Ísafold - 26.09.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.09.1894, Blaðsíða 1
Kenmr út ýmist emn sinni eða tvisvar i viku. Verð arg minnst 80 arka) i kr.. erlendis 5 kr. e<">a 1'/« doll.í borgist fyrirmitvjanjúllman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifieg)btindm vifr aramót. ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okti- berm. AfgreiDslastofa blalm- ina er í Autturttrati 8 XXI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 36. september 1894. 64. blao. Vafalaus og veruleg framför. Nokkur ár"*eru liðin síðan, að lax var fluttur i is hjer frá suðurlandi til Englands. Þá var eitt sumar flutt þaðan til Islands íiálægt 300 smálestir, sem er 600,000 pd. af is, og & þessu ári hafa útlend skip verið hjer við land við fiskveiðar, sem urðu að flytja ís frá útlöndum, af því að ekki var mögulegt að fá hjer ís til að geyma fisk í. Ótrúlegt þætti flestum útlendingum, að ís- lenzka þjóðin væri komin svo skamrat & veg framfaranna, að eigi væri auðið að fá ís á fslandi, nema kann ske á þeim tíma ársins, sem náttúran sjálf býr hann til og geymir,— svo óhjásneiðanlegt sje að flytja hann allt sumarið frá heitari löndum, þar sem menningin er meiri. í sumar kom matsölumaður á gufuskipi hingað, sem ekki hafði komið til íslands fyrri. Hann vildi fá ís keyptan til varð- veizlu matvæla sinna, en þegar honum var sagt að ómögulegt væri að útvega honum 'ís, varð hann alveg forviða og mælti: »Hvað er þetta, fæst ekki ís á íslandi? Jeg get fengið hann suður við Miðjarðar- haf á hvaða tíma árs sem er«. í bólguveiki og fleiri sjúkdómum þykir læknum ís ómissandi. I sumar veiktist maður í Reykjavík, og þurfti nauðsynlega á ís 'að halda honum til lækningar. En hvað sem í boði var, var ekki hægt að fá hann, ekki einu sinni í aðallyfjabúð landsins. Varð því að gera út mann eptir honum upp í háfjöll. Er það ekki beinlínis frá- munalegur skrælingjaháttur, að ekki er hægt að fá is á íslandi yfir sumarið, þó að líf manns liggi við? í köldu lopti og ís eru fluttir kindar- skrokkar svo skiptir 100,000 árlega yflr miðjarðarbaug frá Eyjaálfu til Englands, og mörg þúsund manna i útlöndum hafa at- vinnu við klakahögg á vetrum og flutning á ís með skipum á vorin milli landa. Hvað gjörum vjer íslendingar? Vjer bölvum ísnum upp á gamla og nýja móð- inn, frá vöggunni til grafarinnar,fyrir það tjón sem hann gjörir, og látum þar við lenda, án þess á nokkurn hátt að reyna að hafa gagn af honum, þb vjer höfum fyrir augum dæmi annara þjóða, sem nota hann sjer til mikilla hagsmuna. Mikil er framförin á þessu landi, eða hitt þó heldur, þegar það sem auðveldast er að fá, er ekkert notað. Hinum eldheitu framfaramönnum þykir líklega ísinn of kaldur, til þess að fást við hann, og á hina, sem fyrirfram cru kaldir fyrir framför landsins, verkarhvorki ís nje eldur. Að hætta nokkrum krónum til að fá reynslu fyrir því, hvað landinu má til gagns verða, það geta þeir ekki verið að eiga við. Margan dag hafa sjómenn setið í landi vegna beituleysis, og þó þeir hafi verið með öngulinn beran, hafa þeir lítinn afla fengið. Er ekki kostandi til, að reyna á ýmsan hátt, að ráða bót á þessu, þó fyrsta, önnur og þriðja tilraun misheppnist? Ef það heppnast að geyma síld í ís til beitu, þó eigi væi'i nema lítinn tíma, þá væri tekjurnar svo skipti tugum þúsunda kr. Þess vegna væri vert að verja nokkrum þúsundum króna til rannsókna í þessu efni. Þó að slikt nauðsynjafyrirtæki misheppn- ;iðist nokkrum sinnum, má ekki hættafyr- ir það, heldur reyna aptur og aptur á æ fullkomnari hátt, Víða hjer á landi sýna menn mikinn dugnað og hætta lífi sínu við þorskveiðar. En því hörmulegra er að sjá, hve ljeleg verkfæri margír þeirra hafa, bæði báta og veiðarfæri, og enn fremur hve lítið er gjört af þeim sem meira megna, til þess að fræða sjómenn um flest sem að þeirra atvinnuveg lýtur, og stuðla til þess, að fá markað í útlöndum fyrir fleiri fiskteg- undir en saltaðan þorsk og ysu, þó kunn- ugt sje mörgum, að þessar fisktegundir saltaðar eru einhver hin