Ísafold - 27.11.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.11.1894, Blaðsíða 2
Bismarcks og seldi hæði embættin einum manni í hendur. Það er Hohenlohe-Schil- lingsftirst, í mörg ár landsstjóri eða jarl í Elsass og Lothringen, en áður um tíma sendiherra í París. Hann hefir ávalltverið með mestu skörungum Þjóðverja talinn, vinur Bismarcks og honum vel samrýndur. Hann er nú á aldur hniginn, 75 ára gam- all, og ætla menn því, að hann verði keis- aranum auðveldur við að ráða, svo að það takist, sem keisarinn kýs sjer til handa, að vera „sinn eiginn ráðherra" þar sem honum þykir mestu skipta. Köller heitir sá, sem heflr tekið við innanríkismáium, fylgismaður lendra manna; en hvað ráðið verður til lykta á móti „byltingaflokkun- um“ veit enginn að svo komu, en alríkis- þingið tekur ekki til starfa fyr en í næsta mánuði (þann 5.), af því beðið er eptir, að hin nýja þinghöll verði þá fullbúin. Ann- ars segja seinustu frjettir af meira losi í ráðaneyti keisarans, Frakkland. Á eylandinu mikla, Mada- gaskar, ruddu Frakkar sjer fyrir nokkrum árum svo braut til yflrráða eptir allmikla baráttu, að þeir kalla það sjer lýðskyltog sitt skjólstæðisland. Allt um það gerist höfuðkyn eyjarbúa, Hówa-fólkið, þeim ódælt, þegar það kemst höndum undir, og nú veit svo við, að þeir verða að senda þangað herskip til að segja því til siðanna. Englendingar taka fjarri, að þeir láti hjer neitt til sín taka, en þeim hefir aldrei lík- að betur við neinn franskan sendiherra en þann nýja, sem Courcell heitir oggerir sjer allt far um, að vekja þýtt þel til Frakka. Rosebery lávarði fórust líka, svo orð nýlega í Gildahöllinni, að báðar þjóð- irnar mundu eptirleiðis fyigjast að í friði og bróðerni. Sem nærri má geta, urðu allar yflrlýs- ingar í þingdeildum Frakka og blöðum eptir tiðindin í Livadíu (lát keisaran) af mesta viðkvæmdar þeli. Sama samhryggð- arblæ höfðu kveðjurnar frá Casimir Perier ríkisforseta til keisarans unga, og frá konu forsetans til keisaraekkjunnar. Ítalía. Þaðan helzt til nýnæma að færa, að Crispi hefir lagt forboð fyrir öll fjelög sósialista, látið sundra þeim og rannsaka skjöl þeirra og allar hirzlur. Hann ætlar, að sv'o verði hægra að koma höndum á kolapilta og illa bófa á Ítalíu, en það kann enginn óþarfl að vera, því undarlegt má þykja, að í marzmánuði gáfu 3200 manna morðingja af óstjórnarliðinu atkvæði sín til kosningar í Livornó. í Napólí fundust þeir Crispí og hinn gamli forustumaður þjóðveldismanna á Spáni, Emilíó Castelar, og hjelt Crispí hon- um veizlu. Castelar hefir kastað trúnni á fortakslaust ágæti og yfirburði þjóðveldis- ins, og vottaði hjer í ræðu sinni, að frjáls- legt einveldi hlýddi mun betur á Spáni og Ítalíu. Belgía. Nú er þingkosningunum lokið eptir lögunum "nýju, og höfðu klerkavinir fullan sigur í báðum deildum. Upp í þá slaga dálítið í neðri deildinni sósíalistar (í 29 eða 35 sætum), en hinir svo nefndu frelsisvinir urðu herfllega aptur úr, en vegnaði þó nokkuð betur i kosningunum til efri deildar en til hinnar. Bolgaraland. Þar fer ailt sem skapleg- ast,og ráðaneyti furstans — fyrir því enn Stóiloff — hefir náð góðum og traustum þingfylgisafla við kosningarnar síðustu. Yið lát Alexanders keisara tjáði furstinn sem kurteislegast samhryggð sína fyrir syni hans, og varþví vingjarnlega svaraö. Rússland. í ávarpsboðan sinni til þegn- anna tjáir Nikulás keisari fyrir þeim með hjartnæmum orðum, hve trúfastlega faðir sinn hafl unnið að farsældum ættlandsins og uppihaldi friðarins. Hann heitir »fyrir augliti drottins« að feta í hans fótspor og að því höfuðmiði, sem sje: »blessan friðar- ins, valdsmegin og heiður síns dýrmæta Rússlands, og farsæld allra hinna trúu þegna sinna«. Tala tignarfólksins frá öðrurn löndum, sem sækir til útfararinnar i Pjetursborg, ætla menn verði 75. Útförin fer fram eptir miðjan þ. mán. Ekki löngu síðar stendur brúðkaup keisar- ans og Alixar prinsessu frá Hessen-Darm- stadt, en hún dvaldi all-lengi í sorgarsveit- inni Lívadíu, þar sem keisarinn lá bana- leguna. Viðureign Slnlendinga og Japans- manna. Sökum tímaskorts verður hjer stutt yflr að fara og rekja að eins helztu atburði. Eptir sjóorrustuna við Jalúár- mynni í miðjum september hefir lítið ann- að spurzt til Sínverjaflotans en að hann lægi á varðstöðvum við Petsjilíflóa, en sum skipin, sem undan hefðu komizt, biðu við- gerðar. Her Japansmanna sat nokkra stund um virki, sem Vitsjú heitir, sunnan- vert við fljótið, en unnu það 8. október, en hinir komust norður