Ísafold - 20.10.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.10.1894, Blaðsíða 2
278 stað með frá Akranesi í fyrra dag. Skip- iö er væntanlegt 3. ferðina 29. þ. mán. eptir 2000 fjár, sem hjer eru eptir í geymslu og UPP i Borgarfirði, og stendur til að keypt verði nokkur hundruð í viðbót og nokkuð af hestum, til að fylla farminn. Norðanfjeð hafði verið gott, nær tómir sauðir tvævetrir og eldri, keyptir fyrir 15—18 kr. Mikið lakara fje innan um i Borgarfirðinum, og verri kaup þar miklu en nyrðra eða hjá Árnesingum. Skip frá þeim Zöllner og Vidalín, »Mon- arch«, tók á Sauöárkrók nær 8000 fjár (7,777), flest tvæv. sauði eða eldri og nokk- uð veturgamalt, og 120 hross í viðbót, allt til umboðssölu, úr Skagafirði og Húna- vatnssyslu austanverðri frá pöntunarfjel. þar. Um 9000 tók annað skip frá þeim á Borðeyri skömmu síðar, þar af 6000 frá pöntunarfjel. Þá kom »Monarch« hingað aðra ferð um siðustu helgi og fór með um 9000, nefnil. 6000 frá Stokkseyrarfje- laginu, 1000 frá kaupmanni Thor Jensen á Akranesi og 2000, sem Helgi Jónsson faktor í Borgarnesi hafði keypt eða kaupa látið fyrir húsbónda sinn, stórkaup- mann Bryde, en vera mun sama sem fyrir Vidalin. Á norðausturhöfnum landsins hafa tvö gufuskip verið á ferðinni til fjár- kaupa, frá Slimon að kaliað er, en taiið sama verzlunin og þeirra Zöllners. Póstskipið Laura (kapt. Christiansen) kom loks í gær aptur af Vestfjörðum, með allmargt farþega, mest kaupafólk; ætlar af stað á morgun áleiðis til Khafnar. Bangárvallasýslu 5. okt.: Það sem helzt er hjeðan að irjetta er megnasta rigningatíð síðan 9. f. m. Yíir höfuð var slátturinn hjer í sýslu óþurrkasamur; þó varð heyskapur í góðu meðallagi víðast, en hey voru mjög súldruð. Kdlgarðauppskera mjög góð víðast hvar, nema hjá þeim sem höfðu fræ frá kaup- mönnum; það hljóp allt í njóla. Það er merki- legt, að mönnum verður ekki nuddað til að hugsa um að panta sjer í tíma Þrándheims- fræið, sem reynist hið óbrigðulasta. Sjáltur fekk jeg i haust urn 50 tunnur af kartöflum og rófum, nálægt helming af hvoru. Fjár- heimtur eru heldur góðar af afrjettum, því veður var gott um safntíma á afrjettum. Fje reynist mikið vænt, en fljótt verður það rýrra á votlendinu. Sýslufundur var haldinn hjer 28. sept. Fá mál komu þar til uroræðu, 11 að tölu. Meðal helztu nýmæla var, að kosin var neínd til að koma með frumvarp til samþykktarlaga um verndun Safarmýrar fyrir næsta fund. Sömu- leiðis kosin nefnd til að koma með frumvarp til laga um hrossakynbætur. Enn frerour kosnir menn til að reyna að útvega gufubáts- ferðir fyrir sýsluna, helzt um svæðið frá Reykjavík austur til Eyrarhakka, og svo með Rangársandi, sem að undanförnu. Gufubátur- inn »Oddur« hefir farið þessar ferðir að und- aniörnu, 2 sumur, og heíir hann nú lengið eða fær um 1 x/a þús. kr. úr iandssjóði og sýslu- sjóðum Árness- og Rangárvallasýslna og þar að auki ferjutoll undif þær fluttu vörur, sem þykir nokkuð hár þetta árið. Stórkaupmaður J. P. T. Bryde helir geíið von um að hann væri fáanlegur til að gjöra út gufuskip hing- að og taka að sjer ferðir með suðurströndinni og verður að líkindum leitað samninga við hann um það Mjög mikil eptirsjá er oss Rangvellingum að sýslumanni okkar; það skarð verður vandfyllt. Húnavatnssýslu (Skagastr.) 