Ísafold - 10.10.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.10.1894, Blaðsíða 2
270 ur það sjálfsagt. En í það dugar ekki að horfa; enda er engan veginn óhugsandi, að hjálp fáist til þess annarsstaðar að, að minnsta kosti ef vjer sýnum ekkert hop eða hik á að vilja hjálpa oss sjálfir. Það er sú bót i máii, að vjer vitum, að stofnun slíkra spitala í sæmilegu lagi verður eigi árangurslaus, heldur má reiða sig á, að þá tekst að uppræta fár þetta hjer gersamlega áður mjög langt um iíður, sjeu þær stofn- anir notaðar prettaiaust, þannig, að þang- að sje hverjum holdsveikuni manni komið óðar en veikin kemur i ljós. En meðan stofnanir þessar eru ókomnar upp, þarf að gera ailt hvað auðið er til að stemma stigu fyrir því, að veikin magn- ist enn eða færist út frekara en orðið er, og virðist sjálfsagt, að landsstjórnin bregði þegar við og leggi fyrir lækna sína og sveitarstjórnarvöld, að láta ekkert ógjört í þá átt, er í þeirra valdi stendur. Fjelagsskapur þilskipaútvegs- manna. Það er mikið vel farið, að þilskipaút- vegsmenn hjer um pláss eru nú loksins svo langt komnir, að þeir hafa bundizt skynsamlegum fjeiagsskap til verndar og eflingar atvinnuveg sinum, þeim atvinnu- veg, sem margra augu vona til svo sem einhvers hins líklegasta vísis til efnahags- viðreisnar landsins. Fyrsti ávöxtur þessa fjelagsskapar eru reglur þær um ráðning á þilskip m. m., er hjer fara á eptir. Mátti það ekki seinna vera, að útvegsmenn kæmi sjer saman um það mál; því það er stórhneyksli, hve reglulaust og ráðlauslega menn hafa hagað sjer á stundum í því efni, og ekki að kynja, þó að útvegur þessi ætti illt með að þrífast með því lagi, nema rjett í veltiárum að afla og vöru- verði. Virðist þó með reglum þessum alls eigi gengið nærri hagsmunum háseta og skipstjóra, heldur öll sanngirni sýnd gagn- vart þeim, eins og á að vera; en ekki nema háskaleg vanhyggja og óframsýni af þeirra hálfu,, að gefa eigi kost á sjer nema með þeim kjörum, er útvegurinn getur eigi undir risið. Næsti framfaraávöxtur þessa fjelagskap- ar ætti að vera stofnun þilskipa-ábyrgðar- sjóðs, til þess að fjárveitingarvaldið þurfi nú ekki að standa eins og stranda- glópur með fje á boðstólum til vísis og styrktar slíkri stofnun, án þess að menn vilji þiggja. Því það er þó herfileg kenn- ing, að þilskipaútvegurinn rísi eigi undir ábyrgðargjaldi; eða mun það nokkursstað- ar heyrast um allan hinn menntaða heim, að nokkur atvinnuvegur af viti stundaður megi til að vera eintómt »lotterí« til þess að geta þrifizt? Af því að vjer erum fjeleysingjar og megum því manna sízt við að missa neitt fyrir óhöpp, einmitt af því eigum vjer að láta jafnan kylfu ráða kasti um ef til vill aleigu vora! Það er vit í slíku, eða hitt þó heldur. Reglur fyrir fólksráðning o. fl. á þilskipum Út- gerðarinannafjelagsins við Faxaflóa. I. Háseta skal ráða með þeim kjörum, sem hjer segir: a. Fyrir hlut, sem sje helmingur af öllum afla hans. Borgar hann útgerðarmanni salt í hlut sinn og verkun á honum með 9 kr. fyrir hvert skippund verkaðs fiskjar, sem til kaupmarkaðs gengur ; en salt í sinn hluta trosfiskjar hefir hann ókeypis. b. Fyrir ákveðið gjald af liverjum drœtti, nema trosfiski, keilu og upsa. Hið ákveðna gjald er 9 aurar af hverj- um þorski 18 þumlunga löngum eða lengri, og 3 aurar af 12 til 18 þuml. fiski og alliú ýsu. Af trosfiski, keilu og upsa hefir hann helming afla síns. d. Fyrir mánaðarkaup, er sje allt að 30 kr. um mánuðinn og 3 aurar af hverjum þorski 18 þuml. eða lengri. Gotur, sundmaga og lifur eru hásetar skyldir að hirða, eptir fyrirmælum skip- stjóra, og ber hálfdrættingum helmingur þess af afla sínum. II. Um kost skipverja fer svo sem um sem- ur við útgerðarmann, án tillits til Iieglu- gjörðar um viðurværi skipshafnar sam- kvæmt Farmannalögunum. Þó er ávallt heimilt að taka fisk til málamatar af ó- skiptum trosfiski. III. Skipstjóra skal ráða með þeim kjörum, sem hjer segir: a. Fyrir kaup. sem sje allt að 70 kr. um mánuðinn og 5% af allri aflaupphæð- inni. b. Fyrir hálfdrœtti og allt að 2 kr. gjaldi af hverju skippundi alls aflans. IV. Borgun skal greiða skipverjum í þeim gjaldeyri, sem um semur. V. Utgerðarmaður leggur skipinu til allt það, sem nauðsynlegt er til þess að það