Ísafold - 08.12.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.12.1894, Blaðsíða 2
hana. Nú urðum við í vandræðum; en í því komu fjársölumenn þeir, sem selja áttu fjeð, skipuðu þeir að taka Slimons tröppu burt, þar sem Slimon ætti þó ekki grunninn, sem trappan lægi á, og af því slíkar tröppur eru tnjög þungar, þurfti um 20 menn til þess að flytja þessa tröppu burt og setja aðra í staðinn; var verið að því fullar 4 stundir. Loksins var þá farið að lofa fjenu á land; var loptið í skipinu þá orðið banvænt fyrir fje, margar kindur dauðar og sjúkar, sem heilbrigðar voru þegar skipið hafnaði sig. A leiðinni dóu að eins um 60 kindur, eða sama tala eins og þegar Zöllner notaði þetta skip seinast, en um 140 kindur dóu vegna afleiðinga af töfinni í Leith. Landtökustaðurinn fyrir fje er þannig í Leith, að nokkur hluti hans er hús með þaki og jötum, en hinn hlutinn rúmgóðar rjettir undir berum himni. Gjaldið fyrir að geyma fje næturlangt í hús- um þessum er kr. 2,25 fyrir hverjar 20 kindur, en í rjettunUm að eins 45 aur. fyrir jafna tölu. Nú vildi jeg láta fjeð í rjettirnar til þess það nyti sem bezt loptsins og næði til raka, því regn var, en fjeð þyrst. En McKinnon kom þá og bannaði þetta, sagði, að Slimon hefði pantað rjettirnar fyrir fjárfarm, er hann ætti von á frá Noregi. Og af því sá var ekki við, er fyrir rjettunum rjeð, varð fjeð að vera í húsunum um nóttina, eða 12 stundir. En fje Slimons kom ekki fyr en á þriðja degi eptir að jeg kom. Lendingarstaður þessi er auðvitað almennings eign; getur þvf enginn pantað rúm fyrir fjelöngu fyrir fram, heldurhlýtur hver sá að nota lendingarstaðinn, sem fyrst kemur að landi með fjenað. þegar reikningurinn kom fyrir fjárgeymsluna í húsunum, var eðlilega reiknað hærra gjaldið; en þegar gæzlumanni rjettanna var skýrt frá, að afnot rjettanna hefðu verið bönnuð að ástæðulausu og hann sá hinn strákslega tilgang McKinnons, að baka mjer hin háu útgjöld, þá breytti hann gjaldinu og tók lægra gjaldið. Itíft reikmið umboðssölulaun. Nú er að segja frá þeim bræðrum Eennie og fjelögum hans, að þeir setjast á rökstóla á ný; þeir vilja ekki trúa því, að fjeð sje fjelaganna eign, því hinn ötuli póstur þeirra í Reykjavík, Vída- lín, hafðiverið búinn að skýra þeim frá, hvað bændurnir á Islandi hefðu fengið mikið í vörum út á hverja kind, aukfleira; hlyti fjeð því að vera mín eign, en ekki fjelaganna. Nú var samt afráðið að leggja löghald á andvirði fjárins í höndum þess manns, sem fyrst tók við fjenu í Leith; var látið heita svo, að löghaldið ætti að eins að ná til umboðslauna minna af farminum, sem úætluð voru 500 pd. sterl. eða kr. 9000,00(1!).— Ætli þetta hafi verið miðað við umboðslaun Zöllners og Vídalíns af álíka stórum fjárfarmi? J>riðja og' fjórða lögliald. En af því þessi nettmenni voru ekki vissir um, að þessi um- boðsmaður minn í Leith tæki nokkurntíma við peningunum fyrir fjeð, þá lögðu þeir þriðja löghaldið á fjeð sjálft fyrir 9000 kr. í höndum uppboðshaldarans, því fjeð var geymt á haga í 4 sólar- hringa fyrir uppboðsdaginn. Og þegar fjelag þetta sá, að uppboðshaldarinn mundi ekki virða löghaldið að neinu, heldur selja fjeð, lögðu þeir 4. löghaldið á andvirði fjárins í höndum sama manns. Snakkurinn frú Xewcastle. Nú kom uppboðsdagurinn; þá þurfti mikið að snúast. Sendi- maður var sendur með hraðlest sunnan frá Newcastle á fund uppboðshaldara míns; þótti uppboðshaldaranum för hans nærgöng- ul, eptir því sem honum fórust orð, en ekki Ijet hann uppi, hvað sendiraaður hefði sagt, nje hvort hann hefði haft nokkuð meðferðis í buddunni. Uppboðsstaðurinn var vel skipaður, og sumir kaupendurnir voru búnir að læra það, sem þeir áttu að segja. Vissir kaupend- ur löstuðu fjeð hamslaust, sjerstaklega einn af kaupendum Zöllners og Vídalíns. Kaupendurnir tjáðu, að þeim hefði verið sagt, að fjeð hefði fengið slœma ferð, vœri því hœtta að kaupa fjeð, fjeð væri hor- að o. s. frv. Niðurstaðan á uppboðinu. A uppboðinu var umboðsmaður Rennie, McKinnon, sendimað- urinn frá Newcastle og önnur þess konar valmenni, er þgir höfðu sjer við hönd. Uppboðið byrjaði síðan, og seldiat fjeð sem hjer segir: 900 seldust á ......................... 15 sh. 9 d. 760 — — ......................... 15 — 6 — og afgangurinn á .................... 