Ísafold - 26.01.1895, Side 1
Kemurútýmisteinu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg.(80arka
ininnst)4kr.,erlendis5kr. eða
l’/j dolí.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis íyrir f'ram).
ÍSAFOLD
Uppsögn(skrifleg)bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir l.oktober.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
Reykjavík, laugardaginn 26. janúar 1895.
XXII. árg.
Um þilskipaútgerð.
Þaö heflr opt verið tekið fram í ræðum
•og ritum, að sjávaraflinn væri annar heizti
atvinnuvegur lands þessa. En eins og öll-
om er Ijóst, er hann að miklum mun síð-
nr á veg kominn en hinn aðalatvinnuveg-
tirinn, iandbúnaðurinn. Yæri því öll þörf
á, að menn hugleiddu, með hvaða hætti
bezt mundi að koma honum í betra horf.
Þegar litið er á það, að landið sjálft er
«itt af hinum ófrjórri löndum, sem bygð
eru, en aptur á móti hafið í kringum það
eitt hið fiskisælasta, sem nokkurt laDd á,
j)á ætti það að vera hin mesta hvöt fyrir
þá, sem við sjóinn búa, að stunda sjávar-
útveginn af alefli.
Eins og kunnugt er, koma hjer að landi
á ári hverju mörg hundruð skipa frá öðrum
löndum : Ameríku, Frakklandi og Englandi
og víðar að, til þess að veiða við strend-
ur landsins, og naumast mundu þessar
þjóðir reka þennan atvinnuveg ár eptir
ár, ef þær hefðu ekki af honum nokkurn
ágóða.
Ef vjer íslendingar ættum öll þessi skip,
þá er auðsætt, að þær þúsundir manna;
sem á þeim eru, ættu að geta lifað hjer
fram yflr þá sem nú eru á Jandinu, og
sjált'sagt fleiri; því ef aflinn kæmi hjer á
land og skipin ættu hjer heima, þá ykist
verzlun og iðnaður að miklum mun.
Það er kunnugt, að Jengst af hafa, lijer á
landi verið hafðir opnir bátar til sjóferða
og flskifanga allan árshringinn, að undan-
teknum rúmum 20 siðustu árunum, sem
menn hafa nokkuð notað þilskip, heizt til
fiskiveiða, og hafa þau smá-aukizt að tölu,
og útbúnaður batnað á þeim.
En ekki er enn vaknaður nægur áhugi
á þilskipaútgerðinni til fiskiveiða, og ef
hann vaknaði betur, þá mundi hann leiða
til meiri atorku og dugnaðar við veiði-
skapinn.
Jeg skal nú Leyfa mjer að Láta í Ljósi
skoðun mína um það, hvernig útvegsbænd-
úr við Faxafióa mundu geta hagnýtt sjer
þilskipaútveginn.
Það er fjarri mjer að ætlast til þess, að
menn leggi niður að afla á opnum bátum.
Sú aðferð er mjög hentug þegar flskur
gengur á grunnmið. En það ber opt við,
að ágætur afli er í einni veiðistöðinni, en
enginn í hinni. Verða þeir þá út undan,
sem langt eru frá aflanum, af því að þeir
hafa ekki nógu góð og stór skip til þess
að sækja aflann svo langt, sem þörf er á.
Mjer hefir því komið til hugar, að snjall-
ræði væri, að 2 eða 3 útvegsbændur, sem
næst búa hver öðrum, eignuðust í fjelagi 1
þiljubát, og notuðu hann með sínum vinnu-
•mönnum til þess að afla flskjar á, þegar I
ekki er nægur afli á opnum bátum á þeirra
grunnmiðum.
Jeg skal nú taka til dæmis, eins og opt
liefir borið við, að góður afli hefir verið á
Miðnesi fyrir sunnan Skaga, þegar afla-
laust heflr verið inni í Faxafióa. Gætu þá
þiibátseigendur tekið bát sinn og liaft
með sjer 2 eða 3 opna báta, og farið þang-
að á honum, tekið með sjer vistir og veið-
arfæri og salt, lagt svo þiijubátnum þar á
góða höfn, látið síðan menn sína afla á
opnu bátunum, og lenda við þilbátinn,
fletja fiskinn og salta liann í bátinn; ætti
og öll skipshöfnin að hafast þar við, mat-
reiða handa sjer og sofa i þiljubátnum. Ef
nú fiskur fengist meiri með því að liggja
á reki, mætti flytja opnu bátana að landi
og setja þá þar upp. Gæti þá skipshöfn-
in farið öll á þilbátnum, og aflað við rek
á honum; ættu svo eigendur að flytja aflann
heim til sín, og hafa atvinnu við að verka
hann með sínu heimilisfólki.