23. sept.: Hjeð- an úr plássi eru íá tíðindi, en góð; vorið var ágætlega gott yíir höfuð, þótt nokkuð kalt væri um tíma. Sumarið, heyskapartlminn, eitt hið hezta og blíðasta, sem gamlir menn muna; kom hjer um bil aldrei regnskúr til óþæginda; eru þvl hey hjá almenningi bæði mikil og ágætlega verkuð, svo full ástæða virðist til að ætla, að menn sjeu vel undir vsturinn búnir fyrir fjenað sinn, enda fara menn hjer um pláss ylir höfuð vel með skepnur. Er sá hugsunarháttur sem óðast að ryðja sjer til rúms bjer, og sjálfsagt víðar, að hetra sje að eiga færra fje og láta það eiga gott á vetrum. Þessi góða heynýting var ekki hin eina blessun, sem ylir oss kom á þessu sumrii því hæði voru sjógæftir ágætar og að kalla mátti landburður af' vænum Hski, þorski og stórýsu; en því miður var ekki hægt að nota þá blessun sem skyldi vegna þess, hve fáir voru til að stunda sjóinn; því hjer er mjög fámennt pláss og um sláttinn flestir nóg að vinna að heyskapnum. Hefði þvi hjer í sum- ar tengið vinnu miklu fleira kaupafólk en kom, bæði við sjó- og landvinnu. Nú er tíð- in nokkuð farin að hreytast; síðastliðin vika var fremur vætusöm, þó allt af hlýtt og blítt veður. K. Uni taðvjelar. Verkfæri það, er nefnist *taðvjeU eða »tað kv'órn«, er notað til þess að mala I áburð^ eða gera hann smágjörðari, til þess hawn gangi betur ofan í jörðina. Verður áburðurinn á þennan hátt betur undirbúinn sem jurtafæða, heldur en þá hann er barinn með kláru eða vallarkvísl, eins og algengast er. Eptir að búið er að mala áburðinn í kvörninni, er hon- um dreift yflr úr trogi eða hann er kláru- breiddur, þar sem sljett er. Þegar áhurðurinn er á þennan hátt undirbúinn, þ. e. malaður, er hann laus við allan óþverra og rusl, svo sem bein, torfusnepla, smásteina o. fl. Allt þess konar getur ekki gengið niður úr kvörn- inni, nema það malist í sundur; hljóta því steinar og beinarusl að takast burt áður áburð- urinn er malaður eða um leið; því vjelin vinnur ekki á að mylja það. Á þennan hátt verður því áburðurinn að öllu leyti hæfari til þess að samlagast jarðveginum, leysast upp og verða jurtunum að notum. Einnig flýtir það verkinu, vallarvinnunni, að mala áburð- inn í taðvjel; hún gengur því betur heldur en þegar einungis er notuð kláran, og verður um leið betur af hendi leyst. Sá, sem fyrstur kom taðvjelum á gang hjer á landi, svo jeg viti til, var Gísli trjesmiður Sigmundarson á Ljótsstöðum í Skagafjarðar- sýslu. Síðan hafa þær verið endurbættar á ýmsan hátt, einkum af Sigurði Olafssyni hreppstjóra á Hellulandi í Hegranesi. Tað- vjelarnar urðu brátt býsna algengar í Norður- landi, einkum í Skagafjarðarsýslu. En eigi leið á löngu áður farið væri að nota þær í ýmsum öðrum hjeruðum, og þá hvað mest f norðursýslunum Fyrst fram eptir voru það helzt þeir Gísli og Sigurður Ólafsson, er smíðuðu þær, en smám saraan fjölguðu þeir er það gjörðu, og nú eru þeir margir orðnir. Sigurður Ólafsson heflr þó allt til þessa smlð- að þær, enda eru þær einna beztar frá honum. Þegar jeg fór úr Norðurlandi, vorið 1890, voru þær til á flestum heimilum í Skagafjarðarsýslu, og það fleiri en ein á sumum bæjum. Þá um voriö rjeðst jeg vestur I Isafjarðarsýslu, og pantaði þá eina taðvjel hjá Sigurði Ólafssyni, og fekk hana senda til mín vestur næsta haust. Var hún þá reynd lítið eitt um haust- ið, og sáu menn brátt, hvílíkt hagræði væri að henni við vallarvinnuna. Næsta vetur voru gerðar eigi svo fáar taðvjelar fyrir ýmsa þar í hreppnum (Þingeyrarhrepp) af