Ísafold - 01.12.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.12.1894, Blaðsíða 3
307 betra móti, og hjálpar til þess, ab yel flskabist síbustu vetrarvertíð. Verzlun var hjer meb fjörugasta nióti í sum- ar. Hafa komið hingab 13 skipsfarmar með samtals um 1300 smál. Verzlun við pöntun- artjel. á Stokkseyri var einnig með mesta móti í sumar. Kornvara öll var í lágu verði og sömul. sykur. Þar á móti var kaffl i báu verði, eins og að undanförnu. Út á saltfisk nr. 1 var svarað á kauptíðinni 42 krónum fyrir skpd., en saltýsu 28 kr. og 70 a. fyrir hvíta ull. Kaupstaðarskuldir hafa hjá allmörgum minnkað dálítið þetta ár. Vöruskipin urðu síðla tilbáin til burtferðar í haust, ekki tyr en í miðjum októbermán.; þá fór einnig gufu- báturinn «Oddur» til Khafnar; hann á að vera þar í vetur og koma svo hingað aptur snemma að vori. Aiveg hefur verið hjer atlalaust af sjó um langan tíma, að heita má síðan um lok vetr- arvertíðar. Beyndar fiskaðist svolítið i vor, en það var mestmegnis ofursmá ýsa. Kartöflur voru dável sprottnar hjer í ár. Kófur mikið lakar. Barnaskólarnir hjer i hreppi voru settir 1. okt. Eru nú í þeim nál. 50 börn. Kennarar hinir sömu og í fyrra: Guðm. Sæmundsson realstud., Jón Pálsson organisti og Pjetur Guðmundsson realstud. Efnið í brúna á Þjórsá kom í haust með einu af skipum Lefoliis frá Englandi. Rúm 100 þús. pund af brúarefninu er ekki klyftækt. Á að draga það á sleðum upp að brúarstæð- inu í vetur. Hafa þeir tekið að sjer flutning- inn, Ólafur söðlari Ólafsson á Eyrarbakka, miðleiðis upp eptir, að Önundarholti, og Svein- björn búfræðingur Ólafsson í Hjálmholti efri hluta vegarins. Báðir fyrir umsamið gjald undir hver þúsund pund. Engir hafa nafnkenndir dáið nýlega, og heilsufar fólks er dágott víðast hjer í kring. Samt heflr taugaveiki verið á stöku heimilum hjer í þorpinu. ■Vestmannaeyjum 16. nóvbr.i Haustveðr- átta heflr hingað til yfir höfuð verið mjög hlý og góðviðrasöm. Pyrstu 10 daga október- mánaðar var fremur stormasamt og úrkoma mikil, en úr því var mánuðurinn þurrviðra samur og vindhægur; mestur var hiti þann 2. 12.4°, minnstur aðfaranótt þessr 25.-J-40, úr- koman 136 millimetrar. Það sem af er þess- um mánuði hefir verið býsna úrkomusamt og stormasamt með köfium; mest var úrfellið þann 4.; rigndi á þeim sólarhring 40 millim. Messur hiti var sama dag 9,2°, minnstur að- fsranótt þess 13. -r-6.60; 6 daga hefir verið austanrok í þ. mán. Að mestu hefir verið aflalaust af sjó í allt haust, og hefir þó eigi vantað, að nóg æti hafi verið í sjónum hjer umhverfis í þ. mán., þar sem sjór hefir mátt heita fullur af síldar- torfum (kópsíld?); þar með hefir fylgt mesta ógrynni af hvölum,svo á stundum liefir varla verið á sjó farandi fyrir þeirri mergð, sem af þeim hefir verið á öllum fiskimiðum, og þykj- ast menn eigi muna slíkt um þennan tíma árs. Við komu póstskipsins síðast gerðist sú ný- lunda hjer við verzlunina, að ýmsar vöruteg- undir voru færðar niður gegn peningaborg- un, sem áður hefir eigi viðgengizt hjer. Á eptirtöldum vörutegundum er verðið þannig gegn peningum og vörum: rúgur tunnan 12,50—14,00; bankabygg tunnan 32,00—25,00; rúgmjöl og overheadmjöl 100 pd. 7,00—8,00: kaffi pundið 0.95—1,10; steinsykur og hvíta- sykur 0,30—0,34; exportkaí'fi 0,40—0,45 og 0,45—0,50; 10°/o kaupbætir á færum og skæða- skinni; ofnkol skpd. 4,00—6,00; steinolíufatið 26,00—34,00; þar á móti enginn kaupbætir á salti, sem kostar 4,75 tunna; þykir þessi breyt- ing horfa til batnaðar, þótt fáir hafi