13 — 9 — f>essi sala er tiltölulega fullt eins góð og öllu betri en sala R. & D. Slimons og Franz; má því þar af sjá, að uppboðshaldari 'minn var ærlegur maður, og að áhrif keppinauta minna verkuðu ekki eins og til var ætlazt. Auðvitað hvíldi miklu meiri kostnaður á þessum eina fjárfarmi en fje hinna, sem bæði gátu notað stærri skip, og leigt skipin fyrir lengri tíma en jeg, en það hefir afarmikil áhrif á leigumála gufu- skipa, einkum sem leigð eru um þenna tíma árs. Að salta málið. En nú var eptir að fá næga tryggingu fyrir því, að jeg gæti ekki fengið þessar 9000 kr., sem í löghaldi voru, svo snemma, að jeg gæti borgað vörurnar í tíma, sem jeg fjekk fyrir fjelögin í Ham- borg, því áríðandi var, að geta látið það rætast, sem þetta heið- ursfjelag laug upp á mig í Hamborg í sumar, að jeg væri svikari, og að mjer af þeirri ástæðu væri ekki veitandi vörulán. |>að var því afráðið að fresta því, að fá löghaldið staðfest, sem eptir skozk- um lögum getur beðið í 3 ár, til þess að geta rjettlætt lygina um óráðvendni mfna. Nú var reynt að skjóta uppboðshaldaranum skelk í bringu; var honum ritað brjef, þar sem honum var skýrt frá á haganlegan hátt til þess að ná tilganginum, hvernig jeg hefði rekið verzlunina í Reykjavík, sem eðlilega var bygt á upplýsingunum úr Reykjavík, sém jeg áður gat. þorði uppboðshaldari því ekkiífyrstu að sleppa þessum 9000 kr., en eptir nokkra daga borgaði hann mjer allfc andvirði fjárins, samkvæmt ráðleggiogu málfærslumanna, sem kom- ust að þeirri niðurstöðu, að öll löghöldin hefðu verið gerð í laga• heimildarleysi. Meiri slægur í álitsstjóni en peningatjóni. En til þess að jeg gæti losnað við þetta stríð framvegis, þá bauð vinur minn í Edinborg þessum Rennie að borga honum 150 pd. sterling, 50 pd. sterling þá þegar, en afganginn á næstu tveim árum; en það boð vildi Rennie eða fjelagið ekki þiggja. jpað kom því í Ijós, að það voru ekki peningarnir, sem Rennies-fjelagið var að sækjast eptir að fá, heldur að geta með kröfunni gert mjer og kaupfjelögum þeim, er jeg var.n fyrir, það frekasta álitstjón, sem auðið væri til þess, að fjelög mfn ættu örðugra með að fá leigð gufuskip til fjárflutninga framvegis. Að athuga liirzlur íneð hömrum og meitlum. Að svo búnu lagði jeg af stað til Hamborgar. j>essa verður fjelagið brátt vart og það að mjer haíi verið útborgað allt andvirði fjárins; eru nú menn sendir á heimilx mitt, þar sem jeg hafði haldið til í Edinborg; höfðu þeir með sjer hamra, meitla og lykla, og spurðu eptir hirzlum mínum ; átti að leggja löghald á þær og athuga þær með þessum verkfærum. En því miður átti jeg þar ekkert. Allar þessar aðfarir Rennie kosta hann ærið fje; er auðsætfc, að hann ogfjelagar hans horfaekki í kostnaðinn, hugsa ekki um það, að fá peninga, heldur að koma mjer sem lengst burt út úr þessari fjárverzlun. Islenzkir dómstólar í hávegum liafðir! Og þar sem Rennie og fjelagar hans leggja hvað eptír annað löghald á fjeð til þess að fá ranga skuld greidda, og gera þetta á sama tímanum, sem þeir hafa mál til meðferðar gegn mjer í Reykja- vík út af sömu skuldinni, þá bendir það til, að þetta fjelag geri dómstólunum á Islandi ekki hærra undir höfði en öðrum. Yerkfæri í annara hendi j>egar allar aðfarir Rennie eru athugaðar, þá virðast þær bera nægilega með sjer, að hann hafi verið notaður sem verkfceri annara. Rennie sjálfum gat ekki leikið hugur á öðru en að ná málskostnaði þeim, er hann telur ranglega til skuldar hjá mjer, en það gat hann bezt með því, að fara hægt í sakirnar, eða bíða dóms hjer. J?eir, sem hafa leikið hið ískyggilega tafl þessi tvö ár á móti verzlunartilraunum mínum fyrir bændur, eru einmitt þeir mennirnir, sem »allra augu vona til«. En hver er svo orsökin til þess, að jeg hef verið lagður í einelti þessi tvö ár? ímugustur á umhoðsmaiius-aðfcrð minni. Yerzlunartap keppinauta minna getur það ekki verið, því hvort þessir herrar verzla með eitt þúsund fjár meira eða minna á ári, þá gerir það þeim auðvitað ekkert til. Orsökin hlýtur því að vera sú, að þeir hafi óttazt, að jeg beitti einhverri annari umboðsmanns- aðferð en þeir voru vanir, sem gæti haft áhrif á hina voldugu verzlun þeirra, og að ekki væri hægt að víkja þeirri umboðsmanns- stefnu, sem jeg hefði, nema hún væri kyrkt með ofbeldi. „I>etta cr vilji Yor“. En bver skyldi þá vera stefna (Program) frelsishetjanna, sem lagt hafa mig í einelti þessi árin? Ef dæma mætti eptir afskiptum þeirra af verzlunartilraunum fjelaga þeirra, er jeg veiti forstöðu, bæði í fyrra og nú, þá ætti, verzlunarstefna þeirra (Program) að vera á þessa leið:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.