Ísafold - 12.09.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.09.1894, Blaðsíða 4
20,5 hundruð í jörðinni Kóngsbakka í Helgafellsveit fást til kaups og máske ábúðar í næstu fardögnm. Tún jarðarinnar fóðrar í meðalári 4 kýr, útheysslægjur um 300 hesta, og 2 eyjar, sem jörðinni fylgja, gefa af sjer um 3 kýr- fóður af töðugæfu heyi. í eyjum þessum er og 5 til 6 þúsund af kofu, vísir til æðar- varps, bötnunarbeit fyrir 40 fjár, haustbeit fyrir 60 til 80 lömb og vetrarganga fyrir 7 hross. Hrognkelsaveiði er allgóð og útræði mætti nota haust og vor. Móskurður góður. Lysthafendur snúi sjer sem fyrst til und- irskrifaðs. Mýrarhúsum 1. sept. 1894. Guðmundur Ólafsson. Dansæfingar fyrir börn byrja 1. okt. Foreldrar, sem ætla að láta börn sín sækja þær, eru beðnir að gjöra mjer aðvart fyrir lok þessa mánaðar. Ingibjörg Bjarnason. Leikíimisæflngar fyrir telpur byrja 1. okt. Ingibjörg Bjarnason. Undirskrifuð veitir tilsögn í alls konar eldri og nýrri hannyrðum. Ef fleiri stúlk- ur eru saman í tíma, er mánaðarborgun fyrir hverja um sig að eins 2 kr. fyrir 16 tíma á mánuði. Vefnaðarkennsla, og vefir til afnota. Ingibjörg Bjarnason. Gráskjóttur vetrarafrakaður 4 vetra foli, vakur, tapaðist í nótt úr pössun úr Skuggahv. Mark: blaðstýft aptan hægra. Hver sem hitta kynni tjeðan hest, gjöri svo vel að koma hon- um annaðhvort til Eyv. Eyvindssonar í Skugga- hverfi Rvk. eða undirskrifaðs. Guðm. Þorleifsson Hólabrekku í Laugardai. Undirskrifaður kaupir nokkra einlita hesta 4—7 vetra til 15. okt. þ. á. Eyþór Felixson. Prestaskólamaður óskar að íá atvinnu við barnakennslu í vetur. Menn snúi sjer til Brynjólfs Þorlákssonar, Þingholtsstræti 11. Drengjaskóli. Vjer undirskrifaðir höfum afráðið, að stofna skóla fyrir 9—14 ára drengi, er gefl þeim kost á að afla sjer undirstöðu almennr ar menntunar, og jafnframt, ef þess er ósk- að, veiti þeim undirbúningskennslu undir hinn lærða skóla.. Kennslustundir verða 24 á viku og auk þess 3 stundir í latínu eða ensku fyrir þá, er óska þess. Kennslustundum þessum skal varið til hinna einstöku námsgreina, sem hjer segir: íslenzka og rjettritun 3 st.; danska 3; reikningur 4; saga 3 ; landafræði 2; byrj- unaratriði náttúrufræðinnar 2; kver og biflíusögur 3 ; skript 1; teiknun 2; leikflmi 1 stund. Mánaðarborgun fyrir hvern einstakan pilt er 6 kr., er greiðist fyrir fram fyrir 3 mánuði í einu. Þeir, sem taka þátt í lat- ínu eða ensku, borga auk þess 2 kr. á mánuði. Ef 2 piltar frá sama heimili sækja skólann, verður mánaðarborgun fyrir þá báða að eins 10 kr. Skólatíminn er frá 1. okt. til 30. júní; kennslustundir frá 9—11 og 12—2 hvern virkan dag; aukastundir í latínu og ensku eptir samkomulagi. Þeir, sem óska að koma sonum sínum á skóla þennan, eru beðnir að snúa sjer til einhvers okkar fyrir lok þessa mán. Reykjavík 12. sept. 1894. Þorleifur Bjarnason, cand. mag. Aðalstræti Nr. 7. Bjarni Sæmundsson, cand. mag. Ingólfsstræti Nr. 9. Bjarni Jónsson, cand. mag. Suöurgötu Nr. 6. K e n n s 1 a í ensku, dönsku og alls konar reikningi íæst næstkomandi vetur hjá undirskrifuðutn, sem hefir stundað kennslu síðastliðin 10 ár. Hjálmar Sigurðsson. „E Iín“—Kjöbenhavn. Den (X) Björn, som har tilladt sig at kriti- sere min Kubikregning i »Þjóðóliur« af 7de dennes, kan jeg ikke andet indse end at maa være utilregnelig under en Paraply i Regnvejr. Söfolk tager tidt saa haard en Törn. Men værre er det dog at trækkes med