Ísafold - 01.12.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.12.1894, Blaðsíða 2
306 einn farmur af smáfiski og ýsu á 36 og 28 kr. á skipsfjöl við ísland. Af harðflski er ekkert fyrirliggjandi hjer á fyrstu hendi, og hefir yfir höfuð lítið flutzt af þeirri vöru. Það er efasamt, hvort fást mundu 150 kr. fyrir það sem enn kynni að koma hingað, og það þá auðvit- að fyrir hanu mjög vel verkaðan og alveg gallalausan. Lægra er og verð á lýsi. Hefir bæði gufubrætt og pottbrætt hákarlslýsi verið selt á 31—3OV2 kr. Af þorskalýsi hefir mest eptirspurn verið eptir hinu dökka og hefir seizt frá 3OV2—26 kr. eptir gæðum. Af sauðakjöti er hjer mikið fyrirliggj- andi; það hefir selzt siðast á 47 til 46 kr. tunnan, en gengur nú ekki út fyrir 46 kr. Búizt við að fyrir það muni fást 45—44 kr. Fyrir saltaðar sauðargœrur hafa fengizt 38/4 til 3 kr. fyrir vöndulinn (2) eptir gæð- um, og ætla menn að það verð muni hald- ast. En sem stendur falast engir eptir þeirri vöru. Fyrir lambskinn bafa fengizt 48 kr. hundraðið af þeim einlitum og 200 mislit- um. Hærra komast þau varla. Sundmagar standa nokkuð betur, eru nú í 36 a. pd. af þeim áreiðanlega góðum. Dauft með tólg\ fást ekki meira en 22 a. Dúnn í íd/2—9 kr., áreiðanlega góður og hreinn; lakari 8Vg—88/4 kr. Rúgur í 350—425 a. (100 pd.) eptir gæð- um. Rúgmjöl 440—460 a. Bankabygg 700—600—550 a. Hrisgrjón 71/*—6'/4- Kaffl 64—68, lakara 58—62 a. Kandis 16— 18,hvítasykur 14, púðursykur(farin)ll—12a. Bráðasóttar-bólusetningar-tilraun. Jeg álít það skyldu mína, að vara al- menning við að nota ráð þau, sem kennd eru í ísafold 40. tölublaði af 30. júní þ. á- til að fyrirbyggja bráðasótt í sauðfje, því þó ráð þessi sjeu tekin úr »Landmands- vennen« og höfð eptir hinum norska dýra- lækni Ivar Nielsen, þá eru þau varúðar- verð og geta misheppnazt hraparlega. Skal jeg nú leyfa mjer að skýra frá tilraun, sem hjer var gjörð nýlega og er hún á þessa leið. Úr lambi, sem fannst nýdautt úr bráða- pest einn morgun voru nýrun tekin, áður en lambið var kalt orðið. Nýrun voru geymd til kveldsins, en þá var innihaldið tekið úr þeim, því dreift á hreint rúðu- gler; síðan var það þurrkað við hægan hita. Daginn eptir voru nýrun mulin og og steytt svo smátt, að þau urðu sem hveiti. Þau vigtuðu þá 2 kvint. Saman við þetta efni var blandað 50 kvintum af köidu vatni og hrært vel í; varð það þá eins og þunnur grautur, rauðlitað; af þess- ari blöndu var síðan spýtt með sárapípu, sem svaraði fingurbjörg, inn undir hörund- ið á hverri kind, innanvert á öðru lærinu. Áður var sprett fyrir með hníf, svo nett, að úr fæstum kindunum dreyrði nokkur blóðdropi. Þetta var gjört um kveldið (9. þ. m.) kl. 6—8 og fjeð svo haft inni við heygjöf um nóttina. Morguninn eptir var flestallt fjeð orðið meira og minna veikt og stinghalt á þeim fætinum, sem bólusettur var; sumt af fjenu var þá þegar um morguninn orðið fár- sjúkt 0g stokkbólgið á því það lærið, sem í var spýtt sóttkveikjuefninu. Fyrir hádegi ' var fyrsta kindin dauð; var hún þegar flegin, og þá var