Ísafold - 26.09.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.09.1894, Blaðsíða 3
255 hingað dr. Þorvaldur Thoroddsen heim úr rannsóknarferðalagi sínu eystra í sumar. Enn fremur snöggva ferð þeir settur sýslu- maður Axel Tulinius, Árni Jónsson h.ier- aðslæknir á Vopnafirði og kona hans, og Skapti ritstjóri Jósefsson; fóru austur aptur með skipinu daginn eptir. Rannsóknarferð dr. Þorvalds Thor- oddsen. Hann hefir ferðast í sumar um Múlasýsiur og Austur-Skaptafellssýsiu.Lagði af stað frá Seyðisfirði upp á Hjerað 17. júlí, fór þaðan suður Exi til Berufjarðar og rannsakaði svo hjeruðin þaðan suður í Öræfi. Fann í Austur-Horni fágæta grjóti tegund, gabhró. Um þær sveitir, Austur- Skaptafellssýslu, gengur skriðjökull niður hverja fjallskoru að kalia má, og er þar því ágætt tækifæri til að skoða háttalag og eðli skriðjökla. Að því btínu hjelt hann úr Lóni upp í Víðidal, og þaðan um há- lendið við austurenda Vatnajökuls. Hefir það verið lítt kunnugt áður; eru þar vötn allmörg hjcr og hvar, er eigi sjást á Upp- drætti íslands. Margir hrikalegir tindar upp úr austuriaðri Vatnajökuls, en vestar sljettar hjarnbreiður. Þá skoðaði hann Eyjabakkajökul og fór yfir Jökuisá við jökulröndina, skoðaði siðan Þjófahnúka og önnur fjöll kringum Snæfell og nokkuð af hálendinu við Brúarjökul og þar fyrir vestan. Hjelt síðan niður Fljótsdal og um Hjerað til Loðmundarfjarðar og um aðra firði og víkur norður allt til Hjeraðsflóa. Það sem dr. Þ. Th. á nú eptir að yfir- fara af landinu er Langanes og mikið af norðursýslunum: Eyjafjarðar, Skagafjarð- ar og Húnavatns; býst við að þurfa til þess 3 sumur. Seyðfirðingar hjeldu dr. Þ. Th. veizlu 17. þ. mán., með ræðum og kvæði. L/eiðarvísir ísafoldar. 1488. Er jeg, sem er húsmaður og gjald- andi til sveitar, skyldur til, eptir lögum, að greiða útsvar mitt að öllu leyti í innskript við verzlanir, ef aðrir, t. d. bændur, eru los- aðir við að greiða sín útsvör þannig? Sv.: Spyrjandi er skyldur að greiða útsvar- ið eptir því, sem hreppsnefndin leggur fyrir. 1489. Eptir hvaða taxta ber mjer að borga sveitargjald, sem greiðast á þannig i innskript ? • Sv.: Eptir verðlagsskrárverði á gjalddaga, ef það er eigi ákveðið í krónum. 1490. Eru húsmenn og lausamenn, sem ekki tiunda, skyldir eptir lögum að horga hálfan ljóstoli ? Sv.: Já. 1491. Getur hreppsnefnd látið taka lögtaki hjá vinnumanni sveitargjald, sem orðið er þriggja ára, og hann heíir ekki verið aðvar- aður um að borga fyr en eptir þann tíma, þ. e. þrjú ár? Sv.: Nei. 1492. Heíir ekki húsbóndi ábyrgð á, að út- svarið sje greitt árlega af kaupi hjúsins síns? Sv.: Nei, hjúið á sjálft að sjá um greiðsluna. Tímamark veröur gert á hverjum sunnu- degi, og suma miðvikudaga við góð tæki- færi, kl. 11 f. h., eptir miðtíma Reykja- víkur, fyrst um sinn til næsta vors, og byrj- ar það á sunnudagirfn kemur (30. sept.). Kúlan er dregin upp, svo hátt sem hún kemst, 5 mín. áður en tíminn er kominn, og þegar kl. er á sekúndunni 11, þá fellur kúlan niður. Eptir nýustu athugunum er Stýrimanna- skólinn á 21° 54' 30" vesturlengdar. Reykjavik, 25. sept. 1894. M. F. Bjarnason. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, um skipti á dánarbúum og ijjelagsbúum og fl., og opnu brjefi 4. janúar 1861, er hjer með skorað á alla þá, er telja eiga til skuldar í fjelagsbúi Sigurðar bónda Ögmundssonar í Brekkuhúsi í Vestmanneyjum og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur, er andaðist þar 5. þ. m., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Vest- manneyjasýslu, áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar áskor- unar. Þess skal getið, að erfingjarnir hafa eigi tekið að sjer ábyrgð á skuldum búsins. Skrifst. Vestmanneyjasýslu, 20. sept. 1894. Jón Magnússon. Brunabötafjelagið North British antl Mercantile