þyrfti hún samt að geta þess við lesendur sína næst, að það muni vera »gauð- rangt<í(!) hjá henni, að Albert Högni Gunnlögs- son. bróðis Ólafs heitins, sje (nú) húsettur í Chicago. Af áheyrenda-hiliunni. Herra ritstjóri! Jeg leyfi mjer að kalla það áheyrendaTitZZw, en ekki áheyrenda- pall, -þetta vegglægjuskot í alþingishúsinn, sem þjóðinni er ætlað fyrir samastað, er hana fýsir að hlýða á speki og mælsku löggjafanna sinna. Af því jeg var á ferð, þá brá jeg mjer upp á tjeða áheyrendahillu alþingis, eink- anlega af þvi, að jeg heyrði, að verið væri’að ræða siglinga ogjárnbrautamdlið. Það er alveg nýkomið á dagskrá hjá okk- ur heima í sveitinni, og ekki hefir mönn- um orðiö um annað tíöræddara, svo jeg viti. Mjer þótti fróðlegt að heyra mál manna, fulltrúa þjóðarinnar. Þeirsóttn mál þetta og vörðu afmiklu kappi.og hjeldu Jang- ar ræður; en heldur þótti mjer þær efnislitl- ar, sumar hverjar. Þeir voru eitthvað að tala um »lógik« svona milli dúranna; jeg skil ekki hvað það er, en i ræðunum átti þessi hlutur að vera fólginn, hvað sem það nú var. Líklega á það helzt heima í þeim ræðum, sem heilbrigð skynsemi finn- ur engan botn í. Jeg skal ekki fortaka, að jeg hafi tekið rangt eptir sumu; en rjett mun það vera, að einhver þingmanna hjelt því fram, að fyrst yrði að koma upp atvinnuvegum vorum til lands og sjávar, áður en þessar umræddu siglingar og járnbrautir kæmust á. Mikið var talað um Flóann og Ölfusið, þær mörgu þúsundir kúa, sem þar mætti hafa, ef ÖJfusá væri veitt þar jrfir. Jeg þekki nú lítið til i þessum sveitum, en veit svo mikið, að meira þarf en orðin tóm til að koma þar upp mörgum þúsund- um kúa, sem beri nokkurn verulegan arð. Eins og nú er, þá er landið þar ákaflega kostaljett, svo að engir gripir, hvorki kýr nje annað, geta orðið bænduin veruleg auðsuppspretta. En hvernig á að gera þetta kostalitla land svo gagnauðugt, a,3 það verði hálfu arösamara en liveitiekr- urnar í Ameríku, til dæmis að taka? Til þess þarf að taka að láni margar miljónir lcróna, segja þeir, og í það er ekki horf- andi. Það átti þá sannarlega vel við, er einn þingmaður sagði, að hjer ætti bók- staflega heima: Þeir ætla sjer að eignast skip, þó enginn k u n n i að sigla. Mjer kom til hugar stefna sú, sem rikjandi var hjá landstjórnarmönnum á ofanverðri 18. öld og fram um miðja þessa öld í verzlunarmálinu. Það var þá kallað »uppgangsveður« og öðrum verri nöfnum, ef einhver var svo hugstór, að hreifa því, að eina og rjetta ráðið til að koma upp atvinnuvegunum væri að gefa verzlunina lausa, losa þá ánauðarhlekki, sem þá lágu á atvinnuvegum öllum og atvinnufrelsi manna. En landsstjórnin var þá þeirrar trúar, að ef konungsverzlunarkaupmenn- irnir hættu að halda liflnu í landsmönn- um með verzlun sinni, þá væri landsmönn- um bráður bani búinn, nema því að eins, að áður væri tekið fje að láni eða veittur styrkur til að koma öllum atvinnuvegum landsins í blómlegt horf. Hún bar kvíð- boga fyrir — eins og máske enn —, að þá væri úti um ísland, ef danska föðurhendin sleppti á því tökum. Man nú enginn lengur eptir tjóni þvi, sem íslenzka þjóðin beið við þessa óheillastefnu landsstjórnar- innar, þar sem hún fyrirmunaði þjóðinni verzlunarfrelsi um meira en tvo þriðjunga aldar ? Heyrandi i holti. Heilnæmi í Lundúmim. Það er furbn heilnæm borg, Lundúnir, þrátt fyrir þoknna, og manngrúann, 5 miljónir nú oröið. Dánar- hlutfall hefir verið þar nú upp á síðka^tið ekki nema 16.3 af þúsundi, en i Berlín 18.21. í New Tork 19.5, í París 