Jeg get nefnt eitt dæmi, sem líkist þessari
uppástungu. Herra óðalsbóndi Guðm. Einars-
son í Nesi við Seltjörn ljet núna í haust
þilskip sitt »Önnu« fara vestur á fjörðu,
með vinnumenn sína, 9 að tölu, af því, að
hjer í flóanum var þá mjög aflalítið. Höfðu
þeir með sjer opna báta. Þegar vestur
kom (á Arnarfjörð) lögðu þeir þilskipinu
á góða höfn, og öfluðu svo á opnu bátana
og höfðust algerlega við í skipinu; komu
aptur hingað eptir 7 vikurmeð 16 þúsund
af fiski; og mundi mörgum þykja það góð-
ur búbætir, að eiga svo mikinn fisk í salti
nú um þetta leyti árs.
Eptir að vetrarvertiðinni væri lokið ættu
þessir þiljubátseigendur að stunda veiði á
bátnum með mönnum sínum allt vorið og
sumarið. Heimili þeirra gæti haft að öll-
um jafnaði fisk til matar, þó ekki væriró-
ið frá heimilinu, þar eð opt aflast mikið
af svo kölluðum trosflski á þilskip, og
varla mundu þeir vera svo leneri úti í
senn, að þeir gætu ekki vitjað heimila
sinna á 3 vikna eða mánaðar fresti.
Ef menn vildu nú byrja á þessari aðferð
með þilskipaútveginn, mundi atvinnuveg-
ur þessi smátt og smátt taka framförum,
og vjer komast lengra fram á braut menn-
ingarinnar.
Eins og venja er til munu menn koma
með margar mótbárur gegn tillögu þessari,
svo sem:
1., að leiðinlegt væri og varla gerlegt,
að breyta gömlum, yótgrónum vana, og að
öllu leyti væri óvíst, að þetta fyrirkomu-
lag borgaði sig nokkru betur en það sem
tíðkazt heflr;
2., að engin eða mjög lítil efni sjeu til,
til þess að kaupa eða láta smíða þilbáta;
það sje nógur líostnaður við þessa opnu
4. biað.
báta og neta-útgerð, þó að meiru sje ekki
til kostað án nokkurrar tryggingar, o. 11.
Það viðurkenna allir, að örðugt er opt-
ast að breyta gömlum vana. En óvinnandi
er það þó ekki, og ætti að vera hverjum
manni ljúft, ef hann álítur það vel fara. Að
fá nokkra vissu fyrirfram um það, hvort
þetta muni svara kostnaði, er varla hægt.
Enda mun enginn, sem fæst við útgerð
til fiskiveiða, geta haft neina vissu fyrlr
því fyrirfr.*im, hvort útgerðin verður arð-
söm eða eigi, heldur byrjar hann hana
með von og trausti til gjafarans, að það
muni heppnast. Það er á rökum bygt, að
efnakagur manna er þröngur, og að athuga
þarf, hvort kostnaðurinn er kleyfur. En
ef menn með stöðugum ásetningi og dugn-
aði leggja aila sína krapta fram, þá vinnst
íurðanlega, þó efnin sjeu ekki mikil i
fyrstu.
Tryggingarleysi á þilskipum þurfa menn
nú ekki að gera sjer áhyggjur út af, með
því að nú er stofnað hjer í Reykjavík
þilskipaábyrgðarfjelag. Geta nú þeir sem ,
vilja, fengið ábyrgð á skipum sínum i
þessu fjelagi, og er því skipaeign þeirra
orðin að miklu leyti sem hver önnur fasfc-
eign. Á herra bankastjóri Tryggvi Gunn-
arsson, sem er formaður fjelagsins, miklar
þakkir skilið fyrir dugnað þann og fylgi,
er hann hefir sýnt við stofnun þessa mjög
svo þarfa fyrirtækis.
Reykjavík 15. janúar 1895.
Helgi Helgason.
Vöruverð Zöllners & Co.
Samanburöur.
Herra Ágúst, Helgason í Birtingaholti
heflr í síðasta blaði ísaf. gefið fróðlega
skýrslu um verðmun á 95 tunnum afmat-
vöru, sem keyptar voru í sumar fyrir mill-
göngu tveggja umboðsmanna, B. Kristjáns-
sonar og Zöllners & Co.; var verðið á þess-
um 95 tunnum hjá B. Kr. 1285 kr., en hjá,
Zöllner & Co. kr. 1705,10.
Mjer kemur til hugar út af þessu, að
bera verð Zöllners & Co. saman við verð
það, sem Kaupfjelag Reykjavíkur naut &
síðastliðnu sumri, en það átti eingöngu við
kaupmenn í Reykjavík.
Af því ekki eru enn fengnar nógu marg-
ar skýrslur frá hinum ýmsu deildum Zölln-
ers & Co.-pöntunarfjelaganna, þá er ekki
hægt að bera verð Kaupfjelags Reykjavíkur
saman við annað en verðskýrslur úr að eins
tveimur fjelögum Zöllners & Co., sem víð-
ast mun vera hraparlega mismunandi.
Jeg set hjer sem dæmi reikning
yfir sömu vörutegundirnar sem stóðn i
reikningi hr. Ágústs Helgasonar, með hjfi-
settu verði Kaupfjelags Reykjavíkur, sam-
anbornu við verð Zöllners & Co. í Stokke-