en Björn. Fra Reykjavik til Akranæs de Söfolk monne kvæde Mens Björnen ynkelig, saa ynkelig maa græde, Andersen, Styrmand. Tilsögn í öllum vanalegum námsgreinnm (þar á með- al ensku) veiti jeg, eins og að undanförnu, hvort heldur er börnum eða fullornum, fyrir v œgari borgunen flestir — ef ekki allir — aðrir. Sigurður Magnússon oand. theol. Stofuherbergi fæst til leigu í miðjum bænum, með »möblum<i; ritstjóri þ. bl. vísar á Gott herbergi í kjallara í miðjum bænum fæst til leigu. Ritst. vísar á. Hver sem hesta á hjer á Norðurmýrarblett- inum nr. 2, má framvegis búast við að þeir verði teknir fastir. Rvk., 8. sept. 1894. Sigurður Þórólfsson. Kennsla undir skóla, í þýzku, dönsku, ensku og reikningi, fæst hjá Bjarna Jónssyni cand. mag. Suðurgötu 6. Magnús Torfason cand. juris býr í Vesturgötu nr. 21. Heima ki. 12—2. Ljósgrár hestur járnaður mark: biti apt- an bæði er í óskilum í Elliðakoti. Ritstjóri Björn Jónsson cand phil. Prentamiftja íaafoldar. 154 forviða, undir eins og hann kom auga á Passerand. »Og þjer gjörið yður í hugarlund, að þjer munið geta komið ofninum í lag á 5 minútum?« »Jeg ábyrgist ekki, að það verði á 5 mínútum«, anzaði mannvirkjafræðingurinn; hann vildi ekki gera mikið úr sjcr. »En að klukkustundu liðinni vona jeg að umskipti verði á orðin«. »Jæja. Takið þá undir eins til verka. Þjer sjáið hjer sjúkling, er allir læknar eru uppgefnir við. Jeg er nú ekki trúaður á, að þjer getið mikið við hann ráðið. En fari svo ólíklega, að þjer gangið svo frá honum, að hann sendi reykinn beint upp um reykháfinn og ekki inn í nefið á mjer, þá megið þjer setja upp fyrir það al- veg eins og yður líkar. Jeg mun ekki gera þras úr því. Segið mjer hvað þjer sitjið upp«. »Hatia dóttur yðar« anzaði Passerand í hátíðlegum róm. »Kaupið áskil jeg mjer undir eitis og jeg er búinn að skila ofninum svo, að hann rýkur ekki«. »Hvað eruð þjer að fara með? Eruð þjer genginn af göflunum ? Hana dóttur mina fyrir 1 ofn ?« »Já, fyrir þennan ofn. Stefnið til yðar hinum fræg- ustu húsagerðarfræðingum, veljið nefnd hinna færustu smiða og mannvirkjafræðinga, og ef þeir geta gert það á 3 mánuðum, sem jeg tek að mjor að leysa uf hendi á 155 1 klukkustund, þá megið þjer gera við mig hvað sem yðttr hzt «. »Það er mikið vel sagt. En gáið þjer að, hvað þjer farið fram á. Hana dóttur mína! Þjer eruð býsna-dýr, monsjör Passerand. . . . En sje það áreiðanlegt, að þjer þekkið nýja aðferð, sem græða má vel á . . . « »Jeg hefi fundið upp slíka aðferð, og því bið jeg yður að lofa mjer að vera einum hjer inni 1 klukkustund. Auk þess verðið þjer að leggja við drengskap yðar, að þjer reynið ekki að gægjast inn hingað um skráargatið«. »Jæja þá, i hamingjunnar nafni! En segið mjer, ungi maður, hvers vegna þjer fáið yður eigi einkaleyfi fyrir uppgötvun yðar. Þá væru þessar barnalegu var- úðarreglur yðar óþarfar«. »Jeg er ekki svo fjáður, aðjeg geti keypt mjer einka- leyfi«. »Þá er vant að hafa það svo, að fá fjeð að láni«. »Já,—vant að hafa það svo. En það geri jeg ekki. Mjer er meinilla við að hleypa mjer í skuldir«. »Hm, mjer líkar það nú vel. .. Jæja þá. Jeg hypja mig þá í brott, eins og þjer æskið. Það er bezt að þjer neytið nú kunnustu yðar í góðu tómi og næði. Nú er klukkan 3. Klukkan 4 verðið þjer þá búnir; er eigi svo?« »Jú, á mínútunni fjögur... Og þjer heitið mjer því, að ef það lánast . . .?«

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.