Ísafold - 26.09.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 26.09.1894, Blaðsíða 4
256 Jón Magnússon, sýslum. í Vestmanneyjasýslu, gjörir kunnugt: MeO því að ástæða ertil að óiíta, að eptirnefnd fasteignaveðs-skulda- brjef, sem flnnast óafmáð í afsals- og veð- málabókum Vestmanneyjasýslu: 1. skuldarbrjef, útgeflð af Þorbjörgu Sig- urðardóttur í Vestmanneyjum, 4. janúar 1837, til handa C. J. Kemps, fyrir verzl- unarskuld, með veði í búsinu »Lönd- um«, 2. skuldarbrjef, útgefið 12. júlí 1839 af Lars Tranberg til handa P. C. Knudtzon, að upphæð 250 rdl., með veði í húsi hins fyrnefnda og grunni, 3. skuldarbrjef, útgefið 24. júní 1843 af Þórði Arnasyni til handa P. C. Knudt- zon, að upphæð 200 rdl., með 1. veð- rjetti í húsum hins fyrnefnda, 4. skuldarbrjef, útgefið 11. júní 1844 af Andreas Iversen Haalland hjeraðslækni, til handa fjelagsbúi I. I. Benedictsens og eptirlifandi konu, að upphæð 330 rdl., með 1. veðrjetti í húsi hins fyrnefnda og húsgögnum, 5. skuldarbrjef útgefið 24. janúar 1858 af Jóni Þorkelssyni til handa Magnúsi Gíslasyni, að upphæð 33 rdl. 4 mrk., með 1. veðrjetti í húsinu »Grímshjalli«, 6. skuldarbrjef, útgefið 30. maí 1858 af Lars Tranberg,til handa Gaadthaabsverzl- un, að upphæð 68 rdl., með 1. veðrjetti í liúsi hans í Vestmanneyjum, 7. útdráttur úr sáttargjörð, 16. janúar 1858, þar er Magnús Eyjólfsson veðsetur hálft húsið »Sorgenfri« kaupmanni Ch. Abel til tryggingar 134 rdl. 79 sk. skuld, 8. skuldarbrjef útgefið 8. júní 1861 af Guðmundi Guðmundssyni til handa Sæ- mundi Ólafssyni, að upphæð 18 rdl., með veði í húsinu »Jónshúsi«, 9. skuldarbrjef, útgefið 7. júlí 1863 af Sæ- mundi Guðmundssyni til handa Godt- haabsverzlun, að upphæð 29 rdl. 5 mrk. 13 sk., með 1. veðrjetti í húsinu »Kokk- húsi«, 10. skuldarbrjef, útgefið 28. júní 1864 af Erlendi Sigurðssyni til handa J. P. T. Brydes verzlun, að að upphæð 72 rdl., með 1. veðrjetti í húsinu »Fögruvöllum«, 11. skuldarbrjef, útgefið 18. apríl 1866 af Sæmundi Guðmundssyni til handa Vest- manneyjahreppi, að upphæð 26 rdl. 30 sk., með 1. veðrjetti í húsinu »Kokk- húsi«, 12. skuldarbrjef, útgefið 4. febrúar 1868 af Erlendi Sigurðssyni til handa Julius- haabsverzlun, að upphæð 126 rdl., með 1. veðrjetti í húsinu »Fögruvöllum«, 13. skuldarbrjef, útgefið 13. ágúst 1866 af Torfa Magnússyni til handa N. N. Bryde, að upphæð 126 rdl. 3 mrk. 1 sk., með 1. veðrjetti í húsinu »Jónshúsi«, 14. skuldarbrjef, útgefið 23. mai 1871 af Guðmundi Guðmundssyni til handa J. P. T. Bryde, að upphæð 20 rdl., með 1. veðrjetti í húsinu »Fögruvöllum«, 15. skuldarbrjef, útgefið 31. maí 1871 af Einari Jónssyni til handa I. N. Thom- sen og C. V. Roed, að upphæð 80 rdl., með 1. veðrjetti 1 húsinu »Sjólyst«, eptir skýrslum þeim, sem fengnar hafa verið frá hlutaðeigendum, sjeu eigi lengur í gildi, eru hjer með samkvæmt 2. og 3. gr. í lögum nr. 16, 16. septbr. 1893, um sjer- staka heimild til að afmá veðskuldbinding- ar úr veðmálabókunum, innkallaðir með árs og dags fresti handhafar allra hinna framannefndu veðskuldabrjefa, til þess að gefa sig fram með þau í aukarjetti Vest- manneyjasýslu, sem haldinn verður í þing- húsi sýslunnar laugardaginn 1. febr. 1896 kl. 11 fyrir hádegi. Gefi handhafar hinna áðurgreindu veðskuldabrjefa sig eigi fram á þeim degi, sem til er' tekinn í stefnu þessari, eða fyrir þann dag, á skrifstofu Vestmanneyjasýslu, mun verða ákveðið með dómi, að þau megi afmá úr veðmála- bókum Vestmanneyjasýslu. Til staðfestu er nafn mitt og embættis- innsigli. Skrifst. Vestmanneyjasýslu, 19. sept. 1894. Jön Magnússon. (L. 8.). J. P. T. Brydes yerzhm i Reykjavík hefir fengið stórar birgðir af alls konar vörum: Rúg og Rúgmjöl, B.bygg, Ertur, Bygg, Hafra, Rísmjöl, Sagómjöl, Sagógrjón stór og smá, Semulegrjón, Taffel-Riis, 3/4 grjón, 7í grjón, Kaffi, Kandis, Melís, Nor■ mal-kaffi, Corender, Kirsebær, Sætar Möndl- ur, Húsblas, Gjærpúlver, Sucat, Santal