20.5, og í Yín 22.5, Heilnæmið er mest þakkað hinum mörgu og miklu grasgörðum fyrir almenning og'skógar- lundum víðsvegar um hina miklu borg. Tilbúnar tennur. Það er mikils báttar iðn í Ameríku, að smíða tennur í menn. karla og konur. Ein verksmiðja í New York «eldi í fyrra 8 miljón tennur. Þær eru tilbúnarúr postulíni og dreginn yfir nokkurskonar gler ungur. Nýjasta framförin í þeirri smið eru smógallar eða lýti á tönnunum í líkingu við það sem altítt er á reglulegum tönnum, meira eða minna biluðum. Þjóðarauður Norðmanna var talinn í fyrra 1673 miljónir krónur, samkvæmt tekju- skattsskýrslum m. fl., áætlaðar tekjur lands- manna 350 milj. kr. Þar af voru Kiistjaníu gerðar 255 milj. kr. sem eign og 61 milj. kr. í tekjur. Leiðarvísir ísafoldar. 1467. Húsbóndi minn tekur at mjer fje til fóðurs upp í kaup mitt, en jeg er við sjó vetur og vor; er hann þá ekki skyldur (hús- 136 væri annar maður. Jeg hefi sjeð einhvern tima, mynd, er r.efnist »hefndarengillinn, sem er að kveikja í Sodoma og Gomorrha«; iiann leit einmitt eins út í það sinn, mað- urir.n spakláti. Hann leit snöggvast á úrið sitt og gekk síðan út hægt og spaklega. Kveldið það og tvo daga hina næstu sást hann eigi í klúbbnum, maðurinn spakláti, og vorum við sízt að skilja í því, hvað af honum mundi hafa orðið. En þegar jeg kom þar inn fjórða kveldið, sat hann þar, — enn fölari og veiklulegri en áður, að mjer virtist. »Hjerna eru frjettir handa þj3r, Friðrik!« kallaði Charlie Thornton til mín. »Þrælmennið hann Villeneuve, hólmgönguberserkurinn frakkneski, hefir nú loks fengið sín makleg málagjöld. Hann dr. Lanset er því kunrt- ugur og hann ætlar einmitt að fara að segja okkur frá því«. Það er þá upphaf þessa máls, mælti dr. Lanset, að jeg var á ferð í París' og heimsótti þar Malet ofursta, kunningja minn. Við vorum á gangi saman okkur til skemmtunar í Tuillerigarðinum. Þá heyrum við einhvern segja: þarna kemur hann Villeneuve! Oðara en jeg kom auga á hann, þenna alræmda hólmgönguberserk og hroka- gikk, sje jeg, hvar maður gengur að honum, mælir fáein orð við hann og rekur honum löðrung. Nú gerðist svo raikil þröng og háreysti, að jeg sá eigi hót- 133 kunnugir; það mun varla hafa verið nokkur sá í okkar hóp, er ekki hafði einhvern tíma á hólm komið. »Þær voru gerðarlegar, hólmgöngurnar fyr á tímum«, mælti H. lávarður; hann fjell í einvígi síðar meir. »Þið munið, er hirðmenn Hinriks III. Frakkakonungs börðust á hólmi 6 í einu, 3 hvoru megin, og ljettu eigi fyr en ekki stóð nema 1 uppi af þessum 6«. »Já, það var reyndar gerðarleg hólmganga« anzaði Charlie Thornton, úr riddaraliðinu; »en hún var samt merkilegri, þegar öllu er á botninn hvolft, hólmgangan fyrir 30 árum milli Sir Harry Martingale og Fortescue ofursta«. Óðara en hann sleppti orðinu, rauk maðurinn spak- láti upp, eins og hann heföi verið stunginn með tituprjón. »Hvað er um að vera fyrir honum?« mælti Thornton í hálfum hljóðum ; »jeg hefi aldrei sjeð hann þannig fyr«. »Hvernig er sú saga, Charlie?« spurði einhver. »Jeg hefi auðvitað heyrt hans Fortescue getið, því hann var hinn mesti hólmgönguberserkur á sínum tíma á Englandi, og hefi líka heyrt þess getið, er þeir áttust við, hann og Martingale; en jeg man ekki til að jeg hafi nokkurn tíma heyrt greinilega frá því sagt«. »Þá get jeg sagt yður það« anzaði Thornton, »því að hann föðurbróðir minn var hólragönguvottur Martingales. Jeg liefi þrásinnis hevrt hann segja frá því, og það var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.