Ísafold - 10.10.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.10.1894, Blaðsíða 3
271 stað í öllu hjeraðinu, og fer þar ávallt mann- fjöldi vaxandi ár eptir ár- .Auk þess er þar allmikið af útlendum mönnum statt á sumrin, og þurfa þeir, sem eðlilegt er, opt læknis að leita, einkum Frakkar, er margir sækja þang að á þilskipum sínum«. Vestmannaeyjiiin 3. okt.; Agústmánuð- ur var miklu votviðraminni en júlímánuður, regn og þerrar skiptust haganlega á; frá 19- loka mánaðarins voru optast sömu hlíðviðri > úrkoman 52 millimetrar, mestur hiti þann 1. 17,7°, minnstur aðfaranótt þess 20.5,0°. Septem- bermánuður byrjaði með þurrki og blíðviðrum, sem hjeldust fyrstu vikuna ; eptir það sló til rosa, sem hjelzt mánuðinn út, þó með ein- stöku þerridögum á milli. Báða þessa mán- uði mátti heita mjög vindhægt. Úrkoman í september var 101 millimeter; mestur hiti þann 4. 14,°, minnstur aðfaranótt þess 27. 0,7°. Sldttur var byrjaður seint, eigi fyrri en 14 vikur af, voru tún þá orðin mjög vel sprott- in; varð taða því hjá almenningi með mesta móti, og nýting yfir höfuð góð; aptur hrakt- ist hey mjög i úteyjum, því þar er slegið fyr (11—12 vikur af). Fýlungaveiðin stóð yfir blíðviðursdagana fyrir og eptir 20. ágúst, gekk alveg slysalaust og heppnaðis mætavel; fýlungi var með mesta móti. Jarðepladr er varla í meðallagi sakir vot- viðranna, en rófu-uppskera ágæt. Verðlag á nauðsynjavörum í reikning mun hjer hafa verið sama og í Reykjavík, að ofn- kolum undanteknum, sem eru dýrari hjer (5 kr. skpd.). Verðlag á innlendri vöru var þannig; saltfiskur nr. 1, 40 kr., nr. 2, 32 kr.; langa 36 kr., smáfiskur 34 kr., harðfiskur flutt- ist hingað ekki, en var borgaður í Vík með 100 kr. Hvít ull var með f'erðakostnaði 75 a., mislit 40 a., sundmagi nr. 1, ' 25 a., hrálýsi kúturinn 1,50. Nú hefir verið tekið fyrir kaupstaðarlán hjá öllum fjölda eyjabúa, nema með þeim kostum er flestir teija þá afarkosti, að þeim eigi þyk- ir að þeim gangandi fyr en i síðustu lög. Sýslunefndin hefir þvi, eptir að hafa ráðg- azt um það við hreppsnefndina, tekið það ráð að sækja um hallærislán til að reyna að frelsa sem flesta af hinum betri bændum f'rá því að selja frelsi sitt, og að líkindum eiga úr því litla viðreisnarvon. Prestskosning fór fram á Ríp í Skagafirði 23. f. mán. Atkvæðin, 18 af 19 alls á kjör- skrá, skiptust á prestaskólakandídatana Svein Guðmundsson og Björn L. Blöndal, Hlaut Sveinn 10 og þar með löglega kosningu, en hinn 8. Þriðji maður i kjöri var síra Sigurð- ur Jónsson á Þönglabakka. Gufuskipið »Prineess Alexandra® komst af stað í gærmorgun, með um 2300 fjár. Far þegar voru hjeðan, auk kaupm. B. Kristjáns- sonar, dr. Jón Þorkelsson frá Khöfn, kaup maður Ólafur Ólafsson frá Keflavík og Sig urður Fjeldsteð í'rá Hvítárvöllum. Herra B. Kristjánsson er væntanlegur aptur með póst- skipinu næst. Gufuskipið »Pervie« kom 8. þ. mán. til Hafnarf,jarðar með salt frá Middlesbro’á Eng- landi til kaupmanna þar og hjer í Reykjavík. Tii gufubátsins »Elínar« áætlaði bæjar- stjórn Reykjavíkur i einu hljóði á fundi sín- um 4. þ. m. áfram tiltölulegum styrk við sýslu- fjelögin. Hr. Frimann B. Anderson, fyrrum rit stjóri í Winnipeg, jer hingað kominn nú með póstskipinu, alkominn að heyra er. Hann heldur lyrirlestur um Ameríku nú á föstu- daginn, og mun bera meira fyrir brjósti, svo, sem til framfaranýmæla hjer. f Hjer með tikynnist vinum og vanda- mönnum, að mín heittelskaða eiginkona Þóra Halldórsdóttir andaðist eptir langa legu að kveldi hins 4. þ, m. Jarðarför hennar framfer að forfallalausu að Lága- felli föstudag 19. þ. m. á hádegi. Þormóðsdal, 8. okt. 1894. Halldór Jónsson. C. Zimsen í Eeykjavík selur: Biscuits, Tekeks og Tvíbökur. Góð frönsk Vín. Bursta, Kústa og Pensla, margar tegundir Trjeskóstígvjel. Trjeskó og Klossa, handa fullorðnum og börnum. Saumavjelar, 2 tegundir. Vasaúr. Agæta »Patent málingu« handa þilskipum 2 tegundir, frá nafnkenndri franskri verk- smiðju. Sirz, ljerept og ýmsar aðrar kramvörur. Cigarettur. Edspýtur. Ýmsar nýlenduvörur og margt fleira. Allt með svo vægu verði,sem unnt er að telja það hjer. Samkvæm lögum 12. apríl 1878, um skipti á dánabrúum og fjelagsbúum og fl., og opnu brjefi 4. janúar 1861, er hjer með skorað á alla þá, er telja eiga til skuldar í fjelagsbúi Sigurðar bónda ogmundssonar í Brekkuhúsi í Vestmanneyjum og konu hans Sigriðar Magnúsdóttur, er andaðist þar 5. þ. m., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Vest- mannyjasýslu, áður en 6 mánuðir ern liðnir frá síðustu birtingu þessarar áskor- unar. Þess skal getið, að erfingjarnir hafa eigi tekið að sjer ábyrgð á skuldum búsins. Skrifst. Vestmanneyjasýslu, 10. sept. 1894. Jón Magnússon. Proclama. Samkvæmt opnu brjefi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi T. J. Thorgrimsens, sem andaðist að heim- ili sínu í Olafsvik 24. júlí þ. á., að lýsa kröfum sinum og sanna þær fyrir skipta ráðandanum i Snæfellsness- og Hnappa dalssýslu áður en liðnir eru 6 mánuðirfrá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Snæfellsn.-ogHnapad.s. 1. sept. 1894. Lárus Bjarnason. Proclama. Sarnkv. opnu brjefi 4.jan. 1861, sbr. lög 12. apríl 1878, er hjer með skorað á alla þá, er teija til skuldar í dánarbúi Kristj- áns Sigurðssonar, sem andaðist að Ásgerð- arstöðum í Skriðuhreppí þann 16. júní þ. á., að lýsa kröfum sinum fyrir undirrit- uðum innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skiptaráðandinn í Eyjafj.s., 14. sept. 1894. Kl. Jónsson. Samkvæmt lögum 12 apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Páls Magnússonar tómthúsmanns i Holti hjer í bænum, sem andaðist 22. spt. þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Revkjavík áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköilunar. Bæjarfógetinn í 'Reykjavik, 4. okt. 1894. Halldör Daníelsson. Tapazt hefir nýlega úr Reykjavík dökk- rauúur hestur (ljósari á f'ax og tagl) með mark: standtj. aptan bæði, klárgengur, viljugur, stór og fallegur; hver sem hitta kynni, er beúinn að gera Lárusi skósmið Lúðvíkssyni í Reykja- vík aðvart sem fyrst mót borgun. Tapazt hefir hjeðan úr hænum seint í fyrra mán. hrúnnösóttur hestur. óaffextur, eymdur á miðju baki, aljárnaður með G boruðum skeif- um, á að geta miðaldra, með mark: vaglrifað a. h., sýlt biti a. v. Hver sem hitta kynni hest þenna, er vinsamlega beðinn að hand- sama hann, og koma honum til Guðna Símon- arsonar gullsmiðs í Reykjavík eða til mín mót góðri borgun. Reykjavík. \ 0. okt. 1894. Benóní Benónísson Aðelstræti 10. »Sameiningin«, mánaðarrit til stuðn- ings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev.lút.kirkjufjelagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstjóri Jón Bjarnason. Verð í Vesturheimi 1 doll. árg., á íslandi nærri þvi helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og útgerð allri, Níundi árg. byrjaði i marz 1894. Fæst í bólcaverzl. Sigurðar Kristjánssonar í Reyk,ja. vik og hjá ýmsum bóksölum víðsvegar um allt land. Liítill bókaskápur og hornskápur, með hillum, óskast til kaups. Þ. Björnsson lög- regluþjónn visar á. (ÞAKKARÁVARP). Þegar jeg á síðastliðnuu ári, þurfti hjáJpar við á ýmsan hátt, varð jeg svo lánsöm, að njóta mannúðlegrar hjálpar og veglyndis herra prests síra Arna Björnssonar, móður hans og frænda, ásamt herra sýslum. Jóh. Ólafssonar, sem öli veittu mjer kærleiks- ríka hluttekning í orði og verki. Fyrir þessa manndygð votta jeg þessum góðu mönnum hjartanlegt. þakkiæti mitt, og bið kærleikans guð, að blessa hús þeirra og heimil- ishag. Sauðárkrók í okt. 1894. Guðlaug Jónsdóttir. Alþingistíðindin 1894 fást keypt í bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar. Kosta 2 kr.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.