Ihe, Sterinljós, Kína Lífs-Elixír, Skóskinn, Brók- arskinn, Saumamaskínur, Herre- og Dame-Handsker Lampaglös, Alls konar Porcelain, Tóbak, Vindlar, Persica & E1 Arte, Brúnt yfirfrakkatau, Smásjöl, Slipsi, Nál- ar, Jerseyliv, Manchettskirtur, Kragar, Flippar og ótal fl. Allar taldar og ótaldar vörur seljast mjög ódýrt gegn peningaborgun. í yerzlun W. Ó. Breiðjörðs fást nú margar tegundir af svuntu- og kjólaefnum úr silki og ull. Margar teg- undir af silkislipsum. Stórt úrval af sjöl- um. Fleiri tegundir af kvennvetrarkápu- efnum, og margt fleira. Sömuleiðis marg- ar sortir (stærðir) af leirílátum undir kæfu. Urval af góðum og ódýrum borðlömpum, einnig smálömpum og m. fl. Jeg hef einhversstaöar hjer í bænum skilið eptir göngustaf, gtilan, með útskurði og blikkhólk um miðju, umbiðst skilað ef finnst. Dr. J. Jónassen. Tvö herbergi með eða án húsgagna, ósk- ast leigð frá 1. okt. Ritst. vísar á. Þrinriað, vandað gólfábreiðuband, rúm 20 pund, er til sölu. Ritstj. vísar á. Til skólabrúkunar fæst í verzlun W. Ó. Breiðfjörðs steintöflur, bestik, blýantar, pennar, blek, skólatöskur handa börnum og margt fleira. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiöjtt ísH.foldHr. 170 síðan báðum höndum um kaðalinn og tók til að feta sig hægt upp í reiðann, sem veðrið og ágjöfin skók eins og hríslu. Vjer blíndum á eptir honum, meðan hann var að komast upp. Byljirnir flenntu sjómannskuflinn hans og bældu hann stundum sjálfan upp við reiðann, svo að hann komst ekkert. Þegar hann komst upp á siglupallinn, var svo dimmt, að við eygðum hann eigi framar. Það sá að eins skuggann af honum bera fyrir ljóskerið. Þegar jeg rjett á eptir sneri mjer við til þess að segja fyrir verkum, heyrði jeg viðarbrest, og þremur sekúndum þar á eptir eitthvað þungt detta í sjóinn. — »Maður fyrir borð!« heyrð- ist hrópað úr framstafni að vörmu spori. Jeg skipaði ósjálfrátt þeim, sem við stýrið stóð, að snúa við skipinu og hásetunum að hleypa niður björgunarbátnum. Þeir ruku til og losuðu um uppihöldin; en hann var varla kominn 1 alin niður, er vindurinn þreif hann með því heljartaki, að' þeir misstu taugarnar úr höndum sjer, svo að hann hrapaði niður á fallbyssurnar og síðan útbyrðis í þúsund molum. Skipið ljet að stýri og snerist svo, að sló í baksegl. Gekk þá sjór yfir skipið flatt stafnanna á milli. Jeg hafði gert yfirmanni skipsins viðvart; hann kom þegar og hinir liðsforingjarnir með honum. Jeg sagði hon- um með fám orðum, hvað gerzt hafði, og benti honum á 171 hvar maðurinn flaut á braki úr bátnum, er öldurnar byltu á ýmsa vegu. »Herrar mínir!« mælti yfirmaðurinn; »hjer er eigi til setu boðið. Þjer vitið, að þegar þannig ber undir, sker skipsdómur úr um forlög manns. — Er auðið að bjarga þessum manni án þess að eiga á hættu að skipið farist? Þeir sem atkvæði greiða með því, geri svo vel að rjetta upp hendina; og verið fljótir, í drottins nafni!« Við stóð- um hreifingarlausir kringum einn þiljuhlerann. Skips- höfnin umhverfis beið þessa hins æðsta dóms frá oss. Og það segi jeg ykkur satt, að hefði það verið um bjartan dag, mundi hafa mátt sjá þar margan garnlan sægarp eins fölan í framan og enska hefðarmey á sjóferð yfir Englandssund. Vjer renndum auga yfir skipið, sjóndeild- arhringinn, stefnu öldugangsins og á landið nokkur hundr- uð faðma frá oss; oss bar óðfluga áleiðis upp að bröttum sjávarhömrum. Allir hristu daprir höfuðið, og enginn rjetti upp hendina. Yfirmaðurinn sneri sjer þá að hásetunum og mælti í hálfklökkum róm: »Vjer lýsum því yflr í einu hljóði og í samhljóðan við rödd samvizku vorrar, að vjer getum ekkert gert til þess að bjarga þessum manni. Drottinn veri sálu hans liknsamur«. Síðan kaliaði hann hátt til þess, sem við stýrið stóð: »Stýrið á stjórnborða snöggt. Áfram!« Freigátan komst í horfið aptur og vindurinn tók ó-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.