ekki að eins sóttkveikju lærið stokkbóigið, bláléitt og bióðhlaupið, heldur var hitt lærið alveg eins útlítandi. Voru þá skornar 12 af hinum, sem veik- astar voru, og voru þær allar eins útlít- andi, nema að drepið var ekki á sumum komið nema í bólusetta lærið. Innvortis sá ekkert á fjenu. Af 24 kindum (12 lömb- um og 12 veturgömlum) eru það einar þrjár, sem ekkert hefir sjeð á, en alls eru það fimm, sem lifandi eru, þar af 2, sem veiktust lítið eitt, en eru að hressast. Jeg skar með beittum hníf í bólguna á sumum kindunum áður en þær voru skorn- ar og var ekki á þeim að sjá að þær kenndu nokkurs sársauka, enda dreyrði ekki nokkur blóðdropi úr skurðinum. Hið eina, sem jeg veit til að út af hafi verið brugðið frá fyrirsögn ísafoldar er það, að vatnið, sem sóttkveikjuefnið var hrært út í, var 4 kv. ljettara en til er tek- ið. En undarlegt sýnist, að 3 af kindun- um skyldu aldrei fá nein sóttveikju einkenni af sama sóttveikjuskamti og hinar, sem veikar urðu. Hvort nýrun hafi verið orð- in eitruð af því, að í þeim hafi verið kvikn- aðar hinar svo nefndu »rotnunarbakteríur« er ekki mitt meðfæri að dæma um; en það þætti mjer ekki ótrúlegt. Verði nokkur svo áræðinn, að reyna þetta ráð við fje jsitt hjer eptir til að koma í veg fyrir bráðafár, þá ættu menn að fara gætilega að því, t. d. láta talsvert minna af sóttkveikjuefninu í hverja kind, ellegar blanda það meira vatni en til er tekið í ísafold, og í öllu falii reyna það ekki á mörgu fje í senn. Vel getur verið, að þetta ráð dugi til að koma í veg fyrir bráðafárið, ef menn hitta á að hafa sóttkveikjuefnið mátulegt að vöxtum og styrkleika, og gæta þess, að nota nýrun svo fljótt, að menn sjeu vissir um, að þau ekki sjeu farin að rotna. Landakoti 14. nóvember 1894. Guðm. Guðmundsson. * * Kitstjóri ísafoldar ábyrgist í fyllsta máta, að fyrirsögnin um bólusetningaraðferð þessa (í ísafold 30. júní þ. á.) er alveg rjett höfð eptir þar til nefndum norskum dýralækni, sem skrifaði nokkrar línur með tilvitnaðri prentaðri grein sinni, til frekari árjettingar 0g leiðbeiningar. En með því að ljóst er, að mikið vandhæfi er á slíkum tilraunum, einkum fyrir ólækningafróða — það er baga- legt, dýralæknaleysið hjer —, þá var sett í niðurlag greinarinnar í ísafold áminning um, að hafa aðferðina alveg rjetta, eins og hún var þar kennd, og ekki öðruvísi. En það hefir hinn heiðr. höf. framanskráðr- ar greinar einmitt ekki gert, að því er hann segir sjálfur frá: ekki tekið nýrun og þurrkað þau undir eins, heldur geymt þau ábur heilan dag. Er því mjög líklegt, ef eigi sjálfsagt, að rotnunarbakteríur hafi verið kviknaðar í þeim, áður en þau voru þurrkuð, eins og höf. drepur og sjálfur á, og virðist það geta hafa verið ærin orsök óhapps þess, er hann hefir orðið fyrir. Vitanlega geta leikmenn ekki um slikt borið af nje á með neinni vissu. En' hitt er mjög ólíklegt, að mjög merkur og mik- ils metinn dýralæknir segi það af marg- ítrekuðum verklegum tilraunum sínum, sem engri átt nær, og meira að segja getur valdið voða. Það er þá