geti verið við fiskiveiðar, svo sem veiðar- færi og önnur fiskiáhöld; hann leggur og til eldivið, og kostar matreiðslu handa skipverjum; en sjóklæði leggja þeir sjer til sjálfir. VI. Fyrir hvert einstakt brot á reglum þess- um sje sá, er brýtur, sekur 10 krónum, er renna í sjóð fjelagsins. Nú eiga fleiri skip saman, en eru ekki allir fjelagsmellni og gilda þá reglur þessar og sektarákvæði þeirra eins og þeir væru allir fjelagsmenn. * ^ * sf: Ofanskrifaðar reglur eru samþykktar á f'undi Útgerðarmannafjelagsins við Faxa- flóa 7. okt. 1894. og eru bindandi fyrir alla hlutaðeigendur til næsta aðalfundar í seinríi hluta septembermánaðar næsta ár. G. Zoega. 21i. Ihorsteinnson. E. Felixsson. Þ. Egilsson. W. Christensen. Guðmundur Einarsson. Bjarni Magnússon. Þórður Guðmundsson. Jón Jónsson. Ingjaldur Sigurðsson. Guðmundur Ólafsson. Jón Ólafsson. Þórður Jónsson. Brynjólfur Bjarnason. Jón Þórarinsson. Helgi Ilelgason. P. Sigurðsson. Runólfur Ólafsson. Guðmundur Jónsson. G. E. Briem. Klakageymslufyrirtækið. Með gufu- skipunum komu um daginn 2 landar frá Ameríku (Winnipeg), er kunna til og van- ir eru klakageymslu og allri vinnu og til- högun þar að lútandi: Isak Jónsson, Mjó- firðingur að uppruna, og Jóhannes Guð- mundsson Nordal, úr Húnavatnssýslu. Þeir hafa verið 7 ár vestra. Jóhannes ílengist hjer, í þjónustu ísfjelagsins nýja, enda hingað kominn að undirlagi Tr. Gunnars- sonar bankastjóra einmitt í því skyni, fyr- ir milligöngu Sigurðar S. Jóhannessonar, er bjer var á ferð í vor frá Winnipeg. En ísak hverfur aptur austur til átthag- anna, í því skyni að koma þar upp við- líka fyrirtæki, með klakageymslu o. s. frv.,. eins og hjer er byrjað á, með því að þar er einnig að komast á viðlíka hreifing, og hún með ðllu meiri áhuga, enda mjög svo mikilsvert fyrir Austfirðinga, að ljós gæti af því orðið. Segir ísak mikið vel hugur um það, en hann er greindarmaður, á- hugasamur og framfaragjarn. Er mikil- von um, að þeir fjelagar eigi nytsemdar- erindi hingað aptur á ættjörð sína. Drukknan. Tveir menn voru sendir á bát hjeðan upp á Akranes 4. þ. m., Sig- urður Sigurðsson hafnsögumaður (Þórðar- sonar í Steinhúsi) og Jón Jónsson lausa- maður í Austurbænum. Þeir sneru aptur þaðan áleiðis hingað samdægurs, en hafa hvergi komið fram nje bátsins vart orðið. Sigurður heit. Ijezt frá konu og 3 börnum, ungum. Hann var vaskleikamaður og vel að sjer gjör. Barðastr.sýslu vestanv. 27. sept. »Gób- viðri og hægviðri heíir alloptast verið í sum- ar, og lengst af hlýtt, en vætusamt og þerri- lítið í meira lagi. Einkum hefir þessi mánuð- ur verið úrkomusamur, og nokkuð vindasamt líka með kötlum. Hey áttu því allir úti töluvert um rjettir, og enn eiga sumir óhirt hey. Samt hefir hey- skapur víst orðið í góðu meðallagi yfir höfuð,. enda þótt útslægjur væru víða snöggar, eink- um allt valllendi. Tún voru víða góð, jafnvel í bezta lagi sumstaðar. Leitarveður var siæmt, og heimtur eigi góð- ar, enda hefir tóa legiö á fje manna á sumr- inu. Þilskipin hafa aflað í minnsta lagi, en apt- ur hefir verið ágætisafii á opin skip, einkum inn á fjörðum ; hafa og sum þilskipin haldizt þar við og róið frá skipunum, og aflað vel. Fiskur mun vera 42 kr. skpd., smáfiskur 35 kr., o. s. frv. Hvít ull 60 a. pd., mislit 45 a. Lýsi 24 kr. tn. Matvara: grjón 20 kr. tn. rúgur 14 kr., o. s. frv. Kaffi 1.25 pd., sykur 35 a. (kandís). Yöruskortur var lengi fram eptir sumrinu. Kjöt er sagt tekið á 10, 13, 16 og 18 a. ept- ir gæðum, mör á 35 a., 25 a. pd. i gærum. Fyrir fiður var gefin 1 kr. pd. Síðan »infiúenzunni« Ijetti af í vor hefir taugaveiki verið að stinga sjer niður á stöku bæ, og heldur enn áfram. Að öðru leyti heíir heilsufar á sumrinu verið yfir höfuð heldur gott. Það telja allir víst, að lækni þeim, er skip- aður verður í þetta læknishjerað, ef það losn- ar, sem við er búizt, verði gjört að skyldu, að setjast að á Patreksfirði, því þar mun hann f'yrir margra hluta sakir vera bezt settur. Að læknir sitji lengur á Barðaströnd, eptir að aukalæknishjerað hefir verið stofnað í suður- sýslunni, er óþolandi, því þá sæti hann á íá- mennasta og afskekktasta hala læknishjerðaðs síns. A Patreksfirði er mannflest á einum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.