manni þar vestra, Elíasi Arnbjarnarsyni I Haukadal. Slðan heflr hann smíðað töluvert margar fyrir ýmsa þar vestra, og hafa þær færzt allmikiö. út um vesturhluta ísafjarðarsýslu. Verð á þeiro er mismunandi, eptir því, hve vel er frá þeim gengið. Þegar jeg var fyrir- norðan, voru þær seldar þar á 18—24 krónur. Elías í Haukadal, sá er fyr er nefndur, selur- þær á 17—20 krónur, og er það eigi dýrt,. þegar þess er gætt, að hann vandar allan frá- gang á þeim. Hann hefir þær mjög svipaðar á stærð og Sigurður Ólafsson og með sama lagi. Þeir hafa þær ekki stærri en það, að einn maður snýr þeim; er því ekki sveif nema á öðrum endanum. Þykja þær þægilegastar á þann hátt, bæði meðfærilegri I flutningum og ljettara að mala í þeim. Á Suðurlandi eru taðvjelar Htt þekktar, og varla neitt notaðar af þeím fáu, er eiga þær. Enginn efi getur þó verið á því, að þær mætti eins nota hjer og annarstaðar á landinu, og að þær mundu gera hið sama gagn. En þess má geta, að vallarvinna hjer sunnanlands er ekki eins vel vönduð, eptir því sem jeg þek ki til, eins og gerist fyrir norðan. En það er mjög áríðandi, að vanda vallarvinnuna sem bezt aö verða má, en ekki að hugsa um það eitt- að flaustra henni af, hvernig sem á stendur. Er það mín spá, að með notkun taðvjelarinn,. ar mundi aukast vandvirkni með vallarvinn- una, og áburðurinn notast betur en nú gerist. Ættu Sunnlendingar því hið bráðasta að koma. sjer upp taðvjelum, og nota þær. Færi bezfe á því, að nokkrir menn í fjelagi, eða heil sveit eða búnaðarfjelag, tækju sig saman og pöntuðu eina eða tvær taðvjelar I fjelagi hjá einhvérjum góðum smið fyrir norðan, eða hjá einhverjum af ofangreindum mönnum, sem allir eru ágætir smiðir, og smíðuðu síðan eptir þeirri eða þeim vjelum sjálfir. Á þann hátt ætti það ekki að verða mjög tilfinnanlegt, eða. mikil peningaútlát fyrir menn, að koma þeim upp. Fús mundi jeg til að panta fyrir menn verkfæri þetta, ef þeir óskuðu, eða vera í útvegum að fá það. Er það mín von, að menn. hjer gefi þessu gaum, því jeg hygg það vera. mikilsvert atriði til umbótar túnræktinni, að- nota taðvjelina við vallarvinnu. Langholti I Flóa I sept. 1894. Sigurður Sigurðsson. C. ZIMSEN í Reykjayík selur fyrir lágt verð: Tvíbökur, Tekeks, Biscuits og Kökur, marg- ar tegundir, Kringlur; góð fiönsk vín, Brennivín, Rom, Cognac o. fl.; Hindbersafaf Kirsiberjasafa, sætan og súran; Ediks-Sprit,. á flöskum (1 fl. gjöra 7 fl. af ediki), Bursta, kústa og pensla, margar tegundir, Trjeskó og klossa, handa fullorðn. og börn., Vindla ágæta, yflr 20 tegundir; Cigarettur, Reyktóbák, Rjól og Munntóbak, Hveiti, fín mjöl og grjón af ýmsum tegund.j Grænsápu og margar tegundir afhandsápu; Súkkulade, Brjóstsykur, Lakrits og fl. Ágæta ullarkamba. Loðnar húfur. Mikið af fallegum stumpazirsum, 3 tegundir( Góð ijerept, Svart kjólatu og aðrar kramv.; Tvistgarn og tvinna, allskonar; Kantaborða, Bendla, Teygjubönd o. fl. Margar aðrar vörur Smjör, Tólg, Ilaustull og Sjóvetlingar er tekið jafnt peningum. Nýprentað: Aukatekjulög (tvenn lög frá 2. febr. 1894 um aukatekj- ur í landssjóð og aukatekjur sýslumanna, og hreppstjóra-aukatekjulögin m. m. frá 13. jan. 1892), smápjesi, ómissandi f'yrir almenning, kostar 20 aura og fæst hjá öllum bóksölum landsins. Nýju lögin livoru- tveggju gengu í gildi 1. júlí. Aðalútsa.la í ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.