mikla peninga fyrir að gefa. Skagafirði 25. okt. Veðráttan á sumrinp, sem nú er að enda, hefir verið ágæt. Hey- skapur er því mjög góður, og nýting hin bezta. Afli var ágætur í sumar, og í haust er og dágóður afli. — Síðan »inflúenzunni« ijetti af, ásamt afleiðingum hennar, er voru illar og langar á mörgum, hefir heilbrigði almennt verið mjög góð. Fólki líður þvi al- mennt vel. Samt sem áður eru verzlunarskuldir með mesta móti á Sauðárkrók, og er það ískyggi- legt. Það er stakt hugsunarleysi, að láta ýmsa eyðslu vaxa ár f'rá ári, án þess að af- urðir búanna vaxi i móti. Þó er óhætt að fullyrða, að bændur spara sjer mikla peninga með því að panta vörur í pöntunarfjelagi Skagfirðinga. I ár mun pönt- un vera með mesta móti, og mun jeg geta skýrt betur frá því siðar. Sem borgun fyrir hinar pöntuðu vörur sendi fjelagið nokkuð af ull, lítið eitt af æðardún, nokkuð af hrossum, og með hinu stóra gufuskipi »Rodera«, 1691 tons, 7777 sauði; var þeim skipað fram á Sauðárkrók 23.—25. f. m. í haust hefir verið unnið töluvert að jarða- bótum, einkum þúfnasljettun, hjer í sýslunni á ýmsum stöðum; virðist oss, að áhuginn á því fari vaxandi. Enda hefir hin góða haust- veðrátta hvatt menn til slíks. Að öðru leyti eru litlar framfarirnar hjer i sýslunni, með því að lítið verður úr því, þótt einhverjir ein- stakir menn vilji koma nytsömum fyrirtækj- um fram. Þannig heyrum vjer, að ekkert verði úr því, að tóvinnuvjelarnar komist á fót, eius og ráðgjört var á síðasta sýslufundi. Strandar það, að sögn, á því, að Sigurður bóndi Ólafsson á Hellulandi vildi, þegar á átti að herða, fá meira en 500 kr. úr sýslusjóðnum i styrk handa sjálfum sjer til sigliugar, til að kynnast vinnuyjelunum. Mjög margir hlakka til þess, að hin fyrir- hugaða brú komist á eystri Hjeraðsvötnin, og bíða þess með eptirvæntingu. Umferðin er mjög mikil hjer ytra nær sjónum, síðan Sauð- árkrókur stækkaði og verzlun óx. Dragferj- urnar eru að visu mikil framför, en sá mikli annmarki er á þeim, að þær verða ekki not- aðar seint á haustin og snemma á vorin, og þá liggur mönnum mest á öruggri hjálp yfir vötnin. Það er búið að taka upp töluvert grjót skammt frá hinu fyrirhugaða brúarstæði, og að koma töluverðu af trjávið áleiðis nær staðnum. Vjer vonum að næsta sumar verði mikið unnið að brúnni, sem er hið mesta nyt- semdarverk, hvað sem sumir öfundsjúkir og sjergóðir menn kunna að segja. til að spilla fyrir henni. Söniu sýslu 12. nóv.: Tíðin stöðugt ágæt. Jörð rauð. Afli ágætur. Fjárpestin gerir víða allmikið tjón. Stýrimannaskólinn. Þar eru nú í vetur 24 nemendur alls; af fyrra árs nemendum þessir: 1. Oddgeir Magnússon, 2. Otto Nóvember Þorláksson, 3. Geir Sigurðsson, 4. Halldór Þor- steinsson, 5. Þorvaldur Eyjólísson, 6. Magnús Pjetursson, 7. Þórarinn Guðmundsson, 8. Ja- fet Egill Ólafsson, 9. Frímann Finnsson, 10, Haraldur Samúel Halldór Jónsson, 11. Magnús Brynjólísson og 12. Arni Jónsson. En þessir eru nýsveinar: 1. Einar Magnússon (Rvík), 2. Guðmundur Kristinsson (Seli), 3. Guðjón Knútsson (Rvík)- 4. Ólafur Helgi Þorfinnsson (Rvík), 5. Tómas Jónsson (Rvík), 6. Magnús Þorfinnsson (Rvík), 7. Erlendur Hjartarson (Seltjarnarnesi), 8. Guð- mundur Bergsson (Flatey), 9. Kristján Pjetur Snæbjarnarson (Flatey), 10. Jón Þorsteinsson (Flatey), 11. Sölvi Víglundarson (Bíldudal), og 12. Olgeir Gunnar Ásgeirsson (Skjaldfönn). Eptir tillögu forstöðumanns skólans sam- þykktu stiptsyfirvöldin. að kennslunni skyldi tvískipt i vetur þannig að stærðfræði værikennd sjer (4 st. á