verðminnstu mat- væli á heimsmarkaðinum. í öðrum löndum eru haldnar sýningar á öllu því, er að fiskiveiðum lýtur, svo hver maður geti haft til fyrirmyndar það sem bezt á við hans hæfi; einnig eru gefln út ágæt rit, sem eingöugu fræða menn um þau veiðarfæri, sem bezt reynast, notkun þeirra, alla veiðiaðferð, reynslu annara þ.jóða, daglegt vöruverð og hverja fiskteg- und sje ábatavænlegast að veiða í það og það skipti; það er, í einu orði sagt, allt sem sjómanninum má að gagni verða. Jafn- framt því leggja auðmenn stórfje í ýmsar tilraunir, sem að fiskiveiðum lúta, sumir sjer til gagns eða gamans, og sumir til efl- ingar almenningsheilla. Hjer á landi er fátt af slíku, og blöðunum er flestum tam- ara að tala um persónur en framfarir í íiskiveiðum, ásamt fleirum atvinnumálum. Kvartanir um aflaleysi, beituleysi, at- vinnuleysi, lágt vöruverð o. s. frv., er hið almennasta sem heyrist frá nngum og göml- um, en minna um framtakssemi og góðar bendingar til að ráða bót á þessu; þeir menn eru fáir, þótt efni hafi, sem tíma að verja nokkrum krónum til að útvega sjer og öðrum reynslu fyrir því, hver ráð eru til þess að bæta úr mörgu, sem lagfæra þarf. En þá sjaldan eitthvaö nýtt er reynt, þó það sje gjört af vankunnáttu og efna- skorti, svo hver maður með þekkingu geti fyrirfram sagt, að fyrirtækið hljóti að van- heppnast, þá vantar ekki viðkvæðið, að fullreynt sje, að þetta eða hitt sje ómögu- legt, og svo standa menn í mörg ár með krosslagðar hendur, sannfærðir um, að fyrirtækið sje ómögulegt. Englendingar hafa annað lag á því. Þeir vita, að »ekki fellur trje við fyrsta högg«. Oss íslendingum væri full þörf á að læra af þeim þrautseigju og þolgæði. Þess var getiðí blöðunum isumar, að foringi úr sjóliði Dana hjelt fyrirlestur hjer í Reykja- vfk og gaf í skyn, að fiskifjelag það, sem hann var erindreki fyrir, mundi fáanlegt til að láta gufuskip sitt koma til Eeykja- vikur næsta sumar á hálfsmánaðar fresti, til að taka fisk geymdan í ís, og flytja hann beina leið til Englands, ef nauðsynlegur undirbúningur væri gjörður af hendi lands- manna. Af því ekkert hefir verið gjört í síðan i þessu efni, kom það til umræðu á fundi hjer, að full þörf væri á að fjölga bein- um ferðum frá íslandi til útlanda, og brýn- asta nauðsyn væri að gjöra meira en gjört hefir verið til eflingar sjávarútveginum. Eptir nokkrar umræður var svo samþykkt að reyna tii að stofna fjelag við Faxaflóa, til að koma upp íshúsi, svo að mögulegt verði að seiida fisk í ís til útianda og fá reynslu fyrir því, hvort hægt er að geyma síld í ís til beitu. Enn fremur að fá mann frá Vestfjörðum, sem er kunnugur flyðru- veiðum Ameríkumanna, og einn eða tvo vana fiskimenn frá Noregi eða Danmörku með veiðarfæri þau, sem þar reynast bezt. Fyrirætlan þessa fyrirhugaða fjelags er því eigi lítils verð, sem sje: að styðja að fjölgun beinna gufuskipsferða til Englands; að taka hjer upp ný veiðarfæri; að út- vega vana fiskimenn, sem þekkja veiðiað- ferð annara þ.jóða; að leitast við að gjöra verzlunarvöru úr þeim vörutegundum, sem áður hefir verið Htt stundað að veiða, en það er heilagfiski, koli og skata (sem er i háu verði cá Englandi); og að gjöra ýtar- legar tilraunir til að geyma sild i ís til beitu. Menn geta án ámælis haft vantraust á íshúsi, því reynsluna vantar fyrir því,hvern- ig það heppnast að geyma sild og annan fisk í ís. En viðleitni til þess að fjölga gufaskipaferðum og hagnýta ny veiðarfæri og kunnáttu annara þjóða við fiskiveiðar skil jeg ekki af hvaða ástæðum þeir, sem efni hafa, hliðra sjer hjá að styrkja. Það ætti þó að mega telja vafalausa og veru- lega framför. Bankastjórnin lítur svo á þetta mál, að það með góðri stjórn geti leitt til framfara í samgöngum og ?jávarútveg, og mun því, með samþykki landshöfðingja, talsvert styrkja fyrirtækið. — í sumar var stapp mikið á alþingi um. búsetu fastakaupmanna. Framsögumaður og fleiri töldu það með fyrstu skilyrðum fyrir framförum landsins, að öll verzlunar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.