Insiirance Company, stofnað 1809, tekur í eldsvoðaábyrgð hús, bæi, vörur, húsgögn, hey, skepnur o. fi., hvar sem er á landinu, fyrir lægsta ábyrgðargjald. Aðal- umboðsmaður fjelagsins er W. G. Spence Paterson Hafnarstrœti 8, tíeykjavik. Umboðsmaður í Austuramtinu er konsúll J. M. Hansen á Seyðjsfirði. Margbreytt fataefni m. íl. Þið heiðruðu námssveinar, sem komið nú til skólanpa, og þurfið að kaupa ykkur fataefni og fleira, munið eptir, að hvergi eru hjer eins miklar, margbreyttar og ó- dýrar birgðir af fataefnum og líntaui með öilu tilheyrandi, eins og í verzlun W. Ó. Breiðfjörðs. Jörðin Syðri-Reykir í Biskupstungum 30.5 hndr. að dýrieika, er til kaups og á- biíðar í næstu fardögum. Semja veröurjvið Halldór bókbindara Þórðarson í Reykja- vík fyrir nóvembermánaðarlok n. k. Með niðursettu verði í ensku yerzluninni verður selt til loka októberiuánaðar Tilbúin föt — Drengjaföt — Regnkápur Ensk dömu-stígvél og skór Kamgarn — Yfirfrakkaefni og fleirs konar Fataefni Hálfklæði — Fóðurdúkur — Nankin Vergarn — Zirz — Bommesi og margar aðrar álnarvörur með niðursettu verði. 172 þyrmilega í seglin; hún klauf gríðarstóra öldu og þaut af stað eins og örskot. Jeg skundaði aptur í skut, greip þar ljósker og brá út yfir sjóinn. Svo sem sex faðma aptur undan sá jeg, hvar maðurinn lá á bátsflekanum og byltist eins og teningur í freyðandi varsímanum. Hann blíndi á mig með uppsperrtum augum og hreifði varirn- ar, eins og hann ætlaði að segja eitthvað. Jeg hallaði mjer út yfir öldustokkinn og brá hendinni við eyrað, til þess að reyna að heyra hinnstu orð hins feiga manns. Hann mælti hátt og snjallt, svo að vel heyrðist, þrátt fyr- ir veðrið og sjóganginn: »Lautinant! Rimin upp hjá siglu- pallinum brotnaði undan mjer!« Þá kom háreist alda og sópaði marflötinn. Jeg sá ekki annað en livítan varsímann eptir freigátuna. Það var heldur en ekki skrið á henni« —. Skipstjóri sat hljóður stundarkorn, er hann hafði lokið sögu sinni. Brýrnar, loðnar og gráar, kipruðust saman, og ennishrukkurnar brettust með kippum. — »IIvað hjet hann, þessi píslarvottur skyldurækninnar?« spurði jeg eptir litla, stund. Það var eins og honum yrði bylt við; það var eins og hann færi að reyna að rifja eitthvað upp fyrir sjer. Síðan renndi hann augum upp í loptið á víð og dreif og mælti: »Það man jeg svei mjer ekki framar«. (Dr'. Vogué). 169 sjór, og milli Guadeloupe og Desirade gerði á okkur stórviðri á landnorðan. Það var um nótt. Opið á sund- inu var sem í kolabyng sæi. Byljaköstin hrinu 1 reiðan- um og það brakaði í hverju trje. Jeg var á verði. Jeg ljet rifa hvert seglið eptir annað og ljet að eins neðri seglin halda sjer. Þegar við beygðum fyrir Saint-Pierre- höfða, urðum við að slá dálítið undan storminum, sem magnaðist æ því meir. Gengu þá tvær holskeflur yfir skipið. Skipið reikaði eins og ölvaður maður, og hallað- ist svo, að öldustoklcurinn lá nærri í sjó. Jeg sá það, að við yrðum að rifa seglin enn meira. Jeg lagði fyrir varðarformanninn, hvað gera skyldi, og hann bljes siglu- rekkunum saman. Hann -sagði þeim, hvers við þyrfti. En þeir hreifðu sig ekki úr sporum. Það þurfti að kom- ast upp á hásiglurána, það er að segja að feta sig áfram eptir rá, sem stóð ýmist lárjett eða þverbeint upp og ofan. Formaður bljes aptur í pípuna. En það var eins og hásetarnir væru rignegldir við þilfarið. Jeg stökk æfur niður af varðpallinum og kallaði til hásetanna: nú að verða tízka — svo sem jeg ákvað — hjerna á lienni Belliqueuse, að siglurekkar þori ekki að klifa upp í reið- ann?« Þá lagði maðurinn frá Ploulgoes óðara af stað að reiðastiganum, með hinu þunglamalega göngulagi, sem sjómönnum er tamt. Ií'ann tautaði í skeggið: »Nú, nú, lautinant; nú komum við, nú komum við!« Hann þreif

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.