dag) og stýrimannafræði sjer, en forstöðumaður skólans hafði kennt hvorttveggja | í einu áður. En sökum þess að skólahúsið er ekki I nema einn hekkur og tæplega nóg rúm fyrir svo marga pilta, en kennslan í báðum náms- greinum varð að tara fram á sama tíma, þá lánaði forstöðumaður skólans eina stofu í íbúðarhúsi sinu, til viðbótar við það húsrúm, sem hann hefir ljeð skólanum, og er .stærð- fræðin kennd í þeirri stofu í vetur. Eru nú í stærðfræðisflokknum 15 piitar, þ. e. allir ný- sveinarnir og 3 eldri; verða þeir teknir inn í stýrimannafræðisflokkinn jafnskjótt og þeir ljúka við stærðfræðisnámiíý1 serm áskilið er til undirbúnings. Cand. mag. Bjarni Jónsson tók að sjer að kenna stærðfræðina tyrir umsamið kaup á mánuði, 55 kr.; meira leyfði e^ki íjárhagur skólans að bjóða íyrir þá aukakennslu. Aðrir kennarar við skólann aru hinir sömu sem áður. 11 Dánir eru í haust í Ampríku þessir landar nafnkenndir: kand. Sigurður Jón- assen (Þórðarson háyflrdómara), andaðist í Winnipeg 6. okt., nær fimmtugu, og H. C. Robb, fyrrum kaupmaður í Reykjavík, farinn vestur fyrir 16—17 árum, dó í Elisa- bethport í New Jersey, rúmlcga sextugur. Drepsótt kom upp í haust Nýja-íslandi, kólerukynjuð, að mælt er/,dró menn til dauða á fárra stunda fresti, ejn virtist vera í rjenun aptur, er síðast fajra sögur af; hafði orðið ekki allfáum íslendingum að bana. Ný lög. Alls ein lög hafa til þessa hlotið konungsstaðfestingu (10. f. m.)afl8, er þingið samþykkti í sumar: 1. Lög um bann gegn botnvörpuveiðum. Bátstapi varð í Bolungarvik vestra seint í f. mán.; drukknuðu 5 menn nærri lendingu á heimleið úr flskiróðri. „Fólska eða flónska“. Annað tveggja það var framkoma ritstjóra »Þjóðólfs« í kosn- ingarbaráttunni hjer í Reykjavík kölluð í sum- ar í Isafold, sjerstaklega að því er snerti hinn íyrverandi þingmann höfuðstaðarins, yfirkenn- ara H. Kr. Fr. En dómarinn (hjeraðsdómari) hefir ekki viljað halda það alveg lögmætt, að komast svo að orði. Hann metur það 20 kr. virði, og virðist það engan veginn dýrt — sið- ur en svo — úr því það var látið nokkuð heita (má vera, að yfirrjettur verði béðinn að íhuga það atriði); enda er svo sem engan gorgeir að heyra í ábyrgðarmanni »Þjóðólfs« út af þeirri niðurstöðu. Það er lika sannast að segja, að ætti að fara að tína til jafnsmátt, mætti sjálf- sagt fá 10—20 dóma á ári yfir »Þjóðólfi*. Þetta mál hans gegn ritstjóra lsaíoldar átti svo sem að vera hefnd fyrir lögsóknina út af illmælunum við forsetaskiptin í Bókmennta- fjelaginu í sumar, og kemur nú dómur í því máli innan skamms. Eptirmæli. Hinn 2. ágúst siðastl. andaðist að Utskálum Jón Mattiasson, fyrrum fremdar- hóndi og hrepp-stjóri á Gröf i Mostellssveit; vel gefinn maður og valinkunnur. Hinn 7. ágúst síðastl. andaðist húsfreyjan Steinunn Sigurðardóttir í Landakoti á Mið- nesi; mikil sæmdarkona. Laust prestakail. Miðgarðar á Grimsey í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Mat: 960 kr. 93 a. Augíýst 14. nóvember. Veitist frá næstu far- dögum. Raflýsingarmálið. í síðasta bl. »ísaf«, bls. 303, fyrsta dálk, 5.1., stendur 1000 pd. st.; á að vera 1,100 pd. st. Misprentazt heíir í síðasta bl. »Fjallk«, bls. 184, málsgrein (a), lið 3: leiðarstólpum f. leiða- stólpum, og velstæðum f. vjelstöðvum. Enn- fremur í sama dálk 4 1. stendur: vel stöðvuð- um les vjelstöðvum, og í næsta dálki hver 50, les hvern:, einnig 3 teningsfet les 2S6 teningsfet', og breytaðar les breytarar. Fr. B. Anderson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.