yflr fljótið við nokkuð mannfall. Jamagata marskálkur, foringi Japansmanna, beið um stund eptir meira liði, áður en hann sótti norður yflr ána í seinni hluta mánaðarins og rjeðst þegar á vígisborg Sínverja, Kjúlsende að nafni. Sínverjar biðu ekki átekta, heldur runnu frá vopnum og öðrum forða. Síðan heflr hann haldið norður eptir, en hinir þjóta víðs vegar úr hverri stöð eptir aðra, brenna og bæla og fara þar með ránum, sem þeir geta þeim við komið. Annar marskálkur, Oyama að nafni, hefir hleypt her á land á Kintsjútanga, þar sem Port Arthur liggur, góð höfn með allstyrkum kastala. Nýlega hefir hann unnið tvö minni vígi ofar á tanganum, þar sem Sín- verjar veittu nokkuð viðnám og misstu um 300 manna og 55 fallbyssur. í höfninni fyrir kastalanum liggja 9 eða fleiri skip af flota Sínlendinga, en þeir örvænta nú svo um varnir, að þeir segja þess ekki langt að bíða, að skipin hljóti þeir að brenna. Örvæntingin er nú þegar kom- in til sjálfrar höfuðborgarinnar, Peking, og Kung prins, sem nú hefir tekið við alræð- isvöldum, heflr heitið á stórveldi álfu vorr- ar, að freista milligöngu til friðar. Að svo komnu hafa allir beðið sig undan- þegna. Á þingi Japansmanna heflr verið uppkveðið, að friðarkostirnir skyldu boðn- irjí Peking. Nú verður að sjá, að hverju vill reka, og í seinni frjettum skal minn- ast á hverju framfarasniði Japansmenn hafa komið á alla stjórnarskipun Kóreu, og hvernig þeir hafa þegar lagfært þar umboðsstjórn í Mantsjúríríkinu, er þeir hafa náð tökum. Frd Norður-Ameríku. Kosningar hafa farið fram til bandaþingsins, til ríkjaþing- anna, landsstjórakosningar og annara em- bættismanna, og í öllum hafa samveldis' menn (repúblíkanar) haft þann sigur, sent enginn liafði við búizt. Talið að þeir f næstu þingsetu stýri í fulltrúadeildinni 210 atkv. af 356. Um þetta meira í næstu frjettum. Rafmagnsmálið og hr. Fr. B. And- erson. Hann er allstækur gegn áætlun- inni frá Lundúnafjelaginu, í sínu langa máli, helzt til langa. ísafold hefir nú enga freisting til að fara að senna við hann eða taka hart á því, þó að hann rangfæri um- mæli blaðsins út af tjeðri áætlun, og hár- togi eða snúi út úr sumu bæði í þeim og sjálfri áætluninni, en lætur þess að eins getið, að þó að óskandi væri og vonandi sje, að hann hafl miklu rjettara fyrir sjer en áminnzt fjelag, þá mun fyrst fullt traust borið til áætlana hans og bollalegginga, er bann getur komið með reglulegt tilboð í fullri alvöru um að koma raflýsingar- fyrirtæki þessu á legg, frá einhverjum til þess færum, sjálfsagt útlendum og með útlendu viti, eins og hans eigið vit er f þessu máli,—enda í sjálfu sjer hvorki verra nje betra fyrir það eitt. Póstskipið Laura (Christiansen) kom loks í morgun, eptir 16 daga ferð frá Khöfn, þar af 8 daga viðdvöl á Færeyjum að koma af sjer vörum ! Farþegar hingað: Guðm. læknir Guðmundsson frá Laugardælum, kaupmennirnir Björn Kristjánsson, Eyjólf- ur Jóhannsson (frá Flatey) og Þorbjörn Jónasson; ennfremur Sigurður Fjeldsted. Verzlunarfrjettir góðar frá útlöndum. Einkum flskur að hækka í verði, 0g korn- vara að lækka, að sögn. Nánara næst. Fjársalan enska. Frjettir þær, er bor- izt höfðu áður um það mál, reynast hjer um bil rjettar. Þó hafa þeir Zöllners menn látið þess ógetið, að þeir Mr. Slimon og Mr. Franz höfðu selt engu betur en kaupm. B. Kristjánsson, nefnilega Mr. Franz Hi/2 sh-—21 sh., og Mr. Slimon 14 sh. að meðaltali, en B. Kr. 15 sh. að meðaltali. Kostnaður talsvert meiri hjá B. Kr. en hin- um, vegna þess, að hann varð að hafa svo lítið skipið og ekki nema 1 ferð. Af þeim 200 fjár, er hann missti, köfnuðu 160 eptir að skipið var komið í höfn í Leith, fyrir töf þá, er þar varð á uppskipun vegna tilraunar af hálfu Mr. Rennie að leggja löghald á farminn upp i málskostn- aðarskuldakröfu sína á hendur B. Kr. Að fje seldist miklu ver á Skotlandi en Englandi (þar seldi Zöllner) ætla menn muni stafa af verzlunarhnekkisafleiðingum eptir hina miklu kolanemaskrúfu í sumar á Skotlandi. Bráðapest. Hún heflr verið voðalega megn og skæð í haust hjer sunnanlands víða hvar, eða með langversta móti. Sumir bændur misst jafnvel þriðjung sauðfjenað- ar síns, t. d. 40 af rúmum 100 o. s. frv. Gerð heflr verið bólusetningartilraun sam- kvæmt því, sem kennt var í ísafold í sum- ar eptir norskum dýralækni, af einum merkum manni, Guðm. bónda Guðmunds- syni í Landakoti, en varð að tjóni, að hann skýrir frá (skýrsla hans kemur í næsta bl.).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.