fyrst, er slík tilraun er gerð alveg rjett, að fordæma má hana eða ekki- En heilræöi er það, sem höf. leggur, að reyna ekki meðal þetta nema við fáar kindur i senn, og er furða, að hann, jaf'n- greindur maður og gætinn, skyldi ekki fylgja því ráði sjálfur frá byrjun. Afbrigðin með vatnsskamtinn er litt hugsanlegt að neitt hafi haft að þýða; en óþörf voru þau samt og eru auðvitað. Ritstj. Dönsk greiðalaun. Holdsveikislæknirinn danski, er hjer var á ferð í sumar, Dr. Edw. Ehlers, og tekið var hjer vel og vinsamlega um land allt, að því er frekast er kunnugt, og víða jafn- vel með kostum og kynjum, svo sem hann og kannast sjálfur við, — hefir, eptir að hann kom heim aptur til Danmerkur, laun- að hina íslenzku gestrisni með svo háð- unglegri lýsingu á hýbýlaháttum og viður- lífi íslenzkrar alþýðu, að næst gengur þvi er verst hefir verið um þjóðina ritað. fyr á öldum af heimskum og illgjörnum ferða- löngum. Má vel vera, að tilgangurinn sje að þvi leyti til heldur góður en slæmur hjá hon- um, að hann ímyndi sjer að útlendingar gefi því betur gaum holdsveíkinni hjer og- hrærist tremur til meðaumkunar og þá einnig fjárt'ramlaga (t. d. til holdsveikra- spítala hjer), þvi hroðalegri lýsingar sem þeir lesa af ástandinu hjer. En öfgarnar og fjarstæðurnar eru jafn-óforsvaranlegar fyrir því, enda leiða af sjer, að hætt er við, einmitt miklu meira illt en gott. oss til handa meðal ókunnugra þjóða, er höf. mun eflaust bera þetta góðgæti sitt lílca á borð fyrir, jafnframt skýrslunni um hinn vísindalega árangur af ferð sinni hing- að, t. d. meðal Frakka og Englendinga o. s. frv. Hitt getur og naumast verið af góðum toga spunnið, er hann kryddar fyrirlestra sina fyrir almenningi í Khöfn með lúalegum ófrægðarsögum af oss, sjerstaklega af óþrifnaði alþýðu. Það gengur of nærri stráklegri ljettúð, að svala illum fýsnum heimskra áheyrenda og alls ófróðra um vora hagi, Hafnarlýðsins, eins 0g hann er býsna almennt, með hraksög- um af umkomulausri þjóð; að kitla hje- gómagirni annarar smáþjóðar á því, að sýna henni sjer vesalla, svo göfugur sem slíkur hugsunarháttur er, eða hitt þó heldur. ísafoid mun síðar birta nokkrar glepsur af því, sem þessi góði gestur hefir af oss sagt, svo að alþýða hjer sjái það með eigin augum. Landlæknir Schierbeck, sem, eins og kunn- ugt er, dvelur í Khöfn í vetur, hefir sýnt landinu þá rækt, sem hans var von og vísa, að andmæla öfgum dr. Ehlers kröpt- uglega (í »Hospitalstidende«). Einhverjir hinna yngri landa í Khöfn hafa líka svar- að honum í blöðunuin þar. Árnessýslu (Eyrarb.) á seinasta sumardag 1894 — Að öllu samtöldu mun mega telja þetta sumar, sem nú er að kveðja, i meðallagi. Að vísu voru langir rigningakafiar, sem gerðu sláttinn erfiðan og tafsaman á votlendisjörð- um. Þar á móti heyaðist vel á harðlendi, þar sem vatn ekki náði að baga. Mjög er hætt, við, að heyin kunni að reynast slæm til íóð- urs, því margur var bráður á sjer með hirð- ingar. Bjargræðisástand hjá almenningi er með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.